Tíminn - 03.06.1973, Page 31

Tíminn - 03.06.1973, Page 31
Sunnudagur 3. júni 1973. TÍMINN 31 Og svo litur það út, þegar hundur, sem er minni máttar, tekur í sig kjark og skorar á annan sjáifsöruggan i leik. blóðþyrstur og hann er skyldur hundinum. Við getum hugsað okkur úlfahóp, þar sem gamall úlfur hefur forustu. A vegi þeirra verður einsamall karlúlfur, sem nálgast hópinn ógnandi. Hópurinn stanzar og gamli úlfurinn gengur spenntur til móts við þann að- komna. Báðir „gera sig digra,” þeir blása sig upp, reisa burstir, teygja úr sér, og skottið stendur beint upp i loftið. Þeir reyna að hræða hvor annan tii þess að geta þefað hvor af annars kynfærum. Það er ekki slegizt við dömur! Báðir fara að urra af auknum krafti. Og svo rjúka þeir saman — einn grár hrærigrautur af góli, skrækjum, urri og glefsi. Að vörmu spori er slagurinn búinn. Andstæöingarnir standa hvor gegn öðrum, en nú er mynd- in breytt. Gamli úlfurinn stendur með úfna burst, skottið upp i loft- ið, reist eyru og lætur skina i vig- tennurnar. Aðkomuúlfurinn, aft- ur á móti, lætur nú fara lltið fyrir Öruggur hundur býður öðrum varkárari til leiks. (Það er sá hvíti, sem er sjálfsöruggur). sem við get- um öll lært! sér, hefur lagt eyrun, burstin ekki lengur reist og búinn aö leggja niður skottið, sem að öllum lik- indum er milli fóta hans. Hann litur undan og snýr viðkvæmum hálsinum að vigtönnum þess gamla. En gamli úlfurinn bitur ekki — hann getur það ekki — það gerir ' drengskaparhvötin. Hún kemur fram við undirgefni andstæðings, auömýkt gestsins. Gamli úlfurinn heldur rólega að næsta tré eða runna og merkir á þann hátt, sem honum og hundum er laginn, að ,,á þessum stað sigraöi ég, hann tilheyrir mér.” Aðkomuúlfurinn dregst aftast I röðina og sleikir sár sin... Það er ótrúlega þýðingarmikið að þekkja merkin, sem sá sýnir, sem minni máttar er. Þau koma oft I ljós I sambandi við vand- ræðahunda og þá má ekki greina þau skakkt. Menn meöhöndla oft sorglega drengskaparhvötina hjá hundin- um. Hundurinn bregzt nákvæm- lega eins við og úlfurinn, hvað varðar riddaramennskuna, en ADAX rafmagnsþilofnarnir hafa fengiS æSstu verSlaun, sem veitt eru Innan norsks ISnaSar Húsbyggjendur! Kynnið yður fyrst og síðast ADAX rafmagnsþilofnana. — Þeir standa fremst, hvað varðar útlit, öryggi og sparneytni. Tvöfalt thermostat. Auðveldir í uppsetningu. Létt þrif. Margar stærðir og gerðir. 3 ÁRA ÁBYRGÐ Sjáið þér hjá okkur Einar Farestveit & co. hf raftækjaverzlun Bergstaðastræti 10A. Sími 16995 Hundasáifræðingurinn, Anders Hallgrcn, ásamt sjúklingi maðurinn getur misskilið hana eða átt i erfiðleikum með sina eigin. Þegar hundur gerir af sér skammarstrik og hann er skammaður, lúpast hann niður. En þá má ekki ganga lengra og hegna honum, þvi að með þvi er brotin þýðingarmesta regla hundsins. Arásargjarn og sjálfsöruggur hundur (i ham) sperrir eyrun, fitjar upp á trýnið, munnvikin dragast fram og hárin risa. Oöruggur hundur fitjar minna upp á trýnið, leggur eyrun niður og aftur, hárin sömuleiðis, hræðsla er i augunum og munn- vikin dragast aftur. Glaður og sæll hundur litur þannig út: Uppdregin munnvik (litur út eins og bros), ánægju- svipur i augunum, eftirvænting- arfullt upplit, hann dinglar róf- unni og hringsnýst. Hundur er gáfaður i á hundavisu, ef honum tekst að leysa af hendi það, sem hann vill. Til að mynda er sá hundur gáfað- ur, sem tekst að komast út úr lok- uðu herbergi. Annars eru gáfur hans mjög tengdar sjálfsbjargar- hvötinni. Oft má lesa i blöðunum um hunda, sem hafa drýgt dáöir og svo getur litiö út sem skapandi hugsun hafi legið þar að baki. En hundurinn, sem bjargar fjölskyldunni frá aö brenna inni, hefur ef til vill ekki I huga að vekja hana með gelti sinu. Hann geltir einfaldlega af þvi, að hann er dauðhræddur. Um hunda má annars segja, að þeir eru falslausir ogumafbrýði- semi hjá þeim er ekki hægt að tala i venjulegum skilningi. — Maðurinn er nú herra hunds- ins og hundurinn þræll hans. Er þá þörf á að skilja hundamál? — Sá, sem þannig hugsar, ætti aldrei að fá sér hund. Hundurinn á að vera meölimur fjölskyldunn- ar, hann á að finna, að þótt sé vænt um hann og svo á líka að vera. (Lausl. þýtt SSv.) TopKvick leysist fljótt upp Hollurog bragógóóur drykkur Gefió börnunurr^^^^ KAUPFÉLAGIÐ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.