Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. júni 1973. TÍMINN 7 Heildarvelta KEA og fyrirtækja þess 2.645 milljónir kró króna Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri hefur um langt skeið gegnt trúnaðar- stöðum fyrir Samvinnu- hreyfinguna. Hann hef- ur verið kaupfélags- stjóri KEA siðan 1971, eftir að hafa starfað sem fulltrúi og aðstoðar- kaupfélagsstjóri um nokkurt skeið, en var áður 12 ár deildarstjóri áhættudeildar Sam- vinnutrygginga. Valur sat aðalfund Sambands- ins og hafði þetta að segja um fundinn og starfsemina hjá KEA á seinasta ári: en hann hefur sótt aðalfundi Sambandsins siðan árið 1966, sem fulltrúi, en áður oft komið á fundina og tekið þátt í þeim sem starfsmaður. — Frá KEA sækja aðalfundinn 15 fulltrúar og mun það senda flesta fulltrúa til aðalfundarins, einstakra kaupfélaga. Verksmiðjurekstur KEA og SÍS Kaupfélagið á tvær verksmiðj- ur að hálfu á móti SIS, en það eru Kaffibrennsla Akureyrar og Efnaverksmiðjan Sjöfn, sem lika starfará Akureyri. Rekstur þess- ara fyrirtækja var þó ekki til sér- stakrar umræðu á aðalfundinum, þótt þær komi auðvitað við sögu i reikningum og ársskýrslu SÍS. Hagur þessara fyrirtækja var all- góður á siðasta ári og var um sölu- og framleiðsluaukningu að ræða hjá þeim báðum á siðasta ári og þau hafa bætt húsakost og vélbúnað sinn verulega. Aðalfundur KEA Aðalfundur KEA var haldinn dagana 9. og 10. mai s.l. Fundinn sóttu 190 fulltrúar af 205, sem rétt áttu til fundarsetu. Þar var sér- staklega tekin til umræðu fjár- magnsuppbygging samvinnu- hreyfingarinnar, sem Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins innleiddi á fundinum með fram- söguræðu, en sem kunnugt er, var þetta sama mál einnig til umræðu á aðalfundinum. Er þetta i fyrsta sinn sem sérstakt grundvallarvið fangsefni er tekið til sérlegrar meðferðar á aðalfundi Sam- bandsins. Þetta er vel til fundið, þvi að ég held að flestum sé það nú ljósara en áður, að okkur tekst ekki að bera hugsjónir Samvinnu- stefnunnar fram til sigurs, nema fjárhagsstaðan styrkist til muna og eflist. Almenningi er að verða það ljóst, að Samvinnuhreyfingin er langsterkasti aðilinn, sem tryggir byggðajafnvægi og rétt- láta byggðaþróun. Samvinnu- menn úti á landi munu fagna þvi, ef tekst að finna leiðir til að auka fjármagnsstreymi inn i sam- vinnufélögin út um landið, til að gera Samvinnustarfið virkara i jákvæðri byggðaþróun. Þvi þrótt- mikið kaupfélagsstarf með þátt- toku í atvinnulilinu, heiur oroio lyftistöng fyrir landsbyggðina. Samstarf við verka- lýðshreyfinguna A aðalfundinum var talsvert rætt um þörfina áauknusamstarfi við verkalýðshreyfinguna og ég mundi fyrir mitt leyti fagna þvi, ef aukið samstarf kæmist á milli þessara öflugu félagsmála- hreyfinga, en minni hins vegar á að jafnframt verður að hafa náið samstarf við bændasamtökin i landinu og fullt jafnvægi þarf að vera i samstarfinu við þessa aðila. Samvinnuhreyfingin er ein- mitt vettvangur, þar sem fram- leiðendur og neytendur geta tekið saman höndum um samstarf til hags fyrir báða aðila. Þannig hef- ur það verið um langt skeið og verður bonandi áfram. Framkvæmdir hjá KEA Fjárfesting KEA var á siðasta ári 70 milljónir króna. Ber þar hæst stækkun á aðalverzlunar- húsi og skrifstofuhúsi félagsins á Akureyri og fjárfestingu vegna fiskverkunarstöðvanna á Dalvik Árni Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, hefur verið kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga siðan á miðju ári| 1968, er hann tók við starfi af Ólafi Sverrissyni, sem nú er i Borgarnesi. Árni var áður kaupfélags- stjóri á Hólmavik með ágætum orðstir. Hann var einn þeirra er sóttu aðalfund Sambandsins i Bifröst. Arna Johannssyni sagðist frá á þessa leið: Tvö samvinnufélög Húnvetninga Samvinnufélög Húnvetninga eru tvö: Kaupfélag Húnvetninga, sem er félag neytenda og Sölu- Kaupfélagið á Norður- firði á Ströndum er eitt af minnstu kaupfélögum Sambandsins, en litlu kaupfélögin hafa átt i miklum rekstrarörðug- leikum undanfarin ár, Gunnsteinn Gislason, kaupfélags- Norðurfirði. og i Hrisey.Framundan eru gifur- leg verkefni, sem biða úrlausnar, eins og t.d. bygging nýrrar mjólkurstöðvar fyrir Eyjaíjörð, en mjólkurmagnið á siðasta ári var 21.milljón litrar, en það er annað stærsta mjólkurbú lands- ins. Tæknilegum undirbúningi er að miklu leyti lokið, en beðið er svars l'rá opinberum lánasjóðum um fjármagnsfyrirgreiöslu til stöðvarinnar, sem mun kosta fullbúin 350-400 milljónir króna miðað við núverandi verðlag. Ýmis önnur stórverkel'ni eru lika á Árni Jóhannsson.kaupfélagsstjóri a Blönduósi. sem mörgum er kunn- ugt. Það var þvl mikill fengur fyrir blaðið að hitta að máli Gunnstein Gislason, kaupfélags- stjóra i Norðurfirði á Ströndum, en þar mun verzlun vera hvað örðugust á öllu landinu, þar eð aðstæður eru all- ar með erfiðasta móti til vörudreifingar. Sagðist honum frá á þessa leið: — Kaupfélagið á Norðurfirði er eitt af minnstu kaupfélögunum. Félagssvæði okkar er Arnes- hreppur, frá Reykjafirði að Ingólfsfirði, að báðum meðtöld- um. Félagsmenn eru aðeins 52, en fbúar á félagssvæðinu eru um 180 manns. Byggðin er mjög dreifð. Hér er enginn byggðakjarni eða þéttbýli og menn lifa mest á sauð- fjárrækt. Ennfremur er nokkur útgerð frá Djúpuvik eða grá- sleppuveiði og reki er á fjörur. Kaupfélagið selur mestan hluta afurðanna. þar er engin önnur verzlun en kaupfélagið. Heildar- veltan var 21.5 milljónir króna á siöasta ári og tap varð á rekstri kaupfélagsins, sem nam 400 þús- und krónum. Stárfsmenn eru 3 og formaður kaupfélagsstjórnar er Eyjólfur Valgeirsson, Krossa- nesi. döfinni, eins og bygging nýrrar matvöruverzlunar á Brekkunni, til að þjóna nýju ibúðahverfi, svo eitthvað sé nefnt. Heildarvelta KEA og fyrirtækja þess var á siðasta ári 2.645 milljónir króna og hafði aukizt um 19% á árinu, eða um 400 milljónir króna. Fastráðnir starfsmenn voru i árslok um 700, en að sjálfsögðu komust miklu fleiri á launaskrá hjá fyrirtækjunum. Formaður kaupfélagsstjórnar er Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi á Tjörn i Svarfaðardal. félag Austur-Húnvetninga, sem er framleiðendafélag. Þessi félög hafa eigin stjórn og sér reikninga, en sameiginlegan framkvæmdastjóra. Félags- svæðið er öll Ilúnavatnssýsla, lrá Skagatá vestur að Gljúfurá. Heildarveltan var 233 millj. hjá Sölufélaginu, en hjá Kaupfélaginu var hún 190 milljónir króna. Aðalstarlsemi kaupfélagsins er á Blönduósi. Þar eru reknar verzlanir, en auk þess er útibú á Skagaströnd. Ennfremur rekum við bifreiðaverkstæði og margs konar þjónustu. Sölufélagið rekur hins vegar mjólkurbú og sláturhús. Mjólkursala og þurr- mjólkurduft Mjólkurbúið tekur á móti fjór- um millj. litra á ári hverju og þar er fyrst og fremst unnið mjólkurduft. Hefur rekstur þess einkum beinzt að þeirri grein vinnslunnar, þótt einnig sé geril- sneyðing og mjólkursala i neytendaumbúðum daglegt við- Vörur með skipum, engin bryggja, en skipað upp á bátum. Vörurnar fáum við þangað aðallega með skipum. Þaö er engin bryggja og er þvi skipað upp á bátum. Hingað koma strandverðaskipin og Sambands- skipin með stærri farma. Þetta er erfið afgreiðsla og stendur ekki til bóta, þvi aðstaða til bryggjugerð- ar er engin. Við höfum siðan árið 1966 verið i akvegasambandi og fáum póst með bifreiðum viku- lega á sumrin og farþegaflutning- ar eru með sama bilnum. Við gætum þvi auðveldlega notað flutningabila til aðdrátta yfir sumartimann, en okkur finnst það óeðlilegt, fyrst við notum skipin á veturna, aö fara að nota bfla á sumrin. Ferða mannas traumur á Strandir Þegar horft er á hag verzlunar- innar og aðstæður allar, er i raun og veru fátt um úrræði til að rétta við, annað en að vona það bezta. Meiriháttar breytingar i atvinnu- háttum eru engar fyrirhugaðar. Það er þvi i rauninni ekki annað að gera en vona hið bezta. Ef til vill má þó greina hæga breytingu. Brottflutningi fólks hefur að mestu lokið. Sveitirnar á Strönd- um hafa lagzt i eyði, þvi að fólkið hefir sótt til annarra héraða, þar sem þjónusta er betri og afkomu- Valnr Arnþórsson. kaupfélags- stjóri KEA á Akureyri. fangsefni fyrir neytendur á svæðinu. Mjólkinni er pakkað i plastpoka. Fer mjólkur- framleiðslan heldur vaxandi i héraðinu. Nýtt sláturhúsakerfi var tekið i notkun á Blönduósi áriö 1971 og hjá sláturhúsinu er slátrað um 47 þúsund fjár þur (1972) og núna er unnið að nýju kjötfrystihúsi sem tekur 4-500 tonn af kjöti. Umræður um ijármálin Eg hefi sótt aðalfundi Sam- bandsins siðan árið 1967. Mér finnst fundurinn i ár að ýmsu leyti merkilegur. Það er nýmæli að fjárhagsuppbygging Samvinnu- hreyfingarinnar hefur veriðtekin til rækilegrar umræðu og er það merkileg tilraun út af fyrir sig, að taka ákveðna málaflokka til rannsókna og umræðu á aðal- fundum SIS. Þar með færast aðalfundirnir á nýtt svið og raun og veru og það er lagður nýr um- ræðugrundvöllur fyrir ýmis merkileg mál, er hljóta að verða viðfangsefni þessarar fjölda- hreyfingar, sagði Arni Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri að lokum. JG. horfur vænlegri. Nú hefur mann- fjöldi staðið i stað i tvö ár eða svo og einangrunin er að nokkru rofin með þjóðveginum. Hingað koma nú fleiri aðkomumenn en áður, þvi að talsverð aukning er á ferðamannastraumi á Strandir. Við höfum þó ekki mikla þjónustu Jyrir ferðamenn, nema að gisting er i barnaskólanum á Finnboga- stöðum, en ferðamannaverzlun er aðeins i kaupfélaginu. Helztu framkvæmdir eru fyrir- hugaðar, að endurbæta þarf sláturhúsið og frystihúsið. Við slátruðum 2500 fjár i fyrra, segir Gunnsteinn Gislason, kaupfélags- stjóri á Norðurfirði að lokum. JG Kaupfélagið d Norðurfirði á Ströndum er eina verzlunin og starfar við erfiðustu aðstæður. Rætt við Gunnstein Gíslason, kaupfélagsstjóra. Fagna auknu samstarfi við verkalýðshreyfinguna og bændasam tökin, segir Valur Arnþórsson,kaupfélagsstjóri KEA ó Akureyri Árni Johannsson, kaupfélagsstjóri: Samvinnufélög Húnvetninga eru tvö, neytendafélag og framleiðendafélag Skipa vörunum upp á bétum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.