Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. júni 1973. TÍMINN 11 Útgefandi: Framsöknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f ■- ■ AAesta lyftistöng la ndsbyggða rinna r Á stjórnmálasviðinu ber nú ekki á öðru meira en keppni flokkanna um að eigna sér hina svonefndu byggðastefnu. Ýmsir gætu haldið af þessu, að það væri eitthvað nýtt, að unnið væri að þvi að efla landsbyggðina og treysta búsetu manna þar. Sem betur fer, er hér þó ekki um neina nýjung að ræða, þvi að illa myndi málum landsbyggðarinnar vera komið, ef svo væri. Það er búið að halda uppi baráttu fyrir eflingu landsbyggðarinnar ára- tugum saman, eins og hægt er að sjá glögg dæmi um i öllum héruðum landsins. Hins vegar var það svo um langt skeið, að reynt var að telja þá, sem héldu uppi byggðastefnunni, óal- andi og óferjandi i höfuðborginni. Nú er þetta sem betur fer breytt. En hollt er samt að minn- ast þess, ef menn vilja gera sér næga grein fyr- ir hverjum muni bezt að treysta i þeim efnum. Sé horft yfir þróun hinna dreifðu byggða sið- ustu áratugina, verður það fljótt ljóst, hvaða aðili það er, sem hefur lagt fram drýgsta skerf- inn til að viðhalda þeim og treysta hlut þeirra. Þar kemst áreiðanlega enginn aðili til jafns við samvinnuhreyfinguna. Þetta sést ekki aðeins i kauptúnum og kaupstöðum viða um land, þar sem mannvirki hennar og starfsemi eru viðast mjög áberandi. Þetta sést óbeint i uppbygg- ingu sveitanna, þvi að samvinnuhreyfingin á þar einn stærsta þáttinn. Samvinnuhreyfingin hefur ekki aðeins tryggt byggðalögunum viðs- vegar um landið hin hagkvæmustu verzlunar- kjör, heldur haft forgöhgu um margvislegar atvinnuframkvæmdir, sem hafa stöðvað mik- inn fólksflótta, sem ella hefði orðið. Samvinnu- hreyfingin hefur tryggt, að fjármagnið, sem áður streymdi úr héruðunum til útlanda, eða til helztu þéttbýlissvæðanna innanlands, hefur haldizt þar áfram og stuðlað að margvislegri uppbyggingu. Á þennan og annan hátt hefur samvinnuhreyfingin óumdeilanlega orðið mesta lyftistöng flestra eða allra byggðalaga landsins. Nú, þegar svo mikið er rætt um byggðastefnu og eflingu hennar, er vissulega vert að menn geri sér þetta fullljóst. Áætlanir um fram- kvæmdir og uppbyggingu eru vissulega góðra gjalda verðar, en meira máli skipta þó verkin sjálf. Eigi uppbygging dreifbýlisins að halda áfram og eflast, verður hún fyrst og fremst að vera verk fólksins þar. Það þarf að beita sam- eiginlegu afli sinu til að stuðla að framkvæmd- um og tryggja þær. Hingað til hefur ekkert tæki reynzt máttugra i þeim efnum en samvinnu- hreyfingin. Það, sem samvinnuhreyfinguna hefur mjög skort til að geta notið sin, er nægilegt fjár- magn. Á nýloknum aðalfundi Sambands isl. samvinnufélaga var mjög rætt um þetta mál og hvernig það yrði bezt leyst. Vafalaust er nú fátt þýðingarmeira i byggðamálunum en að þetta sé athugað og samvinnusamtökum fólks- ins þar tryggð sem bezt starfsaðstaða. Það myndi lyfta undir nýja framfarasókn þar meira en nokkuð annað. Hér er tvimælalaust um að ræða einn mikilvægasta þátt raunhæfrar og áhrifarikrar byggðastefnu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Los Angeles undir stjórn blökkumanns Vegur bandarískra blökkumanna fer vaxandi Bradlcy ug kona hans fagna sigri. ÞAU tiðindi gerðust I Bandarikjunum rétt fyrir sið- ustu mánaðamót, að blökku- maður, Thomas Bradley, var kjörinn borgarstjóri i þriðju stærstu borg landsins, Los Angeles. í Los Angeles eru blökkumenn ekki nema 18% Ibúanna og á Bradley þvi ekki þeim sigur sinn að þakka, nema að takmörkuðu leyti. Skoðanakannanir, sem fóru fram eftir borgarstjórakosn- ingarnar, þykja hafa leitt i ljós, að um 50% hvitra kjós- enda hafa kosið hann, um 51% kjósenda af mexikönskum ættum og um 92% blakkra kjósenda. Blökkumenn hafa áður verið kjörnir borgarstjórar i þrem- ur stórum borgum, en i tveim- ur þeirra Newark og Gary, voru blökkumenn i meirihluta meðal kjósenda. t hinni þriðju, Cleveland, þar sem Carl Stok- es náði kosningu 1967, voru blökkumenn rúmur þriðjung- ur kjósenda. i Washington, höfuöborg Bandarikjanna, hefur blökkumaður, Walter Washington, gegnt borgar- stjórastörfum að undanförnu, en hann hefur verið skipaður til þess af stjórnarnefnd borg- arinnar, sem er kosin af þing- inu. 1 Washington eru blökku- menn lika i verulegum meiri- hluta. 1 Newark heitir blakki borgarstjórinn Kenneth Gib- son og i Gary Richard Hatch- er. Þegar tillit er tekið til þess að blökkumenn ná þvi ekki að vera fimmtungur kjósenda i Los Angeles, verður að telja sigur Bradleys i sérflokki. Hann er lfka talinn ótviræður vitnisburður um, að banda- riskir kjósendur láti litarhátt frambjóðenda stöðugt hafa minni og minni áhrif á sig, heldur meti þá meira eftir hæfileikum og þeirri tiltrú, sem þeim tekst að skapa. Ótvirætt er það lika, að jafn- réttismálum blökkumanna hefur þokað meira áleiðis i Bandarikjunum siðasta ártug- inn en nokkru sinni fyrr, og þvi ber nú mun minna á öfgasam- tökum þeirra en t.d. fyrir tiu árum. Þetta hefur ekki gerzt nema að takmörkuðu leyti fyrir atbeina stjórnarvalda, heldur mun frekar vegna vaxandi skilnings almennings. TVENNT er talið hafa ráðið mestu um sigur Bradleys. Annaö var það, að honum. tókst að vinna tiltrú kjósenda meö áróöri sinum i kosninga- baráttunni. Hitt var, að traust fráfarandi borgarstjóra, sem sótti um endurkjör i þriðja sinn hafði mjög þorrið siö- asta kjörtimabil hans. Þaö hjálpaði Bradley, að þetta var ekki i fyrsta sinn, sem hann keppti um borgar- stjóraembættið. Borgar- stjórakosning i Los Angeles fer þannig fram, að fyrst fer fram almennt prófkjör, sem allir geta tekið þátt i, en siöan keppa þeir tveir, sem fá flest atkvæði i prófkjörinu. Bradley bauð sig fram i borgarstjór- akosningunum 1969 og fékk þá flest atkvæði i prófkjörinu, en tapaði svo i aðalkosningunni fyrir Sam Yorty, sem þá var búinn að vera borgarstjóri i tvö kjörtimabil, eða i 8 ár. Yorty hafði oröið annar i próf- kjörinu. Hann notaði það mjög gegn Bradley, að hann væri blökkumaður, og að hann til- heyrði öfgasamtökum blökku- manna. Þetta bar þann árang- ur, að Yorty vann aðalkosn- inguna. Ósigur Bradleys vann honum samúö, þvi að hann þótti sprottinn af röngum for- sendum. Bradley haföi aldrei verið bendlaður við öfgasam- tök blökkumanna, en hafði sem lögreglumaður i rúma tvo áratugi unnið sér gott orð og stöðugt farið hækkandi i tign. Hann lagöi lika áherzlu á i málflutningi sinum, að hann myndi kappkosta að halda uppi lögum og reglum, enda nyti hann þar reynslu sinnar sem lögreglumaður. Jafn- framt lagði hann áherzlu á umhverfismál og samgöngu- mál, sem eru i miklum ólestri i Los Angeles. M.a. lofaði hann að vinna gegn ofþenslu borg- arinnar. Þar eru nú 3 millj. ibúar, en sumar spár eru á þá leið, að þeir verði orðnir 10 millj. um aldamót. Bradley lofaði að vinna að áætlunum um, að ibúar borgarinnar yrðu aldrei fleiri en 4 milljónir. Bradley rak að ýmsu leyti sama áróður nú og fyrir kosn- ingarnar 1969. Hann notaði mikið sjónvarp, enda þykir hann traustvekjandi á þeim vettvangi. Eins og 1969 urðu þeir Yorty hæstir i prófkjörinu og kepptu siöan til þrautar i aðalkosningunni. Yorty ætlaöi nú aftur að nota þaö gegn hon- um, að hann væri blökkumað- ur, en það mistókst að þessu sinni. Bradley fékk um 53% atkvæðanna. ÞAÐ átti vafalaust veruleg- an þátt I sigri Bradleys, að Yorty hafði mjög glatað trausti sinu sem borgarstjóri á slðasta kjörtimabilinu. Brad- ley gat fært rök að þvi, að hann hafði á þessum fjórum árum dvalið rúmt eitt ár utan borgarinnar. Ástæðan var m.a. sú, að Yorty hugsaði sér hærra en að vera borgarstjóri. Hann stefndi ekki að neinu minna en að verða forseti Bandarikjanna. Hann gaf kost á sér sem forsetaefni demó- krata fyrir forsetakosningarn- ar I fyrra og tók þátt i all- mörgum prófkjörum hjá þeim, en án umtalsverðs ár- angurs. Siðar tók hann að und- irbúa að verða rikisstjóri i Kaliforniu. Þetta tók veruleg- an hluta af tima hans og Brad- ley gat bent á, að mestur áhugi Yortys i sambandi við borgarstjoraembættiö væri að nota það sem stökkpall, sem gerði honum mögulegt að komast hærra i metorðastig- anum. Þá gat Bradley bent á fjölmargt, sem hefði farið af- laga i borgarstjórninni að undanförnu. 1 raun réttri var það þó ekki Yorty einum að kenna, þvi að borgarstjóra- embættinu i Los Angeles fylgja takmörkuð völd á ýms- um sviðum, t.d. heyra skóla- mál, samgöngumál og meng- unarmál að mestu leyti undir önnur stjórnarvöld. Þetta get- ur átt eftir að reynast Bradley sjálfum þungt i skauti. THOMAS BRADLEY er fæddur 29. desember 1917 og verður þvi 56 ára á þessu ári. Hann er fæddur i Texas, þar sem faðir hans vann á bómull- arökrum við léleg kjör. Þegar Bradley var sex ára, fluttist fjölskylda hans til Los Angeles þar sem Bradley varð að vinna fyrir sér strax og hann fékk aldur til. Það hjálpaði honum, að hann var mikill iþróttamaður og var með beztu knattleiksmönnum um skeið. Þetta opnaði honum leið inn I lögregluna og siöar opn- aöi það honum leið að kvöld- námi við háskóla, þar sem honum tókst að ljúka laga- prófi. Bradley vann sér gott orö sem lögreglumaður, og var orðinn háttsettur foringi i henni, þegar hann bauð sig fram sem borgarfulltrúaefni 1961. Hann náði kosningu og hefur verið endurkosinn jafn- an siðan. Hann hætti störfum i lögreglunni, þegar hann var kjörinn borgarfulltrúi. Bradley er hár vexti, sex fet og fjórir þumlungar, og sam- svarar sér vel. Hann kemur vel fyrir, flytur mál sitt skýrt og rólega og á þvi gott með að vekja traust. Hann er ekki talinn sérstakt gáfnaljós en er talinn hafa farsælar gáfur og vera góður starfsmaður. Hann er kvæntur og eiga þau hjón tvær dætur. Fjölskyldulif hans er talið til fyrirmyndar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.