Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Miövikudagur 13. júni 1973.
Kaupfélagið reisir fokheld hús
og selur á kostnaðarverði
■ / * *
til að leysa húsnæðismdl og vinnuaflsþörfina, segir Olafur Olafsson,
kaupfélsstjóri á Hvolsvelli
Ólafur ólafsson,
kaupfélagsstjóri á
Hvolsvelli hefur verið
þar kaupfélagsstjóri sið-
an áírið 1965. Var áður
kaupfélagsstjóri á
Ólafsfirði, á árunum
1959-1965. Ólafi sagðist
svo frá i stuttu samtali
við blaðið á aðaifundi
Sambandsins:
— Frá Kaupfélagi Kangæinga
sitja tveir fulltrúar þennan aöal-
fund, þaö er ég sjálfur og Eiríkur
tsaksson, útibússtjóri á Rauða-
læk. Félagssvæði Kaupfélags
Rangæinga er frá Þjórsá að
Jökulsá á Sólheimasandi og þar
búa um 3200 manns. 1 Kaupfélagi
Rangæinga eru 550 félagar.
Verzlanir
og þjónusta
Kaupfélagið rekur tvær
verzlanir, á Hvolsvelli og á
Rauöalæk, en auk þess rekur það
margs konar þjónustufyrirtæki
fyrir Rangæinga. t>ar á meðal
trésmíðaverkstæði, bifreiðaverk-
stæði, vélsmiðju og rafmagns-
verkstæði, og auk þess hefur það
með höndum umfangsmikla
flutninga um héraðið og til
Reykjavikur. Rekur kaupfélagið
10 stórar vöruflutningabifreiöir
og ekur vörum til viðskipta-
manna sinna einu sinni til tvisvar
i hverri viku. Kaupfélagiö rekur
ekki mjólkurbú. Mjólkin af
félagssvæðinu fer i Mjólkurbú
Flóamanna á Selfossi og fé er
slátrað í Djúpadal hjá Slátur-
félagi Suðurlands.
Ilvolsvöllur
eitt hús 1950
Byggðakjarninn á Hvólsvelli á
sér ekki langa sögu. Upphaflega
var þarna aðeins eitt hús, sem
reist var til að hýsa útibú frá
Kaupfélaginu i Hallgeirsey i
Landeyjum, en það var reist áriö
1930. Vöxtur þorpsins var samt
hægur fyrsta áratuginn, en upp úr
1940 fór : skriður að komast á
uppbygginguna og hefur hún ver-
ið mjög hröð siðustu árin og nú
munu um 300 manns eiga fastan
bústað á Hvolsvelli.
Það sem einkum hefur staðið i
vegi fyrir uppbyggingu staðarins
er húsnæðisskortur. Á Hvolsvelli
er rik vinnuaflsþörf og fólk myndi
setjast hér að, ef þaö hefði
hentugt húsnæði. Viö höfum þvi
hjá kaupfélaginu gripið til þess
ráðs að reisa fokheld hús og selja
„innflytjendum” á kostnaðar-
verði, til þess að greiða fyrir að-
komufólki. Viö höfum þegar reist
11 hús meö þessum hætti og höf-
um gert samninga um smiði 9
húsa til viöbótar.
Framkvæmdir 1973
Arið 1948 voru kaupfélögin i
Hallgeirsey og á Rauðalæk sam-
einuð i eitt félag, en Kaupfélagið i
Hallgeirsey flutti á Hvolsvöll
1930. Heildarvelta félagsins varð
á siðasta ári 307 milljónir króna
og hafði vaxið um 25% á árinu.
Helztu verkefni um þetta leyti
er að reisa nýja vörugeymlsu á
Rauðalæk. Það verður 500 fer-
Ólafur ólafsson,kaupfélagsstjóri
á Hvolsvelli
metra hús og svo ráðgerum viö að
byggja olhnalarplan umhverfis
verzlunarhúsin hér á Hvolsvelli.
Hér er gifurleg umferð á sumrin
og frá heilbrigöis- og feguröar-
sjónarmiði er þetta mjög brýnt
verkefni. Formaður kaupfélags-
stjo'rnarinnar er Björn Fr.
Björnsson, alþingismaður á
Hvolsvelli.
JG
Aðalfundurinn er okkar aðal tengiliður
við félagsmenn Samvinnuhreyfingarinnar
framkvæmdastjóri Véladeildar SÍS
Jón Þór Jóhansson
Jón Þór Jóhannsson
hefur verið lram-
kvæmdastjóri véladeild-
ar SIS siðan árið 1968,
eftir að hafa gegnt ýms-
um öðrum trúnaðar-
störfum hjá Samvinnu-
hreylingunni siðan árið
1952. Honum sagðist svo
frá, er við hittum hann
að máli á fundinum i
hléi:
— Ég heli sem framkvæmda-
stjóri sótt fimm aðalfundi, en hefi
þó lengi verið viðloðandi þessa
fundi, ýmist sem starfsmaður,
deildarstjóri og sem aðstoðar
framkvæmdastjóri innflutnings-
deildar á sinum tima. Ég legg
mikið upp úr þessum fundum.
Aðalfundurinn er oft eini tengi-
liður okkar við stjórnarmenn
kaupfélaganna, þvi að i starfinu
hefur maður að heita má einvörð
ungu samband viö kaupfélags-
stjórana og innkaupafólk. Á aðal
fundinum hins vegar fær maður
tækifæri lil að hitta ýmsa
leiðandi menn f Samvinnu-
hreyfingunni og heyra álit þeirra
á starfi Sambandsins á hverjum
tima, og á þvi hvernig okkur
ferst við hin ýmsu verkefni.
Nú á hinn bóginn hefur svo
aðalfundurinn ákveðnu verkefni
að gegna. Þar eru lagðir fram
reikningar Sambandsins og kosið
i æðstu trúnaðarstöður.
Vaxandi sala hjá véla-
deild
Arsskýrsla veladeildar var
lögð fram á fundinum og gerði
Erlendur Einarsson, forstjóri
grein fyrir starfi deildarinnar
sem og öðrum þáttum i starfsemi
SIS. Þar kom fram, að mikil
aukning hefur orðið hjá deildinni,
sem nú seldi fyrir um það bil 700
milljónir króna, eða heildarvöru-
salan hefði aukizt um 114
milljónir króna. Þessi aukning er
i sölu búvéla, raftækja, þunga
vinnuvéla og bila. Við erum
stærsti búvélasalinn á landinu og
má segja, að tæki frá okkur séu á
hverju einasta sveitaheimili i
landinu, eða hverju einasta búi.
Nýtt bilaverkstæði í
Reykjavik
Helzta verkefnið hjá okkur er
núaðkomaáfót þjónustumiðstöð
fyrir bifreiðar á höfuðborgar-
svæðinu. Aukning i bifreiðasölu
kallar á aukna þjónustu. Við
munum koma Upp almennu bif-
reiðaverkstæði og varahluta-
verzlun i húsnæði, sem við höfum
tekiö á leigu. Véladeildin hefur
undanfarin ár aðeins rekið
þjónustuverkstæði fyrir nýja bila,
ei> leyst verkstæðismálin með
viðtækúm samningum við al-
menn bílaverkstæöi, sem rekin
eru af sjálfstæðum aðilum.
Viðskipti hafa farið vaxandi á
fyrstu mánuðum þessa árs, bæði i
bifreiðasölu og allri vélasölu.
Okkar aðalvandamál verður þvi
aðútvega fjármagn til að standa
undir þeim viðskiptum, sem
unnið hefur verið að hjá deild-
>nni.
Véladeildin fer með mörg
heimsþekkt umboð, sem kunnugt
er, og getur þvl boðið hér á landi,
margvisleg tæki og vélar og
víðtæka þjónustUí segir Jón Þór
Jóhannsson að lokum.
JG.
Jóhannsson, framkvæmdastj.
Véladeildar StS.
f»SPgOS4I
KNATT-
spyrnu
SKÓR
MALARSKÓR:
Trúlofunar-
HRUSGIR
Fljót afgreiösla
Sent i póstkröfu
GUDMUNDUR
ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12
Heilsustjóri Norðmanna í heimsókn
— flytur fyrirlestur í Norræna húsinu um
„EITT stærsta vandamál okkar
Norðmanna er hversu mikið við
höfum af ódýrri orku og mér
sýnist að þið tslendingar séuð
byrjaðir að kynnast þvi vanda-
máli”, sagði Dr. Karl Evang
fyrrverandi „helsedirektör” i
Noregi á blaðamannafundi i gær.
Orð dr. Karls eru ekki sögð út i
bláinn, þvi á löngum starfsferli
sinum hefur hann kynnzt af eigin
raun hvernig þau erlendu og inn-
lendu stórfyrirtæki, sem sækja i
hina ódýru orku, hafa stórspillt
umhverfi sinu, með gáleysislegri
umgengni sinni við móður
náttúru.
Dr. Karl Evang er nú staddur
hér á tslandi i boði heilbrigðis-
ráðuneytisins og mun hann eiga
viðræður við stjórnendur þeirra
mála hér á landi og miðla þeim af
þekkingu sinni. Hann var, sem
fyrr segir, helsedirektör i Noregi
og gegndi þvi embætti i 33 ár, eða
þar til á siðasta ári er hann lét af
störfum. Embætti helsedirektörs
er geypiviðamikið og má segja að
það spanni bæði það svið, sem
landlæknir og ráðuneytisstjórinn
I heilbrigðisráðuneytinu fara með
hér á landi. Hefur dr. Evang þvi
öðlazt reynslu á sviði stjórnunar
heilbrigðismála, sem varla á sér
margar hliðstæður i heiminum.
A styrjaldarárunum var dr.
Evang með norsku útlagastjórn-
inni og starfaði ýmist i Englandi
eða Bandarikjunum. Á þessum
árum komst hann i kynni við
forystumenn heilbrigðismála
þeirra rikja og undirbjó ásamt
þeim stofnun Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO).
Hann sat m.a. i nefnd þeirri er
samdi drög að stofnskrá WHO og
sat þing stofnunarinnar frá
byrjun, m.a. var hann forseti
eiturlyf javandamál
annars þings WHO árið 1949 og
formaður framkvæmdanefndar
stofnunarinnar 1966-67.
Meðan á dvöl dr. Evangs hér á
landi stendur, mun hann flytja
tvö erindi. Hið fyrra verður flutt
miðvikudaginn 13. júni kl. 10,30 i
kennslustofu Landspitalans um
stöðu lækna i stjórn heilbrigðis-
mála „Den medisinskfag-
kyndiges plass i helseadmini-
strationen” og hið siðara i
Norræna húsinu fimmtudaginn
14. júni kl. 17.00 og mun Karl
Evang þar fjalla um nútima
eiturlyfjavandamál á Norður-
löndum, „De nya narkotikapro-
blemer særlig med henblikk pá de
nordiske land”. Fyrri fyrirlestur-
inn er aðallega ætlaður læknum,
en hinn siðari er opinn öllum,
sem áhuga hafa á málefninu.
—gj
Punia-Pioner
Puma-Berti Vogts AII Round
Puina— Pele Kio Grande
GRASSKÓR:
Puma-King Pele
Pmna-Net/.er A/.ur
Sportvöruverzlun
Ingólfs Ú8kar88onar
Klapparetlg 44 — Slml 11783 — Rcykjavlk
ATHUGIÐ.
Aður litil l'erðainannaverzlun, nú
»\r og rúmgóður veitingaskáli.
Fjiilþættar veitingar og margs-
konar vörur. Gas og gasáfylling-
ar. Benzin og oliur. — Þvottaplan
— Velkomin i vistleg húsakynnt.
Veitingaskálinn
Hrútafirði.
Brú ,
FEIUU
imenu
I
I
%
I