Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 9
Miövikudagur 13. júni 1973. 9 Ásgrímur Haildórsson, kaupfélagsstjóri á Hornafirði: Byggjo hraðfrystihús fyrir 200 millj. Fagna hringvegi, en 50 mílna landhelgi breytir öllu fyrir Austur-Skaftfellinga Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Hornafiröi hefur á stundum vakiö nokkra athygli i fjölmiölum fyrir rekstur hraðfrystihússins, en þar hefur afkoman oft verið betri en annars staöar, svo eitt- hvað sé nefnt, og kaupfélagiö er rekiö af miklum dugnaöi og myndarskap. Meöal fulltrúa á aðalfundi Sambandsins var Asgrimur Halldórsson,.kaupfélagsstjóri og sagðist honum frá á þessa leið um aðalfundinn og kaupfélagiö: — Frá kaupfélaginu sitja aðal- fundinn tveir fulltrúar, ég og Oddur Jónsson, verzlunarstjóri á Fagurhólsmýri. Ég hefi setið aðalfundi sambandsins annað slagið i tvo áratugi. Þessi aðalfundur hefur veriö fremur viðburðalitill, en allmikl- ar umræður hafa þó verið um félagsmálin. Nýtt mjólkurbú á Hornafirði A Hornafiröi standa nú yfir miklar framkvæmdir hjá kaup- félaginu. I febrúar siðastliðnum tókum við i notkun nýja mjólkur- stöð, sem afkastað getur um 2.5 milljón kg af nýmjólk á ári og stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi. Þar pökkum við m.a. neyzlumjólk i eins litra umbúðir og i 10 litra kassa, sem einkum er ætlað bátum, skipum og stærri heimilum. Annars höfum við selt gerilsneydda nýmjólk siðan árið 1956, en þá var mjólkurbúið stofnað. Nýja m jólkurbúið kostaöi um 30 milljónir króna. Félagssvæði okkar er Austur- Skaftafellssýsla, eða frá Skeiðará að Lónsheiði, en þar er mikið landbúnaðarhérað. Auk mjólkur- afurða eru sauðfjárafurðir mikl- ar og var slátrað um 25.000 fjár á siðasta ári. Nýtt hraðfrystihús fyrir 200 millj. króna. Vinnsla sjávarafla er sem fyrr mikil hjá kaupfélaginu. Við erum með nýtt frystihús i smiðum, sem áætlað er að muni kosta um 200 milljónir króna fullbúið. Húsið er reist i áföngum og var hluti þess tekinn i notkun á siðasta ári, i september 1972, en það er frysti- geymsla. Við gerum ráð fyrir að hefja þar loðnufrystingu á næstu vertið. Viö gerum ráð fyrir að nýja frystihúsið verði fullgert ár- ið 1975. Þetta nýja hús mun geta aukið afköstin hjá okkur um helming, en framleiðslan hefur verið 60-80.000 kassar á ári. Það eru nýmæli, að þegar ný löndun- arbryggja hefur verið gerð þarna, fyrir framan frystihúsið og fiskimjölsverksmiðjuna, verð- ur fiskinum landað i kössum og á færiböndum, en það mun spara húsinu stórfé. Hjá kaupfélaginu leggja upp um 15 Hornafjarðarbátar. Kaup- félagið gerir ekki út báta, heldur eru bátarnir flestir i eigu skip- stjórnarmannanna, sem á þeim eru og er náin og góð samvinna milli þeirra og kaupfélagsins. Hringvegurinn Landhelgin Hringvegurinn nýi, sem koma mun á næsta ári, kemur auðvitað til með að gjörbreyta samgöngu- málum okkar við höfuðborgar- svæðið. Að visu er erfitt að meta almenn áhrif, sem vegurinn kann að hafa i héraðinu og annars stað- ar á Austurlandi, en við vonum að hann verði til verulegra hagsbóta fyrir Austur-Skaftafellssýslu. Annars hefur landhelgismálið ltklega meiri áhrif á lif manna i sýslunni, sem og annarsstaðar hér á landi. Við vonumst eftir að það gjörbreyti aðstööu okkar hér. Viö fögnum þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið i land- helgismálinu og hvetjum þjóðina Asgrim u r Ilalldórsson, kaiipi'élagsstjóri á Ilornafiröi. til samheldni, segir Asgrimur Halldórsson, kaupfélagsstjóri að lokum. JG Kaupfélagsstjóraskipti í Króksfjarðarnesi Ólafur E. Ólafsson, lætur af starfi kaupfélagsstjóra eftir 35 óra starf fyrir kaupfélagið AÐALFUNDUR Kaup- félags Króksfjarðar fyrir árið 11972 var haldinn s.l. laugardag i félagsheimilinu Voga- landi Króksfjarðarnesi. Formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Samkv. efna- hagsreikn. hafði stofn- sjóður félagsmanna hækkað um 292 þús. og var i árslok 2.225.000.00- bókfært verð fasteigna að frádreginni fyrningu var 4.7 mill. en félagið á þrjú ibúðarhús, nýlegt verzl.hús ásamt vöru- geymslum auk slátur- húss. Innstæður viðskiptamanna höfðu vaxið um tæpar 4 millj. en skuldir hækkað um 1 millj. Varasjóður hækkaði um 232 þús. og var i árslok 2.2 millj. A miðju ári 1972 opnaöi Sam- vinnubanki Islands umboðsskrif- stofu frá útibúi sinu á Patreks- firði en Innlánsdeild kaupfélags- ins um 11 millj. var afhent bankanum, var þeirri ráðstöfun vel tekið og hefur rekstur skrif- stofunnar gengið mjög vel það ár sem hún hefur starfað, veitt mikla þjónustu til hagræðis héraðsbúum og aukið innstæður verulega.. Forstöðumaður skrif- stofunnar er Halldór D. Gunnars- son. Umsetning og ráðstöfun arðs A árinu var keypt ný bifreið til vöruflutninga en eldri bifreiðir seldar, rekstur bifreiðarinnar gekk vel og skilaði nokkrum hagnaði. Umsetning hafði aukizt veru- lega frá árinu áður og gaf reksturinn möguleika til greiðslu tekjuafgangs, er aðalfundurinn ákvað að skyldu verða 7% af ágóðaskyldri úttekt félagsmanna- af þeirri upphæð skyldu 3% gr. i stofnsjóð félagsmanna en 4% i viðskiptareikninga. Afskriftir af eignum voru eins og skattalög- gjöfin heimilar. Alls varð vörusalan rúml. 31 millj. króna en fyrir land- búnaðarafurðir teknar i umboðs- sölu voru gr. 29 millj. Agnar Tryggvason flutti erindi A fundinum mætti Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri Búvörudeildar Sis, hann flutti er- indi um afurðasölumál landbúnaðarins og svaraði fjölda fyrirspurna bænda. Var komu hans fagnað og hún þökkuð. I stjórn voru endurkosnir Jens Guðmundsson, Reykhólum og Július Björnsson, Garpsdal en auk þeirra skipa stjórnina Grimur Arnórsson, Tindum form. Karl Arnason, Kambi og Haraldur Sæmundsson, Kletti. t april sl. urðu kaupfélagsstjóra skipti, Ólafur E. Ólafsson hætti störfum en hafði þá alls starfað fyrir kaupfélagið i 35 ár en Eirikur Asmundsson kaupfélags- stjóri frá Haganesvik tók við starfinu. I fundarlok þakkaði Julius Björnsson og fleiri frá- farandi kaupfélagsstjórar störf hans i þágu félagsins og buðu hinn nýja kaupfélagsstjóra velkominn til starfa. —JG Höfum fyrirliggjandi 22ja hestafla vatnstúrbínur við staðhætti: Fallhæð 4 m, vatnsmagn 500 sek /1, sjálfvirkum gangráð og til- heyrandi. Túrbinur fyrir mismunandi staðhætti, þ.e. 2-5 m fallhæð og 150-300 sek/1 með hand- stýringu og tilheyrandi. Jafnstraumsrafal 220 volt, 11 kw, 400 snúningar /min — Hentugar fyrir minni gerð fiskibáta. Greiðsluskilmálar. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. Lágmúla — Reykjavik Ljósmynda- SÝNING frá Selskabet for Dansk Fotografi hefst i sýningarsal Casa Nova t fimmtudaginn 14. júni n.k. og stendur til 22. þ.m. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 16-22, nema laugardag og sunnudag frá kl. 14-22. Verið velkomin. Dansk-íslenzka félagið NORRÆNA HÚSIÐ Tn’nmnmHinm»nm»uumr Sérleyfis- og Reykjavik — l.augarvatn — Geysir — Gullfoss um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal SKemmnteroir ana ^aga — engin fri viö akstur BSI — Simi 22-300 — Ólafur Ketilsson tiltllltlilllllttiÍiiHltllllitltittlAH Afgreiðslustarf Viljum ráða nú þegar afgreiðslumann i verzlun okkar i Þorlákshöfn. Fjögurra herbergja ibúð getur fylgt starf- inu. Kaupfélag Árnesinga. Orkustofnun óskar að ráða til sin vanan vélritara Skrifstofur okkar hálfan daginn — fyrri hluta dags. verða lokaðar frá hádegi fimmtudaginn Enskukunnátta nauðsynleg. 14. þ.m. vegna jarðarfarar Ólafs Sigur- Umsóknir sendist Orkustofnun, Lauga- þórssonar, gjaldkera. vegi 116, Reykjavik, eigi siðar en 20. júni n.k. AAjólkursamsalan Orkustofnun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.