Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. júni 1973. TÍMINN 5 Aðalfund SIS sóttu 95 full- trúar sagði Gunnar Grímsson starfsmannastjóri Sambandsins er var með að undirbúa fundinn Gunnar Grimsson, er starfsmannastjóri SÍS og eitt af verkefnum hans er að undirbúa aðalfund Sambandsins. Þetta mun vera 36. aðal- fundurinn, sem Gunnar situr, ýmist sem fulltrúi, starfsmaður, eða gest- ur, en Gunnar var kaup- félagsstjóri á Skaga- strönd áður en hann gerðist starfsmaður Sambandsinsfc í samtali við Timann, sagðist hon- um frá á þessa leið um aðalfundinn: Á þessum aðalfundi áttu 106 fulltrúar rétt til fundarsetu, en 95 fulltrúar sátu fundinn. Vantaði þvi óvenju marga að þessu sinni og er það einkum annriki, er þessu veldur. Rétt til fundarsetu hafa kjörnir fulltrúar úr öllum kaupfélögum innan Sambandsins, en auk þess sitja fundinn stjórn StS og fram- kvæmdastjórn og ýmsir þeir er skipa trúnaðarstöður i Samvinnu- hreyfingunni. Að þessu sinni voru engir erlendir gestir við setningu fundarins, en fundinum bárust ýmsar kveðjur. Verkefni aðalfundar StS eru einkum skýrslur og ársreikningur Sambandsins. Þar var fjallað um reksturinn á árinu 1972 og greint frá helztu framkvæmdum og við- burðum í hinum einstöku deildum og fyrirtækjum Sambandsins. Ennfremur voru ýmis önnur mikilvæg mál á dagskrá. Auk þessa hafa aðalfundirnir lika al- mennt gildi fyrir Samvinnu- hreyfinguna, því að þarna hittast ýmsir menn, sem ella hefðu fá Krá aðalfundi Sambands isl. Samvinnufclaga i Kifriist i Korgarfirði. Jakob Krímannsson, stjórnarfor- maður Sambandsins i ræðustóli. tækifæri til að kynnast, eða endurnýja kunningsskap sinn. Ég vil svo að lokum nota tæki- færið og þakka starfsfólkinu i Bif- röst fyrir ágætt samstarf og góða þjónustu, sem og öðrum, sem að framkvæmd aðalfundarins hafa unnið. Klestir fulltrúarnir bjuggu i Bifröst, en auk þess urðu nokkrir að gista i Borgarnesi, þar eð fjöl- menni var mikið. Var fólki ekið milli staðanna i langferðabilum. JG Um ársskýrslu Sambandsins : 56,8 MILLJÓN KRÓNA REKSTRI SÍS TAP A Aðalfuhdi Sambands isl. samvinnufélaga, lauk i Bifröst siðastlið- inn fimmtudag. Blaðið átti stutt samtal við Jakob Frimannsson, stjórnarformann Sambandsins og Erlend Einasson, forstjóra i fundarlok. Töldu þeir, að aðalfundurinn hefði einkennzt af miklum áhuga á fjörugum umræðum og undir það tóku fleiri er fundinn sátu. Ennfremur skýrðu formaður- inn og forstjórinn frá þvi, að á dagskrá fundarins hafi nú verið sérstakt mál: fjárhagsuppbygg- ing samvinnuhreyfingarinnar. Hefði á siðasta aöalfundi verið ákveðið að taka ávallt fyrir eitt mál, sem ofarlega væri á baugi og ræða á Sambandsfundum og hefði þetta mál orðið fyrir valinu núna, enda þýðingarmikið, hvernig hægt sé að byggja upp fjármagn fyrir kaupfélögin og Sambandið með skipulögðum hætti. Miklar umræður urðu um þetta á fundinum, en áður höfðu kaup- félögunum verið sendar greinar- gerðirog ýmsar upplýsingar. Var kosin 13 manna nefnd á fundinum til að vinna með stjórninni að þessum málum, og til að kanna* hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til þess að auka fjárhagslegt sjálfstæði Sambandsins og Kaup- féíaganna og var forstjóri Sam- bandsins kosinn formaður nefnd- arinnar og mun kalla hana saman ásamt stjórninni, sögðu þeir Jakob Frimannsson og Erlendur Einarsson að lokum. Úr skýrslu forstjóra SiS 1 ársskýrslu fyrir 71 starfsár Sambandsins er að finna marg- háttaðan fróðleik um hag Sam- bandsins og þjóðarbúið. 1 yfirliti Erlendar Einarssonar, forstjóra SIS, segir á þessa leið m^i.: ,,A árinu 1972 dró verulega úr vexti þjóðartekna lslendinga miðað við næstu tvö ár á undan. Samkvæmt útreikningum Seðla- bankans jókst raunvirði þjóðar- tekna á árinu um 5% á móti 12.5% aukningu árið 1971 og 10.3% 1970. Á árinu 1972 jókst sjávarafli um 8% að magni til frá árinu 1971 en aukningin varö öll i miklum loðnuafla, sem jókst um 52% frá árinu áður. borskaflinn minnkaði hins vegar um 5% og árið áöur varð minnkunin 12%. Minnkun þorskaflans er alvarleg stað- reynd fyrir þjóðarbú tslendinga og hlýtur að renna enn sterkari stoðum undir aðgerðir Islendinga i landhelgismálinu. Meðalverð sjávarafurða hækkaði um 10% á s.l. ári, en vegna óhagstæðrar skiptingar aflans á fisktegundir (mikil aukning loönuafla, en minnkandi þorskafli):. varð hækkun á heildarverðmæti aflans aðeins tæp 3%. Talið er að iðnframleiðslan hafi á árinu I972aukizt um 8%, sem er mun minna en árið á undan. Vegna mikillar hækkunar á fram- leiðslukostnaði vernsaði afkoma iðnaðarins verulega frá fyrra ári. Árið 1972 varð landbúnaðinum sérstaklega hagstætt. Arferði var gott og rauntekjur bænda hækk- uðu verulega. Hagstætt árferði varð til þess, að bændur juku bú- stofn sinn fyrst og fremst með Samvinnufélögin gegna stóru hlutverki í upp byggingu atvinnulífsins, segir Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins auknum ásetningi sauðfjár. Að landbúnaðarframleiðslan jókst ekki nema um 4-5% á árinu, staf- ar m.a. af auknum ásetningi bú- fjár. Þróun eínahagsmála hefur að sjálfsögðu viðtæk áhrif á rekstrar afkomu Sambandsins. Hinar miklu kostnaðarhækkanir innan- lands, samfara beinni og óbeinni verðstöðvun, höfðu mjög neikvæð áhrif á reksturinn. Tekjuaukning varð stórum minni en aukning kostnaðar, eins og fram kemur i þeim tölum, sem hér á eftir fylgja.” Það er athyglisvert, að þratt fyrir öll skrif stjórnarandstöðunn ar um hækkandi verð á sjávaraf- urðum og þá sér i lagi á fiskblokk i Bandrikjunum og loðnu, kemur i ljós, að heildarverðmæti sjávar aflans eykst aðeins um 3% á árinu 1972. Jakob Krimannsson og Erlendur Einarsson ræðast við í fundarhléi. Sambandið greiðir 57 milljónir króna í opinber gjöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.