Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Miðvikudagur 13. júni 1973.
Þór Guðjónsson veiðimálastjóri í byrjun veiðitímans:
Eftir þrjú afbragðs ár er
full ástæða til bjartsýni
AÐALVEIÐITIMI stang-
veiðimanna er nú að hefj-
ast. Laxveiðitíminn stend-
ur fré 20. maí til 20. sept./
en þó má ekki veiða lax í
neinni á lengur en í 3 mán-
uði. Sérstakur veiðitími er
ákveðinn fyrir hverja á og
er misjafnt hvenær hann
hefst í hverri á. I Norðurá í
Borgarfirði hefst veiðitím-
inn t.d. 1. júní, en í flestum
öðrum ám hér sunnanlands
og vestan 10.—20. júní, en á
Norður- og Norðausturlandi
gjarnan siðar. Laxveiði í
net i Borgarfirði hefst
venjulega 20. maí.
Sjósilungsveiði er hins vegar
hafin fyrir nokkru, en hún er leyfö
frá 1. april til 20. sept, ár hvert.
Vatnssilungsveiði stendur yfir frá
1. feb. til 26. sept., nema I Þing-
vallavatni, þar lýkur veiöitlman-
um I ágústlok og hefst aftur 1.
desember.
Daglegur veiöitlmi á stöng fyrir
lax og silung er 12 stundir á sólar-
hring á tlmabilinu frá kl. 7 aö
morgni til 10 aö kvöldi. Stanga-
fjöldi I hverri á er ákveöinn sér-
staklega.
70—80 laxár
Gera má ráö fyrir aö lax gangi
nú I einar 70—80 ár hér á landi.
Sala á veiöileyfum hefur gengiö
vel aö undanförnu og áhugi á
veiðiskap virðist mikill engu slö-
ur en undanfarin ár. — Margir
eru vongóöir um gott veiöisumar,
sagöi Þór Guöjónsson veiöimála-
stjóri, þegar viö ræddum við hann
fyrir helgina. — Þaö er aö vlsu
ekki gott aö spá um veiöi fyrir-
fram, hún er háö afkomunni I án-
um o.s.frv., en eftir þrjú
afbragösár, viröist þó full ástæöa
til bjartsýni.
— Hve mikil hefur laxveiöin
verið undanfarin sumur?
— 1970 veiddust hér 56 þúsund
laxar, 1971 59 þús. og 1972 64 þús.
— Hvaö er helzt aö frétta al-
mennt I veiðimálum?
— Fiskirækt er geysimikil á
landinu. Mikiö er gert af aö
sleppa seiöum I árnar, og hins
vegar eru laxastigabyggingar,
sem miöa að þvi aö lengja árnar
og þar meö stækka uppeldis og
hrygningarstöövarnar og veiði-
svæðin.
Nú er sleppt hér árlega um
300.000 gönguseiöum, en einnig er
sleppt sumaröldum seiöum og
kviðpokaseiöum. Eldisstöövar
eru einar átta I landinu. Þar af
eru þrjár nýjar, aö Tungulæk i
Landbroti, Oxnalæk I ölfusi og
Laxamýri i Þingeyjarsýslu.
Þegar þær veröa farnar aö starfa
af fullum krafti má búast viö aö
framleiösla á gönguseiöum aukist
verulega frá þvi, sem veriö hefur.
Töluvert mikiö llf er þvl I fisk-
eldi og þess má vænta aö það auk-
ist. Hugsanlegt er aö gera fleira
en framleiöa gönguseiöi þótt
aðaláherzla hafi veriö lögð á það
framan af vegna mikillar eftir-
spurnar. Framleiðsla á fiski til
manneldis i eldisstöðvum kemur
til greina. Laxeldisstöö rikisins I
Kollafiröi seldi t.d. I vor 1 1/2 tonn
af alibleikju til neytenda. Henni
var tekið mjög vel og þótti bragö-
góö.
— Hvaöa nýjar fréttir eru af
laxastigabyggingum?
— Ekkert annað en áhugi er
mikill. Nýjustu stigarnir, sem
verið er aö gera, eru i Laxá i
Kjós, en hann byggir veiöifélagið
sjálft, og I Svartá i Skagafiröi viö
Reykjafoss, þar sem leigutakar
byggja stiga samkvæmt samn-
ingi viö veiöieigendur.
Aukið veiðieftirlit
— Fyrst viö erum aö tala um
fiskrækt þá langar mig til aö
spyrja um veiöieftirlit.
— Skilningur var ekki mikill
framan af á nauösyn þess, en hef-
ur farið ört vaxandi eftir þvi sem
lax hefur hækkaö i veröi. Veiöi-
eftirlit hefur þvi aukizt ár frá ári
og áhugi á þvi. Veiðieftirlitsmenn
starfa hjá einstökum veiðifélög-
um. Og rikið hefur styrkt héruð
meö þvi að greiða laun eftirlits-
manna að hálfu.
— Hvað um veiöifélögin?
— Þau eru máttarstólpar fisk-
ræktar og veiöimála. Ætlunin er
að mynduð verði félög ábúenda
allra veiöijarða á landinu.
Veiöimálastofnunin aöstoöar við
undirbúning aö stofnun félaganna
á grundvelli laxveiðilaganna, en
oft tekur langan tima aö koma
félögum á laggirnar. Veiðifélögin
eru nú 115, en búast má viö aö þau
nálgist 200 þegar alls staöar hafa
verið stofnuð félög. Nýlega var
stofnað Veiðifélag Skagafjaröar
og veiöifélag ábúenda við
Úlfljótsvatn. Veiðifélög ráöstafa
veiöi hvert á sinu félagssvæöi og
vinna ennfremur aö fiskrækt. Þar
sem veiðifélög eru ekki starfandi
ráðstafa ábúendur veiöi. Veiði-
télögin hafa meö sér samtök,
Landssamband veiðifélaga, og er
Siguröur Sigurösson, hrepps-
stjóri, Stóra-Lambhaga, Borgar-
fjaröarsýslu formaöur þess.
— Hvað er helzt um silungs-
veiöina að segja, veiðimála-
stjóri?
— Hún er viöa stunduö meö
góöum árangri. En netaveiði I
vötnum hefur viöa dregizt saman,
fólk má ekki vera aö þvi að sinna
þessu, og slikt getur haft slæmar
afleiöingar. Þótt stangaveiöi hafi
aukizt nægir hún ekki til að vega
upp á móti. Sums staðar hefur þvi
fiski fjölgað mjög en á kostnaö
stærðarinnar. Það þarf að sinna
veiöi, engu siöur en aö grisja þeg-
ar við sáum gulrótum.
Jón Kristjánsson fiskifræðing-
ur, starfsmaður Veiöimála-
stofnunarinnar, vinnur aö
rannsókn á silungsveiði i stööu-
vötnum og má segja að hvert vatn
á landinu sé sérverkefni.
Fá veiðifélög hafa verið viö
stöðuvötn þangaö til nýlega og
veiðimál þeirra litt skipulögð. Nú
er lögö áherzla á að bæta úr
þessu.
Tilraunir hafa verið geröar á
Meðalfellsvatni i Kjós til aö
fækka einstaklingunum meö þvi
aö leggja smáriöin net. Stóð
veiöifélagiö fyrir þvi i samráöi
við okkur hjá Veiöimálastofun-
inni. Og gera má ráö fyrir aö viö-
ar sé svo ástatt, aö einhverra ráö-
stafana sé þörf.
En vitneskjan um stööuvötn
okkar er tiltölulega litil ennþá.
Margt er þó hægt að hugsa sér um
betri nýtingu þeirra, t.d. hvort
auka megi æti i vötnum meö ein-
hverju móti eða jafnvel fóöra
fiskinn i þeim eins og gert er i
eldisstöövum. Nálægt þéttbýlis-
svæöum kæmi jafnvel til greina
aö sleppa eldisfiski i vötn til þess
aö leyfa áhugafólki aö veiöa hann
gegn þóknun. Viöa erlendis unir
fólk sér vel við þvilika iöju, meö-
an aörir sitja hjá njóta veðursins
og boröa bitann sinn.
Eina landiö, þar sem lax-
veiði hefur aukizt
— Loks væri gaman að heyra
litillega um starfssviö Veiöimáia-
stofnunarinnar.
— Það er margþætt og höfum
við þegar minnzt á sitthvað.
Fyrst mætti nefna rannsóknir og
tilraunir. Við rekum Laxeldis-
stöö rikisins i Kollafirði. Þá eru
ýmsar kannanir, svo sem sú sem
Jón Kristjánsson fiskifræöingur
stendur fyrir og ég minntist á áö-
an, en það verður áreiöanlega
áratuga verkefni að komast að
þvi, hvernig bezt megi nýta
stöðuvötnin.
Við höfum staöiö fyrir fisk-
merkingum i Kollafirði og annars
staöar, bæöi á gönguseiðum, sil-
ungi, fullorðnum laxi og hoplaxi.
Þá erum við ao litlu leyti þátt-
takendur i stórri merkingartil-
raun á laxi við Grænland.
Alþjóöahafrannsóknaráðiö stend-
ur fyrir þessu og var mikiö af laxi
merkt við Grænland á timabilinu
ágúst-nóvember i fyrra. Gert var
ráö fyrir að eitthvaö af laxi sem
þá var merktur, veiöist i öörum
löndum 1973, þ.e. á þessu ári, og
1974. Það er áriöandi aö þau
merki, sem hér kunna aö koma i
leitirnar, berist Veiðimálastofn-
uninni fljótt og vel með öllum
upplýsingum.
Arni tsaksson fiskifræðingur
starfaöi að þessari tilraun fyrir
okkar hönd i um 6 vikur i fyrra.
Flestar þjóðir sem framleiöa
lax, taka þátt i þessari merkinga-
tilraun, en mjög litiö er vitaö um
lif laxsins i sjónum.
Rannsóknaskip voru fengin aö
láni vegna þessarar tilraunar.
M.a. ætluðu Bretar aö lána skip
aö nafni Cirolana, en þegar til
kom þurftu þeir aö fara i þorska-
striö og máttu ekki missa skipið.
Lax merktur i laxalöndunum
hefur veiðzt við Grænland, en til-
tölulega litiö hefur komið fram
þar af merkjum miðaö við, hve
mikið er veitt við vesturströnd
Grænlands. Laxveiöi þar hefur
komizt upp i 2.615 tonn á ári, en
heildarlaxveiöi i heiminum er
10.000—15.000 tonn. Grunur leikur
á að vanræksla valdi nokkru um
hve illa merkin skila sér frá
Grænlandi, e.t.v. af ótta við aö
veiðar verði takmarkaðar.
Laxveiði i öllum laxalöndunum
nema Islandi hefur minnkaö
verulega aö undanförnu, en veiö-
in viö Grænland hefur hinsvegar
aukizt og var aflinn þar 60 tonn
1960 en var kominn upp i 2615 tonn
1971.
Bandarikjamenn hafa gert
samning við Dani um aö draga úr
laxveiöi i úthöfunum og 1976 ætla
þeir að hætta henni alveg. Græn-
lendingar mega hins vegar veiða
1100 tonn innan landhelgi alltaf.
Bannið við laxveiði í sjó
hefur haft góð áhrif
— Laxveiði I sjó er bönnuö hér
á landi, er ekki svo um önnur
lönd?
— Nei, annars staöar er mest
veitt viö árósana. Sjávarveiði er
að ýmsu leyti óheppileg. Og við
eigum það að miklu leyti banninu
við laxveiöi i sjó aö þakka hve við
erum framarlega i fiskirækt og
hve áhugi á henni er mikill hér á
landi. Annars staðar hafa veiöi-
eigendur engan áhuga á að rækta,
þar sem þeir njóta ekki ávaxt-
anna, þegar mest af laxinum er
veiddur áöur en hann gengur I
árnar.
Island er eina landiö, þar sem
laxveiði hefur farið vaxandi
undanfarin ár. Arið 1960veiddust
lOOtonn hér og 1971 var laxveiðin
komin upp i 204 tonn. Svo laxveið-
in við Grænland viröist ekki hafa
dregið svo mikið úr þvi laxmagni,
sem hingað kemur, eins og hinar
laxaþjóðirnar óttast hvað sig
snertir. Þessar þjóöir kenna
raunar einnig mengun um. Og við
megum minnast þess þegar Rin
og Thames voru laxveiðiár.
Við vitum ekki hvert laxinn fer
héðan, gizkaö er á aö hann dreif-
ist á ýmsar slóðir. Fjögur göngu-
seiði merkt hér hafa veiðzt viö
Grænland, eitt viö Færeyjar og
eitt við Noreg, og þær tölur segja
ekki mikla sögu. Það er enn svo
margt sem við vitum ekki um lif
laxins og verkefnin ótæmandi.
— SJ.
vs/vgj t® 'i&jw v
Auglýs
Auqlýsingastofa Tímans er í ^
- Aðalslræti 7 ®
i endursímar i95-23 & 26-5°° |
Nýjar eldistjarnir í Laxeldisstöðinni í Kollafirði upp af Vesturlandsvegi.
Ljósmynd: Rafn Hafnfjörff.