Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Miðvikudagur 13. júni 1973. SAMVINNUHREYFINGIN ER HORN- STEINN ATVINNULÍFSINS ÍHEILUM jk | ^ | ■■■ Rætt við þrjá fuiltrúa D Y V7V7UALUvU|V1 á aðalfundi Sambandsins Páll Lýössontaldi, að eindregin samstaða fundarmanna um vöxt og viðgang samvinnuhreyfingar- innar heföi verið meöal helztu einkenna fundarins. A fundinum kom saman fólk úr flestum is- lenzkum flokkum, menn og konur úr ólikum starfstéttum. Samt varð ég ekki var, sagði Páll, viö neina meiriháttar innbyröis tor- tryggni eða miskliö. bað er stað- reynd að innan samvinnuhreyf- ingarinnar geta verið mismun- andi hagsmunahópar. Neytend- ur lita ekki alltaf á málin sömu augum og bændur eöa aðrir fram- leiðendur. Starfsmenn kaupfé- lags, iðnaðarmenn eða verzlunar- menn meta félag sitt á annan hátt og gera til þess aðrar kröfur en viðskiptamenn úr sveitum. A aöalfundi Sambandsins kom þessi skipting þó ekki fram. bessi heildarsamtök okkar samvinnu- manna eru annað hvort svona samstæð i eðli sinu eöa fundar- menn þetta ákveðnir i þvi að láta ekki dægurþrasið sveigja heildar- stefnuna af réttri leið. Eyjólfur Eysteinsson sagöi. það hafa vakið athygli sina, hve rikan hlut fulltrúar neytenda kaupfélaga þéttbýlisins hefðu átt i störfum fundarins. Greinilega hefði komið fram, að mikil gróska hefur undanfariö verið i þessum kaupfélögum. Samvinnustefnan væri i mikilli sókn á þessu svæði, sem á undanförnum áratugum hefði verið tiltölulega veikur hlekkur i keðju samvinnuhreyf- ingarinnar. A siöustu árum virtist sem blaðinu hefði verið snúið við. Sú félagsmannaaukning sem varð i samvinnuhreyfingunni á sl. ári, var nær öll hjá tveimur kaupfélögum, Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis og Kaupfélagi Suðurnesja. Hjá KRON fjölgar úr 8.800 félags- mönnum i 11.405 og hjá okkur á Suöurnesjum fjölgar úr 1.327 i 1.881 félagsmann. Ólafur Ragnar Grimsson fagn- aði hinum fjörugu umræðum, sem urðu á aðalfundinum um fjölmörg atriði varðandi rekstur og uppbyggingu samvinnuhreyf- ingarinnar. 1 skýrslum forstjóra og formanns sambandsstjórnar hefði greinilega komið fram, hve rikur þáttur samvinnuhreyfingin er i allri þjóðfélagsuppbygging- unni. Hins vegar hefðu á siðasta ári steðjað að hreyfingunni ýmis . rekstrarleg vandamál, sem nauð- synlegt væri að leysa, ef heilbrigt samvinnustarf ætti að vera alþýðu til sjávar og sveita hag- kvæmt á komandi árum. Komið hefði fram, að stjórnvöld þyrftu að ýmsu leytiað sýna samvinnu- starfinu meiri skilning. Tap mó ekki vera áfram Páll Lýðsson sagði, að þótt tap heföi verið á rekstri Sambandsins s.l. a’r, þá virtist það ekki vera alvarlegur hlutur þegar þess væri gætt, að það ætti höfuðstól marg- faldan á við tapið og hefur komið út með hagstæðan rekstur næstu árin á undan og afskrifar helm- ingi hærri fjárhæðir en tapið nemur. Svona má þó ekki ganga áfram. Sambandiö hefur i engan náðarfaðm að flýja. Athyglisvert er einnig, að þeim fjölgar nú óð- um kaupfélögunum, sem gerð eru upp með tapi. bað eru ekki stóru kaupfélögin með mikla veltu gegnum mjólkursamlög eða kjöt- sölu. Mér er sagt að verst séu á vegi stödd ýmis'. smærri kaupfé- lög við sjávarsiðuna. bað eru álagningarreglurnar, sem menn verða „gð athuga, hversu mikið „prinsipmál sem ströng verðgæzla er á okkar vinstri stjórnar tim- um, sagði Páll. Samstarf sam- vinnuhreyfinga og verkalýðs- hreyfingar Eyjólfur Eysteinsson fagnaði þvi, hve mikið hefði verið rætt um samstarf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar. bessar tvær systurhreyfingar þyrftu að tengjast fleiri böndum. Komið hefði fram, að samvinnuhreyf- ingin heföi óskað eftir þvi, að ASl skipaði sérstaka viðræðunefnd um þessi efni, og ætti það að geta orðið fljótlega, þar eð á siðasta ASl þingi hefði verið samþykkt grundvallaryfirlýsing um nauð- syn á samstarfi þessara tveggja fjöldahreyfinga. Aukin tengsl þessara hreyfinga gætu veriö margs konar. bar kæmi til greina bæði samstarf að félagslegum málefnum, svo sem fræðslustarfi og auknu atvinnulýðræði, og einn- ig að samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin stæðu sam- an að ýmsum framkvæmdum, sem fjármagnaðar væru af þeim báðum. 1 sameiningu hefðu sam- vinnuhreyfingin og verkalýðs- hreyfingin yfir mjög miklu fjár- magni að ráða. Varðandi fræðslu- starfið og félagsmálin, þá hefði verið samþykkt tillaga um að ræða þau mál sérstaklega á næsta aðalfundi, og þyrfti i þvi sam- bandi að hafa mjög i huga sam- starf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar á þessu sviði. Samvinnu- hreyfingin og byggðamdlin Að lokum spurðu fréttamenn SUF-siðunnar þá Ólaf Ragnar Grimsson og Pál Lýðsson um þá byggðamálatillögu, sem þeir fluttu og samþykkt var á fundin- um. Ólafur Ragnar Grimsson minnti á-, að samvinnuhreyfingin væri viða um land hornsteinn at- vinnulifsins i heilum byggðarlög- um. Hlutur hennar i uppbyggingu landsbyggðarinnar hefði á undanförnum áratugum verið mjög mikill. Um þessar mundir væri verið að gera áætlanir um framtiðaruppbyggingu atvinnu- lifs i hinum ýmsu landshlutum. t þessari áætlanagerð yröi að taka tillit til hlutverk samvinnuhreyf- ingarinnar. bess vegna væri nauðsynlegt að hreyfingin sjálf setti fram skýra greinargerð um það, hvaða meginsvið i fram- tiðaruppbyggingu atvinnulifsins hún hygðist einkum helga samvinnustarfinu. 1 þvi sam- bandi mætti minna á léttaiðnað af ýmsu tagi, sem ætti eftir að verða mikill þáttur i atvinnuuppbygg- ingu landsbyggðar og samvinnu- hreyfingin þyrfti að láta meira til sin taka. Til að fá fram umræðu og athuganir á þessum málum hefði tillaga þeirra félaga verið flutt. Páll Lýðsson sagði, að sér hefði þótt vænt um að sambandsfund- urinn hefði samþykkt þessa til- lögu. 1 henni hefði verið bent á, að samvinnuhreyfingin þyrfti að koma inn i það skipulag sem nú er rætt um að koma á i öllum kjördæmum landsins. Til að taka einfalt dæmi um gildi samvinnu- hreyfingarinnar má skoða siðustu atvinnuleysisár. bá var hver ein- asti kaupstaður i vanda með at- vinnumálin en á sama tima þurftu bændur og aðrir sam- vinnuframleiðendur ekki að hugsa um þau mál i sinum sveit- arfélögum, þvi að samvinnu- hreyfingin hafði byggt það öflugt kerfi upp, að bændur þurftu ekki að láta sveitarfélög hugsa fyrir sig i atvinnumálum. betta dæmi sýnir glögglega mikilvægi sam- vinnuhreyfingarinnar i atvinnu- málum landsbyggðarinnar. 1 hin- um ýmsu skipulagsáætlunum landshlutanna verður að taka til- lit til möguleika samvinnuhreyf- ingarinnar til nýrra verkefna. begar rætt er um byggðastefnuna verður að áætla samvinnuhrevf- ingunni verkefni. Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna Á AÐALFUNDINUM var samþykkt tillaga um að lögð skuli fyrir næsta aðalfund greinargerð um þátt samvinnuhreyfingarinnar i framtiðarupp- byggingu landsbyggðarinnar, bæði i þeim atvinnugreinum, sem samvinnu- hreyfingin hefur hingað til helgað krafta sina, og i öllum héruðum landsins. Flutningsmenn þessarar tillögu um þátt samvinnuhreyfingarinnar i byggð- armálum voru Páll Lýðsson, Ólafur Ilagnar Grimsson og Valur Arnþórsson Einnig var samþykkt tillaga frá Gunnari Sveinssyni, Ólafi Ragnari Grims- syni, Vali Arnþórssyni, Ingólfi Ólafssyni og fleirum um að aðalumræðuefni næsta aðalfundar Sambands islenzkra samvinnufélaga skyldi vera fram- tiðarstefna i fræðslumálum og félagsstarfi samvinnuhreyfingarinnar. Stjórn Sambandsins skuli fyrir 1. marz n.k. senda um þessi mál skýrslur til kaupfélaganna, svo að fundir i deildum kaupfélaganna og aðalfundir þeirra geti rætt þau itarlega áður en þau koma til meðferðar á aðalfundi Sam- bandsins. SUF-siðan ræðir við þrjá fulltrúa á aðalfundi Sambands islenzkra sam- vinnufélaga, þá Pál Lýðsson, fulltrúa Kaupfélags Árnesinga, Eyjólf Eysteinsson, fulltrúa Kaupfélags Suðurnesja, og Ólaf Ragnar Grímsson, lulltrúa KRON. Páll Lýðsson Eindregin samstaða um vöxt og viðgang samvinnuhreyfingar- innar. Ólafur Ragnar Gríms- son í áætlunum um upp- byggingu landshlut- anna verðuraðtaka til- lit til hlutverks sam- vinnuhreyfingarinnar. Eyjólfur Eysteinsson Samvinnuhreyf ingin og verkalýðshreyfingin þurfa að tengjast fleiri böndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.