Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. júni 1973. TÍMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? © Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar En ég segi þér satt: ég þarf endilega-----”. Geriö svo vel”, segir einhver rödd. I dyrunum stendur dr. Sesam, hinn frægi dr. Sesam, sem þekktur er i öllum bænum og um mikinn hluta landsins. Það er sagt, aö hann hafi rúmgott hjarta, hjarta fullt af skilningi. Aö minnsta kosti hefir hann gefið út alþýölegt rit til upplýsingar i kyn- feröisefnum, og þess vegna hefir Pinneberg haft kjark i sér til að snúa sér til hans. Nú, dr. Sesam stendur i dyrunum og segir: „Geriö svo vel.” Þér hringduö til min, herra Pinneberg, og mér skildist á yöur, að þér og frúin öskuðuö eftir aö vera laus við fjölgun I fjöl- skyldunni — af efnahags- ástæöum”. ,,Já,” segir Pinneberg og ætlar alveg aö hverfa niöur i jöröina af blygöunarsemi. Ef þér viljiö nú losa dálitiö frá yöur”, segir læknirinn viö Pússer og heldur slðan áfram aö tala viö Pinneberg: ,,Og nú viljiö þér gjarnan vita, hvernig komiö er i veg fyrir----ja, eiginlega er nú ekkert ráð alveg öruggt”, segir hann með vantrúarbrosi á bak viö gullspangargleraugun. En ég las um þessar pessiur i bókinni yðar”, segir Pinneberg. Já: þér eigiö við pessarium”, segir læknirinn. „Þáð á bara ekki viö allar konur, og svo er talsvert umstang viö að koma þvi fyrir. Ég veit ekki hvort konan yðar gæti það sjálf”. — Hann snýr ser aö henni. Pússer afklæðir sig af kappi. Hún er komin úr treyju og pilsi og er að hneppa sundur axlafetlun- um á skyrtunni. Hún er vel þess verð, að á hana sé litið þarna sem hún stendur, hávaxin og blómleg meö fingerða, granna fótleggi. Læknirinn brosir litið eitt: „Það er betra að við komum inn fyrir og athugum máliö”, segir hann. „En þér hefðuö nú ekki þurft að fara úr treyjunni, frúin min litla!” Pússer stokkroðnar. „Nei — nei: það gerir svo sem ekki mikið til”, segir læknirinn bros- andi. „Komið þér nú bara. Augnablik, Pinneberg!” Þau fara inn i herbergi til hliðar. Pinneberg horfir á eftir þeim. Dr. Sesam i öllu sinu veldi nær „litlu frúnni” varla upp i öxl Pinneberg finnst hún vera dásamleg á að lita. Indælasta stúlka i heimi — og eiginlega sú einasta. Hann vinnur i Ducherrow, og hún á heima hérna I Platz. Hann sér hana i mesta lagi á hálfsmánaðarfresti og er alltaf jafnhrifinn. Úr hliðarherberginu heyrir hann lækninn leggja fyrir hana spurningar i hálfum hljóðum, en greinir ekki orðaskil. Einhver verkfæri glamra við glerplötu. Það hljóð kannast hann við frá tannlækninum. Það er allt annað en notalegt. Nú rennur honum kalt vatn á milli skinns og hörunds. Þetta þekkir hann ekki aö Pússer. Hún æpir hástöfum upp yfir sig og veinar nærri þvi: „Nei! Nei! Nei!” og enn kemur eitt langt og sársaukafullt „Ne- i!” Svo dregur niður i ópunum, en þóheyrir hann: ,,Ó,guð!” Pinne- berg er kominn að dyrunum i tveim skrefum. — Hvað er þetta? Hvað getur þetta verið? Enniö verður þvalt af svita. Hann hefir heyrt áöur, að svona læknar leyföu sér allt mögulegt. En nú talar dr. Sesam aftur. ómögulegt að skilja hvað hann segir. Og nú glamrar aftur verkfæri við gler- plötu . Svo verður allt hljótt. Það er hásumardagur i miöjum júlimánuði: glaða-glaða sólskin. Himinninn er alveg dökkur af bláma. Fyrir utan gluggann vaggast nokkrar greinar i vind- inum. Pinneberg dettur allt i einu i hug gamalt gælustef, sem hann lærði, þegar hann var lítill: Blærinn minn, blærinn minn. Bittu ekki i drengsins kinn. Blástu hlýtt I hnakkann inn, blærinn minn, blærinn minn. Inn. i biðstofunni skrafa sjúkl- ingarnir. Þeim þykir vist timinn langur. Ja, væri nú ekki annað, sem amaði að---------Nú koma þau aftur inn. Pinneberg horfir með kviðasvip á Pússer. Augun ætla út úr höfðinu á henni, eins og eitthvað voðalegt hefði komið fyrir hana. Hún er fjarska föl. En nú brosir hún til hans. Fyrst er það litið, áhyggjusamlegt bros: en allt i einu breiðir það út yfir allt andlitið, geislar og grær. Læknirinn stendur úti i horninu og þvær sér um hendurnar. Hann gýtur augunum til Pinnebergs. Svo segir hann með eitthvað ein- kennilegra kátinu i rómnum ég ber hratt á: „Hja — þetta var nú dálitið of seint, Pinneberg, með varnirnar á ég við. Það er ekkert við þvi að gera. Það er á annan mánuð siðan”. Pinneberg gripur andann á lofti. Það er eins og honum hefði verið gefið utanundir. Svo segir hann með öndina I hálsinum: En, herra doktor! Það er alveg ómögulegt! Við höfum gætt okkar svo vel! Bara alveg ómögulegt! Það hlýtur þú að vita, Pússer?" Æi, þú!" segir hún og brosir stöðugt. Það er nú svona, eins og ég segi", segir læknirinn. „Það leynir sér ekki. Og trúið mér til, Pinneberg, það er alls ekki svo fráleitt að eignast barn i hjóna- bandinu". „Doktor" — varir Pinnebergs titra og hann þekkir varla sinn eiginn róm — „dóktor, ég hefi ekki nema hundrað og áttatiu mörk á mánuði, þér sjáiö sjálfur, doktor —!” Dr. Sesam verður allt i einu ákaflega þreytulegur á svipinn. Hann veit, hvað nú er i vændum. Hann heyrir þetta sama að minnsta kosti þrjátiu sinnum á dag. „Nei,” segir hann. „Akveðiö, nei. Það .þýðir ekki að biöja mig, þvi að það kemur ekki til mála. Þið eruð bæöi ung og hraust. Kenniö ykkur einskis meins,— Og i raun og veru hafið þér ekki svo afleitar tekjur: það eru hreint ekki svo afleitar tekjur”, tekur hann upp aftur. „En doktor —” það er kökkur i hálsinum á Pinneberg. Pússer stendur á bak við hann og strýkur horium um hárið. „Vertu nú rólegur, drengur, þetta fer allt vel”. „Já, en þetta er alveg ómögu- legt!” æpir Pinneberg, en svo dregur alveg niður i honum. Hjúkrunarkonan er kominn inn. „Siminn, læknir”. „Já, já”, segir læknirinn og kinkar ákaft kolli. Hann er á leið til dyra, en þá snýr hann sér að Pinneberg. „Ég er viss um að þér hafið bara gleði af þessu að lokum. Og þegar barnið er komið og allt er um garð gengið, skuluð þér strax koma til min. Þá skal ég kenna yður, hvernig þér eigiö að sigla framhjá þessum skerjum framvegis. Þér megið bara ekki trúa á þá gömlu kerlingabók, aö konan geti ekki orðið þunguð , þó að hún hafi barn á brjósti. — Já — verið vongóðar, frúin min litla”. Hann kemur aftur og tekur i höndina á Pússer. „Ég vil helzt strax —" segir Pinneberg og er i einni svipan kominn með veskið sitt i hendurnar. „Já, já," segir læknirinn og staðnæmist i dyrunum. Hann horfir dálitið rannsakandi á þau bæöi tvö. „Við skulum segja fimmtán mörk systir”. Fimmtán mörk!" Pinneberg liggur á orðunum og starir á dyrnar, sem nú hafa lokazt á eftir dr. Sesam. Hann dregur dræm- lega upp tuttugu marka seöil og er áhyggjufullur á svipinn, meðan verið er að skrifa kvittunina. Allt i einu sléttist úr hrukkunum á enninu á honum: „Þetta fæ ég endurgreitt úr sjúkrasjóðnum, er það ekki?” Hjúkrunarkonan horfir fyrst á hann og siöan á Pússer. „Ef þelta hefir verið rannsókn á þvi, hvort 1421 Lárétt 1) Forsjál,- 6) Fugl.- 7) Muldur.-9) Sturluð.- 11) Leit,- 12) Blöskra.- 13) Nögl.- 15) Sfar,- 16) Vond,- 18) Dindilmennis.- Lóðrétt 1) Sprek.- 2) Máttur,- 3) Fluga.- 4) Lem,- 5) Borg.- 8) Tal.- 10) Rugga,- 14) Veinin.- 15) Fiski.- 17) 450,- Ráðning á gátu Nr. 1420 Lárétt 1) Efalaus,- 6) Fæð.- 7) Mál.- 9) Ask,- 11) SS.- 12) An,- 13) Kal,- 15) Ala,- 16) Ain,- 18) Pundari.- Lóörétt 1) Eimskip,- 2) Afl.- 3) Læ,- 4) Aða .- 5) Saknaði.- 8) Asa.-10) Sál.- 14) Lán,- 15) Ana,- 17) ID,- t>' ■ /O r L Miövikudagur 13.júní 7.00 M o r g u n ú t v a r p . Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin Sveinbjörnsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Kata og Péturr’ eftir Thomas Michael (6). Tilk. kl. 9.30. Létt lög ámilliliða. Kirkjutónlistkl. 10.25: Karl Richter leikur sáimaforleik eftir Bach. / Vera Soukupová syngur úr „Bibliuljóöum” op. 99 eftir Dvorák. Fréttir kl. 11.00. Morguntónieikar: Leontyne Price, Giuseppe Taddei, Giuseppe di Stefano, Al- fredo Mariotti o.fl. syngja atriði úr óperunni „Tosca" eftir Puccini. Herbert von Karajan stj. / Vehudi Menuhin og hljómsveitin Philharmonia leika þætti úr ballettinum „Þyrnirósu” eftir Tsjaikovský: Efrem Kurtz stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „i trölia- liönduni” cftir Björn Hjarman. Höfundur les (2). 15.00 Miðdcgislónleikar: «ís- len/.k lónlisl. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphoruiö. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni. Umsjón Krist- ján Bersi Ólafsson. 20.00 Kammerlónlist. Strengjakvartett nr. 2 i d- moll eftir Smetana. Smetana-kvartettinn leikur. 20.20 Sumarvaka ■ a. Auðnin hvilir eins og móða. Agústa Björnsdóttir flytur frásögu- þátt eftir Valtý Guðmunds- son á Sandi. b. lielgakviða. Sveinbjörn Beinteinsson les úr Eddukvæðum. c. Svip- myndir úr Hfi ömmu minn- ar. Halldór Pétursson segir frá. d. Kórsöngur. Karla- kórinn Fóstbræður syngur íslenzk lög Ragnar Björns- son og Jón Þóarinsson stjórna. Carl Billich leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrúin og tatarinn” eft- ir D.H. Lawrence. Þýðand- inn, Anna Björg Halldórs- dóttir, byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.30 Núlimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. liiilll 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 Mannslikaminn 8. þátt- ur. Frjóvgun og fæðingÞýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 20.45 Þotufólkið Ungfrú sól- kerfi Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.10 Kona er nefnd. Sigriður Einarsdóttir, Skarði á Landi. Guðlaugur Tryggvi Karlsson ræðir við hana. 21.40 Alltaf má fá annaö skip Leikriteftir Israel Horovitz. Leikstjóri Barry Davis. Aöalhlutverk John Shrapn- ell og Maureen Lipman. Ungur námsmaður hefur orðiö manni að bana i um- ferðarslysi. Hann situr og hlustar á útvarpsfréttir um slysið, þegar ung stúlka kemur askvaðandi inn i her- bergið og sakar hann um að hafa myrt elskhuga sinn. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.