Tíminn - 12.08.1973, Síða 3
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TiMINN
3
milli, ef um dýrmæta steina er að
ræða.
— Flestir kaupmennirnir eru
múhameðstrúarmenn og hafa
verið það mann fram af manni
svo öldum skiptir. Feðurnir
kenna sonunum bellibrögðin. En
þaðerum við, Singalesarnir, sem
gröfum eftir steinunum. Allir
grafa: bændur, verkamenn, emb-
ættismenn og lögregluþjónar.
Maður fær þetta á heilann og
getur ekki hætt. Margir halda
áfram, þangað til þeir eiga ekki
grænan eyri.
— Hafið þið heyrt um smábónd-
ann, sem fann kattaraugu fyrir
utan húsið fyrir skömmu? Annar
eins steinn hefur aldrei sézt —
hann var á við barnshöfuð á
stærð. Enginn gat metið hann til
verðs, svo að hann fór með hann i
bankann og fékk 20.000 rúpiur
fyrirfram. Svo seldi bankinn hann
til Astraliu fyrir fjórar milljónir
rúpia.
Þetta er það, sem okkqr
dreymir alla um.
Kaupahéðnarnir græða
Lögregluþjónninn fylgir okkur
til eins kaupmannsins, sem er
múhameðstrúar. Hann býr i finu
einbýlishúsi og fjöldi verka-
manna er önnum kafinn við að
stækka húsið. Kaupmaðurinn
lætur okkur biða i tvo tima. Fyrst
er sagt að hnn sofi, svo er hann i
baði að sagt er, og loks eru það
viðskipti sem tefja hann. I stof-
unni með okkur eru karlar með
litil köflótt knýti og við og við er
einhver kvaddur upp á loft.
Kaupmaðurinn hefur fengið þá
flugu i höfuðið að við séum frá
Sviss og heldur að lögregluþjónn-
inn, sem með okkur er, eigi að
rannsaka einhver hæpin banka-
viðskipti. Þegar búið er að greiða
úr þessum misskilningi, er okkur
begar boðið upp, þar sem hús-
bóndinn —hvitklæddur maður vel
i skinn komið — tekur fram hið
venjulega knýti og bendir á
rúbina, spinella, safira og gullið
kattarauga, þar sem ljósið
brotnar eins og i auga á ketti,
enda dregur steinninn nafn af þvi.
— Við spyrjum, hvers
steinarnir séu verðir, en hann
hlær bara dularfullur á svip og
spyr hvað við mundum vilja
borga.
— Ég hef keypt steina i 20 ár,
segir hann. Samt kemur það
ennþá fyrir, að mér verður á og
ég held að gerfisteinar séu ekta.
— Hann lætur nú ekki pretta sig
þessi, segir lögreglumaðurinn
þegar við höldum á brott. Hann
getur keypt steina fyrir 40000
rúpiur að morgni og selt þá fyrir
tifalda upphæð að kvöldi. Og
gróðinn fer allur úr landi.
— Hvers vegna er ekkert gert i
málinu úr þvi að iögreglan veit
þetta?
— Þeir eru slungnir þessir
kaupmenn. Þeir styrkja stjórn-
málaflokkana og afla sér vina alls
staðar. Það er ekki langt
siðan þessi og annar kaupmaður
'með honum gáfu 250.000 rúpiur til
eins sjúkrahússins.
Arlega eru eöalsteinar fyrir um
300 milljónir rúpia fluttir frá ’Sri
Lanka, að þvi er sérfræðingar
áætla, en ekki eru seldir steinar á
löglegan hátt fyrir meira en þrjár
milljónir. Gimsteinasala rikisins,
sem komið var fót i fyrra, olli
þvi, að á tveim mánuðum
tvöfaldaðist útflutningur á gim-
steinum. Samkæmt siðustu fimm
ára áætluninni er ætlunin að gim-
steinaútflutningurinn færi land-
inu 50 milljónir rúpia i erlendum
gjaldeyri þegar á árinu 1976. Þar
með hefði verið komizt fyrir einn
sjötta hluta hins ólöglega gim-
steinaútflutnings. Reynt er að fá
menn til þess að selja með lögleg-
um hætti með þvi að veita þeim
skattaivilnanir af ýmsu tagi.
En — eins og lögregluþjónninn
sagði — þeir kunna ýmis belli-
brögö gimsteínakaupmennirnir.
— Þýtt HHJ
VISIR AÐ
VARANLEGRI
GÖNGUGÖTU
Næstu tvo mánuði verður gerð tilraun með
göngusvæði í miðborginni til hagræðis fyrir borgarbúa.
Umferð bifreiða um Austurstræti og
Pósthússtræti verður takmörkuð við strætisvagna
fyrri mánuðinn, en í seinni hluta tilraunarinnar aka
strætisvagnar utan við göngusvæðið.
Tilraun þessi er gerð af hálfu Borgarráðs
Reykjavíkur, sem vonast til þess að Austurstræti
megi verða vísir að varanlegri göngugötu með
blómlegu viðskiptalífi og hvers konar þjónustu við
almenning í hjarta borgarinnar.
Þessi fyrsti áfangi í endurnýjun eldri borgarhluta
Reykjavíkur hefst í Austurstræti, en árangur
tilraunarinnar verður meðal annars mældur af áhuga
okkar Reykvíkinga fyrir göngusvæðum og
kostum þeirra í réynd.
Verið velkomin í Austurstræti.
Gunnarsson
r
Auglýsld i Timanum
Verkamenn í gimsteinanámu á Ceylon viö vinnu sína