Tíminn - 12.08.1973, Síða 6
Eyþór H. Tómasson,
forstjóri Súkkulaðiverk-
smiðjunnar Lindu h.f. á
Akureyri kom norður
yfir fjöll 1924 til að læra
smiðar. Hann bar léttan
mal og bar hratt yfir.
Fæsta myndi hafa
grunað að þar væri á
ferð einn þeirra miklu
iðnaðarmanna, sem sett
hafa svip sinn á Akur-
eyri, en hvað hann sjálf-
ur hugsaði, er hann gekk
yfir grasbólginn svörð
og brokmýrar inn með
Eyjafirði, hefur hann
látið ósagt, en i þá hálfu
öld, sem siðan er liðin,
hefur mikið vatn runnið
til sjávar.
Timinn kynnir að þessu sinni
Súkkulaðiverksmiðjuna LINDU,
sem er frægasta fyrirtæki Eyþórs
H. Tómassonar, af mörgum, sem
hann hefur stofnaö, einn, eða með
öörum.
Timinn hitti Eyþór á skrifstofu
hans á Akureyri, sem er stærsta
skrifstofa, sem blaðamaðurinn
hefur séð, enda hæfir hún per-
sónuleika forstjórans, sem er stór
i sniðum, og Eyþór i Lindu er
aldrei i miðjum hliöum. Sagðist
honum frá á þessa leið:
Kom eignalaus i nám til
Akureyrar
Ég er fæddur á Bústöðum i
Austurdal i Skagafirði árið 1906
og er þvi sveitamaður að upp-
runa. Ég ólst upp við algenga
vinnu f hópi barna, en árið 1925
kom ég norður til Akureyrar og
læröi trésmiði á þrem árum,
verklegt nám og tók iðnskóla.
Trésmiðina lræði ég hjá Her-
mundi Jóhannessyni, sem hafði
mikla drift hér i bænum, bæði i
húsasmiðum og i þvi að smiða
utan um fólk. Iðnnámið var
virðulegt i þá daga á Akureyri og
menn gengu að þvi með alvöru
sem nú hæfir helzt visindum.
Þetta var góður skóli, ekki bara
fyrir trésmiði, heldur fyrir lífs-
kúnstina sjálfa. Maður fann til
ábyrgðar i smáu og stóru.
Þegar ég ég hafði lokið náminu,
fór ég strax að vinna sjálfstætt.
Ég byrjaði að byggja eitt vegleg-
asta húsið á Akureyri i þá tið,
Hólabraut 1, en það byggði ég
fyrir föðursystur mina, Sigur-
björgu Pálsdóttur, en hún var
ekkja eftir Arnljót Kristjánsson,
sem lengi var sjúkrahúsráðsmað-
ur á Sauðárkróki. Ég setti fljót-
lega upp verkstæði, keypti vélar
og haföi mikil umsvif. Lánið hef-
ur alltaf elt mig, og þótt ég kæmi
eignalaus i nám, þá blessaðist
sjálfstæður rekstur hjá mér og ég
fann ávallt einhver ráð til að hafa
verkefni fyrir verkstæðið og
smiðina.
ú-hal
m
yindu
LINDA framleiðir
200 lestir af
sælgæti á ár\
Rætt við Eyþór Tómasson forstjóra Lindu hf.:
— „Get mig ekki að pólitík, því að
það þurfa allir að geta étið mitt
súkkulaði", segir Eyþór í Lindu
Nýja 11.000 fermetra Lindu-vcrksmiðjuhúsið á Akureyri. Þetta mikia hús var hannað á sérstakan hátt
af sérfræðingum, þannigað fyrst var teiknuð verksmiðja, en síðan var húsið byggt utan um verksmiðju-.
skipulagið.
Með likkistubil i sautján
ár
Árið 1932 tók ég að mér likkistu-
smiði. Hafði ég likkistubil og allar
útfarargræjur og þetta starf
stundaði ég i 17 ár. Hermundur,
sem ég lærði hjá, hafði likkistu-
verkstæði með öðru, svo ég var
þessari iðngrein, eða iðnfram-
Ieiðslu ekki með öllu ókunnur.
Það er samt dálitið erfitt að tala
um þessa starfsgrein. Al-
menningi virðist standa hálfgerð-
ur stuggur af henni og menn eru
viðkvæmir, en i likkistusmiði
kynnist þú þó einni hlið mannsins,
sem þú mátt helzt ekki án vera,
eða manninum i sorginni. Og ég
héltáfram að smiða og smiða yfir
menn og utanum menn.
Hafði aldrei áhuga á tré-
smiði.
Áhugi minn var ekki i trésmið-
inni, þótt merkilegt sé, heldur i
verzlun og framleiðslu. Þetta er
held ég i ættinni. Með peninga
hefur mér þótt gaman að fara og
ég held að ég sé kannski likastur
móðursystur minni, Guðrúnu
Sveinsdóttur, sem gaf sex
milljónir i fyrra til Krabbameins
og Hjartaverndarfélagsins. Hún
kunni á peninga.
Arið 1940 lagði ég i að reisa
stórhýsiö Skipagötu 6 hér á Akur-
eyri. Helminginn af neðri hæð-
inni, notaöi ég undir trésmiða-
verkstæði, en hinn helminginn
undir verzlun. Þá verzlaði ég með
kvenfatnað og ýmsar algengar
vörur. Arið 1943 tók ég alla hæð-
ina undir verzlun, og þar meö var
ég hættur að smiöa og hefi ekki
snert á þvi siðan.
Sælgætisgerðin Linda
stofnuð á haftaárum
Arið 1949 var erfitt ár með inn-
flutning og þá alla verzlun þvi
mikill hörgull var á söluvarningi.
Þá kom mér i hug að fara að
framleiöa sælgæti. Ég get ekki
fengið sælgæti keypt i nægilegum
mæli og einhvernveginn fannst
mér, að þetta gæti ég framleitt
sjálfur. Ég komst i sambönd við
erlenda aðila og fékk hingað sér-
fræöing. — Ég byggði 200 fer-
metra hæð ofan á hús eitt við
Texti:
Jónas
Guðmundsson