Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
GLÆSILEGIR HEST-
AR í RYKI OG SÓL
Frá fjórðungsmóti austfirzkra hestamanna á Iðavöllum
FJÓUÐUNGSMÓT austfirzkra
hestamanna var haldih að Iða-
völlum á Fljótsdalshérafti daguna
27., 28. og 29. júli s.l. Mótsvæfti
Austfirðinga cr rúma 12 km frá
Kgilsstöðum skamml frá prest-
setrinu Vallanesi, það er á marg-
an hátt mjög skemmtilegt t.d. eru
áhorfcndasvæði sérlega góð frá
náttúrunnar hendi. Kitt var þó, er
setti lciðan svip yfir staðinn og
var fólki til ama en það var rykið,
sem var gífurlcgl. Veður var gott
og tókst mótið mjög vel. Að sögn
framkvæmdastjóra mótsins,
Sigfúsar Þorsteinssonar, komu
um 2000 manns á mótið. Töluvert
bar á hestafólki komnu um lang-
an veg, t.d. úr Ucykjavík, Borg-
arfirði og Skagafirði cn ekki kom
þetta fólk á hestum og mun !>ur-
kell Bjarnason, hrossaræktar-
-rúðunautur hafa komið lengst að
riðandi en hann koin frá Laugar-
vatni. Fjöldi Austfirðinga koin
riðandi til mótsins svo sem hópar
úr Ilornafirði og Borgarfirði
eystra.
Anægjulegt var að fyl gjast
með þessu móti, þó ekki væri
nema vegna þess hversu mikið
var af ungum knöpum, er voru til
mikils sóma bæði hvaö snertir
framkomu og reiðlag. Þetta mót
sýndi einnig að hestamenn eru
slfellt að bæta sin mót og auka
fjölbreytni þeirra. Þarna var
ungum krökkum leyft að fara á
hestbak, fjórir unglingar sýndu
gerðis- og hindrunaræfingar og
efnt var til sölusýningar á hross-
um en flest viðskiptin fóru þó
fram fyrir utan hana.
Siödegis á sunnudag ávarpaði
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra mótsgesti en
hann og Sveinbjörn Dagfinnsson,
ráðuneytisstjóri i landbúnaðar-
ráðuneytinu sýndu mótinu þann
heiður að sækja það heim.
Halldór þakkaði i ávarpi sinu
Austfirðingum fyrir hvatningar
um að heimsækja þá og fór
nokkrum oröum um landskosti
Austurlands, siðan vék hann að
hrossaræktinni og benti á hvað
hlutur hestamanna ætti þar að
vera mikill og einnig þegar talað
væri um hrossautflutning.
llér skal á eftir gerð stuttlega
grein fyrir úrslitum mótsins.
Stóðhestar
Aðeins einn stóðhestur var
sýndur með afkvæmum og var
það Forni 027 frá Fornustekkum,
Hornafirði, en eigandi hans er
Friðrik Sigurjónsson, Fornu-
stekkum. Forni hlaut II. verðlaun
og eftirfarandi umsögn:
„Afkvæmi Forna 627 eru tæp-
lega nógu stór, meðaltal sex full-
vaxinna alkvæma, sem mæld
hafa verið er 138,7 cm á bandmál.
Friðleiki er misjafn og ekki
margt um glæsigripi þótt þeir
finnist. Fótabygging er mjög
traust, litilsháttar kjúkusnúning-
ur eroft i hægra afturfæti og sum
afkvæmi eru útskeif á hægra
framfæti, en hvoru tveggja á lágu
stigi. Mörg þeirra eru fremur
augnsmá, en æðrulaus og traust-
ur svipur og ákveðin kjarkmikil
skapgerð einkenna hópinn. Telja
má að klárgangur með miklu
rými bæði á brokki og tölti séu
mun meira rikjandi en vekurðin,
þótt hún finnist. Fótaburðúr er
oftast mjög góður. Viljinn er
traustur og oft mikill, þau eru
venjulega vel reist og taumlétt.
Forni er álitlegur til undaneldis,
sem tölthrossa faðir ásamt létt-
um vilja. Finleiki og næg stærð er
það eina, sem helzt mundi
vanta”.
Enginn stóðhestur var sýndur i
flokki 6 vetra og eldri. En á þessu
móti má segja að komið hafi fram
hvað greinilegast, hin tvö sjónar-
mið i hrossaræktinni, annars veg-
ar stofnræktunin, sem stunduð er
i Hornafirði og sú aðferð, sem ef
til vill mætti kalla leit að hinu
bezta. Seinni aðferðin er fólgin i
þvi að fá stóðhesta aö og blanda
þeim saman við stofninn i von um
betri útkomu Þetta hafa þeir á
Héraði gert og mátti sjá að Sörli
frá Sauöárkrók, sem notaður var
eitt sumar fyrir austan hefur gef-
ið mjög gott með austfirzku
hryssunum.
Af 5 vetra stóðhestum stóð efst-
ur Krapi frá Egilsstaðakauptúni,
eig. Gunnlaugur Sigurbjörnsson.
Krapi er undan Glófaxa frá
Ketilsstöðum, Völlum, S-Múl. og
Sneglu frá Breiðumörk, Jökulsár-
hlíð. Faðir Glófaxa er Blesi 500
frá Bólstað en hann var sonur
Goða 401 frá Sauðárkróki og fl.
kunnir stoðhestar standa að
Krapa þvi faðir Sneglu er Lýsing-
ur 409 frá Voðmúlastöðum, Rang.
Krapi hlaut 7,8 fyrir byggingu, 8,0
fyrir hæfileika og 7,9 i aðaleink-
unn. Með þessar tölur fyrir fram-
an sig verður vart hjá þvi komizt
að velta þvi fyrir sér, hvaða gildi
þær hafi. I rauninni er ekki hægt
að lesa neitt út úr þeim annað en
röð þeirra hesta, er til dóms
komu. Hvernig byggingu hefur
hestur, sem hlýtur 7,8 fyrir bygg-
ingu? Ekki er hægt að dæma það
af þessari tölu. Það er ljóst að
með vaxandi áhuga fólks fyrir
hrossarækt, verður að gera dóm-
ana nákvæmari og þannig að
hægt sé að lesa upplýsingar út úr
þeim einkunnum, sem hesturinn
hlýtur.
Auk Krapa voru sýndir tveir
aðrir hestar í þessum flokki H-
Blesi frá Skorrastað, Norðfirði
eigandi Þórður Júliusson Skorra-
stað og Geysir 821 frá Arnanesi,
Hornafiröi, eign Páls Jónssonar.
Báðir eru þessir hestar sonar-
synir Hrafns 583 frá Arnanesi.
4ra vetra stóðhestarnir, sem
voru þrir voru allir synir Sörla 653
frá Sauðárkróki, en eins og áður
sagði varhann notaður fyrir aust-
an eitt sumar og settu afkvæmi
hans mikinn svip á þennan ár-
gang þvi þrjár efstu hryssurnar i
flokki 4ra vetra hryssa voru dæt-
ur Sörla. Þá hafnaði 4ra vetra
sonur Sörla i fimmta sæti klár-
hesta með tölti og verður ekki
annað sagt en að það sé gott, af
svo ungum hesti. Afkvæmi Sörla
hafa mikinn vilja og gangrými.
Fyrstur i þessum flokki varð
Kolbakur, Péturs Jónssonar,
Egilsstöðum og hlaut 7.85 i aðal-
einkunn. Kolbakur er þróttlegur
hestur með allan gang, vel reist-
ur, en heldur hálsstuttur, með
góða bóga. Annar varð Blakkur,
Jóns Bergssonar Ketilsstöðum,
Völlum og þriðji Andvari frá
Fáskrúðsfirði eign Braga Er-
lendssonar.
1 flokki 3ja vetra stóðhesta
komu fram einstaklega athyglis-
■TOrðirfolar, hvað getu snertir hjá
svona ungum hestum. Alls voru
sýndir 4 3ja vetra folar og urðu
efstir þeir Skór frá Flatey,
Hornafirði og Snær frá Snjóholti,
Eiðaþinghá S-Múl. eign Þórólfs
Sölvasonar, Snjóholti. Þeir hlutu
báðir 7,84 i aðaleinkunn. Skór,
sem er frá Bergi Þorleifssyni i
Flatey, en hefur nú verið seldúr
til Reykjavikur, er óvenjulega
reistur klárhestur með tölti og
með efnilegustu klárhestum i
flokki unghrossa. Skór er sonur
Faxa 646 frá Arnanesi. Snær, sem
er sonur Svips 385 frá Akureyri,
er einnig mjög efnilegur og hefur
ágætan fótaburð en lélegur fóta-
burður hefur háð afkvæmum
Svips. Þriðji varð Smári frá
Meðalfelli, Hornafirði, eign
Hestamannafélagsins Hornfirð-
ings, einnig sonur Faxa frá Arna-
nesi. Smári hefur góða reisingu
höfuð ekki nógu göfugt og mjög
lélega afturbyggingu en viljugur.
Hann hlaut 7.30 i aðaleinkunn.
Fjórði varð Kúði, Friðriks Sigur-
jónssonar Fornustekkum.
Enginn stóðhestur hlaut I.
verðlaun en til þess þarf að fá yfir
8,0 i aðaleinkunn, en hafa verður i
huga að hér er um unga hesta að
ræða og ekki raunhæft að gefa
þeim mjög hátt, þvi þeir eiga eftir
að bæta sig og verður þá að vera
hægt aö bæta við einkunn þeirra.
Hryssur
Alls voru sýndar sjö hryssur
með afkvæmum en ekki reyndist
unnt að mæta með allar mæðurn-
ar vegna flutningaerfiðleika.
Bezta hryssan var dæmd Elding
frá Jaðri, Suðursveit, eig. Þor-
bergur Bjarnason, Gerði, Suður-
sveit. Elding er dóttir Hóla-jarps
474 frá Hólum, Hornafirði og
hlaut hún I. verðlaun Afkvæmi
Eldingar, sem sýnd voru eru bæði
miklir gæðingar en annað þeirra
var Svipur, Ingimars á Jaðri,
þekktur gæðingur. önnur varð
Bára frá Stórulág, Hornafirði,
eign Sigurðar Sigfinnssonar,
Stórulág og þriðja Bleikála frá
Enni, Refasveit, a.-Hún. eign
Jóns Bergssonar, Ketilsstöðumt
en með henni var sýnd mjög at-
hyglisverð 4ra vetra hryssa
undan Sörla frá Sauðárkróki.
Af hrvssum 6 vetra og eldri
stóðu þessar efstar, fyrst varð
Hremsa frá Eyvindará, Eiða-
þinghá, eig. Sævarr Pálsson
Möðrudal og hlaut 8,06 I aöal-
einkunn og I. verðlaun, önnur
varö Vaka frá Borgum, Horna-
firði, eig. Skirnir Hákonarson,
Borgum. Hún hlaut 8.02 i aðal-
einkunn. Þriðja var Hrönn frá
Króksstöðum, Eyjafirði, eig.
Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir,
Egilsstaðakauptúni, og hlaut 7,95
I einkunn og II. verðlaun.
Gála frá Ketilsstöðum á Völlum
eign Atla Vilbergssonar, var
dæmd bezta hryssan, 5 vetra,
önnur varð Hæra frá Höfn,
Hornafirði eign Guðmundar
Jónssonar, Höfn. Þriðja varð Pila
frá Stórulág eig. Páll Sigfinnsson,
Stórulág.
I fjögurra vetra flokknum var
efst Nótt frá Beinárgerði, Völlum,
eig. Klara Benediktsdóttir,
Beinárgerði, önnur varð Kolbrún
frá Jaðri,VöIlum eign Asmundar
Þórissonar, Jaðri og þriðja Kvika
frá Ketilsstöðum eig. Jón Bergs-
son.
Ýmsir höfðu á orði að þeim
þætti skorta skörungs hryssur, en
ekki mun ástæðan vera sú, að
ekki séu þær til heldur hitt, að
mörgum beztu hryssunum var
haldið i fyrrasumar og eru þær nú
með folöldum. Þótt ánægjulegt sé
að fá góðar og glæsilegar hryssur
á svona mót er þó enn ánægju-
'légra að beztu hryssurnar séu
jiýttar til folaldseigna, þvi góðar
hryssur á að nota til þess en ekki
sem reiðhross, það er til nóg af
lakari hryssum og hestum, er
hægt er að nýta til brúkunar.
Glæsilegir gæðingar
' Keppt var i tveimur flokkum A.
alhliða ganghesta og B. klárhesta
með tölti. Eitt var það, sem ein-
kenndi þessa keppni en það var
hinn hái vilji austfirzku hest-
anna og þá einkum Hornfirðing-
anna. Talað hefur verið um að lit-
ið væri orðið um áberandi alhliða
gæðinga eins og kom t.d. fram á
Skógarhólamótinu i sumar, en
ekki þurfa Austfirðingar, að
kvarta yfir þvi, þarna voru getu-
miklir krafthestar og skeiðið
virðist vera i framrás. Það sama
má emnig segja um klárhestana,
sem voru heldur yngri.
Gæðingarnir voru dæmdir með
Skór frá Flatey einn athyglisveröasti stóðhesturinn á fjórðungsmótinu.
Hann var seldur til Reykjavikur, og er talið að verðið hafi nálgast
200.000 krónur. Knapi er Benedikt Þorbjörnsson. (Ljósniyndir Jakob R.
Guðinundsson).
Sigfinnur bóndi I Stórulág tekur Skúm til skeiðs. Fáir bændur þykja
eins vel riðandi og hann.