Tíminn - 12.08.1973, Side 14
TÍMINN
Sunnudagur 12, ágúst 1973.
þjónustunnar, sem hefur haft
eftirlit með segulbandsspólunum,
að bera vitni fyrir rannsóknar-
nefndinni. Hann rökstyður þessa
afstöðu sina með tvennum hætti.
önnur röksemd hans er
aðskilnaðurinn á milli fram-
kvæmdavalds, löggjafarvalds og
dómsvalds. Hin er hefðin um það
sem Bandarikjamenn kalla
„Executive Privilege” — þ.e. um
þagnarskyldu um allt það, sem
farið hefur á milli forseta og
nánustu samstarfsmanna hans
eða ráðgjafa i Hvita húsinu. Þessi
hefö byggir ekki á ákvæðum
stjórnarskrárinnar, heldur hefur
hún myndazt i timans rás og
ýmsir Bandarikjaforsetar, allt
frá Lincoln til Eisenhowers, hafa
borið hana fyrir sig.
Þaö hefur aðeins einu sinni
áður komið fyrir, að bandariska
þingið hefur sent stefnu til
Bandarikjaforseta. Það var fyrir
166 árum, þegar Jefferson, þá-
verandi forseti, neitaði að af-
henda skjöl með nöfnum manna,
sem blandaðir voru inni svonefnt
Aaron Burr-samsæri. Forsetinn
afhenti þessi skjöl hins vegar
áður en málið kom fyrir dóm-
stólana.
Hafinn yfir lögin?
Dómstólarnir taka nú við
málinu, þar sem rannsóknar-
nefndin og Cox saksóknari hafa
ekki völd til að heimta spólurnar
úr hendi forsetans án aðstoðar
þeirra.
Dómstólarnir munu þurfa að
skera úr um ýmis þýðingarmikil
atriöi. Þar á meðal er, hvort þri-
skipting valdsins þýði, að forseta
Bandarikjanna sé ekki hægt að
stefna fyrir dómstól, ef hann
„hindrar .framkvæmd réttlætis-
ins”, eins og öðrum þegnum
rikisins. Og einnig, hvort hefðin
um „Executive Privilege” þýði i
raun og veru, að forsetinn sé yfir
lögin hafinn og geti þvi fyrir-
skipaö eða samþykkt innbrot,
simahleranir, njósnir um einkalif
annarra manna o.s.frv.
Þrjár kenningar um
ástæður Nixons
A meðan vinsældir Nixons
meöal Bandarikjamanna hrapa
samkvæmt skoöanakönnunum,
einkum vegna þess aö menn trúa
ekki á sakleysi hans i Watergate--
málinu, velta margir þvi fyrir
sér, hvers vegna forsetinn neiti aö
afhenda segulbandsspólur, sem
ættu að geta gert út um máliö i
einni svipan og gera þannig
langar vitnaleiðslur fyrir framan
sjónvarpsmyndavélarnar óþarf-
Rannsóknarncfndin samþykkir i einu hljóði að stefna Nixon Bandaríkjaforseta til þcss að neyöa hann til að láta af hendi segulbandsspólur með
samtölum í llvita húsinu.
Watergate-hneykslið
minnir á framtíðar-
martröð Orwells 1984
„Þetta er mesti harmleikurinn
I sögu Bandarikjanna — harm-
lcikur, sem er jafnvel ömurlegri
cn borgarastyrjöldin. t henni
sýndu þó báðir aðilar bæði hetju-
skap og fórnarlund. Ekkert slikt
fyrirfinnst nú”.
Þessi orð lét Sam Ervin, for-
maöur þeirrar nefndar i banda-
risku öldungadeildinni, sem
rannsakar Watergate-málið,
falla, þegar Richard Nixon,
Bandarikjaforseti, haföi neitaö að
láta af hendi segulbandsspólur,
sem hafa að geyma samtöl þau,
sem fram hafa farið i Hvita
húsinu — þar á meðal samtöl
forsetans og nánustu samstarfs-
manna hans umWatergate-máliö.
Og þar sem bæði rannsóknar-
nefndin, og sérlegur rikissak-
sóknari i Watergate-málinu,
Archibald Cox, hafa stefnt
Bandarlkjaforseta vegna
þessarar neitunar hans, er málið,
sem hófst með misheppnuðu inn-
broti i aðalstöðvar bandariska
Demókrataflokksins siðastliðið
sumar, orðið aö alvarlegri
stjórnarskrárdeilu, sem mun
hafa langvarandi afleiðingar.
Fer fyrir hæstarétt
Forsetanum er i stefnum þess-
um gert skylt að afhenda um-
ræddar segulbandsspólur, og
munu dómsstólarnir hafa siöasta
orðið I þeim þætti Watergate-
málsins. Málið mun vafalaust
fara gegnum hin ýmsu dómsstig
og allt til hæstaréttar. Undir
venjulegum kringumstæöum
myndi slikt dómsmál taka 1-2 ár,
en flest bendir þó til þess, aö i
þessu máli — sem mun hafa svo
miklarstjórnarfarsréttarlegar og
stjórnmálalegar afleiöingar —
veröi um forgangshrað að ræöa,
og aö endanlegur dómsúrskurður
hæstaréttar liggi fyrir eftir 4-5
mánuði. Ekki virðist vera nokkur
vafi á þvi, að báðir aðilar muni
sætta sig við úrskurð hæstaréttar
i málinu.
Afstaða Nixons
Nixon hefur bæöi neitaö aö af-
henda segulbandsspólurnar, sem
hafa að geyma öll samtöl, sem
fram fóru i skrifstofu forsetans i
Hvita húsinu, og eins bannaö
starfsmönnum leyni-
I.ögfræftingar Nixons, þeir Leonard Garment (t.v.), Charles Wright og Fred Buzhardt.
forsetann gegn árásum þeim,
sem frá rannsóknarnefndinni og
rikissaksóknaranum koma.
Rannsóknarnefndin
t rannsóknarnefndinni, sem
öldungadeildin skipaöi með sér-
stakri þingsályktun, eru sjö þing-
menn, en formaftur er Sam Ervin,
sem er 74 ára gamall. Hann er
einn þeirra bandarisku þing-
manna, sem talinn er bezt aft sér i
öllu er varöar stjórnarskrá
Bandarikjanna, auk þess sem
hann er vel að sér i bibliunni og
vitnar óspart i hana ef vitni, sem
fyrir nefndina koma, gefa tilefni
til.
Nefndin hefur mikiö starfsliö
sér til aðstoðar, eða alls um 65
manns. Þar af eru 15 lögfræfting-
ar, en auk þess sérfræðingar ýmis
konar, hraðritarar, ritarar o.s.
frv. Tveir lögfræftingar stjórna
þessu starfsliöi. Þar ber fyrst að
nefna Samuel Dash, sem er nú
prófessor I lögum og hefur mikla
reynslu sem saksóknari i glæpa-
málum. Hans verk er fyrst og
fremst að vera eins konar „ákær-
andi” fyrir rannsóknarnefndina.
Hann, og aðstoðarmenn, yfir-
heyra öll vitni áður en þau koma
fyrir fund i nefndinni þar sem
öllu er sjónvarpað beint. Hefur
hann þegar yfirheyrt nokkuð á
annað hundrað manns, þó að
einungis nokkrir tugir hafi enn
borið vitni fyrir nefndinni opin-
berlega.
Næstur Dash aft völdum meöal
starfsliðs nefndarinnar er Fred
Thompson, sem er lögfræftingur
minnihluta nefndarinnar — þ.e.
repúblikana. Thompson var áður
rikissaksóknari i Nashville, og
hefur einnig mikla reynslu i saka-
málum.
Venjulegur vinnumáti nefndar-
innar er með þeim hætti, aö
starfsliðiö yfirheyrir fyrst
hugsanleg vitni, og gerir skýrslu
um vitnisburð þeirra.
Þessar skýrslur fara llar
til nefndarinnar, sem ákveður
hvort ástæða sé til að kalla
umrætt vitni fyrir nefndina
eða ekki. Sé ákveðiö aö kalla
vitnið fyrir undir býr starfsliöið
nefndarmenn ma. með þvi að
veita þeim allar tiltækar upp-
lýsingar um vitnið og væntanleg-
ar upplýsingar sem það kann að
gefa.
Rikissaksóknarinn
1 stórri og nýinnréttaðri skrif-
stofu viö K-stræti I Washington
starfar sérlegur rikissaksóknari i
Watergatemálinu, Archibaid
Cox. A hurðinni stendur: „Water-
gate Special Prosecution Force”,
og innan dyra hafa safnast saman
stórir skjalabunkar — í alltmeira
en 8000 skjöl. Þetta er árangur af
þeim yfirheyrslum, sem þegar
hafa farið fram.
Cox vandi sjálfur samstarfsmenn
sina, sem eru flestir frá Kennedy-
timanum. Þeirra á meöal er
Philip Heyman, lögfræðipró-
fessor við Harward, sem á sinum
tima starfaði i dómsmálaráðu-
neytinu hjá Robert Kennedy,
Thomas McBride, sem er sér-
fræðingur i „skipulegri glæpa-
starfsemi” i Bandarikjunum, og
James Neal, sem var sérlegur
Framhald á bls. 39
Þrjár
herbúðir
Watergate-
stríðsins
Sérlegur rikissaksóknari i
Watergateiniilinu. Archibald
Cow.
Sam Ervin, formaftur rann-
sóknarnefndar öidungardeildar
Bandarikjaþings.
Watergate-málið er mun við-
tækara en nafnið eitt gefur til
kynna, þvi innbrotiö I Watergate
er einungis einn liður i málinu —
þótt það hafi hins vegar veriö sá
þáttur málsins, sem leiddi af sér
uppsljóstrun annarra þátta. Þess
vegna hefur þetta nafn verið
notað til aö tákna alla þá
spillingu, sem Hvita húsið —
samstarfsmenn forsetans og ef til
vill Nixon sjálfur — hafa staftið
fyrir.
Segja má, að i Watergate-mál-
inu séu þrjár megin-herbúftir, þar
sem málið þróast.
Það er i fyrsta lagi rannsóknar-
nefnd öldungadeildarinnar, sem
lýtur forystu Sam Ervins. I öðru
lagi er það hinn sérlegi rikissak-
sóknari vegna Watergate-máls-
ins, Archibald Cox, sem Nixon
forseti skipaöi til þess að kanna,
hvort um lögbrot hafi verið að
ræða, og hverjir hafi framið þau,
og hefja siðan mál gegn þeim
mönnum. Og i þriðja lagi er það
svo Hvita húsið, þar sem ýmsir af
beztu lögfræðingum Banda-
rikjanna vinna að þvi aö verja