Tíminn - 12.08.1973, Síða 17
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TÍMINN
17
Ný landbjargarstefna
Svía í ferðamálum
AÐ LOKINNI verzlunarmanna-
helgi fjallar leiðari aukablaðs
Timans i dag um ferðamál, en
blöðin höfðu öll beint athygli les-
enda sinna að þeim fyrir og um
helgina með f jölbreytilegum
greinum, og gefið þá auglýsend-
um góðfúslega tækifærítil að
kynna ferðaþjónustu, sem hér er
á boðstólum fyrir þá, sem njóta
vilja fristunda i ferðalögum
heima eða erlendis.
I hinum fyrrgreinda leiðara
Timans, sem nefnist „Islenzk
ferðamál”, er vikið að frétt, sem
nýlega birtist um það, að Sviar
væru nú búnir að taka ákvörðun
um að hætta að verja fé til þess að
laða erlenda ferðamenn til lands-
ins. Þykir höfundi leiðarans þetta
að vonum vert állrar athygli, svo
sem jafnan hefir orðið hér á Is-
landi, þegar Sviar hafa rutt nýjar
menningarbrautir, og segir hann
„Viðbrögð Svia má skoða sem
áskorun til annarra þjóða, þ.á.m.
Islendinga, að endurskoða stefn-
una i ferðamálum.”
Þá höfum við það
Upplýst er i leiðaranum, að ár-
lega heimsækja Svia „u.þ.b. tvær
milljónir erlendra ferðamanna”,
en hins vegar er þagað um fjölda
þeirra Svia, sem fara árlega til
útlanda, enda skiptir hann senni-
lega engu i þessu sambandi þó að
sú tala sé hærri en útlendinganna,
sem sækja Svia heim. Aðalatriðið
er nú það, að $viar hafa tekið
ákvörðun um að „endurskoða
stefnuna i ferðamálum”, og ger-
ast þannig brautryðjendur i land-
bjargarmálum annarra þjóða
„þ.á.m. Islendinga.” Þessu til
áréttingar birtir Timinn einnig i
þessu sama blaði grein Eiriks
nokkurs Tómassonar, sem trú-
lega er „E.T.” leiðarans, þar sem
lýst er með ófögrum orðum þess
fróma timarits Newsweek hvern-
ig ameriskir — og trúlega einnig
sænskir — túristar séu búnir að
útsvina Kaupmannahöfn og
Rómaborg. „Klámið tröllriður nú
borginni við sundið”, og á Via
Veneto, se.m Feljini kvað hafa
gertódauðlega i mynd um strætið
„sem var þá imynd glæsileikans”
vegna þess að „auðugir greifar
og barónar, jafnvel landlausir
konungar eyddu kvöldunum á
frægustu næturklúbbunum”, en
þar sem náttúrumiklir Rómverj-
ar kváðu nú nýlega hafa gert að-
súg að eiginmanni bandariskrar
konu „af þvi einu að hann hélt i
hönd hennar.”
Þetta er nú orðin mikil and-
styggð sænskum heimatrúboðs-
mönnum. Það skal engum Róm-
verjanum átölulaust að stuðla að
ósklrlifi á Stórgötunni i Stokk-
hólmi. Héðan i frá skulu engir
Danir fá að drekka sig fulla á
Eyrarsundsferjunni yfir til Svi-
þjóðar, þó að Sviar megi fá sér
þar i staupi á leið til sinnar kæru
Nýhafnar. Og hvers vegna eiga
Rómverjar og Italir að leggja leið
til Sviþjóðar, þegar alkunna er að
enginn skortur er á ljóshærðum
og lausgirtum senoritum, sem óð-
fúsar vilja láta sænskar ferða-
skrifstofur og flugfélög fá sinn
siðasta eyri til Suðurlandaferðar?
Nei, enga útlenda ferðamenn til
Sviþjóðar. Þar vilja heimamenn
fá að njóta i friði sinnar eigin
náttúru. Um erlenda verkamenn
gegnir náttúrlega allt öðru máli. 1
þvi efni gilda auðvitað allt aðrar
reglur, sennilega þær sömu, sem
uppi voru hafðar hér á árunum
þegar þýzki vinnulýðurinn átti að
bjarga islenzkum landbúnaði. En
það var nú áður en útlendingarnir
tóku til við að eyðileggja Rauð-
hólana, sem leiðarasmiðurinn
nefndir til dæmis um þá útbiun,
sem varað er við i þessari ein-
stæðu ritsmiö, þar sem uppistað
an, textinn, er mesta ferðahelgi
okkar Islendinga en útleggingin
einangrunarraus. Nú má það.vel
vera, að báðum sé það hollt, Svi-
um og Islendingum, að reisa ein-
hverjar skorður við sivaxandi
fjölda erlendra ferðamanna. En
meðan báðar þjóðirnar setja eng-
ar takmarkanir við ferðum eigin
þegna til annarra landa, þá verð-
ur fordæmi Svia um fyrirhugaðar
þjóðbjargaraðgerðir ekki flokkað
til annars en þeirrar skinhelgi og
þess strútsháttar, sem er öllu ær-
legu fólki ósamboðiö, og áreiðan-
lega engum Islendingi til fyrir-
myndar.
Mér vitanlega hafa aldrei verið
hafðar uppi neinar ráðagerðir á
Islandi um að troðfylla hér allt af
erlendum ferðamönnum. Hér
hafa nýlega verið sérfræðingar
frá Sameinuðu þjóðunum, sem
gerðu tillögur um islenzk ferða-
mál, tillögur, sem við eigum eftir
að ræða og taka um ákvarðanir.
Það þurfum við vitanlega að gera
sem allra fyrst. En i millitiðinni
er okkur þess áreiðanlega meiri
þörf að búa þannig i haginn, að
við getum sjálf ferðast um landið,
án þess að fyrirverða okkur fyrir
sóðaskap, hirðuleysi og þau nátt-
úruspjöll sem þvi fylgja en taka
til við að apa eina vitleysuna enn
eftir þeirri þjóð, sem eyðir hlut-
fallslega meiri fjármunum til
ferðalaga en flestar aðrar, og hef-
ir ekki, mér vitanlega, verið talin
til neinnar sérstakrar fyrirmynd-
ar I hópi erléndra ferðamanna,
hvorki i Kaupmannahöfn né Via
Veneto.
7. ágúst, 1973
Sigurður Magnússon.
Tilkynning til
kaupgreiðenda
Kaupgreiðendur, sem hafa i þjónustu
sinni starfsfólk búsett i Kópavogi, eru hér
með minntir á skyldu þeirra til að tilkynna
mér um þessa starfsmenn sina og skyldu
til að halda eftir opinberum gjöldum af
launum starfsmanna að viðlagðri sömu
ábyrgð og þeir bera á eigin gjaldskuldum.
Verði kaupgreiðandi valdur að þvi með
vanskilum á innheimtufé, að gjaldandi fái
kröfu um dráttarvexti, verður kaupgreið-
andi gerður ábyrgur fyrir greiðslu þeirra,
auk þess sem slik vanskil varða refsingu
skv. 247. gr. hegningarlaganna.
Bæjarfógetinn i Kópavogi,
8. ágúst 1973
Sigurgeir Jónsson.
•,*. ... • • • • t•• • •• ^
“ MÐ NÝJASTfl -
«••
•••
• •
#•••
af tíz’
er nú að
::!i FOTIN
• •
• %
* «
• •
• -
• *
• •
• •
• •
• •
• •
fær unga fólkið
við sitt hæfi — í
CESAR
Brekkugötu 3 — Sími 1-11-06
Póstsendum
um allt land
orane
á Akureyri
SKÓNA
fó eldri sem yngri
— við sitt hæfi — í
LEÐURVÖRUAA
Brekkugötu 3 — Sími 2-11-00
Póstsendum
um land allt
■ • •
•••#
• •
• • •
• • •
*•••
*••
• •
• •
• ••
• •
• • •
• •
• • •
*•••#