Tíminn - 12.08.1973, Side 21
Sunnudagur 12. áglist 1973.
TtMINN 21
Hér má sjá nemendur Hvanneyrarskólans veturinn 1922-1923. Aö vísu mun einhvcrja nemendur vanta á sknlaspjaldiö, en þar eru allir, sem
þátt tóku i ferðinni 23.-24. júni, siðast liðinn. Geta þeir sem gaman hafa af, bnriö nafualistann scm hér fylgir ineð, saman við skólaspjaldið.
um og drukkið þar miðdagskaffi.
Reyndar er hið hversdagslega orð
„miðdagskaffi” villandi i þessu
sambandi, og væri nær að tala um
veizlu, svo höfðinglegar voru við-
tökurnar á bænum þeim. — Það
er sagt, að hófleg tilbreyting sé
holl, og vist er það ekki amaleg
viðbót, þegar ferðazt er um fag-
urt hérað, að geta stigið út úr
bflnum rétt úr bakinu og litazt um
af hlaði stórbýlis, — ekki sizt þeg-
ar veizluborð biður innan dyra.
í Halldórslundi
Þegar menn höfðu innbyrt góð-
gerðirnar á Skálpastöðum eftir
beztu getu, var aftur haldið_ af
stað. Nú var farið að Halldors-
lundi i Skorradal, en þar er skóg-
rækt mikil. Lundurinn ber nafn
Halldórs Vilhjálmssonar, fyrrum
skólastjóra á Hvanneyri, og er
helgaöur minningu hans. Skógar-
vörður á staðnum er Agúst Arna-
son, mikill áhugamaður um rækt-
un og framúrskarandi viðræðu-
góður. Agúst leiddi ferðalangana
„vitt of mörkina” og sagði okkur
frá þeirri starfsemi, sem þarna
fer fram. Það var numið staðar
hjá steininum, sem geymir nafn
Halldórs Vilhjálmssonar. Þórður
Njálsson kvaddi sér hljóðs og las
frumsamið kvæði, en flutti fyrst
stuttan inngang i óbundnu máii.
Að þessu loknu var aftur haldið af
stað og gengið i stóran sveig
gegnum skóginn niður á veg.
Menn höfðu f jarlægzt mjög bflinn,
sem beiö niðri á vegi, en það kom
ekki að sök,þvf að bilstjórinn hélt
i humátt á móti göngumönnum,
og innan skamms voru allir
komnir i sæti sin á ný. Var nú
stefnan tekin á Hvanneyri og ekið
þangaö I einum áfanga.
Ekki var annað hægt að sjá en
að veðurguðirnir legðu blessun
sina yfir þetta ferðalag. Rigning-
in, sem dundi á bilnum um
morguninn, hafði skilið við okkur
i þann mund, sem við yfirgáfum
bæi Hallgrims Péturssonar,
Saurbæ og Ferstiklu, — og hún lét
ekki sjá sig eftir það.Við fengum
þurrviðri allan daginn, fjallabjart
að mestu og meira að segja sólfar
um tima. Ég held, að Ok hafi ver-
ið eina fjaliið, sem ekki sýndi
okkur tind sinn, þegar við vorum
að sniglast i kringum Húsafell.
Undir kvöldið þyngdi þó aftur að.
Þá varð svalara i veðri og dálitið
hráslagalegt.
Við komum aftur að Hvanneyri,
rétt mátulega til þess að drekka
kvöldkaffið. Þegar þvi var lokið,
var orðið timabært að taka á sig
náðir, og fóru menn nú að búast
til svefns. Flestir sváfu i nýju
skólabyggingunni á Hvanneyri,
en nokkrir hjá kunningjum. Þótt
dagurinn hefði verið skemmtileg-
ur, var hann þó engan veginn
erfiðislau^enda munu menn yfir-
leitt hafa verið þvi fegnir að taka
á sig náðir.
Það var hvorki meira né minna
en sjálf Jónsmessunóttin, sem nú
fór i hönd.
Gjöf afhent. —
Búizt til brottferðar.
Næsti dagur, sem var sunnu-
dagurinn 24. júni, var eingöngu
helgaöur Hvanneyri. Skólastjóri
Framhald á 29. siðu.
Þátttakendur í móti
Hvanneyringa 23. júní 1973
Björn J. Blöndal, Laugaholti, Andakilshreppi.
Finnbogi Helgason, Sólvöllum, Mosfellssveit.
Friðjón Ólafsson, Hafnarstræti 71, Akureyri.
Guðlaugur Sigurðsson, Hrisum, Helgafellssveit.
Gunnar Jónatansson, Laugateigi 17, Reykjavik.
Helgi Skúlason, Guðlaugsvik, Bæjarhreppi, Strandasýslu.
Hróflur Árnason frá Þverá, Húsavik, S-Þing.
Karl E. Norðdahl, Hólmi v/Suðurlandsbraut, Reykjavik.
Lýður Guðmundsson, Litlu-Sandvik, Árnessýslu.
Magnús Kristjánsson, Þambárvöllum, Strandasýslu.
Ólafur Helgason, Lindarflöt 43, Garðahreppi.
Sigurbjörn Jónsson, Melhaga 17, Reykjavik.
Sigurður Sigurgeirsson, Lundarbrekku, Bárðardal.
Tómas Guðbrandsson, Viðivöllum 23, Selfossi.
Þórður Njálsson, Hjarðardal, V-ísafj.
Þorlákur Björnsson, Eyjarhólum, V-Skaft.
Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum, Lundarreykjadal, Borg.
_______________________________________________________________/
1 feröinni var viða áö, meðal annars hjá Hvitá við Hraunfossa.