Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Hallsvegur lengdur niður á Víkurveg: Hraðbraut í gegnum Grafarvog BORGARMÁL Horft er til þess að teng- ja Hallsveg í Grafarvogi við Vestur- landsveg og tvíbreikka þegar nýtt hverfi við Úlfarsfell rís. Hallsvegur verður lengdur frá Fjallkonuvegi niður á Víkurveg á næsta ári, segir Árni Þór Sigurðsson formaður sam- göngunefndar Reykjavíkurborgar. Verkið verði boðið út um áramót. Guðlaugur Þór Þórðarson full- trúi sjálfstæðismanna í borgar- stjórn segir ekki æskilegt að hrað- braut liggi beint í gegnum Grafar- vog: „Forsendurnar sem fólk hafði þegar það valdi sér búsetu í Grafar- voginum verða allt aðrar en það gerði ráð fyrir.“ Guðlaugur segir tugi þúsunda bíla muni fara um Grafarvoginn á sólarhring verði vegurinn tengdur Vesturlandsvegi, Grafarvogur klofni í tvennt og íbúðarverð lækki. Árni segir Reykjavíkurlistann hafa vitað að andstaða væri við vegaframkvæmdina á vissum stöð- um í hverfinu og yrði það skoðað betur í samræmi við íbúa, embætt- ismenn og vegagerðina. „Það er fráleitt að umferð verði tugir þúsunda bíla. Okkar áætlanir sýna 16 til 20 þúsund bíla sem er þriðjungurinn af því sem Guðlaug- ur er að tala um. Við höfum litið svo á að það sé mun greiðari leið fyrir komandi íbúa Úlfarsfells að fara Vesturlandsveginn en Hallsveg því hann verður ekki eins beinn og breiður og Vesturlandsvegur,“ segir Árni. ■ Nauðgun skyggði á Menningarnótt Sautján ára stúlka kærði nauðgun eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. Nauðgunin var framin í útjaðri miðborgarinnar. Talsverð ölvun var í miðbænum í fyrrinótt og einhverjir pústrar manna á milli en engir þeirra alvarlegir. MENNING „Það alvarlegasta sem gerðist og skyggir á Menningarnótt er nauðgun sem var kærð til lög- reglu rétt eftir flugeldasýninguna. Talsverð ölvun var í miðborginni og einhverjir pústrar á milli manna en ekkert af því var alvarlegt,“ segir Geirjón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, eftir Menningarnótt og skemmtanahaldið sem tók við í framhaldinu. Sautján ára stúlka kærði nauðg- un sem var framin í útjaðri mið- borgarinnar og rannsakar lögreglan málið. Geirjón segir 98 bókanir hafa verið í dagbók lögreglu eftir laugar- dagsnóttina, sem er svipað og á árum áður þegar skemmtistöðunum var öllum lokað á sama tíma. Nú er slíkur fjöldi bókana orðinn sjaldséð- ur eftir að opnunartíma skemmti- staðanna var breytt. Geirjón segir töluverðan straum hafa verið í fangageymslurnar, sem voru full- nýttar til klukkan níu í gærmorgun. Alls voru 29 settir inn en þeir stopp- uðu mislengi við. Geirjón segir ríflega tíu þúsund manns hafa haldið áfram að skemmta sér eftir að Menning- arnótt lauk en fólk hafi almennt ver- ið að fara úr miðborginni á milli klukkan eitt og hálf tvö um nóttina. Hann segir þessa helgi alltaf hafa verið stóra því sumarvinnu skóla- fólks sé að ljúka og skólarnir að taka við. Um tvo klukkutíma tók að koma fólki úr miðbænum. Að sögn Geirjóns voru mun fleiri bílar en áður á Menningarnótt. „Fólk gerði þetta afskaplega myndarlega, tók tillit til allra hluta og gekk það slysalaust. Íslendingar kunna þetta orðið,“ segir Geirjón. Bílum var lagt þétt við Sæbrautina alveg upp að Nýherjahúsinu í Borgartúni. Lagt var meðfram Miklubraut að Snorra- braut og við Hringbrautina og á há- skólasvæðinu þar sem hægt var að koma bílum fyrir. Mikið eftirlit var með unglinga- drykkju og segir Geirjón að tölu- vert hafi sést af ölvuðum ungmenn- um frá sautján til tuttugu ára en slíkt ástand ekki hafi verið áberandi hjá krökkum undir sautján ára aldri. Hann segist ekki vita til þess að hringja hafi þurft í foreldra til að láta þá sækja börnin sín. Örfáum ungmennum hafi verið komið heim á leið í strætó. „Foreldrar virðast hafa passað upp á börnin sín.“ hrs@frettabladid.is STYTTUR BÆJARINS Greinileg ummerki voru víða um Reykja- víkurborg eftir skemmtanahaldið á Menn- ingarnótt. UM BORÐ Í SJÚKRABÍL Lögregla og aðrir sem koma að neyðar- þjónustu notast við tetra-kerfið til sam- skipta. Tetra Ísland: Reksturinn einskis virði TETRA ÍSLAND Í nýrri skýrslu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er komist að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland sé einskis virði og fyrirtækið í raun gjaldþrota. Tetra hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum en félagið rekur fjarskiptakerfi sem neyðarþjónusturnar á Íslandi not- ast við. Fyrirtækið hefur ekki náð samningum við dómsmálaráðu- neytið en þeir eru ein forsenda rekstrarins. Gjaldskrá var ný- verið hækkuð og eigendaskipti fóru fram. Lýsing og Landsbank- inn fara með meirihluta í félag- inu, en stórir hluthafar eru ein- nig Reykjavíkurborg og Lands- virkjun. ■ ■ SKÓLAMÁL VEISTU SVARIÐ? 1Hver leikstýrir verkinu Böndin á milliokkar? 2Í hvaða sæti hafnaði stórmeistarinnHannes Hlífar Stefánsson á alþjóð- legu skákmóti í Riga í Lettlandi? 3Hvað heitir verkefnastjóri Menning-arnætur? Svörin eru á bls. 30 AÐSTÖÐUBREYTING Frístunda- heimilið Brosbær í Engjaskóla í Grafarvogi þarf að lúta ákvörðun Fræðsluráðs um að tekin verði frá heimilinu færanleg kennslustofa sem það hafði til umráða. Frí- stundaheimilið sinnir dagvistum skólabarna þegar skóladegi lýkur. Eftir stendur ein færanleg kennslu- stofa en einnig verður aðstaða í skólastofum fyrsta bekkjar. 30 TEKNIR Lögreglan á Stykkis- hólmi tók um 30 ökumenn fyrir of hraðann akstur yfir helgina. Radarmælingar voru í fullum gangi á Snæfellsvegi yfir alla helgina. Þrátt fyrir þessu háu tölu brota segir lögreglan á svæð- inu þetta vera svipaða tölu og venjulega um helgar á sumrin. Lögreglan á Hólmavík var einnig í radarmælingum, og hafði sek- tað um 25 ökumenn fyrir of hrað- ann akstur í gær. HALLSVEGUR Verður lengdur niður á Víkurveg. Í framtíð- inni verður vegurinn tengdur Vesturlands- vegi og jafnvel fjögurra akgreina. FJÖLDI FYLGDIST MEÐ FLUGELDASÝNINGUNNI Um tvo klukkutíma tók að koma fólki heim á leið úr miðbænum en lögregla segir fólk hafa verið til sóma og sýnt tillitssemi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ LÖGREGLA IÐNAÐARRÁÐHERRA Aðeins er um frumhugmyndir að ræða vegna samnýtingar virkjunarkosta. Samnýting virkjunar- kosta: Um hug- myndir að ræða IÐNAÐUR „Ég sló þessu svona fram sem ákveðnum möguleika og eng- in frekari niðurstaða er komin í málið,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, vegna hugmynda um sam- rekstur virkjanakosta. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, undrast þær hugmyndir enda sé þá til lít- ils að stuðla að samkeppni á mark- aðnum. Valgerður segir um frumhug- myndir að ræða. „Samnýting varðandi vatnsaflsvirkjanir á ekki að vera útilokuð því það er svo miklu minni kostnaður við undirbúningsrannsóknir á þeim en á öðrum kostum.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.