Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR
Hallsvegur lengdur niður á Víkurveg:
Hraðbraut í gegnum Grafarvog
BORGARMÁL Horft er til þess að teng-
ja Hallsveg í Grafarvogi við Vestur-
landsveg og tvíbreikka þegar nýtt
hverfi við Úlfarsfell rís. Hallsvegur
verður lengdur frá Fjallkonuvegi
niður á Víkurveg á næsta ári, segir
Árni Þór Sigurðsson formaður sam-
göngunefndar Reykjavíkurborgar.
Verkið verði boðið út um áramót.
Guðlaugur Þór Þórðarson full-
trúi sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn segir ekki æskilegt að hrað-
braut liggi beint í gegnum Grafar-
vog: „Forsendurnar sem fólk hafði
þegar það valdi sér búsetu í Grafar-
voginum verða allt aðrar en það
gerði ráð fyrir.“
Guðlaugur segir tugi þúsunda
bíla muni fara um Grafarvoginn á
sólarhring verði vegurinn tengdur
Vesturlandsvegi, Grafarvogur
klofni í tvennt og íbúðarverð lækki.
Árni segir Reykjavíkurlistann
hafa vitað að andstaða væri við
vegaframkvæmdina á vissum stöð-
um í hverfinu og yrði það skoðað
betur í samræmi við íbúa, embætt-
ismenn og vegagerðina.
„Það er fráleitt að umferð verði
tugir þúsunda bíla. Okkar áætlanir
sýna 16 til 20 þúsund bíla sem er
þriðjungurinn af því sem Guðlaug-
ur er að tala um. Við höfum litið svo
á að það sé mun greiðari leið fyrir
komandi íbúa Úlfarsfells að fara
Vesturlandsveginn en Hallsveg því
hann verður ekki eins beinn og
breiður og Vesturlandsvegur,“ segir
Árni. ■
Nauðgun skyggði
á Menningarnótt
Sautján ára stúlka kærði nauðgun eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt.
Nauðgunin var framin í útjaðri miðborgarinnar. Talsverð ölvun var í miðbænum
í fyrrinótt og einhverjir pústrar manna á milli en engir þeirra alvarlegir.
MENNING „Það alvarlegasta sem
gerðist og skyggir á Menningarnótt
er nauðgun sem var kærð til lög-
reglu rétt eftir flugeldasýninguna.
Talsverð ölvun var í miðborginni og
einhverjir pústrar á milli manna en
ekkert af því var alvarlegt,“ segir
Geirjón Þórisson, yfirlögregluþjónn
í Reykjavík, eftir Menningarnótt og
skemmtanahaldið sem tók við í
framhaldinu.
Sautján ára stúlka kærði nauðg-
un sem var framin í útjaðri mið-
borgarinnar og rannsakar lögreglan
málið. Geirjón segir 98 bókanir hafa
verið í dagbók lögreglu eftir laugar-
dagsnóttina, sem er svipað og á
árum áður þegar skemmtistöðunum
var öllum lokað á sama tíma. Nú er
slíkur fjöldi bókana orðinn sjaldséð-
ur eftir að opnunartíma skemmti-
staðanna var breytt. Geirjón segir
töluverðan straum hafa verið í
fangageymslurnar, sem voru full-
nýttar til klukkan níu í gærmorgun.
Alls voru 29 settir inn en þeir stopp-
uðu mislengi við.
Geirjón segir ríflega tíu þúsund
manns hafa haldið áfram að
skemmta sér eftir að Menning-
arnótt lauk en fólk hafi almennt ver-
ið að fara úr miðborginni á milli
klukkan eitt og hálf tvö um nóttina.
Hann segir þessa helgi alltaf hafa
verið stóra því sumarvinnu skóla-
fólks sé að ljúka og skólarnir að
taka við.
Um tvo klukkutíma tók að koma
fólki úr miðbænum. Að sögn
Geirjóns voru mun fleiri bílar en
áður á Menningarnótt. „Fólk gerði
þetta afskaplega myndarlega, tók
tillit til allra hluta og gekk það
slysalaust. Íslendingar kunna þetta
orðið,“ segir Geirjón. Bílum var lagt
þétt við Sæbrautina alveg upp að
Nýherjahúsinu í Borgartúni. Lagt
var meðfram Miklubraut að Snorra-
braut og við Hringbrautina og á há-
skólasvæðinu þar sem hægt var að
koma bílum fyrir.
Mikið eftirlit var með unglinga-
drykkju og segir Geirjón að tölu-
vert hafi sést af ölvuðum ungmenn-
um frá sautján til tuttugu ára en
slíkt ástand ekki hafi verið áberandi
hjá krökkum undir sautján ára
aldri. Hann segist ekki vita til þess
að hringja hafi þurft í foreldra til að
láta þá sækja börnin sín. Örfáum
ungmennum hafi verið komið heim
á leið í strætó. „Foreldrar virðast
hafa passað upp á börnin sín.“
hrs@frettabladid.is
STYTTUR BÆJARINS
Greinileg ummerki voru víða um Reykja-
víkurborg eftir skemmtanahaldið á Menn-
ingarnótt.
UM BORÐ Í SJÚKRABÍL
Lögregla og aðrir sem koma að neyðar-
þjónustu notast við tetra-kerfið til sam-
skipta.
Tetra Ísland:
Reksturinn
einskis virði
TETRA ÍSLAND Í nýrri skýrslu frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
er komist að þeirri niðurstöðu að
fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland
sé einskis virði og fyrirtækið í
raun gjaldþrota. Tetra hefur átt í
miklum greiðsluerfiðleikum en
félagið rekur fjarskiptakerfi sem
neyðarþjónusturnar á Íslandi not-
ast við.
Fyrirtækið hefur ekki náð
samningum við dómsmálaráðu-
neytið en þeir eru ein forsenda
rekstrarins. Gjaldskrá var ný-
verið hækkuð og eigendaskipti
fóru fram. Lýsing og Landsbank-
inn fara með meirihluta í félag-
inu, en stórir hluthafar eru ein-
nig Reykjavíkurborg og Lands-
virkjun. ■
■ SKÓLAMÁL
VEISTU SVARIÐ?
1Hver leikstýrir verkinu Böndin á milliokkar?
2Í hvaða sæti hafnaði stórmeistarinnHannes Hlífar Stefánsson á alþjóð-
legu skákmóti í Riga í Lettlandi?
3Hvað heitir verkefnastjóri Menning-arnætur?
Svörin eru á bls. 30
AÐSTÖÐUBREYTING Frístunda-
heimilið Brosbær í Engjaskóla í
Grafarvogi þarf að lúta ákvörðun
Fræðsluráðs um að tekin verði frá
heimilinu færanleg kennslustofa
sem það hafði til umráða. Frí-
stundaheimilið sinnir dagvistum
skólabarna þegar skóladegi lýkur.
Eftir stendur ein færanleg kennslu-
stofa en einnig verður aðstaða í
skólastofum fyrsta bekkjar.
30 TEKNIR Lögreglan á Stykkis-
hólmi tók um 30 ökumenn fyrir
of hraðann akstur yfir helgina.
Radarmælingar voru í fullum
gangi á Snæfellsvegi yfir alla
helgina. Þrátt fyrir þessu háu
tölu brota segir lögreglan á svæð-
inu þetta vera svipaða tölu og
venjulega um helgar á sumrin.
Lögreglan á Hólmavík var einnig
í radarmælingum, og hafði sek-
tað um 25 ökumenn fyrir of hrað-
ann akstur í gær.
HALLSVEGUR
Verður lengdur niður á Víkurveg. Í framtíð-
inni verður vegurinn tengdur Vesturlands-
vegi og jafnvel fjögurra akgreina.
FJÖLDI FYLGDIST MEÐ FLUGELDASÝNINGUNNI
Um tvo klukkutíma tók að koma fólki heim á leið úr miðbænum en lögregla segir fólk
hafa verið til sóma og sýnt tillitssemi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ LÖGREGLA
IÐNAÐARRÁÐHERRA
Aðeins er um frumhugmyndir að ræða
vegna samnýtingar virkjunarkosta.
Samnýting virkjunar-
kosta:
Um hug-
myndir að
ræða
IÐNAÐUR „Ég sló þessu svona fram
sem ákveðnum möguleika og eng-
in frekari niðurstaða er komin í
málið,“ segir Valgerður Sverris-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, vegna hugmynda um sam-
rekstur virkjanakosta. Ásgeir
Margeirsson, aðstoðarforstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, undrast
þær hugmyndir enda sé þá til lít-
ils að stuðla að samkeppni á mark-
aðnum.
Valgerður segir um frumhug-
myndir að ræða. „Samnýting
varðandi vatnsaflsvirkjanir á
ekki að vera útilokuð því það er
svo miklu minni kostnaður við
undirbúningsrannsóknir á þeim
en á öðrum kostum.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA