Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 31
Þeir sem keyra suður í átt að álver- inu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanes- brautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. „Hverf- ið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lumm- ur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þús- und íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa,“ segir Bjarki Jóhann- esson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipu- lagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúð- ir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. „Upp- bygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfis- ins en þar er gert ráð fyrir verslun- um og skrifstofum,“ segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunar- heimilis og heilsugæslustöðvar. „Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006,“ segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. „Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftir- spurn sem verður að bregðast við,“ segir hann. halldora@frettabladid.is 15MÁNUDAGUR 23. ágúst 2004 5 til 7 herbergja VÍÐIMELUR 130,8 fm efri hæð og ris í þríb. á besta stað í Vesturbæ. Er mun stærri, sennil. ca. 185 fm., talsvert undir súð. Stórt og fallegt hol með arni. Eldhús, rúmgott húsbóndaherb., tvær fallegar og rúmgóðar suðurstofur, parket á gólfi. Suð- ursvalir. Á sér gangi er hjónaherb.. Flísalagt baðherb.. Í risi eru fjögur herb. undir súð og þvottaherb.. Útigeymsla. Sameign í kjallara. V. 26 millj. 4ra herbergja FOSSVOGUR DALALAND. Björt og falleg 4ra herb. íbúð á þessum eftirsótta stað. Hol með fataskápum. Stofa með stór- um suður-svölum. Herb. sem nú er notað sem borðstofa. Tvö önnur herb.. Eldhús með borðkrók. Baðherb. flísalagt, baðkar, innrétting og tengi fyrir þvottavél. Sér- geymsla er á jarðhæð, sameiginlegt þvotta- hús og hjólageymsla. V. 14,6 millj. GRAFARVOGUR Falleg 104,3 fm, 4ra herb. íbúð á jarðh. við LAUFENGI með sér lóð, ásamt 26,5 fm bílageymslu. Björt stofa, parket. Eldhús með borðkrók, flísar á gólfi. Þvottaherb. Þrjú svefnherb., parket. Flísalagt fallegt bað, með baðkari, sturtu og innréttingu. Geymsla. Innangengt í bíla- geymslu. ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX. V. 15,7 millj. SÓLVALLAGATA VESTURBÆR. Falleg og björt 111,3 fm, 4ra herb. íbúð á 3. hæð í Vesturbænum. Íbúðin skiptist í eld- hús, baðherb., þvottaherb., geymslu/tölvu- herb., hjónaherb. og tvö rúmgóð svefnherb. Parket á gólfum. Sameignlegt bílastæði. ÍBÚÐIN ER LAUS NÚ ÞEGAR. V. 16,9 millj. 3ja herbergja Í HJARTA BORGARINNAR Ný- standsett, falleg 3ja herb.íbúð á 5. hæð við LAUGAVEGINN sem skiptist í gang, fallegt ný standsett flísalagt baðherb. með innréttingu og sturtuklefa, stofu með eldhúsinnréttingu á einum vegg, falleg og vel hönnuð. Svefnherb. með stórum skápum og stórt vinnuherbergi sem skiptist í vinnu- og svefnherb.. Parket á gangi, stofu og herbergjum. EIGN FYRIR MIÐBÆJARFÓLK. V. 15,5 millj. Landsbyggðin GRUNDARGATA - GRUNDARFIRÐI Til sölu ca. 170 fm. einbýlishús, hæð og ris. Fjögur svefn- herb., stórar stofur, ofl. Laust fljótt. V. 9,6 millj. NORÐURBYGGÐ - ÞORLÁKSHÖFN Gott og vel skipu- lagt 125,4 fm, endaraðhús ásamt 42,5 fm. bíl- skúr. Frágenginn uppgróinn garður. Forstofa, hol sem opnast inn í stóra stofu, parket, fjög- ur rúmgóð svefnherb.. Rúmgott bað. Lagt fyr- ir þvottavél. Búr innaf eldhúsi. Stór bílskúr með rafmagni, hita og hurðaropnara. Geymsla í enda bílskúrsins. V 14,5 millj. SUNDABAKKI - STYKKISHÓLMI 143,6 fm efri sér- hæð ásamt 31,8 fm. bílskúr í einu fallegasta sjávarþorpi landsins þar sem er mikla vinnu er að fá og fasteignir standa fyrir sínu. Fjög- ur svefnherb. og rúmgóðar stofur. Útsýni. Til greina kemur að taka minni eign í Reykjavík uppí. V. 11,9 millj. ÆGISGATA- STYKKISHÓLMI Fallegt hús ásamt 31 fm bílskúr. Lóðin er að mestu frá- gengin með holtagrjóti og plankahleðslum, stórt bílastæði. Ægisgata er lítil lokuð gata við sjóinn. V. 11,5 millj Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík Sverrir Kristjánsson Gsm 896-4489 Lögg.fasteignasali í 33 ár BIRKIMELUR 77,7 FM, 3JA HERB. ÍBÚÐ Í VESTURBÆNUM + HERB. Í RISÍBÚÐ. Tvær samliggjandi stofur með teppi á gólfi. Eldhús með innréttingu. Austursvalir. Hjónaherb. með skápum og dúk á gólfi. Flísalagt baðherb. Í risi er eitt herb. undir súð og sameiginlegt salerni. Geymsla í kjallara. Sameign í kjallara. V. 13,5 millj. SKERJAFJÖRÐUR SKELJANES. Á góðum stað með miklu útsýni. Einbýlishús á þremur hæðum, samtals 212,3 fm auk 32 fm bílskúrs. Skilgreint hjá FMR sem þrjár íbúðir, möguleiki að taka lán á hverja íbúð fyrir sig. Á öllum hæðum eru stofur, svefn- herb., baðherb./salerni, eldhús og geymsla. Þarfnast endurnýjunar. TILBOÐ. SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARG- FALDUR ÁRANGUR. www.hus.is NÝTT opið virka daga frá kl. 09:00-18:00. www.fmg.is NÝTT Ný heilsársbyggð á bökkum Sogsins Grímsnes-og Grafningshreppur auglýsir til sölu eignar- lóðir til heilsársbúsetu. Lóðirnar eru í nýju hverfi sem kallast Ásborgir og eru á kjarri vöxnu hrauni á bökkum Sogsins. Um er að ræða 36 lóðir, 3.600 ñ 6.600 fermetrar hver á sérlega falleg- um stað í um það bil 70 km. fjarlægð frá Reykjavík. Í Grímsnes-og Grafningshreppi er háhraða interneteng- ing, grunnskóli og leikskóli og Ljósafosslaug er í ná- grenni við hið nýja hverfi. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 898-2668, netfang gogg@gogg.is Bæjarlind 6 • 201 Kópavogur Sími: 575 8800 • Fax: 575 880 OPIÐ HÚS Opið hús Eskihlíð 21 jarðhæð Glæsileg 3ja herb. 83 fm íbúð í kjallara ( lítið niðurgrafin) í góðu þríbýlishúsi. Tvö rúmgóð her- bergi með dúk á gólfi og er annað þeirra með ágætum klæðaskáp. Stofan er stór og björt með nýlegu eikarparketi á gólfi. Baðherbergi nýuppgert. Mjög fallegur garður. Áhv. 9,2 millj. Verð: 13,7 millj. Sif og Bent taka á móti gestum á milli 18 og 20 í dag Mikil uppbygging hefur verið í nýju hverfi vestan Grísaness og sunnan Reykjanes- brautar. Hverfið sem tekur nú óðum á sig mynd heitir Vallarhverfi. Hafnarfjörður: Vallarhverfi rís hratt í hrauninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.