Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 31
Þeir sem keyra suður í átt að álver-
inu í Straumsvík fara ekki varhluta
af þeirri miklu uppbyggingu sem
átt hefur sér stað í hrauninu vestan
Grísaness og sunnan Reykjanes-
brautar. Þetta nýja hverfi sem rís
svo hratt heitir Vellir og var byrjað
á skipulagi þess árið 2002. „Hverf-
ið hefur byggst mun hraðar en gert
var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu
hefur rokið út eins og heitar lumm-
ur. Búið er að ljúka skipulagningu
að þremur fyrstu áföngunum en á
þeim er gert ráð fyrir alls um þús-
und íbúðum sem gerir alls um þrjú
þúsund íbúa,“ segir Bjarki Jóhann-
esson, sviðsstjóri umhverfis- og
tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Meginhluti þeirra íbúða sem eru
í byggingu er í fjölbýli en skipu-
lagning stendur nú yfir á nýju
svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúð-
ir sem aðallega munu samanstanda
af einbýlis- og raðhúsum. „Upp-
bygging mun síðan halda áfram til
suðurs þar sem við gerum ráð fyrir
um þúsund íbúðum til viðbótar.
Miðað við hraðann á þessu svæði
mun í þessu nýja skipulagi rísa um
tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til
sex árum. Þar að auki er á áætlun
svokallað miðsvæði Vallahverfis-
ins en þar er gert ráð fyrir verslun-
um og skrifstofum,“ segir hann.
Bjarki segir að á svæðinu verði
fljótlega ráðist í byggingu nýrrar
sundlaugar, kirkju, hjúkrunar-
heimilis og heilsugæslustöðvar.
„Þetta verður allt saman komið í
gagnið innan örfárra ára ásamt því
sem námsmannaíbúðir verða
byggðar þarna. Þá verða nýr
grunnskóli og leikskóli líklega
teknir í notkun árið 2006,“ segir
Bjarki.
Mikil fólksfjölgun hefur verið í
Hafnarfirði síðustu árin með
þeirri uppbyggingu sem því fylgir.
„Árið 1986 var þetta 14.000 manna
bær en í dag búa hér um 22.000
manns sem er gríðarleg fjölgun.
Bygging Vallarhverfisins er
þannig bara hluti af þeirri eftir-
spurn sem verður að bregðast
við,“ segir hann.
halldora@frettabladid.is
15MÁNUDAGUR 23. ágúst 2004
5 til 7 herbergja
VÍÐIMELUR 130,8 fm efri hæð og ris
í þríb. á besta stað í Vesturbæ. Er mun
stærri, sennil. ca. 185 fm., talsvert undir
súð. Stórt og fallegt hol með arni. Eldhús,
rúmgott húsbóndaherb., tvær fallegar og
rúmgóðar suðurstofur, parket á gólfi. Suð-
ursvalir. Á sér gangi er hjónaherb.. Flísalagt
baðherb.. Í risi eru fjögur herb. undir súð og
þvottaherb.. Útigeymsla. Sameign í kjallara.
V. 26 millj.
4ra herbergja
FOSSVOGUR DALALAND. Björt og
falleg 4ra herb. íbúð á þessum eftirsótta
stað. Hol með fataskápum. Stofa með stór-
um suður-svölum. Herb. sem nú er notað
sem borðstofa. Tvö önnur herb.. Eldhús
með borðkrók. Baðherb. flísalagt, baðkar,
innrétting og tengi fyrir þvottavél. Sér-
geymsla er á jarðhæð, sameiginlegt þvotta-
hús og hjólageymsla. V. 14,6 millj.
GRAFARVOGUR Falleg 104,3 fm,
4ra herb. íbúð á jarðh. við LAUFENGI með
sér lóð, ásamt 26,5 fm bílageymslu. Björt
stofa, parket. Eldhús með borðkrók, flísar á
gólfi. Þvottaherb. Þrjú svefnherb., parket.
Flísalagt fallegt bað, með baðkari, sturtu og
innréttingu. Geymsla. Innangengt í bíla-
geymslu. ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX. V. 15,7
millj.
SÓLVALLAGATA VESTURBÆR.
Falleg og björt 111,3 fm, 4ra herb. íbúð á 3.
hæð í Vesturbænum. Íbúðin skiptist í eld-
hús, baðherb., þvottaherb., geymslu/tölvu-
herb., hjónaherb. og tvö rúmgóð svefnherb.
Parket á gólfum. Sameignlegt bílastæði.
ÍBÚÐIN ER LAUS NÚ ÞEGAR. V. 16,9 millj.
3ja herbergja
Í HJARTA BORGARINNAR Ný-
standsett, falleg 3ja herb.íbúð á 5. hæð við
LAUGAVEGINN sem skiptist í gang, fallegt ný
standsett flísalagt baðherb. með innréttingu
og sturtuklefa, stofu með eldhúsinnréttingu á
einum vegg, falleg og vel hönnuð. Svefnherb.
með stórum skápum og stórt vinnuherbergi
sem skiptist í vinnu- og svefnherb.. Parket á
gangi, stofu og herbergjum. EIGN FYRIR
MIÐBÆJARFÓLK. V. 15,5 millj.
Landsbyggðin
GRUNDARGATA -
GRUNDARFIRÐI Til sölu ca. 170
fm. einbýlishús, hæð og ris. Fjögur svefn-
herb., stórar stofur, ofl. Laust fljótt. V. 9,6
millj.
NORÐURBYGGÐ -
ÞORLÁKSHÖFN Gott og vel skipu-
lagt 125,4 fm, endaraðhús ásamt 42,5 fm. bíl-
skúr. Frágenginn uppgróinn garður. Forstofa,
hol sem opnast inn í stóra stofu, parket, fjög-
ur rúmgóð svefnherb.. Rúmgott bað. Lagt fyr-
ir þvottavél. Búr innaf eldhúsi. Stór bílskúr
með rafmagni, hita og hurðaropnara.
Geymsla í enda bílskúrsins. V 14,5 millj.
SUNDABAKKI -
STYKKISHÓLMI 143,6 fm efri sér-
hæð ásamt 31,8 fm. bílskúr í einu fallegasta
sjávarþorpi landsins þar sem er mikla vinnu
er að fá og fasteignir standa fyrir sínu. Fjög-
ur svefnherb. og rúmgóðar stofur. Útsýni.
Til greina kemur að taka minni eign í
Reykjavík uppí. V. 11,9 millj.
ÆGISGATA-
STYKKISHÓLMI Fallegt hús
ásamt 31 fm bílskúr. Lóðin er að mestu frá-
gengin með holtagrjóti og plankahleðslum,
stórt bílastæði. Ægisgata er lítil lokuð gata
við sjóinn. V. 11,5 millj
Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík
Sverrir
Kristjánsson
Gsm 896-4489
Lögg.fasteignasali
í 33 ár
BIRKIMELUR 77,7 FM, 3JA
HERB. ÍBÚÐ Í VESTURBÆNUM + HERB.
Í RISÍBÚÐ. Tvær samliggjandi stofur með
teppi á gólfi. Eldhús með innréttingu.
Austursvalir. Hjónaherb. með skápum og
dúk á gólfi. Flísalagt baðherb. Í risi er eitt
herb. undir súð og sameiginlegt salerni.
Geymsla í kjallara. Sameign í kjallara. V. 13,5 millj.
SKERJAFJÖRÐUR SKELJANES.
Á góðum stað með miklu útsýni. Einbýlishús
á þremur hæðum, samtals 212,3 fm auk 32
fm bílskúrs. Skilgreint hjá FMR sem þrjár
íbúðir, möguleiki að taka lán á hverja íbúð
fyrir sig. Á öllum hæðum eru stofur, svefn-
herb., baðherb./salerni, eldhús og geymsla.
Þarfnast endurnýjunar. TILBOÐ.
SAMTENGD SÖLUSKRÁ
SEX FASTEIGNASALA -
EIN SKRÁNING - MINNI
KOSTNAÐUR - MARG-
FALDUR ÁRANGUR.
www.hus.is
NÝTT
opið virka daga
frá kl. 09:00-18:00.
www.fmg.is
NÝTT
Ný heilsársbyggð
á bökkum Sogsins
Grímsnes-og Grafningshreppur auglýsir til sölu eignar-
lóðir til heilsársbúsetu.
Lóðirnar eru í nýju hverfi sem kallast Ásborgir og eru á
kjarri vöxnu hrauni á bökkum Sogsins. Um er að ræða
36 lóðir, 3.600 ñ 6.600 fermetrar hver á sérlega falleg-
um stað í um það bil 70 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Í Grímsnes-og Grafningshreppi er háhraða interneteng-
ing, grunnskóli og leikskóli og Ljósafosslaug er í ná-
grenni við hið nýja hverfi.
Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri
í síma 898-2668, netfang gogg@gogg.is
Bæjarlind 6 • 201 Kópavogur
Sími: 575 8800 • Fax: 575 880
OPIÐ HÚS
Opið hús Eskihlíð 21 jarðhæð
Glæsileg 3ja herb. 83 fm íbúð í
kjallara ( lítið niðurgrafin) í góðu
þríbýlishúsi. Tvö rúmgóð her-
bergi með dúk á gólfi og er
annað þeirra með ágætum
klæðaskáp. Stofan er stór og
björt með nýlegu eikarparketi á
gólfi. Baðherbergi nýuppgert.
Mjög fallegur garður. Áhv. 9,2
millj. Verð: 13,7 millj.
Sif og Bent taka á
móti gestum á milli
18 og 20 í dag
Mikil uppbygging hefur verið í nýju hverfi vestan Grísaness og sunnan Reykjanes-
brautar. Hverfið sem tekur nú óðum á sig mynd heitir Vallarhverfi.
Hafnarfjörður:
Vallarhverfi rís
hratt í hrauninu