Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 42
18 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum ... ... Rúnari Alexanderssyni og Þóreyju Eddu Elísdóttur fyrir frábæran árang- ur á Ólympíuleikunum um helgina. Rúnar lenti í 7. sæti á bogahesti í gær og Þórey Edda tryggði sig inn í úrslitin í stangarstökki kvenna í gær og sló þar Ólympíumeistaranum við. „Við erum enn að bæta okkur sem lið og það verður erfitt fyrir hin liðin að vinna okkur.“ Richard Jefferson eftir annað tap draumaliðsins.sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Arsenal mætti Middles- brough á Highbury í gær í bráð- fjörugum leik. Arsenal-menn byrjuðu leikinn vel og komust yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki frá Thierry Henry. Boro- menn voru þó ekki skammt undan og jafnaði Joseph-Desire Job metin rétt fyrir hlé. Í byrjun seinni hálfleiks hófst mikið markaregn þar sem lið Middlesbrough fór hamförum. Með mörkum frá Jimmy Floyd Hasselbaink og Frank Queudrue komust gestirnir í þægilega 3-1 forystu þegar aðeins 8 mínútur voru liðnar. Stuðningsmenn Arsenal þurftu aðeins að bíða í rúma mínútu eftir að Dennis Bergkamp minnkaði muninn með lúmsku skoti. Við þetta tvíefldust leikmenn Arsenal og þeir Jose Antonio Reyes og Robert Pires skoruðu nánast á sömu mínútunni og Arsenal því komið með foryst- una. Henry kórónaði svo frábær- an leik sinn með öðru marki sínu og með sigrinum jafnaði Arsenal gamalt met Nottingham Forest með því að spila fjörutíu og tvo deildarleiki í röð án taps. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var skýjum ofar með úrslitin og metið. „Maður fór í gegnum allan tilfinningaskal- ann,“ sagði Wenger. „Við misstum ekki móðinn þrátt fyrir að lenda 3-1 undir. Það virtist efla okkur, ef eitthvað var.“ Steve McClaren, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, var svekktur með að ná ekki að halda fengnum hlut. „Það á eftir að taka mig nokkra daga að jafna mig á þessu,“ sagði McClaren svekktur. ■ Flugeldasýning í seinni hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í gær: Arsenal jafnaði met Forest Okkur finnst... ... að Matthew Emmons megi geyma bronsverðlaun Christians Planer í einn mánuð á ári eftir að hafa skotið í vit- laust skotmark og tryggt Planer bronsverðlaun á leikunum í Aþenu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Bandaríkjamaður-inn Matthew Emmons lét gull- verðlaun sér úr greipum ganga í skotfimi á Ólympíu- leikunum. Emmons, sem var með pál- mann í höndunum fyrir síðasta skot sitt, skaut á vitlaust skotmark og fékk því ekkert stig í umferðinni. Skotið hitti beint í mark hjá Austurríkis- manninum Christian Planer, sem skreið upp í þriðja sætið og náði þar með í bronsið. Planer hlýtur að vera Emmons mjög þakklátur fyrir uppá- tækið. KnattspyrnustjóriChelsea, Jose Mourinho, vill að Robbie Savage hjá Birmingham verði sektaður fyrir atvik sem átti sér stað í leik liðanna á dög- unum. Savage gaf Mateja Kezman olnbogaskot í andlitið í baráttunni um boltann. Steve Bruce, knatt- spyrnustjóri Birmingham, þvertók fyrir að Savage myndi gera slíkt vís- vitandi. „Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að fótboltanum en hafi þetta gerst hefur það ekki verið viljaverk,“ fullyrti Bruce. Chelsea vann leikinn 1-0 með marki frá Joe Cole. Bretinn BradleyWiggins varð í gær Ólympíumeist- ari í hjólreiðum. Wiggins kom á und- an Ástralanum Brad McGee en hann er eitt af átrúnaðar- goðum Bretans. „Það var góð tilfinn- ing að koma á und- an honum í mark- ið,“ sagði Wiggins. „Hann er ein af stærstu ástæðum þess að ég fór að æfa hjólreiðar. Ég fylgdist líka fullur aðdáunar með Chris Boardman í Barcelona fyrir 12 árum síðan og hef haft þetta í huganum síðan, að vinna einhvern tímann gullið á Ólympíu- leikunum. Nú er það orðið að veru- leika,“ sagði Wiggins. Boardman var ánægður með strákinn og sagði það einstaka tilfinningu að sjá fólk vinna til verðlauna eftir mikla elju. „Ég sá það strax eftir fyrstu 10 metrana að hann myndi fara með sigur af hólmi,“ sagði Boardman. Ákveðið hefur ver-ið að svipta lið Þjóðverja gullverð- launum sínum í hestaíþróttum eftir mistök dómara í keppninni, en þeim láðist að gefa Bett- ina Hoy tímarefs- ingu. Hoy var skilj- anlega svekkt með ákvörðunina og þurfti að horfa á eft- ir gullverðlaununum til breska liðs- ins. „Þetta er sorgardagur fyrir íþrótt- ir almennt,“ sagði Andrew Hoy, þre- faldur gullverðlaunahafi Ástrala og eiginmaður Bettinu. „Mér finnst skömm að því að aðrar þjóðir skuli hafa kært.“ Allt gekk upp hjá mér Rúnar Alexandersson varð í sjöunda sæti í úrslitum á bogahesti. Hann sýndi frábæra takta en ósanngjarn úkraínskur dómari dró hann niður. ÓLYMPÍULEIKAR Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestin- um í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf hon- um 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stór- kostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var him- inlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarn- ar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarn- ar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndun- um góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Ís- landi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er veru- lega ánægður með þessa ólympíu- leika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Al- exandersson en það var Kínverj- inn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn. henry@frettabladid.is GOTT HJÁ ÞÉR Guðmundur Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, óskar honum til hamingju með árangurinn. Þjálfari Rúnars: Átti að fá bronsið ÓLYMPÍULEIKAR Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, var brosmildur með afbrigðum eftir að strákurinn hans hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann átti líka vel inni fyrir því þar sem Rúnar fór á kostum og komst lengra en þeir höfðu leyft sér að dreyma um fyrir fram. „Við gerum bara það sem við getum. Þetta var stórglæsilegt og ég gat ekki beðið um neitt meira. Hann gerði æfingu sem var örlítið betri en í undankeppninni en úkraínski dómarinn gaf honum frekar lága einkunn og því fékk hann lægri einkunn núna. Þetta er stórkostlegur árangur hjá strákn- um og ég er ákaflega stoltur af honum,“ sagði Guðmundur sæll og glaður. En vinnur það gegn Rúnari að hann sé Íslendingur? „Maður hugsar það oft. Við sáum það að hann er betri en Paul Hamm (sem vann fjölþrautina og endaði í sætinu fyrir ofan Rúnar í gær, innsk. blm.), það er pottþétt mál. Ég tel að hann hefði átt að vera mjög nálægt 9,8 með þessar æfingar og þá hefði hann fengið bronsið. Það er vart hægt að draga meira frá þessari æfingu hans því hún var ákaflega vel heppnuð.“ Það vakti eflaust athygli mar- gra að æfingar Rúnars voru eilítið öðruvísi en hjá öllum hinum. Var Rúnar ekki að gera nógu erfiðar æfingar? „Æfingar Rúnars eru mjög vel samansettar og ákaflega stuttar. Þessar sveiflur með fótunum eru enginn vandi og eiginlega bara sirkus fyrir áhorfendur og gefur ekkert mikið. Hann var með þetta í sínum æfingum en við ákváðum frekar að einbeita okkur að því að gera hitt almennilega. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og ég held að enginn geti það. Hann er einn af bestu átta í heiminum og verður það vonandi áfram,“ sagði Guðmundur Þór Brynjúlfsson. henry@frettabladid.is TRÚIÐ ÞIÐ ÞESSU? Arsenal lenti 1–3 undir á heimavelli en vann samt 5–3. Thierry Henry var líka hissa á þessum ótrúlega leik. ÁNÆGÐUR MEÐ ÆFINGARNAR Rúnar Alexandersson var sáttur með frammistöðuna en ekki með einkunn dómaranna sem dugði bara í 7. sætið. Fr ét ta bl að ið /T ei tu r Fr ét ta bl að ið /T ei tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.