Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 4
4 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Óþarfi að eitra hús: Kóngulær berast með grænmeti og ávöxtum SKORDÝR Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur á Náttúrufræði- stofnun Íslands, kannast ekki við að nýjar tegundir kóngulóa séu að nema hér land, en nýver- ið greindi DV frá því að fólk í Grafarvogi hefði rýmt hjá sér hús og látið eitra vegna ókenni- legrar svartrar kóngulóar. „Svona er alltaf að berast frá út- löndum með grænmeti og ávöxt- um. Það er mjög eðlilegt,“ segir hann og telur það yfirdrifin við- brögð að láta eitra vegna svona atburðar. „Sennilega var þetta bara þessi eina kónguló sem borist hefur með vínberjaklasa og málið leyst með því að góma hana.“ Erling segir að hér á landi séu líka til tegundir svartra kóngulóa og fólk þurfi ekki að láta sér bregða við návist þeir- ra. „Þarna virtist fólk óttast að um svörtu ekkjuna hafi verið að ræða, en hún er auðþekkt á því að vera svartgljáandi eins og hrafntinna og yfirleitt með mjög áberandi skærrauðan blett á kviðnum.“ ■ MENNINGARNÓTT „Það sem hjálpaði mest við að gera Menningarnótt eins vel heppnaða og raun bar vitni var þetta dásamlega veður sem var allan daginn,“ segir Sif Gunnars- dóttir, verkefnastjóri Menningar- nætur í Reykjavík. Hátíðinni lauk í fyrrakvöld með einni mestu flug- eldasýningu sem sést hefur í borg- inni fyrir utan gamlárskvöld og gerðu gestir góðan róm að þeim við- burðum sem í boði voru hvarvetna í miðbænum allan daginn. Sif telur að veðurblíðan hafi gert það að verkum að þeir sem venju- lega sitja heima á kvöldum sem þessum hafi í þetta sinn látið sig hafa það að mæta. „Það skiptir afar miklu máli og gerir það að verkum að fólk er miklu tillitssamara en ella væri. Það aftur þýðir að fleiri njóta dagsins betur og láta ekki smáatriði fara eins mikið í taugarnar á sér. Það þarf þolinmæði þegar mann- fjöldinn verður slíkur og tiltölulega auðvelt fyrir hlutina að fara úr- skeiðis.“ Að sögn Sifjar voru um 230 mis- munandi atburðir skipulagðir á Menningarnótt en á óvart kom sá fjöldi listamanna og verslana sem buðu upp á gjörning af ýmsu tagi sem ekki var hluti af auglýstri dag- skrá. „Það kom mér þægilega á óvart hversu víða slíkar sýningar voru í gangi og ég hafði enga hug- mynd um.“ Mest reyndist um tónlistar- atriði á þessari Menningarnótt en þó var talsverð breidd í þeim at- burðum sem í boði voru. Dans- og myndlistarsýningar voru víða. Gjörningar voru framreiddir á fjölmörgum stöðum og tónleikar Rásar 2 á hafnarbakkanum þóttu takast afar vel. Sif segir að hátíðin hafi gengið það vel að hún hafi strax í gær- morgun farið að hafa áhyggjur af næsta ári. „Það var næstum því mín fyrsta hugsun hvernig í ósköpunum væri hægt að gera betur á næsta ári því það verður afskaplega erfitt.“ albert@frettabladid.is Stjórnvöld í Norður-Kóreu: Ósátt við fjöldaflótta SEÚL, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu gripu til stóryrða í gær vegna fjöldaflótta eigin ríkisborgara til Suður-Kóreu í síðasta mánuði. Þau sökuðu stjórnvöld í Suður-Kóreu um „ófyrirgefanlegn fjandsam- legan verknað“ fyrir að hafa að- stoðað fólkið við að flýja. Nærri 500 Norður-Kóreumenn komu til Suður-Kóreu í síðasta mánuði með tveimur flugvélum. Mikil leynd hvíldi yfir aðgerðinni. Talið er að Norður-Kóreumennirn- ir hafi flúið yfir landamærin til Kína áður en þeir komust um borð í flugvélarnar til Suður-Kóreu. ■ Laugardagslottóið: Einn með vinninginn LOTTÓ Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu á laugardaginn var og fær í vinning rétt rúmar sex milljónir króna. Tveir voru svo með fjórar töl- ur réttar auk bónustölu og fá fyrir vikið um 145 þúsund krónur hvor. 2.322 lottóspilarar voru með þrjár tölur réttar og fá þeir 470 krónur í vinning hver. Heildarupphæð vinninga í Lottó- inu á laugardaginn hljóðaði upp á rúmar 8,5 milljónir króna. Enginn var með allar tölur í réttri röð í Jókernum. ■ ■ AFRÍKA Tókst þú þátt í Menningarnótt í Reykjavík ? Spurning dagsins í dag: Spurning dagsins í dag: Hefur þú kom- ið að Kárahnjúkum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 33% 67% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Reykjavík: Þrettán lík- amsárásir LÖGREGLA Þrettán líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Enginn slasaðist alvarlega vegna árásanna og voru engin vopn notuð í þeim málum sem lögreglu var kunnugt um í gærmorgun. Mikill erill var hjá lögreglunni fram undir hádegi. Alls voru 98 útköll hjá lög- reglu og voru mörg þeirra vegna ölvunar. Þurfti meðal annars að hjálpa fólki sem ekki rataði heim sökum ölvunar og þeim sem höfðu fundið sér svefnstaði á götum úti. ■ PÁFI FORDÆMIR Jóhannes Páll II páfi hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann varar við því að framfarir í vísindum og tækni bjóði heim hættunni á því að mannlegt siðferði láti undan síga. Sérstaklega varaði hann við til- raunum með einræktun. KVEIKT Í FÉLAGSHEIMILI Kveikt var í félagsheimili gyðinga í París í gær. Brennuvargarnir höfðu skrif- að ókvæðisorð í garð gyðinga á veggi félagsheimilisins, sem er á jarðhæð í sex hæða húsi. Enginn meiðsl urðu á fólki en félagsmið- stöðin, sem var ætluð eldra fólki og öryrkjum, var gjöreyðilögð. ENGISPRETTUFARALDUR Engi- sprettur herja á uppskeru bænda í Shinkafi í norðurnígeríska rík- inu Zamfara. Engisprettufarald- urinn hefur borist í akra í norð- anverðri Nígeríu eftir að hafa valdið miklum skemmdum í Máritaníu, Malí, Níger og Tsjad. Ríkisstjóri hneykslar: Situr áfram um sinn TRENTON, AP James E. McGreevey, ríkisstjóri í New Jersey, ver í blaðagrein ákvörðun sína um að sitja áfram í embætti sínu fram í miðjan nóvember þrátt fyrir að hafa boðað afsögn sína vegna hneykslismáls. McGreevey játaði nýverið að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með karlmanni. Margir hafa látið í ljós óánægju sína með að hann láti ekki nú þegar af emb- ætti vegna þessa, heldur ætli að sitja áfram í nokkrar vikur. Í dagblaðinu New York Times birtist í gær grein eftir McGreevey þar sem hann segist líta á það sem skyldu sína að klára mikilvæg verkefni og tryggja að stjórnarskipti í New Jersey gangi snurðulaust fyrir sig. ■ SVARTA EKKJAN Svarta ekkjan er eitruð kónguló sem margir óttast. Hún er auðþekkt á stunda- glaslaga rauðum bletti á kvið hennar auk hrafntinnuáferðar. ■ EVRÓPA Erfitt að gera betur en þetta Verkefnisstjóri Menningarnætur er himinlifandi yfir því hversu vel tókst til með hátíðina en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir Íslendingar komið saman í miðbænum. Mikil veðurblíða hafði tvímælalaust sitt að segja. SKEMMTANAHALDIÐ VAKTI LUKKU Yfir hundrað þúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni sem markaði að venju endalok Menningarnætur. Góður rómur var einnig gerður að öðru skemmtanahaldi. Á HÁDEGI DAGINN EFTIR Þrátt fyrir að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi verið að hreinsa miðbæinn síðan í fyrri- nótt var mikið af rusli á götum. Allmargir ferðamenn sem á ferð voru í miðbænum í gær komust ekki hjá því að veita því athygli. SVEINN TIL VÍNAR Sveinn Björns- son sendiherra afhenti á föstudag Mohamed ElBaradei, fram- kvæmdastjóra Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni. Starfsemin þar er sögð miða að því að auka öryggi og eft- irlit með nýtingu kjarnorku og geislavirkra efna í friðsamlegum tilgangi í aðildarríkjunum, sem eru 137 talsins. ■ UTANRÍKISÞJÓNUSTAN Hagkvæmni menntunar: Ísland í lægri kantinum MENNTUN Konur hafa meiri arð- semi en karlar af háskólanámi meðan karlar hafa meiri arðsemi en konur af framhaldsskólanámi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um arðsemi mennt- unar á Íslandi sem Hagfræði- stofnun Íslands hefur gefið út. Að sögn Jóns Bjarka Bentsson- ar, annars höfunda skýrslunnar, skýrist arðsemismunur karla og kvenna af framhaldsskólanámi af því að margir karla sem hafa framhaldsskólamenntun eru iðn- aðarmenn sem hafa góðar tekjur. Ísland er í lægri kantinum miðað við nágrannalönd en Jón Bjarki bendir þó á að það fari eftir því hvað sé lagt til grundvallar. Til dæmis dragi í raun lítið atvinnu- leysi á Íslandi úr arðsemi menntun- ar, meðan í löndum þar sem at- vinnuleysi er mikið auki nám arð- semi námsins þar sem líkur eru á að fólk með háskólapróf eigi betra með að fá vinnu. „Í landi eins og Frakk- landi, þar sem er mikið atvinnu- leysi, hagnast fólk svo mikið af því að fara í skóla og fá háskólanám. Hérna er atvinnuleysi svo lítið yfir línuna að það vegur ekki jafn mikið. Skattkerfið hérna refsar fólki dálít- ið fyrir að hækka tekjurnar og það dregur dálítið úr arðseminni á Ís- landi,“ segir Jón Bjarki. ■ IÐNAÐARMENN AÐ STÖRFUM Í skýrslu Hagfræðistofnunar um arðsemi menntunar hér á landi kemur fram að hátt atvinnustig hér leiði til óhagkvæmari samanburðar við önnur lönd þegar kemur að því að meta arðsemi menntunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.