Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Hilmir Snær Guðnason. Öðru til fjórða sæti. Sif Gunnarsdóttir. Leiðin til að koma á heimsfriði Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Ró- bert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferð- ir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstak- lega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Er- lendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. „Ég afsveinast í jómfrú- arferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur,“ segir Erlendur, sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlend- ar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn að- stoðarframkvæmdastjóri Svæðis- félagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfé- laginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. „Þetta var að- ferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunar- kjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meik- ið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um, en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum.“ Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. „Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist.“ Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto-hátíðinni. „Ætli ég fari ekki í smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið of- boðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana.“ Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strák- arnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landan- um fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada. ■ 30 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR ... fá allir þeir sem lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Menning- arnótt og stuðluðu að metfjölda og miklu fjöri. HRÓSIÐ „Við horfðum á Ólympíuleikana og fórum á Akrópólishæð og var sagt frá grísku goðsögunum,“ seg- ir Esther Viktoría Ragnarsdóttir en hún vann miða til Aþenu á Ólympíuleikum ímyndunaraflsins teiknisamkeppni Visa. „Okkur var skipt í hópa og ég var með krökk- um frá Evrópu,“ en í Evrópuhópn- um voru krakkar frá ítalíu, Grikk- landi, Noregi, Tyrklandi og Englandi. Esther bauð mömmu sinni, Önnu Þóru Jónsdóttur með til Aþ- enu. „Esther eignaðist mjög góða vini sem hún er búin að vera í msn og tölvupóstssambandi við síðan hún kom heim,“ segir Anna Þóra. „Það var einn í Aþenu sem sagði að það að fylgjast með krökkun- um væri eins og að sjá litla útgáfu af Sameinuðu þjóðunum. Við sannfærðumst um að þetta er leið- in til að koma á friði í heiminum, að brúa bilið milli fólks með því að láta krakka úr öllum heims- hornum hittast.“ Sýning stendur yfir á verkum myndlistarkrakkanna í Aþenu. „Ég teiknaði jörðina og inn í jörð- ina auga og inn í augað ólíkar íþróttagreinar,“ segir Esther Vikt- oría, sem vill með auganu biðja heiminn að sjá að það er hægt að lifa í vináttu og sátt. Einn af krökkunum var svo valinn til að fara á Vetrarólympíu- leikana árið 2006. „Við héldum með rússneskum strák, Maxim Mokronosov, sem er ellefu ára en leit út fyrir að vera mun yngri,“ segir Anna. „Hann hafði misst báða foreldra sína í slysi og ólst upp á munaðarleysingjahæli í Rússlandi þar sem hann er enn. Ferðin til Aþenu hefur án efa ver- ið stærsti viðburðurinn í hans lífi hingað til og okkur langaði svo að hann kæmist líka til Torino á Ítalíu.“ Svo fór að lokum að kínversk stelpa hlaut verðlaunin, sem Al- bert prins og nokkrir heimsfræg- ir íþróttamenn afhentu, og ís- lensku mæðgurnar eru sammála um að Aþenuferðin hafi verið ógleymanleg. „Visa á sannarlega hrós skilið fyrir að gera öllum þessum börnum kleift að upplifa þennan draum,“ segir Anna en hægt er að skoða verkin, þar á meðal gullfallega mynd hins rúss- neska Maxims, á heimasíðunni visa.com/visakids. tora@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR ESTHER VIKTORÍA RAGNARS- DÓTTIR Vann vikuferð til Aþenu á Ólympíuleikum ímyndunaraflsins og vill að heimur sjái að hægt er að lifa í sátt og vináttu. HEIMILDARMYND ERLENDUR EIRÍKSSON ■ fer á kvikmyndahátíðina í Toronto. í dag Skotið í rúðu í Hafnarfirði um leið og landsleikurinn var flautaður af Ódrengilegt að ráðast á duglegu strákana í Framsókn Fluttur á slysadeild eftir slagsmál við lögreglu ERLENDUR EIRÍKSSON Leikarinn fer á sína fyrstu kvikmyndahátíð að kynna heimildarmynd hans og Róberts Douglas í Toronto. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver varhæstánægður með dvölina á Íslandi fyrir nokkru en hann heldur úti um- fangsmikilli vefdagbók þar sem hann stiklar á stóru í frásögn af ferðalaginu. Jamie kom til landsins til að matreiða fyrir jólaútgáfu ástralska sælkeratíma- ritsins Delicious Magazine en eigendur La Primavera voru íslenskir umsjónar- menn ferðarinnar. Á bloggsíðunni www.jamieoliver.com lýsir kokkurinn hrifningu sinni á landinu og tekur sér- staklega fram að fiskurinn hér sé sá besti sem hann hafi bragðað. Mynda- þáttur tímaritsins af kokknum var unn- inn á Vatnajökli og segir hann lesend- um bloggsins frá því að eðlilega hafi hann þurft að gera snjóinn gulan. Skömmu seinna fékk Jamie þá snilldar- hugmynd að færa félaga sínum sítrónusorbet - sem hann át! 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1hermes,6æfa,7ii,8fi,9ann,10 úlf, 12tal,14las,15lj,16ok,17stó,18 skrá.Lóðrétt: 1hæfa,2efi,3ra,4einfalt,5 sin,9alt,11takk,13ljóð,14los,17sá. Lárétt: 1 grískur guð, 6 iðka, 7 tveir eins, 8 tónn, 9 elska, 10 rándýr, 12 var skák- meistari, 14 lærði, 15 samhljóðar, 16 jök- ull, 17 arinn, 18 rita. Lóðrétt: 1 hitta, 2 vafi, 3 sólguð, 4 ekki flókið, 5 bandvefur, 9 rödd, 11 þökk, 13 kvæði, 14 umrót, 17 leit. Lausn. FRÉTTIR AF FÓLKI ESTHER VIKTORÍA RAGNARSDÓTTIR Sést hér við verk sitt á sýningunni á Ólympíuleikunum í Aþenu þar sem Esther eignaðist vini alls staðar að úr heiminum. Afsveinast í Kanada FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.