Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 33
17MÁNUDAGUR 23. ágúst 2004 NÝBYGGINGAR ENNISHVARF Stórglæsilegt einbýlishús sem býður upp a mikla möguleika, Húsið afhendist fullbúið aðutan en fokhelt að inn- an.Upplýsingar á skrifstofu Húseignar. Verð 29.9 millj. EINBÝLISHÚS HAUKANES. Eitt af glæsilegri húsum á höfuðborgar- svæðinu. Frábært útsýni. Eign fyrir vand- láta. Verð Tilboð. JÓRSALIR. Til sölu verulega vandað einbýlishús með auka íbúð,Verulega vandað hús, hér hefur ekki verið kastað til hendinni. Verð 45 millj. SÉRHÆÐ SOGAVEGUR Glæsileg neðri sérhæð við Sogaveg. Stór bílskúr, möguleiki á 40 fm verönd. Góð herbergi. Stórar stofur.Suður svalir. Ákveðin sala Verð 20.9 millj. 4 HERB. ENGIHJALLI Mjög góð 4ra herbergja íbúð til sölu í Engihjalla.Mjög gott skipulag, góðar inn- réttingar,ákveðinn sala. Góð kaup.Ý Verð 11.9 millj 3JA HERB. VEGGHAMRAR Falleg 3ja herb íbúð í grónu hverfi. Stutt í alla þjónustu. Mjög gott skipulag er á íbúðinni. Verulega stórt barnaherbergi. Gott eldhús með stórum borðkrók, góð stofa með sér sólstofu Ákveðin sala Laus fljótlega Verð 14.7 millj. LAUFENGI Verulega falleg 3ja herb.íbúð í rólegu hverfi. Stutt í alla þjónustu. Íbúð sem vert er að skoða. Verð 12.9 millj. Vegna mikillar sölu bráðvantar allar gerðir eigna á söluskrá. Hafið samband, verðmetum samdægurs. Ekkert skoðunargjald. Opnunartími mánudag-fimmtudag 10-18 og föstudag 10-17 GLÆSILEG NÝBBYGGING Til leigu skrifstofurými í þessu húsi. Frábær staðsetning. Allar innréttingar að bestu gerð. Stúkað niður í skrifstofur og al- rými. Stærðir rýma ..302fm, 220fm.165 fm og 82 fm. Upplýsingar á skrifstofu Húseign- ar. Til leigu verslunarrými í þessu frá- bæra húsi. Afhendist fullinnréttað að þörfum leiganda Uppl á skrifstofu Húseignar. Til leigu skrifstofurými í þessu glæsilega húsi . Frábær staðsetn- ing Uppl á skrifstofu Húseignar MÖRKIN HLÍÐASMÁRI 11 HLÍÐASMÁRI KÓPAVOGI Stórglæsilegar 4ra herbergja íbúðir í þessu verðlauna húsi. Frábær hönnun, sér inngangur. Aðeins tvær íbúðir eftir á 2 og 3 hæð. Til afhendingar strax Verð 17,5 millj GVENDARGEISLI 4 TIL LEIGU Fálkagata 22: Íbúð á besta stað Nýkomin er í sölu á Fálkagötu 22, fimm herbergja sérhæð með sér- inngangi í þríbýlishúsi. Húsið er steinhús og byggt árið 1935. Íbúð- in er 94,6 fermetrar, með 10 fer- metra geymslu og 13 fermetra hluta í sameign. Komið er inn í rúmgóða forstofu en þaðan er gengið inn í baðherbergi með baðkari og glugga. Frá baðher- berginu er stigi niður í kjallara þar sem er stórt þvottahús. Þar innaf er geymslan. Eldhúsið er með hvítum innréttingum, flísum milli skápa, borðkrók og korkflís- um á gólfi. Stofan er parketlögð en annars eru dúkar á gólfum. Innaf eldhúsi er gengið inn í tvö svefnherbergi og er innangengt úr barnaherbergi yfir í hjónaher- bergi þar sem er mikið skápa- pláss. Húsið var klætt að utan að hluta fyrir nokkrum árum. Að- gangur er að stórum, sameigin- legum garði með rólum fyrir börn og palli. Hiti og þvottahús eru sameiginleg með íbúð í kjallara. Íbúðin er laus strax og ásett verð er 15,3 milljónir. Það er fasteigna- salan 101 Reykjavík sem sér um söluna. ■ Íbúðin er laus strax og stutt í háskólann. Arkitektúrsíðan á vefsíðunni about.com gerði könnun á dögunum þar sem les- endur voru spurðir hvaða tíu byggingar væru þær bestu á tuttugustu öldinni. Auðvitað voru valdar þær byggingar sem hafa oft verið í sviðsljósinu vegna góðrar hönnunar og hafa verið ljósmyndaðar margoft. 1. Casa Mila íbúðarhúsnæðið í Barcelona (Í byggingu frá árinu 1905 til 1910). Antoni Gaudi, einn athyglisverðasti arkitekt heims, bauð geometrískum formum byrginn með byggingu þessa húss. Bylgjóttir veggir og dansandi reykháfar vekja upp ævintýratil- finningu og er ekki ólíkt því að húsið tilheyri einhverju skrýtnu, súrrealísku málverki. „Beina línan tilheyrir mönnunum, bogalín- an tilheyrir Guði,“ sagði Gaudi sjálfur eftir byggingu hússins. 2. Grand Central járnbrautarstöðin í New York (Í byggingu árið 1913). Þessi bygging kostaði um 43 milljón dollara í byggingu og var hönnuð af arkitektunum Reed, Stern, Warren og Wetmore. Þar er marmara beitt á besta mögulega hátt og 2.500 blikandi stjörnur prýða loftið. 3. Chrysler byggingin í New York (Í bygg- ingu árið 1930). Chrysler byggingin er sjötíu hæðir og 319 metra há, og var á sínum tíma stærsta bygging heims. Arkitektinn William Van Alen byggði bygginguna í art deco stíl og prýðir toppinn afskaplega fal- legar skreytingar. Á byggingunni má til dæmis finna abstrakt myndir af bílum. 4. Empire State byggingin í New York (Í byggingu árið 1931). Byggingin er á lista yfir topp tíu hæstu byggingar í heimi og var á sínum sú hæsta. Hún er 381 metra há og var hönnuð af Shreve, Lamb og Harmon. Byggingar- stíll byggingarinnar er undir áhrifum frá píramídum í Eg- yptalandi og Suður-Ameríku. 5. Fallingwater húsið í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum (Í byggingu árið 1935). Frank Lloyd Wright lék aldeilis á aðdráttar- aflið þegar hann hannaði Fallingwater. Hús- ið sýnist vera hrúga af lausri steypu sem er alveg að detta ofan af brún – en í raun og veru er húsið mjög öruggt. 6. Johnson Wax byggingin í Wisconsin í Bandaríkjunum (Í byggingu frá árinu 1936 til 1939). Hér er Frank Lloyd Wright aftur á ferð og platar augað með glerhólkum og öðruvísi lýsingu. Wright hannaði einnig mest öll húsgögnin í byggingunni og sumir stólar stóðu aðeins á þrem fótum. Þannig gátu þeir dottið ef fólk sat ekki rétt í þeim. 7. Farnsworth húsið í Illinois í Bandaríkj- unum (Í byggingu frá árinu 1946 til 1950). Þetta hús er oft talið besta túlkun arkitekts- ins Ludwig Mies van der Rohe á sínum al- þjóðlega stíl. Allir veggir hússins eru úr gleri og innrýmið er allt mjög opið. 8. Óperuhúsið í Sidney í Ástralíu (Í bygg- ingu frá árinu 1957 til 1973). Arkitektinn Jorn Utzon braut allar reglur með þessu nú- tímahúsi í anda expressjónisma. Óperuhús- ið er höggmynd í sjálfu sér með bogadregn- ar línur. Óperuhúsið er eitt frægasta listvið- burðahús í heimi og eru þar haldnar yfir þrjú þúsund sýningar á hverju ári. 9. Seagram byggingin í New York (Í bygg- ingu árið 1958). Töfrandi og bronsaður turn úr gleri sem arkitektarnir Ludwig Mies van der Rohe og Philip Johnson hönnuðu. Byggingin er bæði klassísk og nútímaleg og er 38 hæða. 10. World Trade Center í New York (Í byggingu frá árinu 1970 til 1977 en var síð- an eyðilögð af hryðjuverkamönnum 11. september árið 2001). Byggingin saman- stóð af tveim, 110 hæða háum byggingum sem voru kallaðar Tvíburaturnarnir. Arki- tektinn Minoru Yamasaki hannaði þar eina af hæstu byggingum heims sem kaldhæðn- islega var hönnuð til að vera sem sterkust og þola allt. Tuttugasta öldin: Tíu bestu byggingarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.