Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 44
20 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Erla Steinunn Arnardóttir átti góða innkomu: Þær gengu á lagið FÓTBOLTI Erla Steinunn Arnardótt- ir, sem leikur með Stattena IF í Svíþjóð, kom inn á í seinni hálf- leik í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland. Erla sýndi mikinn kraft í leik sínum og reif framlínuna vel upp, þótt ekki hafi náðst að skora mark. Hún var svekkt yfir að tapa leiknum og sagði að þær hefðu getað gert betur. „Ég er kraftböggull og þoli ekki að tapa,“ segir Erla og brosir. „En það var svekkjandi að tapa þessum leik. Við vorum duglegar að láta boltann rúlla okkar á milli og spiluðum á köfl- um alveg feiknavel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum hins vegar ekki að skjóta neitt að ráði á markið og uppskárum eftir því. Hefðum mátt sækja fastar og setja meiri pressu á þær. Með reynslumikið lið Við vorum mjög frískar til að byrja með í leiknum en náðum ekki að fylgja því eftir og Rúss- arnir gengu á lagið. Þær eru með reynslumikið lið og biðu í rólegheitum eftir að geta tekið leikinn föstum tökum. Það tókst og því fór sem fór.“ Erla Steinunn sagði að þær þyrftu að staldra við og athuga hvað mætti betur fara. „Við getum gert betur en þetta og munum setja meiri kraft í næsta leik.“ RÚSSARNIR Í LYKILSTÖÐU Rússneska kvennalandsliðið er í góðum málum í okkar riðli. Fréttablaðið/Róbert ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Gríski kraftlyft-ingamaðurinn Leonidas Sampan- is var sviptur brons- verðlaunum sínum og verður að öllum líkindum dæmdur í bann af Alþjóðakraftlyftingasam- bandinu. „Ég get sagt í einlægni að á tíu ára ferli hef ég aldrei notað þetta lyf,“ sagði Sampanis grátandi. Sampanis bar fyrir sig að hannhefði verið sprautaður með óþekktu efni vegna meiðsla en ólík- legt er að mark verði tekið á þeirri af- sökun. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Grikki á Ólympíuleikunum því sprett- hlaupararnir Kostas Kenteris og Ka- terina Thanou sviðsettu bílslys í þeim tilgangi að sleppa við lyfjapróf. Ba n d a r í s k aDraumaliðið í k ö r f u k n a t t l e i k stendur svo sannar- lega ekki undir nafni á Ólympíuleikunum í ár. Í liðinu má finna nokkur af stærstu nöfnum körfuboltans í dag, t.d. Allen Iverson, Tim Duncan, Stephon Marbury og LeBron James. Það eitt og sér virðist ekki duga til því Bandaríkjamenn hafa tapað tveimur leikjum og eru hvorki né fugl né fiskur miðað við það sem búist var við af þeim. Draumaliðið tapaði nú síðast fyrirLitháum en lengst af leit út fyrir að Bandaríkjamenn myndu ná að knýja fram sigur. Litháar, drifnir áfram af Sarunas Jasikevicius, skoruðu 15 stig gegn 6 á lokakafla leiksins og stóðu uppi sem sigurvegarar, 94-90. „Við létum dómarana fara í taugarn- ar á okkur,“ sagði Richard Jefferson, leikmaður Draumaliðsins. „Það var eins og Litháarnir fengju allt dæmt sér í hag á tímabili.“ Að sögn aðstandenda Ólympíu-leikanna hefur miðasala gengið vonum framar. Búist er við að tak- markið náist, að selja 3,4 milljón miða. Dýrustu miðarnir eru á 21 þús- und krónur en þeir ódýrustu á tæpar þúsund. Forráðamenn Ólympíuleik- anna ætla ekki að gefa afslátt á mið- um til að þeir seljist betur. Ekki eru allir jafnstressaðir að komast á verð- launapall á Ólymp- íuleikunum heldur láta sér það eitt nægja að taka þátt í herlegheitunum og bera sig af miklu stolti. Ines Melchor, 17 ára gömul stelpa frá Perú, var hæstánægð með að vera rúmum hring á eftir þeim fyrstu í 5000 metra hlaupi. „Það var frábært að heyra fólkið klappa þrátt fyrir að ég ætti heilan hring eftir,“ sagði Melchor. „En það var ekki það sem skipti máli heldur að vera þátttak- andi í Ólympíuleikunum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.