Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR KVENNA- OG KYNJAFRÆÐI Malin Rönnblom, fræðimaður við Centre for Women’s Studies í Umeå, flytur í dag fyrir- lesturinn: “Hvað er málið?“ Samþætting kynjasjónarmiða í Svíþjóð og Evrópusam- bandinu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, klukkan þrjú síðdegis í Háskóla Íslands í stofu 101 í Lögbergi og er öllum opinn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST BJARTVIÐRI Síst þó á Vestfjörðum og norðvestan til. Stöku síðdegisskúrir. Hiti 10 til 17 stig að deginum. Sjá síðu 6. 23. ágúst 2004 – 228. tölublað – 4. árgangur FYRSTU RÉTTARHÖLDIN Fjórir fang- ar Bandaríkjahers á Kúbu verða dregnir fyrir herdómstól í vikunni. Réttarhöldin verða þau fyrstu yfir föngum í Guantanamo þar sem nærri 600 manns hafa setið í fanga- búðunum í meira en tvö ár. Sjá bls. 2 VEL HEPPNUÐ HÁTÍÐ Verkefnisstjóri Menningarnætur er himinlifandi yfir því hversu vel tókst til með hátíðina en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir Íslendingar komið saman í miðbænum. Mikil veðurblíða hafði tvímælalaust sitt að segja. Sjá bls. 4 NAUÐGUN SKYGGÐI Á Eftir flugelda- sýninguna á Menningarnótt kærði sautján ára stúlka nauðgun sem framin var í útjaðri miðborgarinnar. Talsverð ölvun var í mið- bænum í fyrrinótt og einhverjir pústrar manna á milli. Sjá bls. 6 ÓPINU RÆNT Frægu málverki Edvards Munch, Ópinu, var stolið frá Munch-safninu í Ósló í gær ásamt fleiri málverkum. Meðal þeirra var annað frægt verk eftir málarann sem heitir Madonna. Sjá bls. 8 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 LONDON Breska lögreglan telur ýmis- legt benda til þess að Amelie Dela- grange, sem var myrt í London á fimmtudaginn, hafi verið fórnarlamb raðmorðingja. Enn fremur segir lögreglan margt benda til þess að morðinginn sé stað- kunnugur í Twickenham-hverfi, þar sem morðið átti sér stað. Hann gæti jafnvel verið búsettur þar. Verið er að kanna hugsanleg tengsl við þrjár aðrar líkamsárásir í hverfinu á síðustu misserum, þar á meðal morð á 19 ára stúlku í fyrra. Delagrange, sem var 22 ára, varð fyrir heiftarlegri árás á fimmtudags- kvöld eftir að hún fór úr strætó á rangri biðstöð og ákvað að ganga heim. Hún fannst seint á fimmtudags- kvöld með alvarleg meiðsl á höfði og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Lög- reglan er enn að leita að farsíma hennar og handtösku. Delagrange er frönsk, en kom til London fyrir tveimur mánuðum til þess að ná betri tökum á enskri tungu. Foreldrar hennar komu til London í gær til þess að leggja blómsveig á staðinn þar sem hún fannst. ■ STJÓRNMÁL „Ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsókn- arflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar,“ segir Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, vegna þeirrar ólgu sem verið hefur í flokknum vegna þeirrar ákvörðunar að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráð- herraembætti þann 15. september. Hann segist enga vitneskju hafa um óánægju innan flokks síns þrátt fyrir fréttir þess efnis undanfarna daga. Fjölmargir innan flokksins hafa opinberlega lýst yfir óánægju sinni. Jafnréttisfulltrúi flokksins hefur lýst því yfir að klofningsframboð komi til greina og formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna seg- ir formanninn hafa kastað stríðs- hanskanum með ákvörðun sinni. Framsóknarmaðurinn Elsa Björk Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, segir ljóst að séu viðbrögð formannsins á þennan veg sé það enn frekar staðfesting á því að eitthvað sé að innan flokksins. „Ef Halldór viðurkennir ekki vand- ann er lítil von til að sættir verði eða breytingar gerðar. Mín tilfinning er þó sú að hljóðið í mörgum fram- sóknarmönnum sé það þungt að þetta hverfi ekkert, ef það er það sem formaðurinn vonar. Ég trúi ein- faldlega ekki öðru en hann viti af ástandinu í flokknum enda hafa fregnir af því verið í fjölmiðlum og víðar að undanförnu.“ Halldór fullyrðir þó að engrar óánægju gæti sér vitandi og undrast fregnir af slíku. „Framsóknarflokk- urinn hefur alla tíð borið hag kvenna fyrir brjósti og lagt mikið upp úr öfl- ugu starfi þeirra. Konur úr flokkn- um hafa gegnt embætti ráðherra í 16 ár meðan konur samanlagt í öllum öðrum flokkum hafa gegnt þeim starfa í 17 ár. Staðreyndin er líka sú að fjölgun hefur orðið í flokknum undanfarna mánuði og ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi stað- ið sig illa hvað þetta varðar.“ albert@frettabladid.is Foreldrar franskrar stúlku leggja blómsveig á morðstaðinn í London: Grunur um raðmorð Björgunarsveit til bjargar: Ferðamaður ökklabrotnaði SLYS Björgunarsveitin Ósk frá Búðardal var kölluð út í gær eftir að ferðamaður ökklabrotnaði inni við fossinn í Skorravíkurá á Fells- strönd. Sveitin var kölluð út um hálf- þrjúleytið í gær og tók björgunar- aðgerðin um einn og hálfan tíma. Maðurinn var á ferð ásamt hópi fólks þegar hann missti fót- anna í klettum sem liggja við hlið fossins og hrapaði nokkra metra. Fimm björgunarmenn ásamt sjúkraliði þurftu að bera mann- inn í sjúkrabörum upp 700 metra snarbratta hlíð þangað sem jeppi sveitarinnar beið hans. Þaðan var keyrt upp á þjóðveg þar sem maðurinn var færður yfir í sjúkrabíl. ■ ● vann vikuferð til Aþenu á Ólympíuleikum ímyndunaraflsins Kennir fólki að lifa í sátt og vináttu Esther Viktoría Ragnarsdóttir: ▲ SÍÐA 30 ● 58 ára í dag Ekki öll nótt úti enn Magnús Leopoldsson: ▲ SÍÐA 16 RÚNAR ALEXANDERSSON Í SJÖUNDA SÆTI Rúnar Alexandersson fimleikamaður keppti í gærkvöld í úrslitum á bogahesti á Ólympíu- leikunum í Aþenu. Rúnar hlaut einkunnina 9.725 og varð í sjöunda sæti af þeim átta sem komust í úrslit. Rúnar hafði ekki gert ráð fyrir því fyrir fram að komast í úrslit á bogahesti þar sem aðeins átta bestu komust áfram þar en hann komst inn með einkunnina 9.737. Bruni á Ólafsfirði: Skaði mikill á efri hæð BRUNI Hús á Ólafsfirði er mikið skemmt eftir bruna aðfaranótt sunnudags. Lögreglu var gert við- vart skömmu eftir miðnætti þegar bæjarbúar sáu reyk yfir bænum. Lögregla girti húsið af á meðan slökkvilið bæjarins sá um að kæfa eldinn. Slökkvistarfið gekk nokkuð hratt fyrir sig en þá hafði eldurinn gert töluverðan skaða á efri hæð hússins. Húsið sem brann hefur verið mannlaust um nokkurt skeið og verið er að rannsaka eldsupptök. Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða, heldur leikur grun- ur á að kviknað hafi í út frá raf- magni. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Eina númerið sem þú þarft að muna. SORGBITNIR FORELDRAR Foreldrar og fjölskylduvinir Emilie Delagrange leggja blómsveig á staðinn þar sem hún var myrt í London. Halldór kannast ekki við óánægju Formaður Framsóknarflokksins kannast ekki við óánægju innan flokks síns með þá ákvörðun að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraembætti, þrátt fyrir fréttir þess efnis undanfarna daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.