Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 49
Veiðiskapurinn gengur ágætlega þessa dagana, margir veiðimenn eru að fá fína veiði og maðkurinn hefur verið leyfður í nokkrum veiðiám aftur eftir að fluguveiði- tímabilið er úti í bili. Þrátt fyrir það veiða margir veiðimenn áfram bara á fluguna en snerta ekki maðkinn. Enda hefur lítið verið til af maðki og hann rándýr, erlendir veiðimenn sem komu hérna til veiða fyrir skömmu pöntuðu fjögur þúsund maðka, þeir fengu 40. Maðkur, spúnn og flugan eru núna leyfð í Ytri-Rangá og á einum og hálfum degi sem maðkurinn var leyfður aftur veiddust 180 laxar á svæðum árinnar. Þetta þýðir um 8 laxar á stöng. Við skulum aðeins kíkja á hvaða laxveiðiár hafa gefið flesta laxana en miðað við stangafjölda er Leir- vogsá með bestu útkomuna. Hún hefur gefið 621 laxa á tvær stangir en Laxá á Ásum, sem er líka með tvær stangir, hefur gefið yfir 400 laxa. Fyrir nokkrum dögum veiddu veiðimenn 10 laxa á þurrflugur í Ás- unum á stuttum tíma, en veiðimenn segja að töluvert sé af fiski í henni. Eystri-Rangá hefur gefið flesta laxana eða um 1.770, síðan kemur Blanda á yfirfallinu og hefur veiðin stöðvast í henni eftir góðan gang, en áin hefur gefið 1.450 laxa, Ytri- Rangá hefur gefið um 1.500 laxa. Síðan eru Norðurá og Þverá á svip- uðu róli en Norðurá hefur gefið 1.255 laxa en Þverá 1.340 laxa. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur var fyrir fáum dögum í Norðurá og veiddi hollið 12 laxa. Langá á Mýrum hefur gefið 1.200 laxa, Laxá í Kjós hefur gefið 1.170, Miðfjarðará gefið 1.160 laxa og þar hafa veiðimenn verið að missa þann stóra síðustu daga. Ólafur Vigfús- son missti bolta í Vesturánni fyrir fáum dögum, en ekki hefur spurst mikið til þeirra stóru sem hafa sloppið í sumar enda minna um stórlaxa en oft áður í veiðiánum og þeim fer fækkandi með hverju árinu. Haffjarðará hefur verið meiri- háttar góð en áin hefur gefið 920 laxa og mikið er af fiski í henni. Mikið af laxi í Búðardalsá Margar veiðiár hafa gefið vel í sumar og aðrar hafa verið slappari eins og Laxá í Aðaldal, sem aðeins hefur gefið 570 laxa og þarf ennþá að gefa töluvert til að ná tölunni í fyrra, sem var sú slappasta í fjölda ára. Elliðaárnar eru að komast í 600 laxa, sem er gott, en hún hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og veiðin er vonandi að koma til í henni. „Við fengum 10 laxa, mest 4 til 6 punda og ég náði þremur löxum á fluguna, það er mikið af laxi í ánni á nokkrum stöðum,“ sagði Þórarinn Jóhannesson. Hann var að hætta veiðum í Brúðardalsá, en áin hefur gefið 180 laxa og það er hellingur af fiski í henni. Í einum hyl hennar eru líklega um 200 laxar en erfitt er að fá þá til að taka. ■ 25MÁNUDAGUR 23. ágúst 2004 Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Síðumúli 8 sími 568 8410 www.veidihornid.is Stoeger eru hálfsjálfvirkar haglabyssur framleiddar í Tyrklandi af fyrirtæki í eigu Beretta. Dreifingaraðili í Bandaríkjunum er Benelli USA. Byssurnar eru bakslagsskiftar, með snúningsbolta líkt og í Benelli og fleiri ítölskum byssum. Hnotuskefti eða svört plastskefti. 26” hlaup. Ólarfestingar og 5 þrengingar fylgja. Frábært verð. Aðeins 59.900.- staðgreitt. Veiðihornið býður Stoeger á frábæru kynningarverði Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 CAPAROL einangrunarmúrkerfi. Einangrun að utan, heil hús eða að hluta. 40-60 % ódýrara en önnur einangrunarklæðning. Auðveldara í viðhaldi. Gæðavottað af RB og Brunamálastofnun CAPAROL í stað málningar. Fyrir viðhald á gamalli skeljasandsklæðningu og þar sem hús eru mikið sprungin eða illa farin. Fyllir í smáar sprungur og gefur húsinu jafna áferð. Yfirmúr í öllum litum NCS litakerfisins. Smiðjuvegi 44 200 Kóp. s: 5346160 flotefni@flotefni.is www.flotefni.is CAPAROL FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Þurrflugan sterk í Ásunum HVOLSÁ Í DÖLUM Júlía Hrönn, Róbert Nökkvi, Diljá Heba, Daníel Vilberg og Anna María með afrakstur bleikjuveiði eftir skemmtilega vakt. M YN D /E G IL L Ö R N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.