Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 2
Ræstingar fyrir Hafnarfjarðarbæ: Samningur ekki samþykktur og vísað aftur til bæjarráðs VIÐSKIPTASKÝRSLAN Þrjú frumvörp sem samin verða í anda nýrrar skýrslu nefndar um íslenskt við- skiptaumhverfi eru í smíðum í við- skiptaráðuneytinu og eru þau til breytinga á hlutafélagalögum, lög- um um einkahlutafélög og sam- keppnislögum. Vonast er til að frum- vörpin verði tilbúin á næstu tveimur vikum og hægt verði að leggja þau fyrir Alþingi í upphafi þings. Samkvæmt upplýsingum frá við- skiptaráðuneytinu er líklegt að í frumvörpunum felist allar þær til- lögur er nefndin setti fram í skýrsl- unni en Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur lýst því yfir að í niðurstöðum nefndarinnar sé ekk- ert sem hún sé ósátt við. Breytingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi varða þær stjórnhætti fyrirtækja. Lagt verður til að lág- marksfrestur stjórnar hlutafélags til að boða hlutafélagafund verði lengd- ur í tvær vikur og frambjóðendum til stjórnar beri að tilkynna framboð minnst tveimur dögum fyrir stjórn- arkjör. Hlutafélögum verði gert kleift að kjósa bréfleiðis eða með rafrænum hætti og hægt verði að halda fundi með rafrænum hætti. Þá þurfi samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur. Enn fremur verði stjórnarformanni hlutafélags ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falli undir „eðlileg störf stjórn- arformanns“. Jafnframt verði stjórnarmönnum gert kleift að funda án framkvæmdastjóra. Upplýsa verði stjórn um öll veruleg viðskipti félagsins við tengda aðila. Einnig er lagt til að tíundi hluti hluthafa í hlutafélögum og einkahlutafélögum geti farið fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og sömuleiðis höfð- að skaðabótamál í nafni félags gegn tjónvöldum í starfi. Í öðru lagi gerir nefndin tillögur um breytingar á Samkeppnisstofnun og að hún fari jafnframt með núver- andi hlutverk samkeppnisráðs, sem verði lagt niður. Samkeppnisstofnun verði veitt aukið rekstrarfé, henni verði skipt upp og sá hluti hennar er hefur eftirlit með samkeppnishöml- um á markaði verði settur undir sér- staka stofnun. Í þriðja lagi leggur nefndin til að Samkeppnisstofnun verði veitt heimild til að stokka upp fyrirtæki sem brotið hafa gegn ákvæðum sam- keppnislaga eða skapa aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppnina. Þá verði stofnuninni veittar ríkari heimildir til vettvangsrannsókna. sda@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn Hafnarfjarðar afgreiddi ekki samning um ræstingar fyrir bæinn á fundi sínum í fyrra- kvöld eins og til stóð. Samningnum var vísað aftur til bæjarráðs til frekari umfjöll- unar og skoðunar þrátt fyrir að bæjarráð hefði fyrir tæpri viku vísað honum til afgreiðslu í bæjarstjórninni. Mikil óánægja hefur verið á meðal ræstingafólks sem star- far hjá bænum, um 120 manns, í kjölfar útboðs á ræstingum í öll- um stofnunum bæjarins. Talið var að bærinn gæti sparað 60 til 70 milljónir króna á ári með því að taka lægsta tilboðinu. Forsvarsmenn verkalýðsfélags- ins Hlífar óttuðust hins vegar að sparnaðurinn myndi bitna á launum ræstingafólks. Kolbeinn Gunnarsson, for- maður félagsins, segist vera ánægður með ákvörðun bæjar- stjórnar. Hann reiknar með því að tilboðin verði endurskoðuð og teknar upp viðræður við verka- lýðsfélagið til að tryggja hags- muni starfsfólksins. ■ 2 2. september 2004 FIMMTUDAGUR Tóku allt að 400 börn og fullorðna í gíslingu: Hótuðu að drepa fjölda barna RÚSSLAND, AP Hryðjuverkamenn tóku allt að 400 manns í gíslingu, stóran hluta þeirra ung skólabörn, þegar þeir hertóku skóla í bænum Beslan í Norður-Ossetíu. Þeir hót- uðu að myrða 50 börn fyrir hvern gíslatökumann sem félli fyrir hendi hermanna og tuttugu börn fyrir hvern gíslatökumann sem særðist. Þá hótuðu þeir að sprengja bygginguna í loft upp ef hermenn reyndu að ná henni á sitt vald. Nákvæmur fjöldi gíslanna er á reiki. Fulltrúi innanríkisráðuneytis Norður-Ossetíu sagði að þeir gætu verið á bilinu 120 til 300. Einnig hefur heyrst að áætlað sé að um 400 manns hafi verið hneppt í gísl- ingu. Einhverjum tókst að flýja þegar hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða, alla vega tólf börnum og einum fullorðnum, að sögn yfirvalda. Rússneskir fjöl- miðlar segja að allt að 50 börn hafi sloppið. Einhverjir létu lífið í árásinni en engar öruggar tölur hafa fengist um fjölda þeirra, heyrst hafa tölur frá tveimur og upp í átta. Gíslatökumennirnir krefjast þess að föngum sem haldið er í ná- grannaríkinu Ingúsetíu verði sleppt úr haldi. Þeir voru hand- teknir vegna árása á lögreglustöðv- ar þar. Seint í gær lýstu embættis- menn því yfir að samband hefði náðst við gíslatökumenn og að samningaviðræður væru hafnar. Ekki höfðu borist fregnir um að þær hefðu borið árangur þegar blaðið fór í prentun. ■ ■ ATVINNA „Jú, það finnst mér líklegt – en þó ekki bara sænska – en tæplega finnska.“ Sigurður Karlsson leikari hefur stundað nám í Finnlandi og segir að gott sé að kunna finnsku því að sú tunga sé töluð í himnaríki. SPURNING DAGSINS Sigurður, heldurðu að það sé töluð sænska í helvíti? SAUTJÁN SÓTTU UM Sautján sóttu um stöðu Þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út í gær. Þjóðleikhússtjóri stýrir öllu starfi leikhússins og ber fulla ábyrgð á listrænum og fjárhags- legum rekstri. Í stöðuna er skip- að til fimm ára í senn, en núver- andi leikhússtjóri situr til ára- móta. Enn er beðið umsókna sem borist gætu í pósti og því fékkst ekki uppgefið hverjir sóttu um stöðuna. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG GYLFI MAGNÚSSON Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er líklegt að í frumvörpunum felist allar þær tillögur er nefndin setti fram í skýrslunni en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur lýst því yfir að í niðurstöðum nefndarinnar sé ekkert sem hún sé ósátt við. KOLBEINN GUNNARSSON Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar er ánægður með sinnaskipti bæjarstjórnarinnar. Franskir gíslar: Dauðaleit að gíslum FRAKKLAND, AP Frönsk stjórnvöld leita allra leiða við að fá tvo franska blaðamenn leysta úr gísl- ingu íraskra vígamanna. Franskir sendimenn þeysast á milli höfuð- borga Mið-Austurlanda, íslamsk- ur hópur sem tengist frönsku stjórninni hefur sent sendinefnd til Bagdad og talið er að njósnarar sem þekkja vel til í Mið-Austur- löndum séu á fullu að leita upplýs- inga og setja sig í samband við þá sem gætu vitað eitthvað um gísl- ana tvo. Gíslatökumennirnir hótuðu að myrða gíslana ef Frakkar felldu ekki úr gildi lög sem banna trúar- tákn í skólum en það þvertaka stjórnvöld fyrir að gera. Frestur til að verða við kröfunum rann út í gærkvöld en óvíst er með örlög gíslanna. ■ SKORAÐ Á GÍSLATÖKUMENN Frönsk kona skrifar undir áskorun um lausn tveggja franskra gísla í Írak. Þrjú frumvörp í smíðum Viðskiptaráðuneytið undirbýr þrjú frumvörp sem endurspegla tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Tillögurnar varða breytingar á hlutafélagalögum, lögum um einkahlutafélög og samkeppnislögum. BÍLVELTA Í BISKUPSTUNGUM Tveir bandarískir hermenn af Keflavíkurflugvelli voru fluttir á slysamóttöku Landspítala - há- skólasjúkrahúss eftir að bíll þeirra valt í Biskupstungum. Bíll- inn fór út af Biskupstungnabraut nærri Borg í Grímsnesi og fór nokkrar veltur áður en hann stöðvaðist. Meiðsl mannanna voru talin minni háttar en bíllinn eyðilagðist í veltunum. FÉLL AF HJÓLI Piltur meiddist þegar hann féll af reiðhjóli á gatnamótum Borgarvegs og Vík- urvegs í Grafarvogi í Reykjavík snemma í gærkvöldi. Talið var að hann hefði farið úr axlarlið. Pilt- urinn var fluttur á slysamóttöku Landspítalans þar sem gert var að sárum hans. ÍSLENDINGUR FÉKK FYLGD Vík- ingaskipið Íslendingur var flutt úr Reykjanesbæ austur í Þorláks- höfn í nótt þaðan sem skipið á að sigla til Vestmannaeyja og þaðan austur í Dyrhólaey þar sem hann tekur þátt í gerð kvikmyndar. Lögregla fylgdi skipinu austur og hafði ferðin gengið vel þegar blaðið fór í prentun. ÁHYGGJUFULLIR ÍBÚAR Gíslatakan var mikið áfall fyrir Rússa, einkum íbúa bæjarins Beslan í Norður-Ossetíu, sem biðu í ofvæni frétta af gangi mála. Loftárás á Fallujah: Níu létust ÍRAK, AP Níu óbreyttir borgarar létu lífið og sex særðust þegar bandarískar herflugvélar skutu flugskeytum að íbúðarhúsi í borg- inni Fallujah skömmu eftir mið- nætti að staðartíma. Meðal þeirra sem létust voru þrjú börn. Bandaríski herinn hefur gert fjölda loftárása á Fallujah frá því Bandaríkjaher lauk þriggja vikna umsátri sínu um borgina síðasta vor. Yfirmenn hersins segja víga- menn úr röðum súnnímúslima nota borgina sem griðastað til að skipuleggja sig og undirbúa árás- ir á Bandaríkjaher og stuðnings- menn írösku bráðabirgðastjórnar- innar. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.