Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 2. september 2004 ÍSRAEL, AP Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu í kringum Hebron á Vesturbakkanum og lokuðu borg- ina af. Tveir ungir menn sem bjuggu í Hebron stóðu að sjálfs- morðsárásinni í Beersheba í fyrradag. Heimili annars árás- armannsins var eyðilagt og þrír bræður hans handteknir. Frændi hans er foringi undirdeildar Ham- as-hreyfingarinnar sem skipu- lagði árásirnar. Ariel Sharon hét því í gær að hraða uppbyggingu veggsins sem verið er að reisa á milli Ísraela og Palestínumanna. Með þessu vill hann auka öryggi Ísraela en ísra- elsk dagblöð sögðu í gær að sprengjuárásirnar hefðu grafið undan öryggistilfinningunni sem veggurinn milli Ísraela og Palest- ínumanna eigi að veita. Síðla í gær fundaði Sharon með varnarmálaráðherranum og hátt- settum herforingjum og ákvað að auka hernaðaraðgerðir í Hebron. Þeirra á meðal voru áætlanir um að ráða vígamenn af dögum. Hins vegar á ekki að hefja meiriháttar hernaðaraðgerðir. ■ Í RÚSTUM HEIMILISINS Heimili annars árásarmannsins var eyðilagt. Frændi hans, Mohammed Kawasmeh, rótaði í rústunum. Ísraelar bregðast við árásunum í Beersheba: Herinn um- kringdi Hebron BÆKUR Kristín Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir hljóta Barna- og unglingabókmenntaverð- laun Vestnorræna ráðsins árið 2004 fyrir bókina Engill í Vesturbænum. Verðlaunin verða afhent í Skála Al- þingis klukkan fjögur í dag. Einnig voru tilnefnd til verðlauna færeyska kvæðasafnið „Loppugras“ eftir Sólrúnu Michelsen og græn- lenska bókin „Inuk - og eitraður gos- drykkur“ eftir Jokum Nielsen. Bók Kristínar og Höllu Sólveig- ar var valin á fundi dómnefndar Vestnorræna ráðsins í Kaupmanna- höfn 17. júlí síðastliðinn og verður verðlaunafénu 60 þúsund dönskum krónum, tæpum 710 þúsund ís- lenskum, skipt milli rithöfundarins og myndlistarmannsins. Barna- og unglingabókmennta- verðlaun Vestnorræna ráðsins voru fyrst afhent árið 2002 og eru veitt annað hvert ár. Tilnefnd verk frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum verða þýdd á öll vestnorrænu tungumálin, svo og á eitt skandin- avískt mál. ■ Barna- og unglingabókmenntaverðlaun: Engill í Vesturbæn- um fær verðlaun KRISTÍN STEINSDÓTTIR Bókin Engill í Vesturbænum, eftir Iðunni Steinsdóttur, myndskreytt af Höllu Sólveigu Þorgeirs- dóttur, fær í dag barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins. France Telecom: Ríkið selur 9,6% hlut FRAKKLAND, AP Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að selja 9,6 prósenta hlut í franska símafyrirtækinu France Telecom. Eftir söluna á rík- ið minnihluta í fyrirtækinu. Franska ríkið fær sem nemur 55 milljörðum króna eftir söluna. Hagnaðinn á að nota til að greiða niður hluta af skuldum ríkisins, sem metnar eru á þúsund milljarða króna. France Telecom hefur verið mjög skuldugt og fyrr í sumar komust samkeppnisyfirvöld Evr- ópusambandsins að þeirri niður- stöðu að franska ríkisstjórnin hefði með ólögmætum hætti stutt starfsemina. ■ Orkufyrirtækið Enron: Leiðslur á uppboð HOUSTON, AP Verðmætustu eigur orkufyrirtækisins Enron, sem varð gjaldþrota í kjölfar hneyksl- ismála tengdum fjársvikum, eru nú komnar á uppboð. Eignirnar sem um ræðir eru lagnakerfi félagsins sem dælir jarðgasi. Heildarverðmæti lagnakerfis- ins er álitið vera ríflega 150 millj- arðar króna. Þessi upphæð er þó aðeins dropi í skuldahaf olíufyrir- tækisins. Félagið er sagt skulda meira en 7.400 milljarða íslenskra króna. Áætlanir gera ráð fyrir að lánadrottnar fái um fimmtung af kröfum sínum greiddar. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.