Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 14
14 2. september 2004 FIMMTUDAGUR HERNÁMI ÍRAKS MÓTMÆLT Um 15.000 Indverjar fóru í mótmæla- göngu í Kalkútta til að mótmæla hernámi Bandaríkjanna í Írak. Verktakafyrirtækið Impregilo: Standa ekki skil á félagsgjöldum FÉLAGSMÁL „Það er stórt mál í gangi núna varðandi greiðslu félags- gjalda sem þeir hafa ekki staðið skil á,“ segir Aðalbjörn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Starfs- greinasambands Austurlands. Margir félagsmenn þess félags starfa fyrir ítalska verkatakafyrir- tækið Impregilo við Kárahnjúka sem þykir ekki hafa hreinan skjöld hvað launagreiðslur varðar og eru margir starfsmenn ósáttir. Nú bætast við vangoldin félags- gjöld og segir Aðalbjörn að málið sé farið til innheimtu en ómögu- legt sé að segja til um hvernig það endi. „Þarna eru um stórar upp- hæðir að ræða. Félagsgjöld eru eitt prósent af heildarlaunum hvers launþega en þar sem tala þeirra sem ber að greiða slík gjöld er ekki á hreinu er ekki hægt að segja til um nákvæma upphæð. Einhverjir hafa lögmæta ástæðu til að greiða ekki félagsgjöld og enn aðrir greiða í önnur félög.“ Aðalbjörn segir pattstöðu vera í kröfumálum þeim er nokkrir starfsmenn gerðu á hendur Impregilo í vor vegna þess að þeir töldu launaskrifstofu fyrirtækis- ins draga vinnutíma frá við launa- útreikninga. „Það er enn í vinnslu og engin niðurstaða komin. Ítalirnir eru erfiðir hvað þessi mál varðar, svara ekki bréfum og sýna almennt litleysi við fyrirspurnum og gagnrýni.“ ■ Samkeppni um miðbæ Akureyrar Efnt verður til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um skipulag mið- bæjar Akureyrar. Verðlaunafé nemur 7,5 milljónum króna og Arki- tektafélag Íslands sér um framkvæmdina. SKIPULAGSMÁL Alþjóðleg hug- myndasamkeppni fer fram um skipulag miðbæjarins á Akureyri þar sem fyrstu verðlaun nema um 7,5 milljónum króna eða 86 þús- und evrum. Samningur um hug- myndasamkeppnina var undirrit- aður á Akureyri í gær af fulltrúum sjálfseignarstofnunarinnar „Akur- eyri í öndvegi“ annars vegar og Arkitektafélags Íslands hins veg- ar. Arkitektafélagið mun sjá um framkvæmd samkeppninnar. Stefnt er að því að samkeppnin verði auglýst í lok október og að skilafrestur hugmynda verði í byrjun mars á næsta ári. Kynning niðurstaðna og verðlaunaaf- hending mun svo fara fram á sumardaginn fyrsta. Jakob E. Líndal, varaformaður Arkitektafélagsins, segist eiga von á góðri þátttöku í samkeppn- inni, bæði erlendra og íslenskra aðila. Hann segir að keppnin verði kynnt bæði hér og erlendis, trúlega mest í Evrópu. Jakob bendir á að menn hafi sýnt mið- bæjarskipulagssamkeppnum sem þessum áhuga, en telur miklu skipta að menn hafi trú á því að hugmyndum verði hrint í fram- kvæmd. „Menn taka þátt í svona samkeppnum í þeirri trú að hug- myndirnar verði að veruleika,“ segir hann. Jakob telur þó líklegt að samkeppnin muni höfða sér- staklega til íslenskra hugmynda- smiða enda sjaldgæft tækifæri að geta haft áhrif á hvernig miðbær Akureyrar muni líta út. Fimm eru í dómnefnd sam- keppninnar og er Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, formaður hennar. Aðrir í dóm- nefndinni eru þau Þorvaldur Þor- steinsson myndlistarmaður, Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur, Árni Ólafsson arkitekt og Pétur H. Ár- mannsson arkikekt. Einn liðurinn í undirbúningi samkeppninnar er samráð við íbúa og hagsmunaaðila á Akur- eyri og er kveðið á um það í for- sendum keppninnar að tekið skuli mið af þeim upplýsingum sem munu safnast í samráðsferlinu sem nær hámarki með opnu íbúa- þingi í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 18. september næst- komandi. Sjálfseignarstofnunin „Akur- eyri í öndvegi“ samanstendur af fjórtán fyrirtækjum sem starfa á landsvísu, en þau hafa tekið hönd- um saman um að bæta skipulag, atvinnuforsendur og mannlíf í miðbæ Akureyrar. ■ FRÁ VINNUSVÆÐI VIÐ KÁRAHNJÚKASTÍFLU Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Austurlands segir erfitt við Impregilo að eiga og alls ekki hlaupið að því að fá sjálfsagðar upplýsingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KÆRA FERÐASKRIFSTOFU Foreldrar fimm ára drengs sem særðist hættulega í hryðjuverkaárás á ferðamannastað í Túnis árið 2002 hafa kært ferðaskrifstofuna og krefjast skaðabóta. Foreldrarnir segja að ferðaskrifstofan hafi brugðist með því að vekja ekki at- hygli á hættunni sem stafaði af hryðjuverkum. ■ EVRÓPA Frá undirritun samnings um alþjóðlega hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar Ak- ureyrar í gær. F.v. Helgi Teitur Helgason, frá „Akureyri í öndvegi“, Jakob E. Líndal, varafor- maður Arkitektafélags Íslands, og þeir Jóhannes Jónsson í Bónusi og Ragnar Sverrisson í JMJ frá „Akureyri í öndvegi“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.