Fréttablaðið - 02.09.2004, Page 14

Fréttablaðið - 02.09.2004, Page 14
14 2. september 2004 FIMMTUDAGUR HERNÁMI ÍRAKS MÓTMÆLT Um 15.000 Indverjar fóru í mótmæla- göngu í Kalkútta til að mótmæla hernámi Bandaríkjanna í Írak. Verktakafyrirtækið Impregilo: Standa ekki skil á félagsgjöldum FÉLAGSMÁL „Það er stórt mál í gangi núna varðandi greiðslu félags- gjalda sem þeir hafa ekki staðið skil á,“ segir Aðalbjörn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Starfs- greinasambands Austurlands. Margir félagsmenn þess félags starfa fyrir ítalska verkatakafyrir- tækið Impregilo við Kárahnjúka sem þykir ekki hafa hreinan skjöld hvað launagreiðslur varðar og eru margir starfsmenn ósáttir. Nú bætast við vangoldin félags- gjöld og segir Aðalbjörn að málið sé farið til innheimtu en ómögu- legt sé að segja til um hvernig það endi. „Þarna eru um stórar upp- hæðir að ræða. Félagsgjöld eru eitt prósent af heildarlaunum hvers launþega en þar sem tala þeirra sem ber að greiða slík gjöld er ekki á hreinu er ekki hægt að segja til um nákvæma upphæð. Einhverjir hafa lögmæta ástæðu til að greiða ekki félagsgjöld og enn aðrir greiða í önnur félög.“ Aðalbjörn segir pattstöðu vera í kröfumálum þeim er nokkrir starfsmenn gerðu á hendur Impregilo í vor vegna þess að þeir töldu launaskrifstofu fyrirtækis- ins draga vinnutíma frá við launa- útreikninga. „Það er enn í vinnslu og engin niðurstaða komin. Ítalirnir eru erfiðir hvað þessi mál varðar, svara ekki bréfum og sýna almennt litleysi við fyrirspurnum og gagnrýni.“ ■ Samkeppni um miðbæ Akureyrar Efnt verður til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um skipulag mið- bæjar Akureyrar. Verðlaunafé nemur 7,5 milljónum króna og Arki- tektafélag Íslands sér um framkvæmdina. SKIPULAGSMÁL Alþjóðleg hug- myndasamkeppni fer fram um skipulag miðbæjarins á Akureyri þar sem fyrstu verðlaun nema um 7,5 milljónum króna eða 86 þús- und evrum. Samningur um hug- myndasamkeppnina var undirrit- aður á Akureyri í gær af fulltrúum sjálfseignarstofnunarinnar „Akur- eyri í öndvegi“ annars vegar og Arkitektafélags Íslands hins veg- ar. Arkitektafélagið mun sjá um framkvæmd samkeppninnar. Stefnt er að því að samkeppnin verði auglýst í lok október og að skilafrestur hugmynda verði í byrjun mars á næsta ári. Kynning niðurstaðna og verðlaunaaf- hending mun svo fara fram á sumardaginn fyrsta. Jakob E. Líndal, varaformaður Arkitektafélagsins, segist eiga von á góðri þátttöku í samkeppn- inni, bæði erlendra og íslenskra aðila. Hann segir að keppnin verði kynnt bæði hér og erlendis, trúlega mest í Evrópu. Jakob bendir á að menn hafi sýnt mið- bæjarskipulagssamkeppnum sem þessum áhuga, en telur miklu skipta að menn hafi trú á því að hugmyndum verði hrint í fram- kvæmd. „Menn taka þátt í svona samkeppnum í þeirri trú að hug- myndirnar verði að veruleika,“ segir hann. Jakob telur þó líklegt að samkeppnin muni höfða sér- staklega til íslenskra hugmynda- smiða enda sjaldgæft tækifæri að geta haft áhrif á hvernig miðbær Akureyrar muni líta út. Fimm eru í dómnefnd sam- keppninnar og er Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, formaður hennar. Aðrir í dóm- nefndinni eru þau Þorvaldur Þor- steinsson myndlistarmaður, Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur, Árni Ólafsson arkitekt og Pétur H. Ár- mannsson arkikekt. Einn liðurinn í undirbúningi samkeppninnar er samráð við íbúa og hagsmunaaðila á Akur- eyri og er kveðið á um það í for- sendum keppninnar að tekið skuli mið af þeim upplýsingum sem munu safnast í samráðsferlinu sem nær hámarki með opnu íbúa- þingi í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 18. september næst- komandi. Sjálfseignarstofnunin „Akur- eyri í öndvegi“ samanstendur af fjórtán fyrirtækjum sem starfa á landsvísu, en þau hafa tekið hönd- um saman um að bæta skipulag, atvinnuforsendur og mannlíf í miðbæ Akureyrar. ■ FRÁ VINNUSVÆÐI VIÐ KÁRAHNJÚKASTÍFLU Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Austurlands segir erfitt við Impregilo að eiga og alls ekki hlaupið að því að fá sjálfsagðar upplýsingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KÆRA FERÐASKRIFSTOFU Foreldrar fimm ára drengs sem særðist hættulega í hryðjuverkaárás á ferðamannastað í Túnis árið 2002 hafa kært ferðaskrifstofuna og krefjast skaðabóta. Foreldrarnir segja að ferðaskrifstofan hafi brugðist með því að vekja ekki at- hygli á hættunni sem stafaði af hryðjuverkum. ■ EVRÓPA Frá undirritun samnings um alþjóðlega hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar Ak- ureyrar í gær. F.v. Helgi Teitur Helgason, frá „Akureyri í öndvegi“, Jakob E. Líndal, varafor- maður Arkitektafélags Íslands, og þeir Jóhannes Jónsson í Bónusi og Ragnar Sverrisson í JMJ frá „Akureyri í öndvegi“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.