Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 54
1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Fyrir að ráðast á brasilíska hlaup- arann Vanderlei de Lima þegar hann leiddi maraþonhlaup Ólympíuleikanna. Rétt um tvö ár. Ítalíu og Bretlands. Stuðmenn glíma við skrif- finnskubákn í Rússlandi Verslunin Yndisauki í nýja Iðu- húsinu við Lækjargötu býður upp á skemmtilega nýbreytni í vetur en fyrsta sunnudag í hverjum mánuði mun spákonan Halla Him- intungl rýna í framtíð gesta og gangandi. Næstkomandi sunnu- dag kemur Halla í fyrsta sinn í sælkeraverslunina sem er á annarri hæð Iðuhússins, og notast við spil, stjörnukort og talnaspeki til að komast að hinu sanna. Öllum er frjálst að kíkja við og setjast gegnt Höllu en spáin kostar 3.500 krónur. „Ég horfi á afstöðuna í stjörnukortunum og mun reyna að útskýra á mannamáli hvað ég sé. Það er ákveðinn yndisauki fyrir sálina að eiga spjall við stjörnu- kortagúrú og hlæja svolítið að þessu. Aðaltilgangur lífsins er að lifa fyrir hamingjuna á hverjum degi, stundum þarf að lyfta upp steinum fortíðarinnar til þess að tengja hana við framtíðina,“ segir Halla, sem er meðal forsprakka í óopinberu félagi norna og seið- kvenna. „Ég hef einnig starfað hjá andasímaþjónustu í Washington þar sem ég í fyrsta sinn miðlaði stjörnukortum fyrir fólk sem ég þekkti ekki. Áður hafði ég aðeins gert það fyrir vini og kunningja. Í ljós kom að ýmislegt í spánni reyndist rétt og fólk hringdi aftur mánuði seinna til að komast að meiru. Ég ráðlegg fólki að koma með hljóðsnældur með sér til að taka upp samtalið en það verður að vita í hvaða borg og landi það fæddist og hvenær sólarhrings.“ Eigendur Yndisauka bjóða upp á spádómasunnudaga til að gleðja gesti í vetrarmyrkrinu en á sunnudaginn verður Halla á staðnum milli klukkan 15-18. ■ HALLA HIMINTUNGL Á sunnudaginn mun spákonan rýna í framtíð gesta með hljálp stjörnukorta og spila. 42 2. september 2004 FIMMTUDAGUR Upptökum á Stuðmannamynd- inni Í takt við tímann er lokið að undanskildnum nokkrum atrið- um sem tekin verða upp í Rúss- landi á næstu dögum. Hljóm- sveitin og fámennt tökulið fer til St. Pétursborgar þar sem haldn- ir verða þrennir Stuðmannatón- leikar, meðal annars í hinni frægu Jazz Philharmonic Hall. Að sögn Jakobs Frímanns er að mörgu að huga fyrir förina. „Það er ekki einfalt mál að fara með tökulið til Rússlands og það krefst töluverðrar skriffinnsku og undirbúnings. Hvert einasta vegabréf þarf að ígrunda og velta milli fingra áður en það er tekið gott og gilt og við reynum að halda farangrinum í lág- marki. Við tökum aðeins með okkur gítara og hljómborð auk myndatökubúnaðarins en annað verður útvegað á staðnum.“ Stuðmönnum til halds og trausts slást með í för þeir Helgi Svav- ar Helgason slagverks- og tölvu- maður og Davíð Þór Jónsson saxófón- og hljómborðsleikari auk tveggja dansara. Mikils er vænst af hinni nýju Stuðmannamynd Ágústs Guð- mundssonar en hann leikstýrði einnig Með allt á hreinu, einni ástsælustu íslensku kvikmynd allra tíma. Jakob upplýsir að fjölda þjóðþekktra andlita bregði fyrir í myndinni en þar ber hæst að nefna Höskuld Ólafsson, eða Hössa í Quarashi, sem fer með veigamikið hlut- verk sem sonur Hörpu Sjafnar. „Hann kemur öllum á óvart með frábærum leik,“ segir Jakob. Einnig má sjá Sigurjón Kjart- ansson, Helgu Brögu, Andreu Gylfadóttur, Birgittu Haukdal, Bubba Morthens og Helga Björnsson í þessari sjálfstæðu framhaldsmynd um frægustu hljómsveit Íslands. ■ KVIKMYNDIR STUÐMENN ■ eru að ljúka tökum á nýju bíómynd- inni sinni. Síðustu atriðin verða tekin í Rússlandi á næstu dögum. HÖSKULDUR ÓLAFSSON Hössi úr Quarashi leikur son Hörpu Sjafnar í Stuðmannamyndinni Í takt við tímann. í dag Landsliðsmaður Guðmundur er útbrunninn þjálfari Pétur Þór Heimtar peninga fyrir of langa fangelsisvist Gunnar Örn kaupir Bræðurna Ormsson Steinum fortíðarinnar lyft Kvikmyndin Ken Park eftir Larry Clark,leikstjóra hinnar umdeildu Kids, verður frumsýnd á Bandarískum „indí“- dögum í Háskólabíói í kvöld. Ken Park hefur ekki síður vakið hörð við- brögð en Kids og sýningar hennar hér- lendis hefur því að vonum verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Það hefur vakið sérstaka athygli að íslenska kvikmyndaeftirlitið leyfði sýningar á myndinni óklipptri og íslenskir bíógestir fá því að skoða hana algerlega óritskoð- aða. Myndin hefur verið bönnuð með öllu í ýmsum löndum, til dæmis í Ástral- íu, og annars staðar hefur hún verið klippt fyrir sýningu. Kvikmyndaeftirlitið lét þó þau tilmæli fylgja að mikilvægt væri að ströng gæsla yrði við miðasöl- una þar sem myndin væri líkleg til þess að skapa hermikrákuhegðun en í henni er fjallað á mjög hispurslausan hátt um kynlíf unglinga. Það verður því sérstakur vörður við bíósalinn í Háskólabíói til þess að tryggja að enginn undir aldri komist inn til að fylgjast með tilburðum Kens Park við rúmstokkinn. Söngkonan óviðjafnanlega Leoncie ernýkominn til landsins úr árangurs- ríkri ferð til Englands. Þar dvaldi hún í Leigh on Sea í Essex þar sem hún seg- ist hafa farið í nokkur útvarps- og blaða- viðtöl. Hún segir að nafn hennar hafi vakið óskipta athygli heimamanna, sem fannst óborg- anlegt að Le- oncie væri stödd í Leigh on Sea. Le- oncie tók upp t ó n l i s t a r - myndbönd í bænum og kíkti einnig á fasteignir en eins og flestir vita er hún að íhuga að flytja frá Íslandi. Aðdáendur hennar þurfa þó ekki að örvænta strax þar sem hún verður hér í nokkra mánuði í við- bót. Tímann ætlar hún að nota til að selja húsið sitt í Sandgerði og skemmta „góðum og hressum Íslendingum“. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Lárétt:1rósemd,6óla,7óó,8lm,9mas, 10tól,12rós,14mær, 15tá,16ýr, 17ótt, 18sans. Lóðrétt:1róla,2ólm,3sa,4móalótt,5 dós,9mór, 11kæra,13sátt,14mýs,17ós. Lárétt: 1 rólegheit, 6 belta, 7 tveir eins, 8 í röð, 9 þvaður, 10 verkfæri, 12 jurt, 14 stúlka, 15 oddi, 16 bogi, 17 oft, 18 vit. Lóðrétt: 1 leiktæki, 2 æst, 3 átt, 4 á litinn (um hest), 5 baukur, 9 eldiviður, 11 klög- un, 13 afgreitt mál, 14 nagdýr, 17 ármynni. LAUSN. AÐ MÍNU SKAPI ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON, NEMI Í FATAHÖNNUN Árátta fyrir gylltum fötum TÓNLISTIN Ég er að hlusta á nýju Bjark- arplötuna, Medúllu, sem er alveg frábær. Ég er ekki stór aðdáandi en ég virði það sem hún gerir. BÓKIN Ég var að klára The Melancholy Death of Oyster Boy eftir Tim Burton. Hún er mjög fyndin, uppfull af svörtum húmor. Nú er ég að lesa The Curious Incident of the Dog in the Night-time eft- ir Mark Haddon og hún er alveg stórkost- leg. Það er langt síðan ég hef lent á svona góðri bók. Aðalsöguhetjan er ein- hverfur 15 ára strákur sem hugsar mjög lógískt og það er fyndið að sjá hvernig hann sér heiminn. Það er greinilegt að höfundurinn hefur unnið rannsóknar- vinnuna sína, því það eru einhverjar nýjar upplýsingar á hverri síðu. BÍÓMYNDIN Japönsk mynd sem heitir Old Boy. Hún var ein af aðalmyndunum á Cannes og ég mæli eindregið með henni. Ég reyni að sjá aðrar myndir en Hollywood-myndir en það getur verið erfitt að nálgast þær. BORGIN New York. Ég er á leiðinni þang- að til að fara á tískuvikuna og vinna að- eins fyrir hönnuði. Það er svo mikið að gerast í borginni, mikil orka og mikið úr- val af alls konar skemmtilegu fólki. BÚÐIN Lakkrísbúðin og Spútnik. Það er svo lítið úrval af skemmtilegum fötum í flestum búðum. Lakkrísbúðin er með er- lenda hönnuði og einhverja hérna heima og maður er alltaf öruggur með svart. Þó svo Spútnik sé með notuð föt er alltaf gaman að kaupa vel gerð föt. Áráttan hjá mér núna er fyrir fötum sem glóa, allt sem er með gulli eða glóir. VERKEFNIÐ Ég er á lokaárinu í fatahönn- un í Listaháskólanum og er að fara að vinna að minni eigin sýningu sem verður erlendis frá mars til maí. Áhugi minn á fatahönnun hófst árið áður en ég byrjaði í skólanum. En þá var þetta bara áhuga- mál en er að verða að atvinnu. Í framtíð- inni mun ég starfa við fatahönnun og að minnsta kosti í byrjun mun ég verða bú- settur erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.