Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 24
Rafmagnsklær ekki allstaðar eins Margir ferðast með rafmagnstæki á milli landa eins og rakvélar og hleðslutæki fyrir síma. Í sumum tilvikum þola tækin spennuna á staðnum en klóin passar ekki. Hægt er að fá sér millistykki sem sett er framan á klóna svo hægt sé að nota hana og einungis þarf að kynna sér hvernig klær eru notaðar á þeim stað sem heimsóttur er. Leiðrétting: Hafragilsfoss Síðastliðinn fimmtudag birtist í blaðinu viðtal við ferðalanginn og Íslandsvininn Vincent Plédel. Með greininni birtist mynd af honum og konu hans sitjandi við Jökulsá á Fjöllum, nánar tiltekið við foss sem var ranglega sagður vera Dettifoss. Hið rétta er að hjónin sátu með Hafragilsfoss í baksýn. Guðrún Ólafsdóttir landfræðing- ur og mannfræðingur hlýtur að teljast með víðförlari Íslending- um því nánast má segja að hún hafi verið á faraldsfæti frá því í frumbernsku. Hún er nú á 74. ald- ursári og alls ekki sest í helgan stein. Í sumar fór hún í ævinýra- ferð til Kenýa og staldraði ekki við hér heima nema í viku áður en hún lagði í aðra ævintýraferð, og þá til Japans. Guðrún segir að flökkueðlið geti hún rakið aftur í æsku, en hún fæddist í Kína þar sem faðir hennar var kristniboði, og bjó þar til átta ára aldurs. „Þar var siður að fara í sumar- bústað á hverju sumri, sem var heilmikið ferðalag. Við fórum upp í fjöllin og dvöldumst þar í mánuð sem var ákaflega skemmtilegt og er mér enn í barnsminni. Mér er líka minnisstæð ferðin þegar við fluttum heim til Íslands en þá sigldum við á fljótabát niður til borgarinnar Hankow og þaðan niður Jangtzefljótið til Sjanghæ. Svo var siglt til Bremen. Þetta ferðalag tók tæpa þrjá mánuði,“ segir Guðrún. „Ég var sem betur fer orðin það gömul að ég man vel eftir þessu.“ Guðrún kunni enga íslensku þegar hún kom heim til Íslands, en talaði kínversku og norsku en móðir hennar var norsk. „Pabbi kenndi mér fyrstu tvö íslensku orðin á leiðinni heim, sem voru piltur og stúlka,“ segir hún hlæj- andi. Nú talar Guðrún ekki kín- verskuna lengur en er engu að síð- ur heilluð af málinu og kínverskri menningu og hefur heimsótt bernskuslóðirnar þrisvar eftir að hún flutti heim. Hún segir breyt- ingarnar gríðarlegar, uxakerrur og fljótabátar hafa vikið fyrir bíl- um og lestum og byggingar séu nú með vestrænu sniði. Guðrún fór í nám til Noregs og þar fékk hún áfram útrás fyrir ferðabakteríuna, því hún ferðað- ist á puttanum um Evrópu á sumr- in. „Stúdentar voru duglegir að ferðast á þessum árum, við þvældumst um Evrópu þvera og endilanga og bílstjórunum fannst við hálf geggjuð. En það gekk nú alltaf allt að óskum,“ segir Guð- rún og er ekki viss um að hún færi af stað á puttanum núna þó að hún væri hálfri öld yngri. Guðrún hefur heimsótt allar heimsins álfur nema Suður-Amer- íku og segist alls staðar heilluð af stöðum og mannlífi. „Það er svo stórkostlegt að upplifa framandi lönd og staði og kynnast spenn- andi menningu þjóðanna og ólík- um tungum.“ Þrátt fyrir að Guðrún hafi gert svo víðreist standa bernskuslóð- irnar í Kína upp úr þegar hún nefnir uppáhaldsstað. „Kína á sér- stakan sess í hjarta mér og ég tengist því óútskýranlegum bönd- um. Noregur skipar líka stóran sess, það er mitt móðurland og þar á ég fjölskyldu og vini og svo er alltaf dýrðlegt að ferðast um Ísland. Mér finnst ég eiga rætur í þessum þremur löndum,“ segir Guðrún sem er strax farin að huga að næstu reisu sem verður trúlega til Noregs. edda@frettabladid.is Guðrún Ólafsdóttir er víðförul: Hjartað slær í Kína Guðrún Ólafsdóttir hefur ferðast um heimsins álfur og er langt í frá sest í helgan stein. Guðrún fæddist í Kína og bjó þar til átta ára aldurs. Kína skipar sérstakan sess í hjarta hennar en þangað hefur Guðrún farið þrisvar frá því að hún flutti heim. Guðrún er lengst til hægri á myndinni. Enn eru berin óskemmd á lynginu víða um land og því aldeilis upplagt að skella sér í berjaferð um helgina, nú eða bara eitthvert kvöldið eftir vinnu. Berjasvæðin eru víða og ætlum við ekki að telja þau öll upp hér í þess- um pistli. Margir hafa kom- ist í feitt í Dölunum og á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem aðalbláberin vaxa, gómsætari en flest annað. Á suð- vesturhorninu leynast líka margir góðir staðir sem gefa af sér bláber og krækiber og má þar nefna Hengils- svæðið, Þrengslin og bæði Brynjudal og Botnsdal í Hvalfirði. Þingvellir eru víðáttumiklir og þar er endalaust hægt að finna ber í svona af- bragðs árferði eins og við njótum nú. Enn nær eru svo Bassahraun við Hafnarfjörð, Heiðmörkin með alla sína óendanlegu hraun- bolla og hæðirnar í kringum Rauðavatn. Jafnvel Úlfarsfell og Vífilfell eiga sér vænar lautir þar sem hægt er að verða berjablár í hvelli og Elliða- árdalurinn leynir á sér. Útiveran er styrkjandi og því er ómaksins vert að leita berja þótt uppskeran verði ekki í hestburðum talin. ■ Margt gott er hægt að búa til úr berjum. Berjaferðir: Víða leynast vænar berjalautir Hér sitja þau Vincent Plédel og Marian Ocana við Hafragilsfoss. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.