Fréttablaðið - 20.09.2004, Síða 51

Fréttablaðið - 20.09.2004, Síða 51
1–0 Julian Johnsson 16. 2–0 Julian Johnsson 23. 2–1 Andri Ólafsson 83. DÓMARINN Gylfi Þór Orrason slakur BESTUR Á VELLINUM Julian Johnsson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–11 (7–6) Horn 4–11 Aukaspyrnur fengnar 22–19 Rangstöður 1–3 GÓÐIR Þórður Þórðarson ÍA Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA Reynir Leósson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA Julian Johnsson ÍA Stefán Þór Þórðarson ÍA Einar Þór Daníelsson ÍBV 2-1 ÍA ÍBV MÁNUDAGUR 20. september 2004 19 Gildir út sept. 04 LIPPI Á VELLINUM Landsliðsþjálfari Ítala kíkti á sína gömlu lærisveina í Juventus. Ítalska A-deildin: Montella með þrennu FÓTBOLTI Átta leikir fóru fram í ít- ölsku deildinni í knattspyrnu í gær. Bologna tók á móti AC Milan þar sem gestirnir tryggðu sér sig- ur með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Andriy Shevchenko skoraði úr víta- spyrnu á 85. mínútu og Ricardo Kaka innsiglaði sigurinn þegar hefðbundinn leiktími var liðinn. Juventus vann Atalanta 2–0 með tveimur mörkum Frakkans David Trezeguet og er eitt á toppnum með fullt hús stiga. Fjörugasti leikurinn var viður- eign Messina og Roma en þrenna Vincenzo Montella dugði ekki til fyrir gestina, sem töpuðu 4-3 og fóru því stigalausir úr þeirri viðureign. Lazio og Reggina skil- du jöfn, 1-1, með mörkum frá Simone og Bonazzoli. Fiorentina vann Cagliari á heimavelli, 2-1, Siena vann Samp- doria, 2-1, og Udinese burstaði Parma, 4-0. Magnús Gylfason er búinn að gera frábæra hluti á síðustu tveim árum með ÍBV-liðið: Hefur áhuga á að þjálfa Eyjaliðið áfram FÓTBOLTI Magnús Gylfason, þjálf- ari ÍBV, reyndi að bera sig vel þrátt fyrir tapið. Hann átti reyndar inni fyrir því enda búinn að vinna frábært starf með liðið. „Við vorum svolítið stressaðir og komumst ekki í gang,“ sagði Magnús en strákarnir hans urðu pirraðir mjög snemma í leiknum og gerðu sig ítrekað seka um ljót brot í leiknum. „Þetta er svolítið jaxlalið, ég verð að viðurkenna það. Ég er samt sáttur við að hafa náð öðru sæti í mótinu. Við höfum spilað sóknarbolta og skoruðum mest í sumar.“ Samningur Magnúsar við ÍBV er búinn en hann mun setjast niður með forráðamönnum félagsins eftir helgi. „Ég hef áhuga á að starfa áfram fyrir félagið og vonandi vilja þeir halda áfram að vinna með mér.“ Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, var ánægður að hafa endað mótið vel. „Ég veit ekki hvar þessi bolti hefur verið. Ætli hann hafi ekki verið í höfðinu á mönnum. Því miður vorum við í ládeyðu á köflum og náðum ekki okkar besta í sumar. Við ætluðum okkur meira. Okkur vantar tíu marka mann og það höfum við ekki. Það er erfitt. Það verða ein- hverjar breytingar í vetur og hvað varðar sjálfan mig þá ræði ég málin við stjórnina strax eftir helgi. ÍBV sá aldrei til sólar á Akranesi Skagamenn sáu til þess að ÍBV átti aldrei möguleika á titlinum. Eyjamenn fengu engu að síður silfur en Skagamenn urðu að sætta sig við þriðja sætið í deildinni. FÓTBOLTI ÍBV átti möguleika á að verða Íslandsmeistari í gær ef þeir hefðu lagt ÍA og FH hefði tapað fyrir KA. Það reyndist aldrei vera raunhæfur mögu- leiki. ÍA sigraði ÍBV sanngjarnt og sannfærandi, 2–1, og svo vann FH fyrir norðan. ÍBV varð því í öðru sæti í ár en ÍA í þriðja en þeir hefðu þurft að sigra ÍBV með fimm marka mun til þess að komast í annað sætið. Julian Johnsson skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum og þau slökktu í raun allar vonir ÍBV. Leikmenn ÍA léku á als oddi í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í hálfleiknum. Þeir léku hreint út sagt frábæra knattspyrnu og hefðu þeir leikið svona í allt sumar hefði staða þeirra hugsan- lega verið önnur en hún var. ÍBV byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti en ÍA stóðst álagið og eftir það dró smám saman úr sóknarkrafti ÍBV. Eyjamenn skoruðu skömmu fyrir leikslok en sköpuðu sér engin færi eftir það. Sigur Skagamanna var því aldrei í hættu þrátt fyrir að þeir hefðu gjarnan vilja vinna leikinn stærra, en eins og svo oft áður í sumar gekk þeim illa að skora. Vilji þeir eiga möguleika á titli næsta sumar verða þeir að gjöra svo vel og kaupa sér almennilega markaskorara fyrir næsta sumar. Rætt hefur verið um að þeir vilji fá Færeyinginn Andrew av Flötum í framlínuna en undirritaður efast stórlega um að hann sé maðurinn sem Skagamenn vantar. Árangur ÍBV í sumar er stór- glæsilegur enda var ekki búist við neinu af liðinu og margir spáðu því jafnframt falli. Eyjamenn blésu á slíkar hrak- spár og voru með í baráttunni allt til enda. Þeir féllu þó illilega á loka- prófinu og liðið virkaði tauga- veiklað og komst aldrei almennile- ga í gang að þessu sinni. Einar Þór Daníelsson virtist hafa mestan áhuga á því að leika knattspyrnu í liðinu en flestir kollega hans höfðu meiri áhuga á því að rífa kjaft og að meiða Skagamennina. ÍA stendur uppi með tvær hendur tómar í lok sumars og verða án Grétars Rafns Steins- sonar næsta sumar og svo er hugsanlegt að Haraldur Ing- ólfsson leggi skóna á hilluna. Það verður áhugavert að sjá hverju þeir bæta við sig í vetur en viðbúið er að Ólafur Þórðarson þjálfi liðið áfram. Grunnurinn að meistaraliði er svo sannarlega til staðar hjá Skagamönnum en þeir verða að stoppa í götin ætli þeir sér alla leið. henry@frettabladid.is SILFURSTRÁKAR Leikmenn ÍBV tóku á móti silfurpeningum eftir leikinn gegn ÍA. Þeir höfðu þó litlu að fagna þar sem þeir töpuðu leiknum. Spænska úrvalsdeildin: Markaregn FÓTBOLTI Það var nóg sem gladdi augað í leik Real Zaragoza og Albacete í spænsku deildinni í knattspyrnu í gær, sem endaði 4-3 fyrir heimamenn. Zaragoza komst í 4-3 en Castro Ruben minnkaði muninn á 89. mínútu fyrir Al- bacete. Javi Moreno skoraði tvö fyrir Real og Bortolini Savio og David Villa gerðu sitt markið hvor. Það var hins vegar fátt sem gladdi augað í leik Atletico Ma- drid og Barcelona. Leikurinn var með daufara móti og endaði með jafntefli, 1-1. Giovanni van Bronckhorst kom gestunum yfir á 21. mínútu en Fernando Torres jafnaði í byrjun seinni hálfleiks. Önnur úrslit voru þau að Atlet- ico Bilbao gerði jafntefli við Deportivo La Coruna, 1-1. Sevilla vann Levante, 3-0. Mallorca tap- aði fyrir Malaga á heimavelli, 1-2. Numancia sigraði Getafe með marki frá Julio Pineda, 1-0, og loks gerðu Racing Santander og Villarreal jafntefli, 1-1. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.