Fréttablaðið - 17.10.2004, Side 33

Fréttablaðið - 17.10.2004, Side 33
SUNNUDAGUR 17. október 2004 17 Síðustu tískuvikunni lauk fyrir skömmu og fór hún fram í París. Þar mátti sjá nýjustu tískulínur frá heimsfrægum hönnuðum eins og Alexander McQueen, John Galliano, Jean Paul Gaultier, Paco Rabanne, Issey Mi- yaki, Christian Lacroix, Yves Saint Laurent og nýjar lín- ur frá tískuhúsunum Chanel, Chloé og Kenzo. Bjart var yfir tískuvikunni og mikið var af falleg- um litum og léttum efn- um. Dior tískuhúsið var með þ e m a ð : „Dior - not war“ á sýningunni sinni og hönnuðurinn John Galliano sýndi mik- ið af ævintýraleg- um hönnunum. Hann lét einnig lagið Imagine eftir John Lennon hljó- ma undir sýning- unni. „Þetta lag segir mikið um hvernig mér líður núna, ég held að okkur líði öllum svona er það ekki? Textinn segir margt um ástandið í heim- inum núna og hefði getað verið samið í gær,“ sagði Galliano. Í París var margt um frægt fólk sem hefur ef- laust skimað eft- ir sniðugum kjólum og föt- um fyrir Ósk- arsverðlauna- hátíðina. Þarna mátti meðal annars sjá Nicole Kidman, Gwy- neth Paltrow, Millu Jovovich, Jane Seymour, Julie Delphy og Isabelle Adjani. Það er alltaf skemmti- legt þegar hönnuðir sækja innblástur í heim fornsagna og ævintýra eins og sást furðu mikið á sýningarpöllunum í París. Sá sem notaði helst ævin- týraminnið var Alexander McQueen en í hönnun hans mátti sjá prinsessur, vélmenni og tind- áta. John Galliano hannaði fyrir Dior og sýndi kjóla sem hefðu sómað sér vel í ævintýrinu um Hans og Grétu og hatta sem min- ntu á fuglahræð- una í Galdrakarlin- um í Oz. Dice Kayek lét sumar fyrirsætur sínar halda á körfum og minntu þær því ansi á Rauðhettu litlu trítlandi í skóg- inum og Jean Paul Gaultier sýndi höf- uðföt sem minntu óneitanlega á sjó- ræningjahatta. Vinsældir pallí- ettna og diskóstemn- ingar eru vaxandi þessa dagana og var það bersýnilegt í Par- ís. Tískuhönnuðir eru farnir að nota pallí- ettuefni í auknum mæli og para þau skemmtilega við önnur glimmerfrí efni. Marc Jac- obs hannaði línu fyrir Louis Vuitton og sýndi þar nokkrar pallí- ettuflíkur og meðal annars pallí- ettupeysu við stuttbuxur með merki Vuittons og háhælaskó við. Suður-Kóreanski hönnuðurinn Lie Sang Bong sýndi kjól sem leit út fyrir að vera saumaður úr risastórum marglitum pallíett- um. Tískuhúsið Kenzo sýndi glitrandi gullkjól og Paco Rabanne sýndi silfurlitaðan pallíettukjól. Það mátti líka sjá sól- arglætu hjá nokkrum hönnuðum og þrömmuðu fyrirsæturnar þá um á bikiníum, stuttbuxum, með strandtöskur og sólgleraugu. John Galli- ano sýndi kynstrin öll af bikiníum ásamt furðulegum höttum og skræpóttum kjólum. Kenzo sýndi mun- straða strandakjóla og japanski hönnuð- urinn Yuki Torii sýndi hawaiiskyrt- ur ásamt léttum jökkum og sól- gleraugum. Gaspard Yur- kievich gerði ekki mikið til að fela líkama fyrirsætnanna og Issey Miyaki sýndi létta sum- arkjóla sem myndu sóma sér vel á sólarströnd eða jafnvel á Aust- urvelli á góðum degi. ■ Karl Lagerfeld, sem hefur nýlega hafið samstarf við H&M, sagðist sækja inn- blástur sinn í leikkonuna Nicole Kidman. Á sýningu hans fyrir Chanel gengu fyrirsæturnar eftir rauðum dregli og veifuðu og blésu fingurkossum líkt og ekta Hollywood- stjörnur. Nicole Kid- man sat á fremsta bekk við hlið leik- stjórans Baz Luhrm- an og brosti. EFNI: blúndur, silki, útsaumuð efni, skreytt gallaefni og satín. LITIR: Dökkblár, kremaður, ferskjulitur, ljósgulur, bleikur og blágrænn. NÝTT: gallaskyrtur, lagskipt pils, blússur, undirpils, höfuðklútar, stuttbux- ur við háhælaskó, bjöllulaga pils og stórar ermar. FYLGIHLUTIR: bútasaumstöskur, litríkir sokkar, bindi, ökklastígvél, perlur og treflar. Brot úr París Brot úr París Vinsælt á sýningarpöllunum Tískuævintýrið endaði í París París var staðsetning síðustu og ævintýralegustu tískuviku haustsins. Tom Ford hefur nú yfirgefið tískuhús Yves Saint Laurent og hefur hinn ítalski Stefano Pilati tekið við af honum. Hann sýndi nú sína fyrstu fatalínu fyrir Laurent. Ólíkt Ford fékk Pilati ótakmarkaðan að- gang að gömlum skissum, fötum og gömlu efni hjá YSL. Í sýningu hans voru því óteljandi tilvitn- anir í eldri hönnun tiskuhússins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.