Fréttablaðið - 18.10.2004, Side 56

Fréttablaðið - 18.10.2004, Side 56
Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, er afmælisbarn dagsins en hann er 61 árs í dag. „Það stendur ekkert sérstakt til á afmælisdaginn en heima er þó venja að halda upp á afmælis- daga með afmæliskaffi eða hafa sérstakan mat í tilefni dagsins. Annars er þessi dagur mér sér- staklega kær því amma mín átti afmæli þennan sama dag,“ segir Friðrik og vill nefna að heilmikið sé um dýrðir hjá fjölskyldunni í októbermánuði því hvorki meira né minna en fimm afkomendur hans eiga afmæli í mánuðinum. Þegar talið berst að eftir- minnilegum afmælisdögum nefn- ir hann sextugsafmælið fyrir ári síðan. „Ég hélt upp á það með fjölskyldunni austur við Búrfell, við Búrfellsvirkjun, og var það afskaplega eftirminnilegt. Þetta var einstaklega ánægjulegt vegna þess að móðir mín sem lést fyrr á þessu ári gat tekið þátt í þessu með okkur. Svo höfum við þann sið hér í Landsvirkjun að við bjóðum nánustu samstarfs- mönnum meðlæti með kaffinu,“ segir Friðrik sem segist nú ekki vera mikið með hugann við af- mælið, frekar séu það orkumálin sem eru honum hugleikin. „Orkumálin eru mikið í brennidepli og það er ekki bara vegna Kárahnjúkavirkjunar, heldur hefur hátt olíuverð í heim- inum mikil áhrif. Það er ljóst að græn og endurvinnanleg orka sem fæst hér á Íslandi úr eldi og ís vekur alls staðar athygli,“ seg- ir Friðrik en hann situr í samtök- unum Samorku sem formaður en það eru samtök orkufyrirtækja á Íslandi. „Samorka hélt ákaflega vel sóttan fund um orku í tengslum við menningarhátíðina í París. Allar ræður fóru fram á frönsku og Vigdís Finnbogadóttir stjórn- aði af mikilli list umræðunum á fundinum,“ segir Friðrik sem segir Landsvirkjun sjálfa vera í góðum gír enda er verið að undir- búa fyrirtækið undir miklar breytingar sem eiga sér stað um áramótin. „Er það ekki það sem menn vilja komnir á þennan ald- ur, góða heilsu og næg verkefni?“ spyr Friðrik að lokum. kristineva@frettabladid.is 20 18. október 2004 MÁNUDAGUR CHUCK BERRY Þessi mikli áhrifavaldur í rokkinu fæddist á þessum degi árið 1926. Góð heilsa og næg verkefni FRIÐRIK SOPHUSSON: SINNIR VINNU SINNI Á 61 ÁRS AFMÆLINU SÍNU „Ef þið viljið reyna að gefa rokki og róli annað nafn gætuð þið alveg kallað það Chuck Berry.“ - Meistari John Lennon kunni að orða hlutina og hafði þetta að segja um afmælisbarn dagsins. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Gísli Felix Bjarnason handboltamaður er 42 ára. ANDLÁT Árni Einar Guðmundsson, Meðalholti 10, lést 3. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður S. Jakobsdóttir, áður Álftahól- um 8, lést 7. október. Oddur Jakob Bjarnason, Engjavegi 20, lést 9. október. JARÐARFARIR 13.30 Árni Sveinsson, Starengi 10, verð- ur jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. 13.30 Hjördís Kjartansdóttir, Seilugranda 9, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. FRIÐRIK SOPHUSSON Er 61 árs í dag en er frekar með hugann við orkumálin og sérstöðu Íslands í þeim málum en afmælið. „Það er ljóst að græn og endurvinnanleg orka sem fæst hér á Íslandi úr eldi og ís vekur alls staðar athygli.“ Einar Jónsson myndhöggv- ari lést á þessum degi árið 1954 en hann var þá 80 ára að aldri. Hann var fyrsti ís- lenski myndhöggvarinn og ruddi listinni braut á Ís- landi auk þess sem áhrif hans á íslenska myndlist voru veruleg. Hann nam við Konunglega listaakademí- una í Kaupmannahöfn á ár- unum 1896-1899 hjá Wil- helm Bissen og Theobald Stein. Einar sótti innblástur í íslenska þjóðsagnaarfinn í Útlögunum og fleiri verk- um frá fyrsta áratug 20. aldarinnar en vann einnig með goðfræðileg og trúar- leg minni. Árið 1909 bauð Einar ís- lensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að reist yrði yfir þau safnhús. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1914 sem Alþingi Ís- lendinga þáði gjöfina. Einar valdi safni sínu stað á Skóla- vörðuhæð. Safnið var reist eftir teikningu listamanns- ins og má því segja að safn- byggingin sé hans stærsti skúlptúr en þar vann hann verk sín, sýndi þau og bjó sér jafnframt heimili. 18. OKTÓBER 1954 Einar Jóns- son myndhöggvari lést á þessum degi 80 ára gamall. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1469 Ferdinand af Aragon geng- ur að eiga Ísabellu frá Kastillíu en hjónabandið sameinar öll héröð Spánar. 1867 Bandaríkjamenn taka formlega við Alaska af Rússum. Bandaríkjamenn greiddu 7 milljónir dollara fyrir landsvæðið. 1931 Uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison deyr 84 ára að aldri. 1943 Fyrsti útvarpsþátturinn um ævintýri lögfræðingsins Perry Mason fer í loftið á CBS. Þátturinn fór svo í sjónvarp árið 1957. 1944 Sovétmenn ráðast inn í Tekkóslóvakíu í seinni heimsstyrjöldinni. 1971 Síðasta tölublað tímaritsins Look kemur út og þar með lýkur 34 ára útgáfusögu þess. Ísabella Ósk Eyþórsdóttir var kjörin blaðberi októbermánaðar af dreifingardeild Fréttablaðsins og fékk að launum DVD-spilara sem hún segist vera alsæl með. Hún hefur verið blaðberi í rúmt ár í Keflavík og segir þetta ekki vera neitt mál. „Ég vakna klukkan hálfsex á morgnana til að bera út og er búin um sjöleytið. Þá tek ég mig til fyrir skólann sem byrjar klukkan átta,“ segir Ísabella Ósk, en henni þykir lítið mál að fara á fætur á morgnana. „Og ef það er kalt úti þá klæði ég mig bara vel.“ Samkvæmt dreifingardeild blaðs- ins var hún valin sökum þess hversu vel hún stendur sig. Aldrei hafa borist neinar kvartanir, en Ísabella segist vera skipulögð og halda sig við sömu rútínuna á hverjum morgni. Hún segist lítið hafa fyrir stafni í verkfallinu nema blað- burðinn og fótboltaæfingar en hún spilar með 4. flokki kvenna í Keflavík. „Fótboltinn er mjög skemmtilegur og er ég yfirleitt í marki sem er mjög fínt,“ segir Ísabella Ósk. Verkfallið plagar hana svo sem engin ósköp þó stundum segist hún vera til í að fara aftur í skólann. „Ég er reynd- ar í fermingarfræðslunni líka og hlakka ég mikið til að fermast í vor,“ segir Ísabella Ósk. ■ BLAÐBERI MÁNAÐARINS ÍSABELLU ÓSK EYÞÓRSDÓTTUR FINNST EKKERT MÁL AÐ RÍFA SIG UPP SNEMMA Á MORGNANA Lítið mál að vakna snemma Brautryðjandi fellur frá verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. október kl. 13.30. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Ófeigsson Kirkjusandi 1, Reykjavík, Kristín Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir Sørdal, Bjarnfríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Haraldsson, Ófeigur Guðmundsson, Lilja Friðvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÍSABELLA ÓSK EYÞÓRSDÓTTIR Ísabella Ósk Eyþórsdóttir er blaðberi mánaðarins hjá Fréttablaðinu. Hún er búin að bera út í rúmt ár og segir það ekkert mál að rífa sig upp snemma á morgnana og koma Fréttablaðinu til lesenda í Keflavík. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000 KELDUSKÓGAR 1-3 Fyrstu íbúðirnar í þessu fjölbýlishúsi á Egilsstöðum voru af- hentar eigendum sínum á laugardaginn. Fyrsta háhýsið á Austurlandi Malarvinnslan hf. afhenti fyrstu tvær fullbúnu íbúðirnar í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Keldu- skóga 1-3 á Egilsstöðum á laugar- daginn. Viðburðurinn markaði ákveðin tímamót í byggingarsögu Austurlands því fjölbýlishúsið við Kelduskóga er fyrsta eiginlega háhýsið á Austurlandi. Þar fyrir utan hafa svo margar íbúðir aldrei áður komið inn á fasteigna- markaðinn á Austurlandi í einu. Þetta er í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað á fasteigna- markaðnum á Austurlandi undan- farna mánuði og er lýsandi fyrir þá hröðu uppbyggingu sem nú á sér stað í fjórðungnum. Fjölbýlishúsið við Kelduskóga 1-3 er byggt úr forsteyptum ein- ingum sem framleiddar eru í ein- ingaverksmiðju Malarvinnslunn- ar á Egilsstöðum. Fyrsta skóflu- stungan að húsinu var tekin 2. maí 2003 og 10. júní var byrjað að steypa sökkla. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.