Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 8
8 31. október 2004 SUNNUDAGUR
Samkeppnisstofnun varð til árið 1993
þegar ný samkeppnislög tóku gildi. Var
stofnunin reist á grunni Verðlagsstofn-
unar sem um árabil fór með verðlags-
mál í landinu en þótti barn síns tíma.
Lögum var því breytt og ný stofnun
búin til.
Skipulag? Samkeppnisstofnun heyrir
undir viðskiptaráðuneytið og er við-
skiptaráðherra því æðsti yfirmaður
samkeppnismála í landinu. Stofnunin
vinnur mál fyrir samkeppnisráð sem
svo úrskurðar um þau. Hægt er að vísa
úrskurðum samkeppnisráðs til áfrýjun-
arnefndar samkeppnismála. Enn er svo
hægt að vísa úrskurðum áfrýjunar-
nefndarinnar til dómstóla.
Hverjir? Helstu forystumenn Sam-
keppnisstofnunar eru Georg Ólafsson
forstjóri og Guðmundur Sigurðsson
yfirmaður samkeppnismála. 22 starfs-
menn vinna hjá stofnuninni. Í sam-
keppnisráði sitja Kirstín Flygenring, Atli
Freyr Guðmundsson, Karitas Pálsdóttir,
Ólafur Björnsson og Ragnheiður
Bragadóttir. Í áfrýjunarnefndinni eru
Stefán Már Stefánsson, Erla S. Árna-
dóttir og Anna Kristín Traustadóttir.
Hlutverk? Yfirvöldum samkeppnis-
mála er ætlað að stuðla að því að
neytendur fái góða vöru og þjónustu á
sanngjörnu verði. Að þessu skal unnið
með því að efla virka samkeppni í við-
skiptum, samhliða því að gæta þess
að heilbrigðir viðskiptahættir séu í
heiðri hafðir.
Verkefni? Samkeppnisstofnun hefur
ýmis verkefni með höndum, önnur en
að rannsaka meint brot á samkeppnis-
lögum. Tekur hún til að mynda þátt í
alþjóðlegu samstarfi á sviði neyt-
enda- og samkeppnismála,
annast eftirlit með framkvæmd
ýmissa laga og reglna sem
snúa að málaflokknum og
flytur mál fyrir áfrýjunarnefnd
samkeppnismála og dómstól-
um. Þá stendur Samkeppnis-
stofnun fyrir gerð verðkann-
ana og gerði til að mynda
könnun á verði vetrarhjól-
barða og kostnaði við um-
felgun á dögunum.
Framtíðin? Til stendur að
breyta skipulagi samkeppnis-
eftirlitsins í landinu, skipta á Sam-
keppnisstofnun í tvennt, Sam-
keppniseftirlitið annars vegar og
Neytendastofu hins vegar.
Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. verður haldinn í Súlnasal
Radisson SAS Hótel Sögu miðvikudaginn 3. nóvember 2004
og hefst kl. 13.00.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
Tillaga um afturköllun umboðs núverandi bankaráðs og að gengið
verði til kosningar bankaráðs að nýju.
Kosning bankaráðs.
Tillaga bankaráðs til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins þess efnis
að bankaráði verði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að
3.000 milljónir króna að nafnverði með áskrift nýrra hluta. Í tillögunni
felst einnig að hluthafar hafi forgangsrétt til að skrá sig fyrir nýjum
hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína hvað varðar 1.500
milljónir króna að nafnverði en falli frá forgangssrétti til áskriftar að
hinum nýju hlutum hvað varðar 1.500 milljónir króna að nafnverði.
Önnur mál.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal Radisson SAS Hótel
Sögu, frá kl. 12.00 á fundardegi, miðvikudaginn 3. nóvember nk.
15. október 2004
Bankaráð Íslandsbanka hf.
Hluthafafundur
í Íslandsbanka hf.
1
2
3
4
Landssöfnun:
Safnað fyrir
gervi-
hjörtum
HEILBRIGÐISMÁL Kaup á svonefndum
gervihjörtum er markmið lands-
söfnunar sem hafin er til styrktar
hjartalækningum hér á landi. Söfn-
unin er á vegum Minningarsjóðs
Þorbjörns Árnasonar. Efnt verður
til stórtónleika í Háskólabíói, bréf
verða send til 44 þúsund lands-
manna, gefið út sérstakt blað og
efnt til söfnunardags á Bylgjunni.
Fyrr á árinu var stofnaður minn-
ingarsjóður Þorbjörns Árnasonar,
en hann lést úr hjartasjúkdómi á
síðasta ári. Tilgangur sjóðsins er að
safna og veita fjármunum til kaupa
á tækjum fyrir hjartaskurðdeild
Landspítala-háskólasjúkrahúss. ■
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur:
Á góðum batavegi
eftir alvarlegt áfall
HEILBRIGÐISMÁL Sr. Hjálm-
ar Jónsson dómkirkju-
prestur hafði fyrir
nokkrum dögum ákveðið
að taka þátt í stjórn lands-
söfnunar til styrktar
hjartalækninga, þegar
hann þurfti sjálfur í bráða
hjartaþræðingu og aðgerð
vegna alvarlegrar krans-
æðastíflu. Hann var hætt kominn,
en er nú á góðum batavegi.
Hjartalæknir hafði séð merki
um þrengingar í kransæðum hjá
Hjálmari og ákvað hjartaþræðingu
og var aðgerðin framkvæmd fáum
dögum eftir að sr. Hjálmar tók að
sér að verða formaður sjóðsstjórnar
Minningarsjóðs Þorbjörns
Árnasonar. Sjóðurinn safnar
og veitir fjármunum til
kaupa á tækjum fyrir
hjartaskurðdeild Landspít-
alans.
„Þar hitti ég aftur stjórn-
armanninn og gamlan skóla-
félaga minn Bjarna Torfa-
son yfirlækni hjartaskurð-
deildar LSH,“ segir sr. Hjálmar.
„Hann sagði að stíflurnar væru það
miklar að enga bið þyldi að gera
hjartaaðgerð. Ég var svo skorinn
seinni partinn í september og skipt
um fjórar æðar. Ég er nú miklu
frískari heldur en ég hafði verið
lengi fyrir aðgerðina.“ - jss
Gætir hagsmuna neytenda
HVAÐ ER? SAMKEPPNISSTOFNUN
Verkföll
stór og smá
Þrjátíu og níu daga kennaraverkfalli nú lokið.
Á síðustu hálfu öld hafa einstök verkföll staðið í
hundrað daga eða þaðan af meira.
Ótal vinnustöðvanir hafaorðið á síðustu 50 árum enmislangar eins og gengur
og áhrif þeirra mismikil á samfé-
lagið í heild. Þegar litið er yfir
verkfallssögu þessa árabils má
sjá að langvinnar deilur hafa tíð-
um geisað og 39 daga kennara-
verkfall getur jafnvel virst stutt í
samanburðinum.
Lengsta verkfall síðustu fimm-
tíu ára er vinnustöðvun togarasjó-
manna árið 1962 en þeir voru frá
vinnu í heila 130 daga. Verkfallið
hófst 10. mars og lauk 18. júlí og á
meðan barst vitaskuld lítill afli á
land og áhrifin í vinnsluhúsunum
því gríðarleg. Árið áður voru
verkfræðingar í 112 daga verk-
falli, frá miðju sumri og langt
fram á vetur. Fast á hæla þeirra
fylgja svo bakarasveinar sem árið
1957 sátu heima og bökuðu ekki
fyrir aðra en sjálfa sig í 101 dag.
Eftir því sem næst verður komist
eru þetta lengstu verkföll síðustu
fimmtíu ára. Í kjölfarið sigla svo
styttri en ekki endilega áhrifa-
minni verkföll.
Þjónar áttu í harðvítugri kjara-
baráttu veturinn 1973 til 1974 og
voru frá vinnu í 61 dag. Skipa-
smiðir í Reykjavík fóru í 53 daga
verkfall 1963 og yfirmenn á tog-
urum voru 49 daga frá vinnu árið
1971.
Heilbrigðisstéttir hafa beitt
ýmsum ráðum til að knýja á um
betri kjör og margsinnis farið í
verkfall. Meinatæknar hafa verið
hvað lengst í verkfalli af þessum
stéttum en árið 1994 stóð vinnu-
stöðvun þeirra í 47 daga.
Prentarar voru í 46 daga verk-
falli árið 1974 en verkfall yfir-
manna á kaupskipaflotanum árið
1957 varði degi skemur.
Allur gangur er á hvort verk-
föll eru skráð í sögubækur eða lifa
í minni almennings. Ræður þar
bæði lengd og áhrif. Eitt sögu-
frægasta verkfall síðustu aldar
hefur verið nefnt Verkfall aldar-
innar og það ekki að ástæðulausu.
Félagsmenn í verkalýðsfélögun-
um í Reykjavík og Hafnarfirði
lögðu þá niður vinnu í mars 1955
og hófu ekki störf á ný fyrr en að
sex vikum liðnum. Þeir sátu þó
ekki auðum höndum á meðan því
verkfallsvarsla var með því um-
fangsmesta sem sést hefur, vaktin
var staðin þar sem hugsanlegt var
að brot yrðu framin og hart tekið
á öllu sem gekk gegn hagsmunum
verkfallsmanna. Guðmundur jaki
var formaður Dagsbrúnar á
þessum árum og gekk hart fram í
baráttunni. Fyrir utan kauphækk-
anir liðkaði fjölgun orlofsdaga og
stofnun atvinnuleysistrygginga-
kerfis fyrir samningagerð.
BSRB verkfallið 1984 og verk-
fall bókagerðarmanna sama haust
verða lengi í minnum höfð, sem og
kennaraverkföllin 1995 og 2000.
Margir muna hið sex vikna BHM
verkfall 1989, 30 daga verkfall
lyfjafræðinga 1967 sem raunar
lauk með lagasetningu, tólf daga
verkfall 66 verkalýðsfélaga árið
1968 og jafn langt ASÍ verkfall
1976. Þá eru mislöng verkföll sjó-
manna og heilbrigðisstétta í gegn-
um tíðina mörgum í fersku minni.
Óhætt er hins vegar að fullyrða
að færri muna eftir verkföllum
hárgreiðslufólks árið 1972 og
verkföllum veggfóðrara og
bankamanna árið 1980. Jafn óhætt
er að fullyrða að verkfall grunn-
skólakennara árið 2004 verði í
minnum haft næstu ár og áratugi.
- bþs
Í FULLA HNEFANA
Frá prentaraverkfallinu 1984.