Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 10
Samfélag íslenskrar tungu er fá-
mennt. Í reynd má segja með ólík-
indum hvað hún hefur haft það gott
í einangrun sinni í ystu höfum.
Um margra aldna skeið lifði ís-
lenskan af erlend ítök og varð síðar
að helsta vopni landsmanna í sjálf-
stæðisbaráttu þeirra. Tungan
varð snar þáttur í sjálfsvit-
und þjóðarinnar; einkennis-
tákn hennar og auðkenni.
Fáar aðrar þjóðir – ef
nokkrar – hafa státað af
einu tungumáli í landi sínu.
Og eintunguþjóðinni hefur
fátt fundist skemmtilegra
en að baða sig í þessari dá-
samlegu sérstöðu.
Eitt mál. Einstök þjóð.
Alla síðustu öld var ís-
lenskan sjálfsagt mál. Og
þrátt fyrir æ enskari áhrif
stóðu menn vörð um hana;
ákafir og íhaldssamir og
þess fullvissir um að hún
stæðist áhlaup umheims-
ins. Heilu ljóðabálkarnir
voru jafnvel samdir um
yfirburði íslenskrar tungu;
heilu fræðigreinarnar hafa
orðið til um mikilleika
málsins; heilu stofnanirnar
hafa verað settar á fót til að
verja stöðu þess.
Málfræðilega hefur Ís-
land verið varið land. Þjóð-
fræðilega höfum við talið
okkur trú um að gamla ís-
lenskan geti staðist tímans
tönn.
En tönnin er brotnuð
Vörnin er brostin.
Einangrun Íslands löngu rofin.
Útrás Íslendinga virðist engin
takmörk sett.
Þjóðarvitundin hefur brenglast.
Íslenskan hefur veikst.
Og hún mun halda áfram að
veikjast eftir því sem hnattvæð-
ingin verður sjálfsagðari partur af
daglegu lífi fólks. Á nýrri öld mun
ekkert ljóðskáld yrkja um yfir-
burði íslenskunnar. Á nýrri öld er
líklegra að skáldin yrki á öðru
tungumáli en íslensku. Og eru svo
sem þegar byrjuð á því.
Ísland er að verða fjöltungu-
þjóð. Ef gengið er inn á milli rekk-
anna í matvörubúðum landsins er
allt eins líklegt að heyra pólsku
í stað íslensku – og handan við
hornið má allt eins búast við portú-
gölsku, taílensku og serbnesku.
Fyrir nú utan enskuna sem um-
lykur landið eins og lægðarsveipur.
Fyrir nokkrum vikum ráfaði ég
um Kringluna. Mér varð hverft við
þegar ég sá nafngift einnar búðar-
innar. Þar stóð skýrum stöfum; Ið-
unn. Mér þótti þetta óvenjulegt.
Ensk heiti velflestra verslana á Ís-
landi eru fólki svo töm að íslenskar
nafngiftir vekja athygli, jafnvel
undrun, aðhlátur.
Margar þessara búða auglýsa
varning sinn á ensku. Límmiðar í
gluggum þeirra bera ekki lengur
nafnið „útsala“ heldur „sale“ og æ
oftar gerist það að sölumaðurinn
sjálfur talar ensku í stað íslensku.
Kvikmyndahús eru hætt að aug-
lýsa myndir sínar með íslenskum
heitum. Sömu hús kynna myndir
sínar með enskum þulum og eru
hætt að birta skýringartexta á ís-
lensku með djúpradda áróðrinum.
Einn kunnasti bílainnflytjandi
landsins er að mestu hættur að
nota íslenskt slagorð með bifreið-
um sínum en notast þess í stað við
orðin „tomorrow“ og „today“. Í
heftum sem fylgja sölumennsk-
unni eru eiginleikar bílsins út-
skýrðir á ensku.
Allt umhverfi Íslendinga er ým-
ist að verða enskara eða alþjóð-
legra. Tölvan og önnur tækni ræð-
ur för; ekki íslenskan. Allt upplýs-
ingasamfélagið er knúið áfram af
auðskildu máli; ekki íslensku. Öll
samskiptakerfi tala einu máli; ekki
íslensku. Nútíminn er powerpoint.
Nútíminn er rush hour. Og amen er
enter.
Þórður Ævarsson heitir Thord-
ur Aevarsson.
Fyrirtæki sem ætla sér vinn-
inga á erlendri grundu hafa unn-
vörpum beytt um nafn. Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna heitir
Icelandic Group. Flugleiðir heita
Icelandair. Keppinauturinn Iceland
Express. Annað félag Avion. Ef
enskan dugar ekki er sótt í sjóði
latínunnar, svo sem Actavis hefur
gert og sömuleiðis ótölulegur fjöldi
lögmanna- og innheimtufyrirtækja
sem heita óskiljanlegustu nöfnum,
en allt mun það þykja heldur flott.
Meira að segja íslenskar fasteigna-
sölur hafa flúið íslenskuna og ým-
ist gripið til ensku eða latínu – og
er þá fokið í flest skjól.
En þetta er eðlileg
þróun.
Svona hlaut íslenskan
að þróast.
Það hlaut að koma að
því að hún tæki stökk.
Íslenskt tungumál er
að verða undir í alþjóð-
legri samkeppni. Heilu
fyrirlestrarnir í skólum
landsins eru fluttir á
ensku; sumar námsgrein-
ar eru ekki lengur kennd-
ar á íslensku; heilu ráð-
stefnurnar fara einvörð-
ungu fram á ensku.
Rétt eins og íslensk
þjóð, sem lifði af margra
aldna stöðnun fram á
miðja síðustu öld, hjakk-
aði íslenskan í sama far-
inu mann fram af manni
og sótti – og sækir enn –
líkingar sínar í löngu
liðna verkmenningu.
Hreintungustefnan hef-
ur gert hana berskjald-
aða fyrir utanaðkomandi
áreiti. Varnarbaráttan,
sem hefur staðið yfir í
góðan mannsaldur, hef-
ur eyðilagt sóknarfærin.
Og nú líður að leikslok-
um; ylhýra íslenskan
nálgast óðum „injury time“.
Íslensk tunga mun á næstu
áratugum verða eitt af tungumál-
um þjóðarinnar. Þegar fram í
sækir verður hún þægileg hvíld
frá alþjóðamálinu; ágætis heimil-
ismál en úti á vinnumarkaðnum
mun enskan sækja á af stóraukn-
um krafti. Þjóðin verður tví-
tyngd, jafnvel fjöltyngd. Eftir
nokkur ár verða allir upplýsinga-
bæklingar jafnt á ensku sem
íslensku.
Svili minn er bandarískur – og
hefur verið búsettur hér á landi í
tæpt ár. Hann starfar í tölvu-
bransanum. Hann þarf ekki að
tala íslensku þar. Fyrirtækjamál í
mörgum greinum atvinnulífsins
eru fyrir margt löngu orðin
blanda nokkurra tungumála. Fé-
lagi minn rekur útflutningsfyrir-
tæki og kveðst tala ensku oftar en
íslensku. Símsvarinn í fyrirtæki
hans er einvörðungu á ensku. Öll
skjöl sem hann lætur frá sér eru
sömuleiðis á ensku.
Og svo eru það börnin; nýtt
tungumál þeirra lýtur lögmálum
tækninnar – sms, tölvuleikja, far-
tölva – og ég er að mörgu leyti
hættur að skilja þau.
Well, its strange, but happen-
ing ... ■
Stjórnmálaástandið á Íslandi um þessar mundir er að mörguleyti einkennilegt. Það er eins og enginn viti hver ræður íraun ferðinni í landsstjórninni eða hvert stefnt er. Fram-
vinda allra hinna stærri mála er í óvissu. Hnyttilegt orðasamband,
„Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar“, sem heyrist víða á förnum vegi um þessar mundir, birtir
með sínum hætti ákveðna mynd af stöðunni. Hinum nýja forsæt-
isráðherra hefur enn ekki tekist að skapa sér þá mynd í augum al-
mennings að hann sé skipstjórinn á þjóðarskútunni. Líklegt er að
linkind hans og geðleysi í kennaradeilunni eigi þar hlut að máli.
Þótt liðinn sé mánuður frá því að Alþingi kom saman eftir
sumarhlé liggja engin stór og stefnumarkandi stjórnarfrumvörp,
önnur en fjárlagafrumvarpið, fyrir þinginu. Frumvörpin sem
fyrir liggja eru aðeins sextán að tölu og flest um léttvæg efni.
Nær helmingur allra ráðherra í ríkisstjórninni hefur enn ekkert
fram að færa. Ekki eitt einasta stjórnarfrumvarp er komið
frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, menntamálaráðherra,
landbúnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Er ólíklegt að slík
staða hafi nokkru sinni áður komið upp nema þegar um óvenjulegt
stjórnmálaumrót hefur verið að ræða. Stjórnarandstæðingar hafa
lagt fram mörg þingmannafrumvörp, flest endurflutt frá fyrri
þingum, en reynslan segir okkur að ekkert þeirra muni ná fram að
ganga.
Nú um helgina fóru næstum allir ráðherrarnir á þing Norður-
landaráðs í Stokkhólmi. Á sama tíma ríkir algjör óvissa um skóla-
starf á Íslandi vegna þeirra dræmu undirtekta sem miðlunartil-
laga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni virðist ætla að fá. Það er
ákveðið virðingarleysi við þjóðina þegar æðstu ráðamenn hennar
víkja sér undan því að standa vaktina á heimavelli meðan svo
alvarleg deila, sem kennaraverkfallið er, er til lykta leidd. Fyrir
Norðurlandaþinginu liggur ekkert til afgreiðslu sem máli skiptir.
Mikilvægi samkomunnar er að venju stórlega ýkt af hagsmuna-
ástæðum. Nær sanni er að tala um hefðbundna skemmtiför og
samkvæmisleik stjórnmálamanna og embættismanna.
Það eru ekki ráðherrarnir einir sem fara á ballið í Stokkhólmi.
Þangað fer einnig stór hluti þingmanna úr öllum flokkum, þar á
meðal leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Reynslan segir að þingstörf
muni að mesta liggja niðri á meðan þótt þinghald sé að forminu til.
Í vikunni sem leið voru engir fundir á Alþingi vegna svokallaðrar
kjördæmaviku. Er óskiljanleg sú ráðstöfun að gera hlé á störfum
þingsins í sjö daga þegar það hefur aðeins setið í þrjár vikur.
Sumir segja að því sjaldnar sem Alþingi komi saman því betra
fyrir þjóðfélagið. Átt er við að lagasetning og aðrar þingsam-
þykktir séu ekki alltaf þjóðlífinu til framdráttar. Vissulega eru
mörg dæmi um vond lög og vondar ályktanir Alþingis en hinu má
ekki gleyma að Alþingi er lykilstofnun í lýðræðiskerfi okkar og
málstofa þjóðkjörinna fulltrúa. Þótt finna megi með réttu að
mörgu sem frá þinginu kemur er hitt mikilvægara að það er hinn
lýðræðislegi vettvangur réttarbóta og nýmæla, þjóðfélagsum-
ræðu og eftirlits með framkvæmdavaldinu. Deyfðin á Alþingi og
stefnuleysið í þingstörfunum og ríkisstjórninni er því réttmætt
áhyggjuefni. ■
31. október 2004 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Deyfð yfir Alþingi og ríkisstjórn en samkvæmislíf
fjörugt á Norðurlandaþingi í Stokkhólmi.
Einkennilegt
ástand
FRÁ DEGI TIL DAGS
Kópavogur
– tækifæri í menningu og listum
Samfylkingin í Kópavogi efnir til opins fundar um menningar-
og listastarf í Kópavogi mánudagskvöldið 1. nóvember kl
20.00 í sal Samfylkingarinnar, Hamraborg 11 3. hæð.
Dagskrá:
Fjárframlög til lista- og menningarmála í Kópavogi
• Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
Kraftar leystir úr læðingi - framtíðarsýn
• Ása Richardsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í Lista- og men-
ningarráði
Listir og menning í Reykjavík
• Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borgarstjóra í Reykjavík
Samræður um stöðu lista og menningar í Kópavogi
Fundarstjóri: Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingin í Kópavogi
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Undanhald íslenskunnar
Misjafnt hljóðið
Það tóku ýmsir eftir því að það var
misjafnt hljóðið í fulltrúum sveitarfé-
laga og kennara eftir miðlunartillögu
ríkissáttasemjara. Á meðan Eiríkur
Jónsson lagði kapp á að vera hvorki
með né á móti tillögu Ásmundar Stef-
ánssonar og sagði kennara þurfa að
meta tillöguna sjálfir, voru fulltrúar
sveitarfélaganna komnir í PR-
gírinn og töluðu nær ein-
göngu um hvað þetta yrði
dýrt fyrir sveitarfélögin.
Þannig gáfu þeir eindregið
til kynna að samningurinn
væri svo góður fyrir
kennara að þetta væri
meira en þeir gætu
fengið með beinum
samningum. Kennarar voru greinilega
ekki á sama máli, eins og sást strax á
viðbrögðum þeirra.
Bandarísk afskipti
Í síðustu viku var viðtal hér í Frétta-
blaðinu við Arrin Hawkins, varaforseta-
efni Sósíalíska verkamannaflokksins í
Bandaríkjunum. Militant, blað ame-
rískra trotskíista, segir nú frá því að
hún sé hér á Íslandi og hafi talað við
um hundrað kennara í verkfalli á með-
an kosningabaráttan vestanhafs er á
fullu. Þetta skýrist af því að flokkurinn
boðar heimsbyltingu og lætur
landamæri því ekki flækjast fyrir
sér. Ekki kemur fram hver við-
brögð kennara við framlagi Arr-
ins til baráttunnar hafi verið.
Sigurður sár?
Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort
Sigurður G. Guðjónsson sé eitthvað
sár eftir að hafa verið sagt upp störf-
um hjá Norðurljósum, eftir samein-
inguna við OgVodafone. Heyrst hefur
að hann hafi strax næsta
dag flutt öll sín síma-
viðskipti frá OgVodafo-
ne til Landssímans.
Hann hefur væntan-
lega staðið frammi
fyrir vali um símafyrir-
tæki þegar hann missti
starfsmannasíma
Norðurljósa en þeir
hafa verið í við-
skiptum við Og-
Vodafone.
svanborg@frettabladid.is
TE
IK
N
. H
EL
G
I S
IG
. -
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS