Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 11
Listasafn Íslands er
ekki eina íslenska
stofnunin sem stundar
rannsóknir á íslenskri
myndlist á 20. öld.
Rannsóknir og ritun íslenskrar listasögu
Fyrir skömmu bárust fréttir af
því að menntamálaráðherra hefði
ákveðið að veita 10 milljónum
króna til ritunar sögu íslenskrar
myndlistar á 20. öld. Þetta eru
miklar gleðifréttir fyrir fagmenn
og allt áhugafólk um íslenska
myndlist. Ekkert heildstætt rit er
til um þetta efni og fyrir löngu
kominn tími til að bæta í eyðurnar
í listasögu Björns Th. Björnsson-
ar. Það sem hins vegar vekur
athygli er að 10 milljónirnar skuli
renna til Listasafns Íslands og því
ætlað að sjá um útgáfu verksins –
í fjórum bindum. Menntamálaráð-
herra virðist ekki hafa hugsað út
í það þegar fjárveitingin var
ákveðin að Listasafn Íslands er
ekki eina íslenska stofnunin sem
stundar rannsóknir á íslenskri
myndlist á 20. öld. Það er því
ekkert sjálfgefið að safnið fái eitt
fjárveitingu til að skrifa íslenska
listasögu. Nema við trúum því að
til sé eitthvað sem heitir ein og
endanlega saga íslenskrar listar.
Ef það er skoðun ráðherra hefði
þá ekki verið eðlilegt, áður en tek-
in var ákvörðun um hvert fjár-
magnið ætti að renna, að spyrja
hvort einhver annar væri hugsan-
lega betur eða jafnvel til þess fall-
inn að halda utan um verkefnið?
Hefði til dæmis ekki verið ástæða
til að hafa í huga að nú er boðið
upp á nám í listfræði við íslenska
háskóla og er þar átt við sam-
vinnuverkefni Háskóla Íslands og
Listaháskóla Íslands.
Innan Listasafns Íslands eru
starfandi þrír listfræðingar að
safnstjóranum meðtöldum. Eiga
þeir að sitja í fagráðinu sem kem-
ur til með að ráða höfunda að verk-
inu og ráða sjálfa sig? Það er ekki
líklegt enda ræður Listasafn Ís-
lands oft utanaðkomandi listfræð-
inga í einstök verkefni. Þeir list-
fræðingar koma flestir, en þó ekki
allir, með einum eða öðrum hætti
að starfsemi háskólanna, þar sem
þeir hafa ýmist fastar stöður eða
sinna stundakennslu. Með því að
setja á stofn sérstakt nám í list-
fræði hafa háskólarnir gefið til
kynna að þeir hyggist stunda rann-
sóknir á listasögu. Reyndar má
fullyrða að þær rannsóknir séu
þegar hafnar því boðið er upp á
fleiri en eitt námskeið í íslenskri
listasögu á 20. öld innan listfræð-
innar. Vegna skorts á útgefnu efni
um íslenska myndlist hlýtur að
vera augljóst að sú kennsla fer
ekki fram án þess að kennararnir
hafi lagst í rannsóknir. Nú þegar
ráðherra hefur ákveðið að veita
Listasafni Íslands 10 milljónir til
að skrifa íslenska listasögu án þess
að rökstyðja þá ákvörðun frekar,
er ekki úr vegi að spyrja hvort
ekki sé ástæða til að veita öðrum
10 milljónum til háskólanna. Í
framhaldinu mætti gera ritun ís-
lenskrar listasögu á 20. öld að sam-
vinnuverkefni þessara þriggja
stofnana eða hreinlega hvetja til
þess að gefnar verði út tvær ólíkar
útgáfur að íslensku listasögunni. ■
11SUNNUDAGUR 31. október 2004
Siðapredikun Illuga.
Mér er sagt að sjálfur boðberi hinnar
málefnalegu umræðu, Illugi Jökulsson,
DV-stjóri, hafi veitt undirrituðum þann
óverðskuldaða heiður að beina til hans
nokkrum hnitmiðuðum ábendingum og
lærdómsmolum um listina að fjalla um
menn og málefni með heiðarleika og
kjarnyrtan máltilbúning að leiðarljósi.
Sannarlega löngu þörf tilsögn. Ekki
spillir að ritstjóri þessi er kunnur af
sterkri siðgæðisvitund, sannleiksást,
vandvirkni og sérlegri nærgætni gagn-
vart hinu manneskjulega. Hlakka til að
koma heim og ylja mér við hinar göfugu
leiðbeiningar.
Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara
Ekki fögnuður í Ísrael.
Margir hefðu talið að fögnuður myndi
brjótast út meðal stjórnvalda í Ísrael við
fréttir af veikindum Arafats en Ariel
Sharon og hans mönnum virðist ekki
alls varnað því þeir hafa lýst áhyggjum
sínum af ástandi þessa mikla fjand-
manns þeirra. Telja þeir líklegt að falli
hann frá muni palestínskir öfgamenn
kenna ísraelskum stjórnvöldum um
dauða hans (hvernig sem þeir fara nú
að því), og að í kjölfarið muni árásum á
saklausa borgara fjölga. Er haft eftir
háttsettum mönnum innan stjórnar
Sharons að menn búi sig undir það ver-
sta fyrir botni Miðjarðarhafs á sama
tíma og Yasser Arafat berst fyrir lífi sínu
á sjúkrahúsi í París. Ætli franskir friðar-
sinnar muni mótmæla komu hans til
Frakklands einsog þeirra er siður þegar
leiðtogar stríðandi landa knýja dyra í
landi þeirra?
Stefán Einar Stefánsson á sus.is
Samþjöppun eignarhalds.
Tilraun ríkisstjórnarinnar til að brytja
fjölmiðlamarkaðinn í bita mistókst og
því var gripið til annarra ráða. Tilraunir
ráðamanna hafa orðið til enn frekari
samþjöppunar þar sem tvö fyrirtæki
virðast ætla að verða langstærst. Afskipti
ríkisins hafa því skapað það umhverfi
sem umtöluðum fjölmiðlalögum var
ætlað að hindra. Afskipti ríkisins hafa
skapað aðstöðu til fákeppni á markaði.
Haukur Agnarsson á sellan.is
Fjölmiðlafrumvarp úr sögunni.
Ég tel að kaup Og Vodafone hafi afgreitt
fjölmiðlafrumvarpið endanlega. Ég veit
ekki hvað sú nýja nefnd allra stjórn-
málaflokka, sem menntamálaráðherra
hefur skipað til að taka þráðinn upp að
nýju, ætlar að gera. Hvað hún ætlar að
afgreiða. Ætlar hún að rífa allt í sundur?
Ætlar hún að banna Símanum að eiga
Skjá einn? Ætlar hún að banna Og
Vodafone að eiga Norðurljós? Ekki getur
hún gert upp á milli þeirra Brynjólfs og
Jóns Ásgeirs? Er Og Vodafone orðið
markaðsráðandi fyrirtæki. Er það svo?
Ég held að ef einhverjir lagaklækir og
lagarefir komi til sögunnar verði allt rifið
í sundur. Nei, fjölmiðlafrumvarpið hefur
verið afgreitt í eitt skipti fyrir öll; ekki af
alþingismönnum heldur viðskiptalífinu.
Tvö þekkt fjölmiðlafyrirtæki Norðurljós
og Íslenska sjónvarpsfélagið (Skjár
einn) sem börðust fyrir tilveru sinni allt
síðasta ár og voru „gjaldþrota í hugum
manna“ sýnast komin í öruggt skjól.
Jón G. Hauksson á heimur.is
MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
FAGURFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
RITUN ÍSLENSKRAR
LISTASÖGU
,,
AF NETINU
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
F
LU
2
63
17
10
/2
00
4
Verðlaunaðu fólkið þitt
Þegar góður hópur hefur skilað vel unnu verki er sjálfsagt
að verðlauna starfsmenn og hvetja þá þannig til enn frekari
dáða. Hvataferð Flugfélags Íslands er ný þjónusta fyrir
fyrirtæki sem vilja gera vel við fólkið sitt, hrista nýjan hóp
saman eða efla hann fyrir átökin framundan. Við gerum þér
frábær ferðatilboð fyrir fólkið þitt til allra áfangastaða okkar
innanlands, þar sem þess býður spennandi upplifun,
ævintýri og skemmtun sem skilar sér í sterkari hóp.
Kannaðu möguleikana fyrir fólkið þitt í síma 570 3075, á
vefsíðunni www.flugfelag.is eða sendu fyrirspurn á
hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfjöldi er 10 manns.)
skemmtun - áreynsla - upplifun - ævintýri - áskorun - hópefli - samstaða - ánægja - verðlaun - hvatning - sigur - fyrirtæki - starfsmenn - félög - klúbbar - samtök
flugfelag.is | 570 3075
Taktu flugið