Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 13
reynsla hans og samstarfsmanna hans muni skila sér í samstarfi við núverandi starfsmenn og stjórn- endur SÍF France, þar sem við höfum gert flestar þær breyting- ar sem við ætlum okkur að gera.“ Jakob segir að auk þess vænti menn talsverðrar hagræðingar af samslætti þessara fyrirtækja. Labeyrie er í góðum rekstri með sterk viðskiptasambönd og öfluga stjórnendur. Jakob segir að þess- ar staðreyndir séu lykillinn að því að ráðist var í þessi kaup. „Mat okkar á stjórnendum Labeyrie réð miklu um þessi kaup. Fyrirtækið er vel rekið og við fundum fljótt að sýn okkar á framtíðina og hvernig við vildum nýta okkur hana var sameiginleg. Árangur þeirra er mjög góður. Þetta eru menn sem kunna sitt fag.“ Skarpari skil Kaupin fela í sér stefnubreytingu í rekstri SÍF. „Það sem við erum að gera er að skapa skarpari skil á milli framleiðslunnar og sölu- starfseminnar. Það eru mjög ólík viðskiptamódel að baki þessum mismunandi starfsþáttum. Í sölu- starfseminni erum við að nýta okkur markaðsþekkingu okkar á erlendum mörkuðum og tengsl okkar við framleiðendur á Íslandi til þess að markaðsetja og selja lítið unnar afurðir.“Jakob segir að slík starfsemi snúist mest um magn þar sem virðisaukinn er minni en í þeirri framleiðslu sem fyrirtækið stefnir á. „Við erum ekki hætt sölustarfsemi, en vilj- um skarpari skil milli þessara starfsþátta þannig að hvor um sig verði gagnsærri og hvor um sig standi á eigin fótum. Við erum líka opnir fyrir því að minnka eignarhlut okkar á söluhlutanum til þess að mynda enn sterkari bönd við framleiðendur og starfs- menn.“ Með kaupunum á Labeyrie er stefnan sett á sölu fullunninna kældra matvæla sem seld eru til smásöluverslunar. „Labeyrie er með mjög öfluga vöruþróun og markaðsstarfsemi. Þeir eru með mjög sterkt dreifi- kerfi og góð tengsl við smásölu- keðjur. Allt þetta gefur tækifæri til að breikka þá vöruflokka sem við getum selt undir merkjum Labeyrie. Þarna sjáum við skemmtilega vaxtarmöguleika til framtíðar.“ Gæði og hollusta Stefnan er sett á kældan tilbúin mat. „Það er staðreynd að fólk hefur minni tíma til að elda og jafnvel minni kunnáttu í því að elda. Einnig eru fleiri heimili þar sem aðeins einn er í heimili. Allt þetta skapar eftirspurn eftir mat- vælum sem auðvelt er að mat- reiða. Á sama tíma vex meðvitund um gæði og hollustu. Þetta felur í sér tækifæri fyrir okkur sem erum með sjávarfang sem aðal hráefni.“ Jakob segir mikinn vöxt í þessum geira og Labeyrie og SÍF í sameiningu vel í stakk búin til að nýta vaxtartækifærin á þessum markaði. SÍF verður endurfjár- magnað í tengslum við kaupin og hyggst gefa út nýtt hlutafé fyrir 21 milljarð króna. Stærstu hlut- hafar leggja fram tíu milljarða og KB banki hyggst fjárfesta fyrir fimm milljarða í hinu nýja SÍF. Jakob segir KB banka þekkja vel til þessarar greinar í gegnum samstarf við Bakkavör og því mikill styrkur sem felist í þátt- töku bankans. „Stuðningur bank- ans og stærstu hluthafa ræður miklu um að við förum út í þetta. Við teljum okkur vera með skýra, einfalda og skarpa stefnu sem hægt er að byggja utan um þær sterku einingar sem við höfum, hið sameinaða fyrirtæki í Frakk- landi Lyons í Bretlandi og þá sögu sem við höfum í sölustarfsem- inni.“ Leiðandi í Evrópu SÍF hefur byggt upp viðskipta- sambönd á löngum tíma. Með rót- tækri stækkun og nýrri stefnu ætlar fyrirtækið sér að sækja fram. „Framtíðarsýnin er í raun- inni mjög einföld. Við ætlum að verða leiðandi á sviði matvæla- framleiðslu í Evrópu með sjávar- útveg sem bakgrunn. Við skil- greinum Evrópu í samhengi við okkar kjarnamarkaði. Það eru Bretland, Frakkland og Spánn. Þar er rík hefð fyrir neyslu sjáv- arfangs og í gangi þróun sem við teljum að við getum nýtt okkur með kaupunum á Labeyrie. Við ætlum að hasla okkur völl í holl- um ferskum matvælum af háum gæðum. Fyrirtækið verður þegar við sameiningu við Labeyrie leið- andi á flestum þeim sviðum sem það starfar í í dag.“ Tíminn framundan hjá Jakobi verður sjálfsagt eins og síðustu fjórir mánuðir í senn eins og fjórir dagar og fjögur ár. „Ég hef kynnst frábæru fólki í þessu starfi und- anfarna mánuði og ég er viss um að í sameiningu sköpum við hið nýja kraftmikla SÍF.“ haflidi@frettabladid.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,80%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.09.2004–30.09.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is SUNNUDAGUR 31. október 2004 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.