Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 13
reynsla hans og samstarfsmanna
hans muni skila sér í samstarfi við
núverandi starfsmenn og stjórn-
endur SÍF France, þar sem við
höfum gert flestar þær breyting-
ar sem við ætlum okkur að gera.“
Jakob segir að auk þess vænti
menn talsverðrar hagræðingar af
samslætti þessara fyrirtækja.
Labeyrie er í góðum rekstri með
sterk viðskiptasambönd og öfluga
stjórnendur. Jakob segir að þess-
ar staðreyndir séu lykillinn að því
að ráðist var í þessi kaup. „Mat
okkar á stjórnendum Labeyrie réð
miklu um þessi kaup. Fyrirtækið
er vel rekið og við fundum fljótt
að sýn okkar á framtíðina og
hvernig við vildum nýta okkur
hana var sameiginleg. Árangur
þeirra er mjög góður. Þetta eru
menn sem kunna sitt fag.“
Skarpari skil
Kaupin fela í sér stefnubreytingu
í rekstri SÍF. „Það sem við erum
að gera er að skapa skarpari skil á
milli framleiðslunnar og sölu-
starfseminnar. Það eru mjög ólík
viðskiptamódel að baki þessum
mismunandi starfsþáttum. Í sölu-
starfseminni erum við að nýta
okkur markaðsþekkingu okkar á
erlendum mörkuðum og tengsl
okkar við framleiðendur á Íslandi
til þess að markaðsetja og selja
lítið unnar afurðir.“Jakob segir að
slík starfsemi snúist mest um
magn þar sem virðisaukinn er
minni en í þeirri framleiðslu sem
fyrirtækið stefnir á. „Við erum
ekki hætt sölustarfsemi, en vilj-
um skarpari skil milli þessara
starfsþátta þannig að hvor um sig
verði gagnsærri og hvor um sig
standi á eigin fótum. Við erum
líka opnir fyrir því að minnka
eignarhlut okkar á söluhlutanum
til þess að mynda enn sterkari
bönd við framleiðendur og starfs-
menn.“ Með kaupunum á
Labeyrie er stefnan sett á sölu
fullunninna kældra matvæla sem
seld eru til smásöluverslunar.
„Labeyrie er með mjög öfluga
vöruþróun og markaðsstarfsemi.
Þeir eru með mjög sterkt dreifi-
kerfi og góð tengsl við smásölu-
keðjur. Allt þetta gefur tækifæri
til að breikka þá vöruflokka sem
við getum selt undir merkjum
Labeyrie. Þarna sjáum við
skemmtilega vaxtarmöguleika til
framtíðar.“
Gæði og hollusta
Stefnan er sett á kældan tilbúin
mat. „Það er staðreynd að fólk
hefur minni tíma til að elda og
jafnvel minni kunnáttu í því að
elda. Einnig eru fleiri heimili þar
sem aðeins einn er í heimili. Allt
þetta skapar eftirspurn eftir mat-
vælum sem auðvelt er að mat-
reiða. Á sama tíma vex meðvitund
um gæði og hollustu. Þetta felur í
sér tækifæri fyrir okkur sem
erum með sjávarfang sem aðal
hráefni.“ Jakob segir mikinn vöxt
í þessum geira og Labeyrie og SÍF
í sameiningu vel í stakk búin til að
nýta vaxtartækifærin á þessum
markaði. SÍF verður endurfjár-
magnað í tengslum við kaupin og
hyggst gefa út nýtt hlutafé fyrir
21 milljarð króna. Stærstu hlut-
hafar leggja fram tíu milljarða og
KB banki hyggst fjárfesta fyrir
fimm milljarða í hinu nýja SÍF.
Jakob segir KB banka þekkja vel
til þessarar greinar í gegnum
samstarf við Bakkavör og því
mikill styrkur sem felist í þátt-
töku bankans. „Stuðningur bank-
ans og stærstu hluthafa ræður
miklu um að við förum út í þetta.
Við teljum okkur vera með skýra,
einfalda og skarpa stefnu sem
hægt er að byggja utan um þær
sterku einingar sem við höfum,
hið sameinaða fyrirtæki í Frakk-
landi Lyons í Bretlandi og þá sögu
sem við höfum í sölustarfsem-
inni.“
Leiðandi í Evrópu
SÍF hefur byggt upp viðskipta-
sambönd á löngum tíma. Með rót-
tækri stækkun og nýrri stefnu
ætlar fyrirtækið sér að sækja
fram. „Framtíðarsýnin er í raun-
inni mjög einföld. Við ætlum að
verða leiðandi á sviði matvæla-
framleiðslu í Evrópu með sjávar-
útveg sem bakgrunn. Við skil-
greinum Evrópu í samhengi við
okkar kjarnamarkaði. Það eru
Bretland, Frakkland og Spánn.
Þar er rík hefð fyrir neyslu sjáv-
arfangs og í gangi þróun sem við
teljum að við getum nýtt okkur
með kaupunum á Labeyrie. Við
ætlum að hasla okkur völl í holl-
um ferskum matvælum af háum
gæðum. Fyrirtækið verður þegar
við sameiningu við Labeyrie leið-
andi á flestum þeim sviðum sem
það starfar í í dag.“ Tíminn
framundan hjá Jakobi verður
sjálfsagt eins og síðustu fjórir
mánuðir í senn eins og fjórir
dagar og fjögur ár. „Ég hef kynnst
frábæru fólki í þessu starfi und-
anfarna mánuði og ég er viss um
að í sameiningu sköpum við hið
nýja kraftmikla SÍF.“
haflidi@frettabladid.is
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta
er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari
upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir
sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk
upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is
Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa
hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans
eða í síma 410 4000.
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
60
47
10
/2
00
4
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
60
47
10
/2
00
4
Banki allra landsmanna
5,80%* – Peningabréf Landsbankans
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra
fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.09.2004–30.09.2004 á ársgrundvelli.
410 4000 | landsbanki.is
SUNNUDAGUR 31. október 2004 13