Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 18
18 31. október 2004 SUNNUDAGUR N‡jar og nota›ar vinnuvélar Þ að eru komin átta ár síðanþetta var frumflutt, en þaðvar svo mikið batterí að það hefur enginn lagt í að setja það upp aftur,“ segir Haukur. Verkið er samið fyrir átta söngvara og sextán manna hljóm- sveit, sem reyndar er ekki stór hópur flytjenda en það sem flæk- ir málið er að óperan var samin með hliðsjón af stórri skipakví í Kaupmannahöfn þar sem frum- flutningur hennar fór fram. „Skipakvíin er um það bil hundrað metra löng og hún var notuð alveg stafna á milli. Áhorfendur elta leikarana og söngvarana um þessa kví, og þetta varð þess vegna allt mjög flókið. Það þurfti að setja upp ljósabúnað og hljóðkerfi sem var sérstaklega sniðið að aðstæðum þarna. Tónlistin var líka klæð- skerasaumuð fyrir þennan stað og í rauninni fyrir þessa ákveðnu uppsetningu því maður tók mið af tímanum sem það tók þegar fólk er að fara hingað og þangað. Það þurfti að gera ráð fyrir því öllu í tónlistinni, þannig að það yrði mikil vinna að búa til nýja uppsetningu á þessu verki fyrir nýjan stað.“ Lét drepa syni sína Hugmyndin að óperunni var reyndar ekki frá Hauki komin, heldur frá breska búninga- og leikmyndahönnuðinum Louise Beck, sem heillaðist svo af þess- ari skipakví og fékk þá hugmynd að setja þar upp sögu sem byggð yrði á fornum textum. „Henni fannst passa að segja dálítið forna sögu á svona hráum stað.“ Saga Guðrúnar Gjúkadóttur er fengin úr nokkrum Eddukvæð- um, en þeim frásögnum ber ekki alltaf saman. Í útgáfu Hauks er þeim dembt saman í eina sögu, sem fékk nafnið Fjórði söngur Guðrúnar. Sagan er stórbrotin og hrika- leg. Guðrún giftist Atla Húnakon- ungi eftir að fyrri maður hennar, Sigurður Fáfnisbani, hafði fallið. Atli lét myrða tvo bræður Guðrúnar, og í hefndarskyni lét hún drepa tvo syni sína, sem hún hafði átt með Atla, og gaf Atla hjörtu þeirra að snæða. Nýja óperuhúsið Óperan var sýnd 24 sinnum og fékk góða aðsókn sem er óvenju- legt fyrir nútímaóperu. Skipakví- in er úti á Holmen, sem var frekar afskekktur staður í Kaup- mannahöfn þangað til fyrir fáein- um misserum. „Á þessum tíma var þetta svæði í umsjón danska hersins og það þurfti að fá einhvern passa til að fá að fara þarna inn. Núna er hins vegar búið að byggja upp þetta svæði.“ Þarna eru gamlar verksmiðjur sem hafa gengið í endurnýjun líf- daga með nýju hlutverki. Þarna hefur risið íbúðarhúsnæði, skólar og ýmsar byggingar, þar á meðal nýja óperuhúsið sem danskur auðjöfur hefur gefið dönsku þjóðinni. „Mér finnst það svolítið skemmtileg tilviljun að þetta nýja óperuhús Kaupmannahafn- ar er við hliðina á þessari kví.“ Hætti í dagvinnunni Segja má að þessi ópera hafi skipt sköpum í lífi Hauks, því hann hefur stundað tónsmíðar í fullu starfi frá því hann samdi hana. „Það var þá sem ég hætti í dagvinnunni. Eftir að ég kom heim frá námi kenndi maður mik- ið. Svo reyndi maður smávegis að minnka það þegar maður sá að maður gæti dregið fram lífið með því að sinna tónsmíðum með- fram. Svo þegar ég fékk þetta verkefni ákvað ég að taka séns- inn og hætta alveg. Það hefur síðan bara gengið vel og ég verið heppinn að fá alltaf verkefni. Sjálfsagt hjálpaði mikið hvað þessi flutningur í Kaupmanna- höfn vakti mikla athygli.“ Tónlistarverðlaun Norður- landa eru veitt annað hvert ár, en Haukur hefur einu sinni áður verið tilnefndur til þeirra af Ís- lands hálfu. Hann á samt svolítið erfitt með að svara því hvaða þýðingu verðlaun af þessu tagi hafi fyrir hann. „Tíminn verður að leiða það í ljós hvort maður stendur undir þessu. Auðvitað vonast maður til þess að þessi ópera verði flutt og kannski önnur verk líka. Vonandi vekur þetta líka athygli á ís- lenskri tónlist yfirhöfuð. En alla vega er þetta mjög fínn hópur sem maður er kominn í.“ Flutt í Héðinshúsinu Fjórði söngur Guðrúnar hefur einu sinni verið fluttur hér á landi, en það var eingöngu í tón- leikaformi. Það var árið 1998 þegar Caput-hópurinn flutti verkið og í framhaldi af því var það gefið út á geisladisk. Hingað voru fengnir sömu söngvarar og tóku þátt í frumflutningunum úti í Kaupmannahöfn. „Þetta var flutt í tónleikaformi hérna í plötusmiðju Héðinshúss- ins í Vesturbænum, sem hefur ekki verið mikið notað fyrir tón- leika en okkur langaði að hafa það í aðeins öðruvísi húsnæði.“ Haukur hefur starfað mikið með Caput-hópnum, sem hefur flutt eftir hann fjölmörg tónverk. „Ég var reyndar í útlöndum þegar þeir byrjuðu og missti af fyrstu tónleikunum held ég, en þau hafa spilað mjög margt eftir mig og ég einhvern tímann spilað með þeim líka. Ég hef notið góðs af því og lært mikið af því. Þetta er fólk sem ég kynntist mikið í tónlistarskóla og á menntaskóla- árunum eiginlega, og maður hefur lært að þekkja hljóðfærin nokkuð vel í gegnum þetta sam- starf.“ Verkið flutt annað kvöld Annað kvöld gefst tækifæri til að hlusta á valda þætti úr þessari óperu á tónleikum Caput-hópsins og kórsins Vox academica í Lista- safni Íslands. Ingibjörg Guðjóns- dóttir sópran syngur hlutverk Guðrúnar, en stjórnandi verður danska tónskáldið Hans Abra- hamsen. Á þessum sömu tónleik- um verða einnig flutt þrjú verk eftir Abrahamsen. Tónleikarnir í Listasafninu eru hluti af tónlistarhátíð á vegum Caput-hópsins og Vox academica, sem nefnd er Ný end- urreisn. Haldnir verða fernir tónleikar á næstu vikum, en há- tíðinni lýkur með málþingi um nýja tónlist og gömul gildi í henni. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HAUKUR TÓMASSON „Hætti í dagvinnunni“ þegar hann fékk það verkefni að semja óperu um hrikalega sögu Guðrúnar Gjúkadóttur, sem frumflutt var í Kaupmannahöfn fyrir átta árum. Klæðskerasaumað fyrir skipakví Haukur Tómasson tekur við tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs á þriðjudaginn. Verðlaunin hlýtur hann fyrir óperuna Fjórða söng Guð- rúnar, sem var frumflutt úti í Danmörku árið 1996 og gefin út á geisla- disk tveimur árum síðar. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk um verk- ið og skipakvína sem það var frumflutt í.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.