Fréttablaðið - 31.10.2004, Side 19

Fréttablaðið - 31.10.2004, Side 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 108 stk. Keypt & selt 17 stk. Þjónusta 12 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 29 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 6 stk. Smáralind - www.adams.is Smáralind - www.adams.is Við erum 1 árs 15% afsláttur af öllum vörum aðeins í dag Allir þeir sem versla hjá Adams þennan dag geta tekið þátt í happdrætti þar sem vinningar verða m.a. vöruúttektir Rán í Feimu fræðir konurnar BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 31. okt., 305. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.08 13.11 17.13 Akureyri 9.03 12.56 16.48 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó,“ segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmið- ur sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skó- smíði 1982 og fór svo að áeggjan starfs- manns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jök- öping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. „Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda,“ segir hann og byrjar að reikna. „Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?“ Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. „Sumir eru með einhverja fötlun sem út- heimtir sérsmíðaða skó, aðrir þurfa breið- ari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla.“ Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100–120 þúsund. „En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt,“ segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. „Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst,“ segir Lárus að lokum. ■ Atvinnan mín: Einn skór úr átján bútum atvinna@frettabladid.is Tekjur kvæntra karla innan VR eða þeirra sem eru í sambúð eru mun hærri en annarra karla, eða 25%, og virðist mun- urinn hafa vaxið fremur en hitt á síðustu árum. Hjúskaparstaða hefur hins vegar lítil sem engin áhrif á tekjur kvenna innan félagsins. Þetta má sjá í nýrri skýrslu um þró- un launa félags- manna VR. “Réttarstaða launafólks hefur veikst á und- anförnum misserum,“ segir m.a. í ályktun um atvinnumál sem ársfundur ASÍ 2004 sam- þykkti sl. föstudag. Þar segir ennfremur að stjórnendur og eigendur fyrirtækja telji sig ekki lengur bera samfélagslega ábyrgð né ábyrgð á starfs- mönnum sínum. Laun félagsmanna VR í fjár- málafyrirtækjum og öðrum fyr- irtækjum í sérhæfðri þjónustu hafa hækkað langmest á allra síðustu árum, eða um 120% á milli áranna 1988 og 2003. Á þessu tímabili hækkuðu laun að meðaltali um 60% hjá fé- lagsmönnum VR. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræði- stofnunar Há- skóla Íslands um launaþróun inn- an VR. Íslendingar munu að öllum líkindum þurfa að taka upp nýja tilskipun um þjónustu á innri markaði ESB en drög að henni liggja nú fyrir. Í henni felst m.a. að hægt verði að ráða erlent vinnuafl á samningum sem taka mið af kjarasamningum og réttindum í heimalandi þess aðila sem ræður vinnuaflið hingað. Einnig mundi menntun og heilbrigðiskerfi færast inn í rekstrarumhverfi almenna markaðarins. Verkalýðshreyfing- in í Evrópu er mjög andvíg þessari tilskipun. „Hér á landi eru búin til um 700 sjúkraskópör á ári,“ segir Lárus, yfirmaður innanlandsdeildar Össurar. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Maginn á mér gaular og gólar. Er ég líka með rödd þar? Pajero Sport ár ‘00. Dekurbíll, ek. 63 þús. Einn eigandi. Uppl. 8567458. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.