Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 23
5
ATVINNA
Hæfingarstöðin
við Skógarlund
Óskar að ráða þroskaþjálfa
til starfa frá og með 1. des-
ember n.k. eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða 100% starf sem skiptist í
annars vegar 50% stöðu almenns þroska-
þjálfa á Deild skapandi starfs og hins vegar
50% deildarstjórastöðu á Ungmennadeild.
Hæfingarstöðin er fyrir fullorðið fatlað fólk
sbr. 26. grein laga um málefni fatlaðra er
hefur þann tilgang að draga úr áhrifum fötl-
unar og auka færni hins fatlaða til þátttöku í
daglegu lífi.
Hlutverk Hæfingarstöðvarinnar er að veita
því fólki (létta vinnu, þjálfun, ummönnun og
afþreyingu) sem þarf vegna fötlunar sinnar
sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu.
Laun eru samkvæmt samningi Þroskaþjálfa-
félags Íslands og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 15.nóvember og skal
umsóknum skilað til forstöðuþroskaþjálfa
Margrétar Ríkarðsdóttur, Hæfingarstöðinni
við Skógarlund, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar gefur forstöðuþroskaþjálfi
í síma 462-1754 og 462-1755 alla virka daga
kl. 08:00 til 16:00.
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
Svæðisstjóri á
norðurlandi
ISS Ísland - Ármúla 40 - 108 Reykjavík - Sími 5 800 600 - Fax: 5 800 666 - www.iss.is
Tryggvabraut 10 - 600 Akureyri - Sími 460 6250 - Fax: 462 7842
Fagmennska í áratugi
Umsóknum sé skilað til skrifstofu ISS Ísland ehf, Ármúla 40, 108 Reykjavík,
merkt “Svæðisstjóri” fyrir kl: 17:00 þann 8. nóvember 2004.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Leifsson í síma 5 800 600.
ISS Ísland ehf. er stærsta fyrirtæki landsins á sviði daglegra ræstinga og þrifa í matvælaiðnaði, fyrirtækið hefur
starfað í yfir 24 ár. ISS Ísland er leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sviði fasteignaumsjónar. Fyrirtækið hefur tekið
að sér að reka til 25 ára nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir rannsóknir og nýsköpun við Háskólann á Akureyri.
Hjá ISS Ísland starfa yfir 630 manns á aldrinum 17 - 80 ára. Starfsmenn fá kennslu, þjálfun, bestu áhöld og
efni sem völ er á. Einnig fá starfsmenn stuðning frá ræstingar-, þrifa- og flokkstjórum.
Vegna aukinna umsvifa leitar ISS Ísland ehf að svæðisstjóra til að stýra uppbyggingu
og rekstri fyrirtækisins á norðurlandi.
Hjá ISS á Akureyri starfa nú yfir 130 starfsmenn
Starfssvið;
-Stýra uppbyggingu og rekstri
-Sala og markaðsmál
-Starfsmannamál
Menntunar og hæfniskröfur;
-Iðnrekstrarmenntun eða sambærilega menntun
-Frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
-Sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum
Múrarar
og verkamenn
Flísalagnir ehf. óska eftir að ráða múrara
vana flísalögnum og verkamenn til
vinnu. Upplýsingar veitir Grettir Einars-
son í síma 897-3436. Einnig er hægt að
senda umsóknir á flisar@flisar.is
Framkvæmdarstjóri
Sölufyrirtæki í Evrópu leitar að framkvæmdarstjóra.
Um tímabundið verkefni er að ræða, með möguleika á
framtíðarstarfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax.
Reynsla af stjórnun og kunnátta í ensku og frönsku eða
þýsku er algjört skilyrði. Fjármálakunnátta er mjög æskileg.
Sendið umsókn ásamt ítarlegu yfirliti um nám og fyrri
störf á netfangið: frkv.stj@visir.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Laust starf
Leikskólinn Krakkaborg Hraungerðishrepp, auglýsir
eftir leikskólakennara inn á deild. Ef ekki fæst leik-
skólakennari til þessa starfs kemur til greina að ráða
leiðbeinanda.
Umsóknir berist með netpósti á: leikskoli@simnet.is
eða í síma 482-3085.
Umsóknarfrestur er til 4. nóvember.
Þórdís Bjarnadóttir leikskólastjóri.