Fréttablaðið - 31.10.2004, Page 39

Fréttablaðið - 31.10.2004, Page 39
SUNNUDAGUR 31. október 2004 Tónlist eða hávaði? HVAÐ AÐGREINIR TÓNLIST FRÁ HÁVAÐA? SVAR: Sennilega hefðu Evrópubú- ar 19. aldar átt mun auðveldara með að svara þessari spurningu heldur en ég árið 2004. Nútíma- menn eru örugglega ekki sam- mála um svarið og má búast við að margir myndu svara spurning- unni allt öðruvísi en ég. Árið 1850 hefði svarið væntanlega hljóðað eitthvað á þá leið að tónlist væri annaðhvort sungin eða leikin á hljóðfæri og samin eftir ákveðn- um hljómfræðilögmálum innan ákveðinna forma; önnur hljóð hefðu ekkert með tónlist að gera. Væntanlega hefði hávaði verið skilgreindur sem hávær og jafn- vel óþægileg hljóð. Margir nú- tímamenn mundu sennilega svara spurningunni nokkurn veginn eins og 19. aldar maðurinn, en ekki ég. Elektrónísk hljóðfæri Hljóðheimur nútímamannsins er miklu flóknari en áður var. Alla 20. öldina voru í gangi tilraunir til að útvíkka hljóðheiminn sem nota mætti til tónsköpunar og nú eru öll hljóð gjaldgeng sem efniviður í tónlist. Strax upp úr aldamótun- um 1900 fóru menn að gera tilraunir með elektrónísk hljóð- færi og á 3. áratugnum vakti elektróníska hljóðfærið theremin talsverða athygli víða um lönd, en það var rússneskur sellóleikari, Lev Sergeyevich Termen sem átti heiðurinn að þeirri uppfinningu. Stuttu seinna kom annað elektrónískt hljóðfæri, ondes martinot, til sögunnar. Það heitir einnig í höfuðið á höfundi sínum, en hann hét Maurice Martenot og kynnti hljóðfærið fyrst árið 1928. Ondes martinot heyrist enn í tón- leikasölum í verkum eftir Olivier Messiaen og er Turangalîla-sin- fónían sennilega þeirra frægust. Á 5. áratugnum varð hugtakið musique concrete til, en sú stefna fól í sér að taka hljóð úr umhverf- inu upp á segulband og klippa þau til og nota til tónsmíða. Upp úr 1950 fóru elektrónísk tónlistar- stúdíó að spretta upp í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Þar fóru fram tilraunir og rannsóknir og voru þau helsti vettvangur nýjunga í tónsköpun 20. aldarinn- ar. Tölvurnar tóku smám saman yfir og í dag er tölvutónlist notuð jöfnum höndum í popptónlist og klassískri nútímatónlist. Hljóðfærin tekin öðrum tökum Samfara þessari þróun hafa tón- skáld sífellt verið að leita að nýj- um hljóðum úr hefðbundnum hljóðfærum, prófað hefur verið að banka í sellókassann, ná nýjum hljóðum úr blásturshljóðfærun- um, strengirnir innan í píanóinu eru plokkaðir og alla vega hlutir settir inn í það. Þetta kallast á ensku prepared piano. Margir þessara 20. aldar hljóðgjafa hefðu hljómað sem argasti hávaði í eyr- um tónlistarunnenda fyrri alda og gera sjálfsagt enn í eyrum sumra nútímamanna. Hvað aðgreinir þá tónlist frá hávaða? Við skulum gefa okkur að skilgreining 19. aldar mannsins standist ekki lengur, að skilningur okkar hafi víkkað talsvert út. Eru umhverfishljóð tónlist? Eru þá öll hljóð tónlist? Er fugla- söngur, brimhljóð og vélarhljóð tónlist? Erum við búin að brjóta öll mörk og hömlur og er allt leyfilegt? Já sennilega er allt leyfilegt, en það þýðir ekki að öll hljóð eins og þau koma fyrir í um- hverfi okkar sé sjálfkrafa hægt að flokka sem tónlist. Flestir eru ör- ugglega sammála um að fugla- söngur og brimhljóð geti látið í eyrum eins og fegursta tónlist, en tónlist er meira en hljóð. Tónlist er listform og þar með mannlegt tjáningarform og sem slíkt fullt af merkingu, ræðri og óræðri. Tón- list hefur margs konar skírskot- un, hún vekur tilfinningar og höfðar til greindar mannsins. Tónlist hefur höfund og áheyr- anda, sem getur upplifað tónlist á margvíslegan hátt. Niðurstaðan er því sú að öll hljóð í kringum okkur geti verið hráefni í tónlist, hvort sem hljóðið kemur úr mannsbarka, fugls- barka, hljóðfæri, tölvu eða vél. En hljóð er ekki orðið tónlist fyrr en mannleg hugsun er búin að koma því inn í eitthvert heildarform, sem hefur merkingu fyrir höfund- inn og áheyrandann. Lofpressa, sinfónía og desíbel En hvað er þá hávaði? Eflaust er mjög einstaklingsbundið hvaða hljóð hver og einn flokkar sem há- vaða, en orðið hefur á sér frekar neikvæðan blæ. Desíbel eru mæli- kvarði á styrk hljóðs og er venju- lega talað um að sársaukamörkum sé náð við 120 dB styrk. Þetta þýðir að manni líður líkamlega illa þegar þessum styrk er náð. Í venjulegu daglegu umhverfi er hljóðstyrkurinn oft í kringum 60 - 70 dB og hljóð í loftpressu er um 110 dB. Flestum líður illa í hávaða, löngu áður en sársaukamörkum er náð, en inn í mat hvers einstak- lings á hávaða kemur jafnframt persónulegur smekkur á hvaða hljóð séu falleg og hver ekki. Sin- fóníuhljómsveit getur til dæmis framleitt býsna mikinn hljóð- styrk, en sennilega myndu fáir nota orðið hávaði í neikvæðri merkingu orðsins um sinfóníu eft- ir Beethoven. Sami einstaklingur væri hins vegar vís til að flokka vélarhljóð eða ískur sem hávaða, jafnvel þó að hljóðstyrkurinn væri mun lægri en í sinfóníunni. Allir kannast við hljóðstyrkinn sem rafmögnuð rokkhljómsveit gefur frá sér, sumir forðast fyrir- bærið en aðrir eru tilbúnir að borga of fjár til að upplifa það. Svarið við spurningunni er því ekki einhlítt. Þó að hægt sé að tína til ýmsar skilgreiningar þá er matið á því hvenær hljóð flokkist sem hávaði og hvenær sem tónlist að einhverju leyti háð persónuleg- um smekk, menningarumhverfi og tíma. Karólína Eiríksdóttir, tónskáld. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á Vísindavef Háskóla Íslands er meðal annars að finna svör við fjölmörgum spurningum um tónlist: Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega? Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn? Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfunda- réttar? Hver er líkleg þróun tónlistar og hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfi- leika? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. KYNNINGARSPJALD HEIMILDAR- MYNDAR UM LEV TERMEN OG HLJÓÐFÆRIÐ THEREMIN. Eins og sést á myndinni er spilað á theremin án snert- ingar. Termen kynnti hljóðfærið árið 1920 og spilaði meðal annars á það fyrir Lenín tveimur árum síðar. SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMS Við sendum þér spurningu. þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. Sendu SMS skeytið BT BTF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Aukavinningar Panasonic SCHT-520 heimabíó - Denver ferðaspilari sem spilar MP3 - X-Box leikjavélar - Harwa 14-29" sjónvörp Samsung A-800 og SGH-X450 GSM símar - PlayStation 2 tölvur - Bíómiðar á Sky Captain - Sims 2 og FIFA 2005 tölvuleikir - Pottþétt 80’s - Pottþétt 35 og 34 - StarWars trilogy DVD - Kill Bill 1 og 2 á DVD - Van Helsing DVD Coke kippur og margt margt fleira Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið 10. *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum MEÐ 15” FLATSKJÁ Frumsýnd 28. október 8. janúar á Hótel Örk Styrktarfjáröflunardansleikur Zontaklúbbs Selfoss Hinn vinsæli Vínardansleikur verður haldinn laugardaginn 8. janúar 2005 að Hótel Örk. Hátíðin hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Glæsilegur fimm rétta hátíðarkvöldverður. Dansleikur með hljómsveit hússins til 03.00. Veislustjóri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einsöngvari: Guðrún Ingimarsdóttir. Undirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveit: Veislutríóið ásamt Sigrúni Eðvaldsdóttur spilar milli 20.00 og 24.00. Matreiðslumeistari: Eiríkur (Eiki) Friðriksson Matreiðslumenn: Tómas Þóroddsson Jakob V. Arnarson Verð með gistingu: 10.100,- krónur á mann í tvíbýli Verð án gistingar: 6.800,- krónur Pantanir í síma 483 4700, info@hotel-ork.is Jólahlaðborð á Hótel Örk 20. 26. 27. nóvember og 3. 4. 10. og 11. desember Krakka - Jólahlaðborð krónur 1.490,- 5. og 12. desember klukkan 15.00 til 17.00. Föstudagstilboð: Jólahlaðborð á 3.990,- krónur og 7.990,- krónur með gistingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.