Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 42
22 31. október 2004 SUNNUDAGUR
Við hrósum...
... Eiði Smára Guðjohnsen fyrir að bæta sinn leik enn frekar þegar
Chelsea þarf helst á að halda. Hann hefur hingað til verið mest í
að leggja upp mörk en eftir frammistöðuna í síðustu leikjum er
hann einnig orðinn mesti markaskorari liðsins.
„Ertu eitthvað verri? Ég er ekki í neinu rugli,
maður.“
...sagði Adrian Mutu við Jose Mourinho aðspurður hvort hann notaði kókaín.
Mourinho spurði Mutu að þessu fyrsta daginn sem þeir hittust.
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 31 1 2 3
Sunnudagur
OKTÓBER
FÓTBOLTI Það var talsvert um óvænt
úrslit í enska boltanum í
gær. Meistarar Arsenal mörðu
jafntefli á heimavelli gegn
Southampton, Man. Utd tapaði
gegn Portsmouth og Liverpool
gerði jafntefli við Blackburn.
Chelsea heldur aftur á móti sínu
striki en þeir unnu mjög öruggan
sigur gegn WBA.
„Ef við tökum saman tölfræði-
na í Meistaradeildinni, ensku
deildinni og deildarbikarnum þá
erum við besta liðið á Englandi,“
sagði hinn lítilláti stjóri Chelsea,
Jose Mourinho en strákarnir
hans voru slakir í fyrri hálfleik
gegn WBA en fóru á kostum í
þeim síðari. Þar fór Eiður Smári
Guðjohnsen mikinn en hann skor-
aði enn og aftur fyrir Chelsea.
Arjen Robben spilaði á ný
eftir meiðsli og Mourinho var
ánægður með hans framlag.
„Robben var frábær. Hann
hreyfði boltann og var sífellt að
búa eitthvað til. Í hvert skipti
sem hann fékk boltann bjuggust
áhorfendur við miklu. Robben
kemur með eitthvað óvænt í leik
liðsins og á því þurfum við að
halda,“ sagði Mourinho.
Það var greinilegt á leik
Arsenal í gær að tapið gegn Man.
Utd um síðustu helgi sat í þeim.
Meira að segja stjóri liðsins,
Arsene Wenger, viðurkenndi það.
„Tapið var okkur mikið áfall og
það sást að menn voru ekki búnir
að jafna sig. Sendingar voru slakar
og menn voru á hælunum. Við
börðumst ekki eins og við erum
vanir að gera,“ sagði Wenger en
hann má þakka fyrir stigið því
Robin Van Persie jafnaði fyrir
Arsenal á lokamínútu leiksins.
Eftir leiki gærdagsins er
Chelsea komið upp að hlið
Arsenal á toppi deildarinnar.
„Ég vissi alltaf að Chelsea
myndi þjarma að okkur í vetur.
Þeir hafa eytt miklum peningum
í leikmenn þannig að ég átti von á
þeim sterkari núna en í fyrra,“
sagði Wenger.
Manchester United náði engan
veginn að fylgja eftir sigrinum
góða gegn Arsenal. Þeir voru mjög
slakir er þeir heimsóttu
Portsmouth á Fratton Park og
sigur heimamanna var fyllilega
sanngjarn. Sir Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd, átti erfitt með að
leyna vonbrigðum sínum í leikslok.
„Þetta gjörsamlega eyðileggur
það sem við byggðum upp um
síðustu helgi. Þetta er gríðarlega
vonbrigði og frammistaðan var
engan veginn nógu góð,“ sagði
Ferguson.
Liverpool hefur verið í
fantaformi á heimavelli í vetur
en þeir voru ólíkur sjálfum sér er
botnlið Blackburn heimsótti þá.
Úrslitin voru vonbrigði og þeir
urðu fyrir öðru áfalli er Djibril
Cisse meiddist en hann er lík-
legast fótbrotinn „Ég heyrði
skelfilegt hljóð og held hann sé
brotinn,“ sagði Milan Baros sem
bjargaði stigi fyrir Liverpool í
leiknum. henry@frettabladid.is
SJÁÐU HVERNIG ÉG TÓK ÞIG KALLINN MINN! Thierry Henry bendir Antti Niemi,
markverði Southampton, að fylgjast með sjónvarpsskjánum á Highbury þegar mark hans í
leiknum var endursýnt.
Arsenal-vélin hikstar
Chelsea er komið upp að hlið Arsenal sem rétt náði jafntefli á heimavelli
gegn Southampton. Man. Utd tapaði mjög óvænt gegn Portsmouth.■ ■ LEIKIR
13.00 Haukar og KR mætast á
Ásvöllum í Hópbílabikar kvenna í
körfubolta.
14.00 Drangur og Stjarnan
mætast í Vík í 1. deild karla í
körfubolta.
17.00 Haukar og Creteil mætast á
Ásvöllum í meistaradeild Evrópu í
handbolta.
19.15 Skallagrímur og Grindavík
mætast í Borgarnesi í
Hópbílabikar karla í körfubolta.
19.15 KR og Snæfell mætast í
DHL-Höllinni í Hópbílabikar karla í
körfubolta.
19.15 ÍR og Keflavík mætast í
Seljaskóla í Hópbílabikar karla í
körfubolta.
20.00 Haukar og Njarðvík mætast
í Ásvöllum í Hópbílabikar karla í
körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
13.00 X-Games á Sýn.
Ofurhugaleikar.
13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Juventus og
Chievo í ítölsku A-deildinni í fót-
bolta.
15.50 US PGA Tour 2004 á Sýn.
sýnt frá Opna Valero Texas-mót-
inu á bandarísku PGA-mótaröðin-
ni í golfi.
16.00 Enski boltinn á Skjá Einum.
Bein útsending frá leik Bolton og
Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í
fótbolta.
16.45 Meistaradeildin í hand-
bolta á Sýn. Bein útsending frá
leik Hauka og Creteil í meista-
radeild Evrópu í handbolta.
18.30 Inside the US PGA Tour
2004 á Sýn.
18.50 World Series of Poker á
Sýn.
20.20 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeil-
dina í fótbolta.
20.50 Ameríski fótboltinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Denver
Broncos og Atlanta Falcons í
NFL-deildinni.
21.55 Helgarsportið á RÚV.
23.00 Meistaradeildin í hand-
bolta á Sýn. Útsending frá leik
Hauka og Creteil í meistaradeild
Evrópu í handbolta.
KR - Snæfell
DHL – Höllin
31. október kl. 19:15
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Birmingham–Crystal Palace 0–1
0–1 Andy Johnson (41.).
Arsenal–Southampton 2–2
1–0 Thierry Henry (67.), 1–1 Rory Delap
(80.), 1–2 Rory Delap (85.), 2–2 Robin
Van Persie (90.).
Charlton–Middlesbrough 1–2
0–1 Talal El Karkouri, sjm (21.), 1–1
Jonatan Johansson (45.), 1–2 Boudewijn
Zenden (58.).
Everton–Aston Villa 1–1
0–1 Lee Hendrie (26.), 1–1 Marcus Bent
(33.).
Fulham–Tottenham 2–0
1–0 Luis Boa Morte (33.), 2–0 Andy Cole
(61.).
Portsmouth–Man. Utd 2–0
1–0 David Unsworth, víti (53.), 2–0
Aiyegbieni Yakubu (72.).
WBA–Chelsea 1–4
0–1 William Gallas (45.), 0–2 Eiður Smári
Guðjohnsen (51.), 1–2 Zoltan Gera (56.),
1–3 Damien Duff (59.), 1–4 Frank
Lampard (81.).
Blackburn–Liverpool 2–2
0–1 John Arne Riise (7.), 1–1 Jay
Bothroyd (16.), 2–1 Brett Emerton (45.),
2–2 Milan Baros (54.).
STAÐAN:
Arsenal 11 8 2 1 31–12 26
Chelsea 11 8 2 1 16–3 26
Everton 11 7 2 2 14–10 23
Middlesbr. 11 5 3 3 19–14 18
Bolton 10 5 3 2 16–12 18
Liverpool 10 5 2 3 18–10 17
Man. Utd 11 4 5 2 11–9 17
Newcastle 10 4 4 2 21–17 16
Portsmouth 10 4 3 3 15–12 15
Aston Villa 11 3 6 2 14–13 15
Tottenham 11 3 4 4 6–8 13
Charlton 11 3 3 5 10–19 12
Man. City 10 3 2 5 12–11 11
C. Palace 11 3 2 6 12–15 11
Fulham 11 3 2 6 12–19 11
Birmingh. 11 1 6 4 7–10 9
WBA 11 1 5 5 9–20 8
Blackburn 11 1 4 6 9–24 7
Southamp. 10 1 3 6 6–12 6
Norwich 10 0 6 4 9–17 6
– Í ensku 1. deildinni skoraði Heiðar
Helguson bæði mörk Watford sem
sigraði Nott. Forest, 2–1. Brynjar Björn
Gunnarsson var einnig í byrjunarliði
Watford en var skipt af velli á 70. mínútu.
– Ívar Ingimarsson og félagar í Reading
töpuðu fyrir Coventry, 3–2. Ívar lék allan
leikinn fyrir Reading en Bjarni
Guðjónsson var ekki í leikmannahópi
Coventry að þessu sinni.
ÞÝSKA BUNDESLIGAN
Dortmund–Bayer Leverkusen 1–0
1–0 Ewerthon (41.).
Mönchengladbach–Bayern Munchen 2–0
1–0 Marcello Pletsch (49.), 2–0 Joris Van
Hout (83.).
Hannover–Bochum 3–0
1–0 Thomas Christiansen (16.), 2–0
Daniel Stendel (65.), 3–0 Leandro
Fonseca (88.).
Freiburg–Hertha Berlin 1–3
1–0 Ellery Cairo (25.), 1–1 Nando Rafael
(36.), 1–2 Gilberto Da Silva (49.), 1–3
Arne Friedrich (63.).
Schalke–Stuttgart 3–2
1–0 Ailton (1.), 2–0 Levan Kobiashvili
(2.), 3–0 Cassio Lincoln (25.), 3–1
Zvonimir Soldo (30.), 3–2 Imre Szabics
(33.).
Wolfsburg–Mainz 4–3
0–1 Matthias Abel (15.), 0–2 Conor
Casey (17.), 1–2 Martin Petrov (45.), 2–2
Martin Petrov (45.), 3–2 Martin Petrov,
víti (57.), 4–2 Martin Petrov (62.), 4–3
Cristoph Babatz (75.).
Werder Bremen–Hamburger SV 1–1
0–1 David Jarolim (22.), 1–1 Christian
Schulz (74.).
STAÐAN:
Wolfsburg 11 8 0 3 20–14 24
Schalke 11 7 0 4 16–15 21
Stuttgart 11 6 2 3 20–12 20
Hannover 11 6 2 3 19–11 20
B. Munchen11 6 2 3 16–12 20
W. Bremen 11 6 1 4 23–13 19
Mainz 11 5 3 3 20–17 18
Leverkusen 11 4 3 4 17–17 15
Hertha B. 11 3 5 3 13–10 14
Bielefeld 10 4 2 4 10–10 14
Dortmund 11 3 5 3 14–16 14
HSV 11 4 1 6 15–18 13
M´Gladbac. 11 3 3 5 15–17 12
Nurnberg 10 2 4 4 16–18 10
Bochum 11 2 4 5 15–22 10
Freiburg 11 2 4 5 10–19 10
H. Rostock 10 2 2 6 10–19 8
Kaiserslaut. 10 2 1 7 11–20 7
– Þórður Guðjónsson var í leikman-
nahópi Bochum en kom ekki við sögu.
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
HANDBOLTADELD KARLA
SUÐUR-RIÐILL
ÍR–ÍBV 31–29
Leikurinn var æsispennandi allt til enda.
ÍR náði þriggja marka forystu, 30–27,
þegar skammt var eftir en ÍBV náði að
minnka muninn í eitt mark, 30–29, þegar
tæp mínúta var eftir. ÍR kláraði dæmið á
lokasekúndunni. Ingimundur Ingimund-
arson var markahæstur ÍR-inga með 11
mörk. Zoltan Belany skoraði líka 11 fyrir
ÍBV.
STAÐAN:
ÍR 7 6 0 1232–197 12
Víkingur 6 5 0 1167–144 10
Valur 6 4 0 2168–147 8
ÍBV 7 3 0 4208–198 6
Grótta/KR 6 3 0 3139–142 6
Selfoss 6 1 0 5161–186 2
Stjarnan 6 0 0 6134–197 0
NÆSTU LEIKIR:
Selfoss–Valur 2. nóvember
HK–Haukar 3. nóvember
Þór Ak.–KA 5. nóvember
Grótta/KR–Víkingur 5. nóvember
Valur–Stjarnan 5. nóvember
ÍBV–Selfoss 5. nóvember
1. DEILD KVENNA
ÚRSLIT:
Víkingur–Stjarnan 25–18
ÍBV–KA\Þór 42–15
Valur–FH 34–29
Grótta/KR–Haukar 22–35
STAÐAN:
Haukar 7 7 0 0216–153 14
ÍBV 7 6 0 1220–169 12
Valur 7 5 0 2180–166 10
Stjarnan 7 4 1 2207–174 9
FH 8 3 2 3224–229 8
Grótta/KR 7 2 0 5171–182 4
Fram 7 1 1 5163–195 3
Víkingur 7 2 0 5162–177 4
KA/Þór 7 0 0 7145–243 0
NÆSTU LEIKIR:
Stjarnan–Valur 6. nóvember
Fram–Grótta/KR 6. nóvember
KA\Þór–Víkingur 6. nóvember
Haukar–ÍBV 7. nóvember
Stjarnan–FH 9. nóvember
Fram–ÍBV 9. nóvember
KA\Þór–Valur 9. nóvember
Handknattleikslið KA:
Fær nýjan
leikmann
HANDBOLTI Stjórn handknattleiks-
deildar KA gekk frá samningi við
Svartfellinginn Nikolaj Jankovic
fyrir helgi en frá þessu er greint á
heimasíðu KA. Þar kemur einnig
fram að Daninn Michael Bladt sé
ekki á förum frá félaginu.
Jankovic þessi er 23 ára
örvhent skytta og kemur frá
félagi í Belgrad. Hann getur leik-
ið fyrir utan hægra megin sem og
í horninu.
Jankovic var búinn að vera til
reynslu hjá félaginu í vikutíma
og heillaði nægilega mikið til
þess að fá samning hjá íslensku
bikarmeisturunum
Þetta er annar liðsstyrkurinn
sem KA fær á skömmum tíma en
Sævar Árnason tók skóna enn
eina ferðina úr hillunni fyrir
skömmu síðan. - hbg
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
LÍF OG FJÖR Leikgleðin skín af leikmönnum Chelsea þessa dagana og þeir sjást hér
fagna marki William Gallas í gær. Chelsea vann leikinn, 4–1.