Fréttablaðið - 31.10.2004, Page 56

Fréttablaðið - 31.10.2004, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 SMS LEIKUR EINTAK Á 199 KRÓNUR? 199 kr/skeytið Kem ur 5. nóv. PC CD-ROM PC CD-ROM Í klessu Hvort sem kennaraverkfalliðleysist með handabakavinnu, lagasetningu eða uppgjöf, hefur það leitt í ljós veikleika okkar. Við get- um ekki leyst neitt sjálf, síst inn- lend vandkvæði. Þegar um þau er að ræða lendir allt í kotakjaftæði. Fyrst kennaraverkfallið er ekki hægt að leysa með sölu á innlendri orku til útlendinga, veit enginn sitt rjúkandi ráð. Málið fer í hönk og hún breytist í hengingaról. En vegna þeirrar sjálfsbjargarviðleitni sem okkur er meðfædd verður í lok- in minna úr hengingu en á horfðist í upphafi. Sama ól verður þó sífellt um hálsinn. Þetta er furðulegt ef haft er í huga að þjóðin er fyrir löngu búin að fylla askana með át- mat, bílum, einsetnum skólum og troðfullum háskólum, orðin mennt- uð fjölmiðlaþjóð. En vandinn leysist ekki þrátt fyrir leiðsöguþætti kvenna um vegi lífsins. Erfiðast eigum við með undirstöð- una, eins og til dæmis kennslu barna. Í raun og veru höfum við aldrei viljað hafa undirstöðu í lífi okkar, bara toppstöðu. En toppstaða án undirstöðu er hvergi trygg nema hjá frægum hljómsveitum. Slíkur barnaskapur skaðar engan. Leyfum litlum að monta sig. Verra er hvern- ig æðri menning bregst. Hún hefur í rauninni aðeins mótað stóra eins konar millistétt. Í henni er hinn gráðugi en getulausi menntavargur. Vargurinn bullar endalaust. Allar dyr standa honum opnar. Hann hefur aðgang að öllum fjölmiðlum. En þegar á reynir getur hann minna en gömlu karlavargarnir. Eins og annar vargur stefnir hann aðeins að sérréttindum, en hefur á tungunni samúð: með konum, börn- um, þroskaheftum, samkynhneigð- um eða öðru sem hann hefur lært að nota sem felubúning. Menntavargurinn hefur atvinnu af innfjálgu tali um náttúruvernd en hann eyðileggur náttúruna. Hann þykist berjast gegn mengun en mengar með bílum og lifnaðarhátt- um sínum. Hann situr ótal ráðstefn- ur en kemur ráðlaus af þeim. Þessi stétt ver stöðu sína með kjafti og klóm, svífst einskis en kemur fram sem lömb. Það væri í lagi ef lömb gætu leyst vanda hlöðunnar með jarmi. En það gera þau ekki. Eini áhuginn er að éta sjálf alla töðuna, harma heyskort hjá rollunum og stanga í punginn á hrútunum. BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.