Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 14
14 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Útvegsmenn og sjómenn gerðu nýjan kjarasamning á laugardag, þann fyrsta í áratug án verkfalls. Björgólfur Jó- hannsson er formaður LÍÚ. Þurftuð þið að teygja ykkur langt í átt að samkomulagi? „Já, ég tel svo vera.“ Hvernig stendur á þessari gleðilegu og nýtilkomnu þýðu í samskiptum ykkar við sjómenn? „Ég held að það sé ein- faldlega þannig að þegar menn ná loksins samningum eftir langt þref og langvarandi samningsleysi þá er ekk- ert óeðlilegt að allir gleðjist, burtséð frá efnisinnihaldi samninganna. Ég held að það ríki þýða og gleði vegna þess að þessir samningar takast á við framtíðina. Það er það mikilvæga í þessu og ég held að fulltrúar viðsemj- enda okkar séu sama sinnis.“ Markar þetta nýtt upphaf í ykkar sam- skiptum? „Ég ætla svo sem ekki að dæma um það en ætla rétt að vona að þetta verði til þess að við ræðum málin og þau vandamál sem upp kunna að koma með reglulegu milli- bili.“ Munu allar útgerðir ráða vel við kostn- aðaraukann sem af samningnum hlýst? „Ja, það er náttúrlega spurning. Það er ekkert öðruvísi með samninga útgerðarmanna en annarra atvinnu- vega að það er auðvitað misjafnt hvað einstaka útgerðir eða atvinnurekendur ráða við en þetta er þá bara viðfangs- efni sem hver og einn verður að takast á við. Menn verða að finna leiðir til að takast á við kostnaðaraukann, þannig er allur rekstur, við þurfum að finna leiðir svo að allir lifi.“ BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Teygðu sig langt SJÓMANNASAMNINGURINN SJÓNARMIÐ Hver er forsaga þess? Norður- landasamstarf á sér langa sögu, í raun allt aftur til miðalda þegar Kalmarsam- bandið var við lýði. Í stofnsáttmála þess var kveðið á um að norrænu ríkin, sem þá voru Noregur, Svíþjóð og Danmörk, skyldu koma hvert öðru til aðstoðar í stríði. Á nítjándu öld komst svo nefnd Norðurlandastefna í tísku sem miðaði að því að efla samstarf á milli landanna og á árunum 1873 til 1914 höfðu Danir, Svíar og Norðmenn með sér mynt- bandalag. Norðurlandaráð var svo sett á fót árið 1952 og var frá upphafi hugsað sem samstarfsvettvangur þjóðþinga norrænu ríkjanna. Hvernig er það skipað? Í Norður- landaráði sitja 87 fulltrúar frá norrænu löndunum fimm og sjálfstjórnarsvæðun- um þremur: Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Fulltrúarnir eru skipaðir af viðkomandi þingi eftir tillögum stjórn- málaflokka. Skipan þingmanna í ráðinu endurspeglar fulltrúafjölda flokka á þing- um viðkomandi ríkja. Norðurlandaráðs- þing er haldið hvert haust og fer það með æðsta ákvörðunarvald starfseminn- ar. Þingið sitja fulltrúar í Norðurlandaráði og ráðherrar norrænu ríkisstjórnanna. Hvað gerir það? Norðurlandasam- starfið er umfangsmikið og má segja að það teygi sig inn á öll svið þjóðlífsins. Löndin bera saman bækur sínar og læra hvert af öðru. Dæmi um svið sam- starfsins eru orkumál, efnahagsmál, upplýsingatækni, jafnréttismál, matvæli, vímuefni og fullorðinsfræðsla. Markmið- in eru heldur ekki af verri endanum. Þannig er meginmarkmið norræns sam- starfs í skólamálum einfaldlega að bæta norræna skóla. Norræna ráðherranefndin? Ná- tengt Norðurlandaráði er ráðherra- nefndin sem stofnuð var 1971. Í henni eiga sæti fulltrúar norrænu ríkisstjórn- anna. Nefndin fjallar um hagsmunamál Norðurlanda og tekur ákvarðanir um framkvæmd samnorrænna verkefna í nánu samráði við Norðurlandaráð. Sjálf- stjórnarsvæðin þrjú taka einnig þátt í starfsemi nefndarinnar. Þrátt fyrir nafnið er ráðherranefndin ekki ein nefnd held- ur margar nefndir fagráðherra, þó ekki utanríkis- og varnarmálaráðherra. Ís- lendingar fara með formennsku í ráð- herranefndinni í ár. Valgerður Sverris- dóttir er samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Íslands. sveinng@frettabladid.is HVAÐ ER NORÐURLANDARÁÐ? Nú hefur kennaraverkfall staðið í sjö vikur. Er ekki ljóst að þetta fyr- irkomulag sem nú er viðhaft með einni samninganefnd allra sveit- arfélaganna og einni samninga- nefnd kennara virkar ekki? Jú, þetta virkar mjög illa og svona langt verkfall er óþolandi. Ég held að þetta sé ekki reynsla annarra þjóða. Á síðastliðnum níu árum hafa kennarar farið tvívegis í verkfall. Árið 1995, þegar kenn- arar voru ríkisstarfsmenn, stóð verkfall í tæpar sex vikur og nú aftur 2004. Þetta er ekki boðlegt fyrir grunnskólabörnin og þeirra fjöl- skyldur. Sveitarfélögin hafa sýnt mikinn metnað í rekstri grunn- skólans og þau hafa varið miklu meiri fjármunum til grunnskóla- starfsins en lög og reglugerðir kveða á um. Þegar maður hefur upplifað þessa góðu þróun þá er það mjög sárt að standa frammi fyrir svona löngu verkfalli. En þarf þá ekki að breyta kerf- inu með því að leggja niður sam- eiginlega samninganefnd og fela sveitarfélögunum að semja hvert í sínu lagi? Þegar að sveitarfélögin tóku við öllum rekstri grunnskólanna árið 1996 þá var það eindregin ósk kennara að við hefðum eina sam- eiginlega samninganefnd eins og þeir. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera slæmt kerfi og við náðum góðum samningum með þessu kerfi árið 1997 og 2001 án þess að til verkfalls kæmi. Nú velta menn því hins vegar fyrir sér hvort það eigi að stýra skólastarfinu algjörlega í gegnum kjarasamninga. Það er til dæmis samið um það sérstaklega að verkstjórnartími sé níu klukku- stundir og fjórtán mínútur. Þetta er ekki eðlilegt og það þarf að auka frelsi skólastjórnenda til að haga skólastarfinu eins og best hentar á hverjum stað. Það hlýtur að vera heilbrigðast fyrir skóla- starfið. Það þarf að gera breytingar en hvort að sveitarfélögin eigi sjálf að semja við sína kennara, það getur vel verið að það sé framtíðin. Munu þessir samningar ekki ganga frá mörgum sveitarfélögum fjárhagslega? Þeir verða mörgum sveitarfé- lögum þungir í skauti. Við skulum ekki gleyma því að starfsmenn sveitarfélaga eru 18.000 og þar af eru kennarar rúmlega 4.000. Það sem skiptir máli fyrir sveitarfé- lögin er að tekjustofnar þeirra hafa verið styrktir. Árið 2001 voru þeir styrktir með hækkun útsvars um rúma fimm milljarða króna. Svo hefur verið sett inn í jöfnun- arsjóð sveitarfélaga fjármagn umfram það sem lög um tekju- stofna segja sem nemur 2,8 millj- örðum á tímabilinu 1999 til 2003. Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir um að þessar viðræður um auknar tekjur sveitarfélaganna gangi of hægt og að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti ekki nægilegri hörku í þessum viðræðum? Það stóð til að þessi umræða færi í gang af fullum krafti í vor. Þá kom upp ágreiningur milli rík- is og sveitarfélaga um það hvort það ætti að skoða núverandi tekjustofna sveitarfélaga. En nú er kominn grunnur sem ég tel skapa sveitarstjórnarmönnum mjög skýra stöðu til að vinna að þessu máli. Við erum líka að ræða um viðbótarframlag í jöfnunar- sjóð sveitarfélaganna á þessu ári sem að skiptir mörg sveitarfélög verulegu máli. Ég vona að það skýrist fljótlega. Auðvitað verð ég líka óþolin- móður þegar hlutirnir ganga hægt en það er einu sinni svo að þegar tveir aðilar þurfa að ná samkomu- lagi þá getur það tekið langan tíma. Það tók tvö og hálft ár að komast að niðurstöðunni sem við náðum árið 2001. Ég vildi gjarnan að maður gæti gengið frá þessu með einu pennastriki en þannig er lífið nú ekki. Ætlarðu að sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokks í borgarstjórnarkosningunum árið 2006? Já, ég ætla að gera það. Ég mæli með því að það verði próf- kjör og það getur vel verið að það verði keppt um leiðtogasætið. Þeir sem starfa í stjórnmálum þurfa að alltaf að vera viðbúnir því að lenda í samkeppni og ég er ekki óvanur því að taka slaginn. Ég tel mig hæfan í þetta starf, hef góða reynslu og heilsu. Ég tók oddvitahlutverkinu þegar Björn Bjarnason varð ráðherra og hef Samband íslenskra sveitarfélaga hefur staðið í ströngu undanfarið vegna kennaraverkfalls og tekjuskiptingar sveitarfélaga og ríkis. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson er formaður sambandsins og hefur þar nóg fyrir stafni en ætlar engu að síður að sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæð- ismanna í næstu borgarstjórnarkosningum. Guðmundur Hörður Guðmundsson ræddi við Vilhjálm. Sveitarstjórnarmál eru ekki glamúr mál VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Vill leiða lista Sjálfstæðisflokks í næstu borgarstjórn- arkosningum. Telur að þá verði kosið um skipulagsmál. Vill koma hreyfingu á skipulags- mál í Vatnsmýrinni og gera mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Fæddur: 1946. Menntun: Stúdentspróf frá VÍ 1968. Lögfræðipróf frá HÍ 1974. Starfsferill: Framkvæmdastjóri full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík 1974 til 1978. Framkvæmdastjóri Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið 1978 til 1984. Borgarfulltrúi síð- an 1982. Formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga frá 1990. BERLÍNARMÚRINN ENDURREISTUR Hluti Berlínarmúrsins, sem áður skildi að Austur- og Vestur-Berlín hefur verið endur- reistur. Þetta er gert til að minnast þeirra sem létu lífið þegar þeir reyndu að flýja yfir hann. Fjölbreytt samstarf á flestum sviðum þjóðlífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.