Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 18
„Ég flutti alfarið hingað að Helga- stöðum I þegar ég varð sjötugur og hætti í Borgarleikhúsinu 1992 og hef því verið hér í tólf ár,“ seg- ir Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari sem verður 82 ára í dag. Jörðina keypti hann, ásamt fyrr- verandi eiginkonu sinni, Þóru, árið 1969, en segir ástæðuna ekki hafa verið þá að hann hafi verið svo mikill sveitadrengur í sér. „Hestamennskan sótti reyndar á mig en það var allt eins hug- mynd konunnar minnar fyrrver- andi að kaupa jörðina. Svo endaði ég hér þegar við skildum. Hér er hitaveita og allt til alls og mér líður vel.“ Jón hefur leikið í einni og einni kvikmynd frá því að hann kvaddi leikhúsið – en ekki stigið á leik- svið síðan. Þegar hann er spurður hvort hann vilji ekki leika á sviði aftur, segir hann að færi nú eftir verkefninu sem í boði væri. „Það sem hrakti mig í burtu var að ég fékk ekkert við mitt hæfi sem ég kærði mig um. Mér fannst ég ekkert eiga að hanga þarna lengur fyrst ég hafði ekki þá ánægju af þessu sem ég hafði haft í um það bil 45 ár.“ Í tilefni af afmælinu segist Jón ekki ætla að gera neitt, þetta sé ekki svo merkilegt afmæli. „En ég fór niður á Selfoss til að kaupa mér ostatertu og eina djöflatertu, síðan koma dætur mínar og við drekkum saman kaffi. Ég átti, hins vegar, stórafmæli fyrir tveimur árum og fór þá til Rómar- borgar.“ Það er óhætt að segja að Jón lifi því lífi sem alla dreymir um. Hann fer í göngutúra í náttúrunni, les bókmenntir og hlustar á tón- list. „Ég hef tekið upp á því síð- ustu vikurnar að fara í göngut- úra,“ segir hann. „Dætur mínar hafa verið að reka mig til að hreyfa mig og ég sé að það er gáfulegt. Ég fer því í nokkuð langa göngutúra á hverjum degi. Ég heyrði í útvarpinu í síðustu viku að maður ætti að hreyfa sig í 45 til 60 mín á dag og geri það. Ég fer bara eftir því sem mér er sagt. Svo les ég mikið. Á meðan ég var í leikhúsinu las ég bara leik- rit. Síðan ég hætti þar, hef ég bara verið í bókmenntunum. Ég er bú- inn að lesa mikið af skáldverkum, íslenskum og erlendum, alveg þrusugóðum. Ég var að enda á Einari Má rétt í þessu, bók sem ég hafði ekki lesið og hafði gaman af. Einar Már er góður höfundur og í miklu uppáhaldi hjá mér – sem og auðvitað Laxness. Ég hef verið að lesa hann allan upp á nýtt síðan ég kom hingað. Svo leik ég töluvert mikið af tónlist. Ég lifi drauma- lífi. Mig hefði aldrei dreymt það þegar ég var strákur í Borgarfirði og gæti bara lifað í svona lúxus. sussa@frettabladid.is 18 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR JENNY MCCARTHY Leikkona og sjónvarpsstjarna er 32 ára í dag. Fékk ekki hlutverk við hæfi JÓN SIGURBJÖRNSSON: BORÐAR DJÖFLATERTU Á AFMÆLISDAGINN „Þú þarft enga pikkup línu. Gefðu konu auga frá hinum enda herbergisins. Gefðu henni auga – ekki stara.“ Jenny McCarthy þykir sérstaklega kynþokkafull. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Guðmundur Hjartarson fyrrum seðlabankastjóri verður níræður mánudaginn 1. nóvember og af því til- efni verður opið hús fyrir fjölskyldu, vini og samferðafólk, í Gyllta sal Hótel Borg- ar kl. 16. sama dag. Guðmundur Hjartarson fæddist 1. nóv- ember árið 1914 á Litla-Fjalli í Borgar- hreppi í Mýrarsýslu. Hann fluttist til Reykjavíkur á fjórða áratugnum og var lögregluþjónn í Reykjavík á árunum 1942-46. Hann var síðar starfsmaður Sósíalistaflokksins 1946-56 og forstjóri Innflutningsskrifstofunnar 1956-60. Guðmundur vann ýmis störf fyrir Sósía- listaflokkinn frá 1960. Hann var seðla- bankastjóri í áratug, frá 1974 til 1984. Guðmundur hefur átt langa og farsæla ævi enda einkar traustur maður sem hefur verið samferðafólki sínu stoð og stytta. Hann hefur verið til staðar fyrir aðra og glatt fjölskyldu sína og vini með ýmsum hætti og hlakkar til að hitta gott fólk á afmælisdaginn sinn. Gunnhildur Hrólfsdóttir er 57 ára. Sveinbjörn Hákonarson, knattspyrnu- maður er 47 ára. Hrafn Jökulsson er 39 ára. ANDLÁT Guðný Ásdís Hilmarsdóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést að heimili sínu fimmtudaginn 28. október. Kristján Björn Guðmundsson frá Ísa- firði, áður Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 24. október. Rolf Kutcher Hamborg, áður til heimilis á Ísafirði, lést í Hamborg í apríl sl. Jarð- arförin hefur farið fram. JARÐARFARIR 15.00 Halldór Ingólfsson fyrrverandi flugstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. JÓN SIGURBJÖRNSSON Keypti ostatertu og djöflatertu í tilefni afmælisins, og drakk kaffi með dætrum sínum. Hann segir þetta ekki stórafmæli og því ekki tilefni til að gera mikið. fyrir tveimur árum hafi hann hins vegar farið til Rómar. Á þessum degi árið 1993 tók Maastricht sáttmálinn gildi sem varð til þess að Evrópusambandið var form- lega stofnað. Sáttmálinn var skrifaður árið 1991 af sendifulltrúum frá fundi Evrópuríkjanna í Maastricht í Hollandi og undirritaður árið 1992. Sáttmálinn kallaði á sterkara Evrópuþing, stofnun sameiginlegs evrópsk banka, og sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu. Einnig lagði sáttmálinn grundvöllinn að stofnun hinnar sameiginlegu evrópsku myntar, Evrunnar. Um aldir log- aði Evrópa í styrjöldum og þá sérstaklega á tímabilinu 1870 til 1945. Frakkland og Þýskaland börðust þrisvar á þeim tíma og létu fjölmargir lífið. Margir leiðtogar í Evrópu voru á því að ekki næðist friður nema löndin yrðu sameinuð á sviði stjórnmála og economically. Árið 1950 sameinaðist kola- og stáliðnaðurinn í sex Evrópuríkjum með stofnun bandalags þeirra á milli sem gekk það vel að fleiri bandalög spruttu upp sem skref fyrir skref leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. 1.NÓVEMBER 1993 Evrópusambandið er form-lega stofnað þegar Maastricht sáttmálinn tekur gildi. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1512 Málverk Michelangelos undir þaki Sixtínsku kapell- unnar var í fyrsta sinn sýnt almenningi. 1604 Harmleikurinn Óþelló eftir Shakespeare var frumsýnd- ur í Whitehall Palace-leik- húsinu í London. 1611 Rómantíski gamanleikurinn Óveðrið eftir Shakespeare er frumsýndur í Whitehall Palace-leikhúsinu í London. 1755 Um 60,000 manns láta líf- ið í jarðskjálfta í Lissabon í Portúgal. 1800 John Adams er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem kemur inn í Hvíta húsið til að búa þar. 1931 Strætisvagnar Reykjavíkur hefja akstur. Fyrsta leiðin er Lækjartorg-Kleppur. 1954 Algería byrjar að mótmæla frönskum yfirráðum. „Stóra málið er tónleikar Nýdönsk og Sinfó og byrjum við strax í dag að hljóðprufa en hittum svo sinfó fyrst á þriðju- dag,“ segir Stefán Hjörleifsson meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og mun hann verða við strangar æfingar út vikuna vegna fyrirhugaðra tónleika sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í lok vikunnar. „Við fengum símtal í vor frá sinfó og þá fæddist hugmyndin enda röðin kannski komin að okkur,“ segir Stefán en hljómsveitin ákvað að fara nýjar leiðir í útsetningu laga sinna í tengslum við verkefnið og fengu tvo þekkta útsetjara í verkið þá Kjartan Valdimarsson og Samúel Jón Samúelsson. „Lagavalið var þannig að við ákváðum að velja ekki okkar útjöskuðustu lög heldur þá tónlist sem okkur fannst eiga skilið annað líf og passa í þessu samhengi. Við vildum falla inn í Sinfóníuhljómsveitina þannig að við notum engin rafmagnshljóðfæri,“ segir Stefán. Að öðru leyti verð ég að reka vefinn minn tonlist.is eftir hádegi og fram á nótt þannig að vikan er þéttsetin auk þess sem við ætlum að gefa út dvd disk og geisladisk í kjölfarið og leggst sú vinna mest á mig. „Ég er kominn með smá fiðring en ekki haft tíma til að hugsa mikið um þetta en það á ef- laust eftir að koma og gæsahúðin á eftir að láta sjá sig þegar maður heyrir í hljómsveitinni,“ segir Stefán. ■ VIKAN SEM VERÐUR STEFÁN HJÖRLEIFSSON VERÐUR ALLA VIKUNA AÐ UNDIRBÚA TÓNLEIKA NÝDANSKRAR OG SINFÓ Kominn með fiðring fyrir sinfó Evrópusambandið stofnað Eiginmaður minn, Guðni Þór Andrews Vatnsnesvegi 28, Keflavík, verður jarðsunginn miðvikudaginn 3. nóvember frá Keflavíkurkirkju kl. 13:30. Fyrir mína hönd og barna okkar, Maria Andrews. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.