Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 64
28 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Haukur Tómasson tónskáld tekur á móti Tónskáldaverðlaun- um Norðurlandaráðs fyrir Guðrúnarsöngva og af því tilefni verða CAPUT með hátíðartónleika í Listasafni Íslands í kvöld, mánudaginn 1. nóvember, klukkan 20.00. CAPUT hljóðritaði verkið, ásamt norrænum söngvurum árið 1997 fyrir BIS og flytur það á tónleikunum í kvöld. Einsöngvari verður Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran. Á tónleikunum verða einnig flutt Märchenbilder, Winternacht og Píanó- konsert eftir danska tón- skáldið Hans Abrahamsen sem er, eins og Haukur, einn merkasti fulltrúi nor- rænnar tónlistar í dag. Anne Marie Abildskov leik- ur á píanó og stjórnandi tónleikanna er Joel Sachs. Kl. 20.00 Strengjakvartettinn HEKLA verður með tón- leika í Salnum í kvöld, mánudaginn 1. nóbem- ber, klukkan 20.00. Kvartettinn skipa þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Greta Guðnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson, ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórs- dóttur, sópransöngkonu og flytja þau verk eftir Rautavaara, Hauk Tómasson, Shosta- kovich, Þórð Magnússon og Jón Nordal. Tónleikarnir eru framlag Ríkisútvarpsins til kammertónleikaraðar Evrópusambands út- varpsstöðva sem nefnist Uppgötvanir, og eru tónleikarnir sendir til 20 Evrópulanda. menning@frettabladid.is Guðrúnarsöngvar hjá CAPUT Að koma og fara á sínum setta tíma Leikrit eru þess eðlis að þau lifa á sviðinu þann tíma sem sýningin varir. Góð leikrit skilja einhverja tilfinningu eftir þegar tjaldið fellur og leikendum hefur verið klappað lof í lófa. Góð leikrit ganga í end- urnýjun lífdaga milli nýrra kynslóða leik- húsáhorfenda vegna þess að þau koma við okkur og segja okkur eitthvað sem skiptir máli af þeirri einföldu ástæðu að þau varða mannlega þætti sem eru sam- eiginlegir flestum að minnsta kosti. Svið- setningin á leikritinu Norður eftir Hrafn- hildi Hagalín fékk aldrei leikritið til að lifna á sviðinu. Sýningin var of hæg, of tilgerðarleg, of húmorslaus, of seig, of fyrirsjáanleg og leik- ararnir stóðu ekki heils hugar á bak við hana. Leikmyndin of stór og þunglamaleg, samt smart án þess þó að styðja leikritið eða leikarana. Leikritið aukinheldur risti ekki nógu djúpt. Hver steríótýpan á fætur annarri vafraði inn í flugstöðina til að halda í sína hinstu för. Laumuhomminn í skápn- um, dópsalinn, unga stúlkan í eiturlyfjun- um, ungi maðurinn sem var ástfanginn af henni, framhjáhaldararnir, gamla fólkið sem er orðið svo afskipt, umkomulausi drengurinn og örvæntingarfulla konan sem er að missa geðheilsuna. Fjölskrúðugt persónugallerí en persónurnar ná aldrei til manns af einhverjum ástæðum. Átökin fara fram aftast á sviðinu, eins langt í burtu frá áhorfendum og hægt er að hugsa sér. Hafi meiningin verið sú að skapa vísvit- andi einhverja fjarlægð á persónurnar og fjarlægð á lífið og tilveruna, þá hefur það tekist. Eða er flugstöðin einhvers konar allegóría um biðsal dauðans sem enginn fær umflúið? Flestir eru hvort eð er feigir í verkinu. Sögurnar eru margar sem verið er að segja og svo er stokkið fram og aft- ur í tíma, notast við endurtekningar í texta og endað svo á byrjuninni. Þekkt stíl- brögð, en mig vantaði alveg tengslin við persónurnar sem sögurnar hverfðust um. Til að undirstrika fjarlægðina kýs höf- undur að hafa þær nafnlausar. Þær hafa bara hlutverk eins og ástmaður, elskhugi, ungi maðurinn, eiginkonan o.s.frv. Sen- urnar voru þannig útfærðar að um leið og ein sena byrjaði þá vissi maður hvernig hún mundi enda þannig að ekkert kom á óvart, ekkert skilið eftir handa áhorfand- anum og að leikslokum er maður engu nær, nema hvað lífið endar á því að maður deyr og í sumum tilfellum byrjar lífið þegar einhver annar deyr. Leikstjór- anum hefur oft tekist miklu betur upp. Leikararnir reyndu hvað þeir gátu. Guðrún S. Gísladóttir átti mjög góðan leik og tókst með makalausu innsæi og hug- myndaflugi leikarans að skapa eftirminni- lega persónu úr eiginkonunni. Hún glóði raunar eins og gimsteinn innan um aðra sem remdust þó eins og rjúpur við staur en höfðu fáar sem engar vörður að feta sig eftir í leið að einhvers konar túlkun eða persónusköpun. Yngstu leikararnir voru meira eða minna ráðvilltir á sviðinu meðan hinir eldri fóru í gegnum sýning- una á reynslunni. Upplifun mín af verk- inu: Smámyndir af dauðlegu hversdags- legu fólki í hversdagslegu amstri sýndar frá ólíkum sjónarhornum. ■ Frönsk kona á bomsum LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Norður eftir Hrafnhildi Hagalín Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Björg- vin Franz Gíslason, Edda Arnljótsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún S. Gísladóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Margrét Guðmundsóttir, Rafn Kumar Bonifacius, Sigurður Stefán Flygenring, Sigurður Skúlason, Valdimar Örn Flygenring, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þór- unn Lárusdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Leikmynd: Rebekka A. Ingimundardóttir, Búningar: Filippía I. Elísdóttir, Lýsing: Páll Ragnarsson, Hljóðmynd: Jón Hallur Stefánsson, Leikstjóri: Viðar Eggertsson ! Nú fer fram rannsókn á börnum 3-12 mánaða gömlum, sem eru með barna- exem. Þessi rannsókn er á vegum nokkra húðlækna, Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1 í Kópavogi og nokkra barnalækna í Domus Medica. Rann- sóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og Lyfjastofnun. Við leitum því að börnum á aldrinum 3-12 mánaða sem þjást af barnaexemi til þess að taka þátt í rannsókninni. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta öryggi og þol meðferðar gegn barna- exemi til langs tíma. Um er að ræða mat á hefðbundinni lyfjameðferð sem er borin saman við nýja lyfjameðferð. Lyf verða eingöngu gefin ef einkenni gefa tilefni til og eingöngu notuð lyf sem eru þegar viðurkennd og eru á markaði hérlendis, því er ekki um tilraunameðferð að ræða. Ef barnið uppfyllir þátttökuskilyrði verður fylgst vandlega með þróun sjúk- dómsins í fimm ár af húð- eða barnalækni. Allur kostnaður vegna raka- krema, lyfja og læknisheimsókna er sjúklingnum að kostnaðarlausu, en er ekki greitt fyrir þátttöku að öðru leiti. Húð- eða barnalæknirinn munu veita nánari upplýsingar um rannsóknina. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdóma- læknir, Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, sími 5204444. Bakhjarl rann- sóknarinnar er Novartis lyfjafyrirtækið. Hefur þú áhuga? eða sendu tölvupóst á netfangið rannsoknir@hudlaeknastodin.is Athugið. Þú getur haft samband eingöngu til að fá frekari upplýsingar um rannsóknina og felur það alls ekki í sér skuldbindingu um þátttöku. Hafðu samband við hjúkrunarfræðing í síma 5204413 Er barnið þitt með barnaexem ? Hjá Bjarti er komin út bókin Trufl-anir í Vetrarbrautinni eftir Ósk- ar Árna Óskarsson. Maður vaknar af vondum draumi við að kona frá Sál- arrannsóknarfélaginu vill komast upp í til hans. Eldri hjón standa uppi á Arnarhól þegar múrsteinn fell- ur af himnum ofan. Lágvær tónlist frá Nepal berst út úr póstkassa handan við götuna. Ástrík- ur fjölskyldu- faðir á heima í næsta húsi við sjálfan sig og veit því aldrei út úr hvoru húsinu hann kemur á morgn- ana. Truflanir í Vetrarbrautinni er safn smáprósa sem lýsa ævintýralegum atburðum úr hversdagslífinu, atburð- um þar sem tilviljanir, mannleg sam- skipti, jafnvel náttúrulögmálin sjálf koma raunveruleikanum í opna skjöldu. Svo virðist sem heimskringl- an sé komin út á ystu nöf. Hjá Bjarti er komið út smásagna-safnið Níu þjófalyklar eftir Her- mann Stefánsson. Í þessu óvenju- lega og frumlega smásagnasafni spyr Hermann Stefánsson sígildra spurn- inga um tengsl skáldskaparins við veruleikann, varpar skemmtilegu ljósi á samskipti kynjanna, og tekst á við íslensk samtímaskáld á borð við Davíð Oddsson, Ólaf Jóhann Ólafs- son og Einar Kárason. Útkoman er verk sem H e l e n a fagra, eigin- kona sögu- manns in s , getur með engu móti sætt sig við. N í u þjófa lyk lar eru frum- raun höf- undar á skáldsagna- s v i ð i n u . Hann hefur áður sent frá sér bókina Sjónhverf- ingar sem kom út í bókaflokki Bjarts - Svarta línan. NÝJAR BÆKUR Höfundur Héra Hérasonar mætir áhorfendum sínum. „Ég býst við að efni verksins sé nokkuð fjarri þeim veruleika sem þið þekkið hér á Íslandi,“ sagði Coline Serreau, höfundur leikrits- ins Héra Hérasonar sem sýnt er í Borgarleikhúsinu þessa dagana, í umræðum sem áttu sér stað eftir sýningu á verkinu á laugardags- kvöldið. „Meginþema verksins eru fátækt og hryðjuverk,“ sagði Coline, „sem þið þekkið fremur af fréttum en af eigin reynslu hér - en segja má að eigi ekki síður er- indi í dag en þegar ég skrifaði verkið fyrir tuttugu og fimm árum. Það ber að hafa í huga að rætur þeirra hryðjuverka sem eiga sér stað í dag voru til staðar á þeim tíma.“ Coline hefur séð ótal útgáfur af þess verki sínu úti um allar Evr- óputrissur og sagðist ánægð með ís- lensku uppfærsluna. Annars virtist hún fremur áhugalaus - og „kanns- ki“ eðlilegt. Hver verður ekki leið- ur á því að tuða aftur og aftur um verk sem hann skrifaði fyrir tutt- ugu og fimm árum. Hún bara sat þarna, í úlpunni, með köflóttan tref- il vafinn um hálsinn og á bomsum, eins og kona utan af landi sem hafði þurft að moka sig yfir heiðar, hárið úfið eins og um það hefðu leikið miklir vindar og þegar henni var þakkað fyrir að sýna sig á Íslandi, sagði hún: „Mér var boðið. Það var borgað fyrir mig.“ Spurning frá áhugasömum að- dáendum um femíniska nálgun verksins.“ Svar frá höfundi: „Hnuh... ef þetta er feminískt verk, eru þá önnur verk karlleg?“ Staðan orðin svo pínleg um tíma að engum datt neitt betra í hug en að spyrja „How do you like Iceland?“ Hún hafði svosum ekki séð neitt af því nema Borgarleik- húsið en líkaði það sem hún hafði séð og um stund kom leikstjóri verksins, Stefán Jónsson henni til hjálpar með þá sýn sem hann hafði á verkið. „Já,“ sagði frúin á bomsunum. „þetta er löngu hætt að vera mitt verk. Ég skrifaði það bara og sá leikhópur sem sýnir það hverju sinni gerir það að sínu, leikstjór- inn tekur það vegna þess að það er eitthvað sem hann vill segja með því.“ Almennt voru svörin ósköp út úr. Leikstjórinn kom þá til bjargar. Þar kom þó að prófessor úr Há- skóla Íslands mannaði sig upp í það, einn manna, að segja henni að hún hefði ekki svarað spurn- ingunni um femínismann og þá kom svar: „Við búum í sjúkum heimi, en hann er hvorki sjúkur af efnahagslegum né pólitískum ástæðum, heldur vegna þess að við búum við karlveldi. Þetta karl- veldi dugði lengi vel en gerir það ekki lengur.“ Önnur spurning: Heiti verks- ins, virðist fæla fólk frá, datt þér aldrei neitt annað heiti í hug? Svar: „Það fældi líka frá í Frakklandi, en nei, annað heiti kom ekki til. Ég skrifa ekki leikrit til þess að falla inn í hið borgara- lega leikhús.“ Sjálfsagt er hún farin aftur heim til sín, konan á bomsunum, sem var greinilega búin að ákveða hver við værum hér á Íslandi áður en hún kom - og með þá vissu, komst hún hjá því að kynnast okk- ur og er sjálfsagt engu nær eftir þessa fríreisu. Jú, um eitt vissi hún, ECCO-skó. Það var eins og konan vaknaði af dvala við að minnast á þá og fólkið sem hafði verið að klappa fyrir henni og leikritinu hennar fékk að vita að hún ætlaði að kaupa eitt par af slíkum handa syni sínum. sussa@frettabladid.is COLINE SERREAUMeginþema verksins eru fátækt og hryðjuverk. ANNE MARIE ABILDSKOV HANS ABRAHAMSEN OG JOEL SACHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.