Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 67
Jóna Þorsteinsdóttir á erfitt verk- efni fyrir höndum. Hún hefur tekið það að sér að fara 50 sinnum á myndina Alien vs. Predator með 50 mismunandi strákum á einum mánuði. „Ég er forfallinn Alien aðdáandi en það var nú eiginlega meira djók að skrá sig í þennan leik. Ég fékk nett hláturskast þegar ég heyrði að ég hefði ver- ið dregin út,“ segir Jóna og hlær. Það er út- varpsstöðin X- ið 977 og Skífan sem standa að leiknum í tilefni af frumsýningu myndarinnar. „Ég fór þrisvar sinnum á mynd- ina í fyrradag og er nú þegar farin að kunna textann utan að og farin að læra hvenær hléið er. Ég hugsa að þetta verði ansi þreytandi til lengdar.“ Jóna velur strákana í útvarpsþætti Freysa á X-inu þar sem strákarnir hringja inn. Hún fær einnig vegleg verðlaun fyrir vikið eða 50.000 krónur, 50 lítra af Coke, árskort í Smárabíó og Regn- bogann ásamt ársbirgðum af Yorkie súkkulaði auk þess að fá myndina sjálfa á DVD þegar hún kemur út. „Ég verð nú örugglega alveg komin með ógeð á þessari mynd þá. En þetta verður nú bara fyndið og ég kynnist fullt af nýju fólki sem er alltaf gaman. Vonandi fæ ég bara ekki eitrun af poppkryddinu.“ Það verður fylgst náið með Jónu allan tím- ann. Strákarnir sem hún fer með passa að hún laumist ekki út og reglulega verður hún í viðtölum á X-inu. Fimmtugasta stefnumót- ið hennar verður svo með „fræg- um“ íslenskum karlmanni og er því um að gera fyrir bíógesti að fylgjast vel með Jónu og ævin- týrum hennar. ■ 31MÁNUDAGUR 1. nóvember 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10:30. B.I. 16Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 6, 8 og 10 Þær eru mættar aftur...enn blóðþyrstari! Kyngimagnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa. SÝND kl. 5.50 kl. 8 B.I. 16 SÝND kl. 10.10 B.I. 16 SÝND kl. 8 og 10.20 B.I. 16 HHH Ó.H.T. Rás 2 Á SALTKRÁKU SÝND KL. 4 OG 6 ÍSLENSKT TAL. MIÐAVERÐ KR. 500,- Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur Frá leikstjóra Silence of the Lambs FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE ÞAÐ SEM ÞÚ SÉRÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ FÆRÐ. SÝND kl. 6 HHHH kvikmyndir.is SÝND KL. 10 Sýnd kl. 8 HHHH S.V. MBL HHH1/2 V.G. DV Fór beint á toppinn USABardaginn um framtíðina er hafinn og enginn er óhultur Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. HHH H.J. mbl. Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.50 B.I. 14 FRUMSÝNING Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! Nýjasta meistaraverk hins þekkta leikstjóra,Jean-Jacques Annaud sem gerði Björninn, Leitin að eldinum og Nafn Rósarinnar. Ógleymanleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5.50 og 8Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 HHH 1/2 kvikmyndir.is Angelina Jolie Gwyneth Paltrow Jude Law Bardaginn um framtíðina er hafinn og enginn er óhultur Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. r i fr tí i r fi i r lt r r i i t r lí ll r i fi r. r i i t r lí ll r i fi r. Jean-Jaques Annaud sýndi og sannaði það eftirminnilega með kvikmyndinni Björninn að hann hefur lag á dýrum og kann að láta þau bera uppi heila bíómynd. Hann hefur nú endurtekið leikinn með Two Brothers en hefur skipt bjarndýrum út fyrir tígrisdýr. Annaud segir hér fallega og einfalda sögu tveggja tígrisunga sem verða viðskila þegar veiði- maður drepur föður þeirra. Veiði- maðurinn sem hinn fjallmyndar- legi Guy Pierce leikur er samt hinn vænsti drengur og tekur annan ungann að sér á meðan hinn nýtur frelsisins ögn lengur þar til hann endar sem gæludýr. Pierce missir svo af litla vini sínum sem endar sem sirkusdýr. Bræðurnir hittast aftur þegar þeir hafa náð fullum vexti en að- stæður endurfundanna eru þó síður en svo ánægjulegar þar sem þeim er stillt upp sem andstæðing- um. Þá reynir á bróðurástina og myndin sem hefur liðið rólega áfram hingað til tekur heldur betur flugið og áhorfendur á öllum aldri komast vart hjá því að hrífast með þegar bræðurnir hefja bar- áttu sína fyrir lífinu og frelsinu. Sagan er sem fyrr segir sára- einföld og nánast barnaleg í besta skilningi þess orðs enda er Annaud ekkert að myndast við að finna upp hjólið. Hann er einfald- lega að segja fallega þroskasögu tveggja villidýra og gerir það með miklum glæsibrag. Tígrisdýr eru með glæsilegustu skepnum merkurinnar þannig að þau fara létt með að bera myndina uppi og eru óumdeildar stjörnur myndarinnar. Þau sýna tilþrif í leik og það er ekki annað hægt en að dást að því hversu vel Annaud og liði hans hefur tekist samvinn- an við dýrin. Þá spillir náttúrufeg- urð Indlands ekki fyrir þannig að myndin er á köflum sannkölluð veisla fyrir augað. Saga bræðranna tveggja er hjartnæm og hlý og það er senni- lega ekki hægt að lýsa henni betur en með þeim orðum að hér sé á ferðinni alvöru fjölskyldumynd af gamla skólanum. Þórarinn Þórarinsson Urrandi góð fjölskyldumynd TWO BROTHERS LEIKSTJÓRI: JEAN-JAQUES ANNAUD LEIKARAR: GUY PEARCE, JEAN-CLAUDE DREYFUS, FREDDIE HIGHMORE NIÐURSTAÐA: Saga bræðranna tveggja er hjart- næm og hlý og það er sennilega ekki hægt að lýsa henni betur en með þeim orðum að hér sé á ferðinni alvöru fjölskyldumynd af gamla skólanum. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Eskifjörður Þrátt fyrir að tökur á fjórðu Harry Potter myndinni, Harry Potter og eldbikarinn, séu ekki hálfnaðar og ár sé í frumsýningu eru framleið- endur myndanna um galdrastrák- inn þegar farnir að huga að fimmtu myndinni. Leitin að leik- stjóra Harrys Potter og Fönixregl- unnar er þegar hafin en það er ljóst að Mike Newell, sem nú vinn- ur við fjórðu myndina, mun ekki halda áfram og fyrirrennarar hans Chris Columbus og Alfonso Cuar- on eru heldur ekki inni í myndinni. Franski furðufuglinn og leik- stjórinn Jean-Piere Jeunet hefur staðfest það í viðtali við Empire að hann hafi verið beðinn um að taka að sér verkið. Í fljótu bragði mætti ætla að Jeunet sé einmitt maður- inn til að takast á við Harry Potter en hann hefur sýnt feykilega góð tilþrif í Delicatessen og The City of Lost Children. Sjálfur er hann ekki jafn viss og segist enn vera að hugsa málið. „Ég hef ekki hugmynd vegna þess að ég hef ekki lesið bókina. Ég þarf að taka mér tíma í þetta,“ segir Jeunet sem vill ekki taka verkefnið að sér nema hann kol- falli fyrir sögunni þar sem hann sé vanur að sökkva sér á bólakaf í þær myndir sem hann gerir. Þá virðist hann yfir höfuð ekkert sérstaklega spenntur fyrir Harry Potter. „Ég er ekkert upp- rifinn yfir þessu enn þá en ég hef heldur ekki lesið handritið. Ég sá samt síðustu mynd og fannst hún góð.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera hversu lengi framleiðendur myndarinnar eru tilbúnir að bíða eftir svari en það myndi sjálfsagt ekki vefjast fyrir Jeunet að út- færa töfraheim Harrys ef hann á annað borð finnur neistann. ■ HARRY POTTER OG FÉLAGAR Mega eiga von á því að franski furðufuglinn og leik- stjórinn Jean-Piere Jeunet taki að sér verkið. Jeunet pælir í Potter ■ KVIKMYNDIR ■ KVIKMYNDIR Fer með 50 strákum í bíó JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Fer 50 sinnum á kvikmyndina Alien vs. Predator með 50 mismunandi strákum. Vonar að hún fái ekki eitrun af poppkryddinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.