Fréttablaðið - 24.11.2004, Side 13

Fréttablaðið - 24.11.2004, Side 13
21MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2004                                               !"# $$%#& !' (%%)*+'*, !*   -!") -!") HRINGRÁSARBRUNINN Hafþór Þórs- son vaktmaður varð fyrstur var við eldinn á svæði Hringrásar við Klettagarða um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Hann var að klára vakt sem átti að ljúka klukkan tíu og fór í síðustu eftirlitsferðina. „Ég gekk út og varð þá var við smá loga í þakhorninu á skemmunni,“ segir Hafþór. Hafþór hringdi strax í neyðar- línuna þegar hann sá eldinn. Fjór- um til sex mínútum síðar segir hann lögreglu og slökkvilið hafa verið komin á staðinn. „Á nokkrum mínútum var skemman orðin al- elda og eldur kominn yfir í dekkja- hrúguna. Í fyrstu voru miklar sprengingar inni í eldhafinu. Ég tel að þá hafi gaskútar verið að springa en síðan fór að líða lengra á milli sprenginga,“ segir Hafþór. Hann fór til að bjarga einni vinnu- vélinni frá eldinum en vélin var síðar notuð til að forða eldsmat á svæðinu frá því að brenna. Að- spurður segist hann ekki hafa orð- ið var við mannaferðir á svæðinu, sem er afgirt. Hann segir ekki að því hlaupið að komast inn á svæðið og þaðan inn í skemmuna. Hafþór er aðeins nítján ára og fannst hon- um sárt að sjá eldsvoðann á sínum fyrsta vinnustað, sem hann hefur starfað á í þrjú ár. - hrs HAFÞÓR ÞÓRSSON VAKTMAÐUR Ein vinnuvél stóð skammt frá eldinum og þurfti Hafþór að bjarga henni frá eldtungunum. Síðar var vélin notuð við slökkvistarfið. Nítján ára vaktmaður varð eldsins var: Varð alelda á nokkrum mínútum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HRINGRÁSARBRUNINN Eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar fyrir þremur árum í kjölfar sprengingar sem varð þegar tankur með sprengifimu efni fór í brotajárnspressu. Hann náði þó ekki að breiðast út eins og eldur- inn sem kviknaði á vinnusvæði fyrirtækisins í fyrrakvöld. Árið 2001 reyndist slökkvi- liðinu ekki unnt að nota vatn til slökkvistarfa og þurfti að beita dufttækjum. Tveir starfsmenn endurvinnslustöðvarinnar voru þá fluttir á spítala vegna gruns um reykeitrun. - ghg Eldur kom upp 2003: Annar bruninn hjá Hringrás á þremur árum FRÁ SLÖKKVISTARFINU. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Að sögn Hauks var eitthvað um að fólk hleypti ekki lögreglunni inn. „Fólk þorði ekki að opna fyrir okkur, hélt að einhver lýður væri á ferðinni, handrukkarar eða því- umlíkt. Hins vegar opnaði fólk þegar það sá að þetta var lögregl- an,“ segir hann. Austanstrekkingurinn gerði það að verkum að svæði sem af- markaðist af Dalbraut, Rauðalæk, Laugarnesvegi og Köllunarkletts- vegi varð hulið reyk á augabragði og því þurfti að rýma hús á því svæði. Jón Viðar Matthíasson að- stoðarslökkviliðsstjóri telur vind- áttina hafa verið með óhagstæð- ara móti vegna íbúðahverfanna sem urðu fyrir reyk. „Það hefði verið betra ef vindáttin hefði staðið meira út á sjóinn, sunnanátt hefði í raun verið best.“ Ef sunnanáttin hefði verið heppilegust þá er öruggt að norð- an- eða norðaustanátt hefðu haft mun alvarlegi afleiðingar. Eins og sjá má af kortinu á síðunni hefðu stór íbúðahverfi verið kaffærð í kolsvörtum eiturgufunum, en ríf- lega 4.000 manns búa á þessum slóðum, þar af fjöldi aldraðra. Að- spurður hvort svo umfangsmiklar rýmingaráætlanir væru til segir Haukur að yfirvöld hefðu haft ein- hver ráð með það. „Við hefðum notað fjölmiðla til að vekja athygli á hættunni og jafnframt keyrt um hverfið með gjallarhorn og annað, rétt eins og nú. Það er hins vegar alltaf spurningin hvert farið er með fólk. Ef ekki hefðu verið nógu margir strætisvagnar til að flytja fólkið hefðum við hringt í rútu- fyrirtæki líka.“ Engum dylst að við öllu verri aðstæður hefði verið að etja í norðaustanátt. Byggðin er dreifð- ari þannig að mun fjölmennara lið hefði þurft til að vekja íbúa og koma þeim í öruggt skjól og í stað þess að ganga íbúð úr íbúð, eins og á Kleppsveginum, hefði björgun- arliðið þurft að þræða þröngar innkeyrslur einbýlishúsanna í gegnum sótsvartan mökkinn. Þannig má segja að austanstrekk- ingurinn hafi verið lán í óláni. sveinng@frettabladid.is ALLIR Í STRÆTÓ Erfitt hefði verið að flytja fólk á brott ef stærri hluti byggðarinnar hefði verið hulinn reyk. GASGRÍMUR KOMU Í GÓÐAR ÞARFIR. Lögreglan stýrði umferðinni af stakri skilvirkni þrátt fyrir mökkinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.