Fréttablaðið - 24.11.2004, Page 43

Fréttablaðið - 24.11.2004, Page 43
23MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Banki allra landsmanna 7,1%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.10.2004–31.10.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ GÓÐ ARÐSEMI Bréf í easyJet hafa hækk- að um 40 prósent frá því Flugleiðir keyptu stóran hlut í félaginu. Hörð samkeppni Hagnaður easyJet nam 60,8 milljónum punda eða 7, 5 milljörð- um króna á tímabilinu apríl til september í ár. Þetta er minna en fyrir sama tímabil í fyrra, en þá nam hagnaðurinn tæpum tíu milljörðum. Afkoman var lítillega undir spám. Vaxandi samkeppni er á markaði lággjaldaflugfélaga og hefur þeim fjölgað verulega. Í Evrópu starfa nú 47 félög á þess- um markaði og hefur þeim fjölgað um 40 á síðustu þremur árum. Þessi aukna samkeppni ásamt hækkandi eldsneytisverði er helsta skýring minnkandi hagnað- ar. Gengi easyJet hefur ekki farið varhluta af þróuninni og hefur það lækkað um 35 prósent það sem af er ári. Flugleiðir keyptu 8,4 prósenta hlut í október og hef- ur gengið hækkað um 40 prósent frá kaupunum. Flugleiðir eiga nú ríflega tíu prósenta hlut í easyJet og hafa ekki útilokað frekari kaup á hlutum í félaginu. hh Tekjur minnka Hagnaður HB Granda á þriðja árs- fjórðungi nam rúmum 78 milljónum króna. Tap var af rekstri fyrirtækis- ins fyrstu níu mánuði ársins sem nam 29 milljónum króna. Rekstrartekjur HB Granda námu 6,7 milljörðum króna, en tekj- ur forveranna HB og Granda voru samanlagt 7,4 milljarðar árið áður. Rektrarhagnaður nam 20% af tekjum sem er sama og í fyrra, en framlegð sjávarútvegs fyrirtækja hefur farið lækkandi með hækkandi krónu, lækkandi afurðaverði og hærri olíukostnaði. Stjórnir HB Granda, Tanga, Bjarnareyjar og Svans RE-45 sam- þykktu í gær að sameina félögin. hh SPÁR UM AFKOMU HB GRANDA Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI. KB banki 103 milljónir Íslandsbanki -26 milljónir Landsbankinn 168 milljónir Niðurstaða 78 milljónir Breyttar skuldir Yfirdráttarlán íslenskra heimila hafa lækkað um rúma þrjá millj- arða milli mánaðanna september og október. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabankans. Þar kemur fram að skuldir heimila við lánastofnanir hafa aukist um 32 prósent síðasta árið. Mest á síðustu mánuðum og skýrist það af því að lán hafa flust frá Íbúðalánasjóði til bankakerfisins. Gengisbundin lán heimilanna hafa einnig aukist talsvert og nema nú um tíu prós- entum af heildarskuldum heimil- anna. Heimilin hafa því aukið gengisáhættu sína, en gera verður ráð fyrir því að tekjur þeirra séu að mestu í íslenskum krónum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.